Tíminn - 01.12.1972, Blaðsíða 9

Tíminn - 01.12.1972, Blaðsíða 9
Föstudagur 1. desember 1972 TÍMINN 9 Útgefandi: Framsóknarflokkurínn Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þór- arinn Þórarinsson (ábm.). Jón Helgason, Tómas Karlsson g;;;;;;;;'Andrés' Kristjánsson (ritstjóri Sunnudagsblaös Timáns).' ?$$$ Auglýsingastjóri: Steingrimur. Gislaswii, Ritstjórnarskrif- stofur i Edduhúsinu viö Lindargötu, símar 18300-18306. Skrifstofur i Bankastræti 7 —afgreiöslusimi 12323 — auglýs- ingasimi 19523. Aðrar skrifstofurtsimi 18300. Askriftargjald. 225 krónur á mánuði innan lands, i lausasölu 15 krónur ein- takið. Blaöaprent h.f. Samvinna flugfélaganna Undanfarið hefur Brynjólfur Ingólfsson, ráðuneytisstjóri i samgönguráðuneytinu,, set- ið á fundum með forstjórum flugfélaganna, Erni Johnson, forstjóra Flugfélags íslands, og Alfreð Eliassyni, forstjóra Loftleiða. Tilefni þessara viðræðna nú er hinn óhag- kvæmi rekstur flugfélaganna á vetrarferðum milli íslands og Skandinaviu vegna allt of mik- ils sætaframboðs félaganna á þessari leið og afar lélegrar nýtingar — samfara bullandi tapi. í fyrravetur gerðist það, að sætaframboðið á þessari leið var aukið stórkostlega og varð halli mikill á þessari flugleið á vetrarmánuð- um hjá báðum félögunum. í fyrrahaust, er menn sáu, að hverju stefndi i þessum efnum, hófust viðræður milli fulltrúa Loftleiða og Flugfélagsins um aukna samvinnu þessara félaga og hugsanlega sameiningu þeirra. Talsverðrar bjartsýni gætti við upphaf þessar viðræðna, en i þær kom svo afturkippur og enduðu þær i algeru strandi. í haust tilkynntu svo félögin óbreytta skipan á vetrarferðum milli íslands og Skandinaviu, þrátt fyrir þá bitru reynslu, sem þau höfðu fengið á sl. vetri. Er keppni svo hörð milli félaganna að þau fljúga á sömu dögum og nærri þvi á sömu timum frá brottfararstöðum og farþega hvors um sig má stundum telja á fingrum annarrar handar. Bæði flugfélögin eiga nú við fjárhagslega erfiðleika að striða og hafa þurft á fyrir- greiðslu opinberra aðila og fjármálastofnan- anna að halda. Ljóst er nú, að Loftleiðir eiga i nokkrum vanda að tryggja stöðu sina og rekstrarafkomu á flugleiðinni milli New York og Luxemborgar. Er sýnilegt varð i haust, að ekkert sam- komulag myndi takast milli flugfélaganna um skynsamlegri skipan ferða milli Skandinaviu og Islands á þessum vetri, var málið tekið upp i Flugráði. Varð niðurstaðan þar sú, að opin- berir aðilar kynnu að neyðast til að skipta flug- leiðum milli félaganna i Skandinaviuflugi, tæk- ist ekki að finna eitthvert samkomulag um þessi mál þeirra á milli i frjálsum samningum. Mikil og vaxandi samkeppni er nú fram undan i alþjóðlegu millilandaflugi. Flugfélög um allan heim mæta nú þessari samkeppni með aukinni samvinnu á ýmsum sviðum og sameiningu i stærri heildir. Færa má að þvi rök, að það gæti orðið báðum islenzku flugfélögunum til mikils hags og auk- ins öryggis i rekstri, ef þau tækju upp nána sam vinnu. Einhvers konar sameining félaganna væri sjálfsagt hið æskilegasta, þótt hugsanlega sé erfitt að vinna að henni öðru visi en i áföng- um. Tilfinningamál kunna að hafa þarna meiri áhrif á en marga grunar. Það eru vafalaust til menn, sem hafa unnið þessum félögum allt sitt ævistarf og séð þau vaxa uop og dafna, sem geta ekki hugsað séraðskerðasjálfstæði þeirra. Þess vegna hefur þeirri hugmynd skotið upp, að ekki þyrfti að leggja félögin formlega niður, heldur stofna sérstakt rekstrarfélag, sem þjónaði báðum félögunum með sem skynsam- legasta skipulagningu og rekstur millilanda- flugsins og hag beggja flugfélaganna að leiðar- ljósi. — TK. ERLENT YFIRLIT Sendir Kirk herskip inn á bannsvæði Frakka? Verkamannaflokkur Nýja-Sjálands vinnur mikinn kosningasigur Norman Kirk HINN NÝI forsætisráöherra Nýja Sjálands, Norman Kirk, minnir að þvi leyti á Anker Jörgensen, hinn nýja forsætis- ráðherra Danmerkur, að hann hefurekki verið i öðrum skóla en barnaskóla. Hins vegar eru þeir ólikir i útliti, þvi að Anker er fremur litill vexti, en Kirk er með allra stærstu'mönnum. Að loknu barnaskólanámi, stundaði Kirk ýmsa vinnu, var m.a. um skeið vélstjóri á ferju. Hann hóf ungur afskipti af stjórnmálum og lét sig einkum varða sveitar- stjórnarmál. britugur að aldri var hann kosinn bæjarstjóri i litlum kaupstað, en fjórum ár- um siðar, eða 1957, var hann kjörinn þingmaður. Hann hef- ur áttsæti á þinginu ósiitið sið- an, eða i 15 ár, en hann er nú 49 ára gamall. Kirk vakti fljótt athygli á sér á þingi. Hann er góður ræðumaður, þótt honum liggi ekki hátt rómur. Hann er al- þýðlegur i framkomu og lag- inn samningamaður. Hann getur þó verið harðskeyttur, eins og sést á þvi, að hann beitti sér fyrir stjórnarbylt- ingu i Verkamannaflpkknum 1965 og tók sjálfur forustuna. Kjörtimabil þingsins i Nýja Sjálandi er þrjú ár og hefur Verkamannaflokkurinn tapað i tveimur kosningum undir forustu Kirks. Formennska hans i flokknum heföi verið óviss, ef hann hefði tapað i þriðja sinn. Það þykir hafa styrkt að- stöðu Kirks i flokknum, að hann er hvorki nátengdur verkalýðshreyfingunni eða menntamannahópnum i flokknum og hefur þvi betur getað sameinað þessa arma flokksins, sem oft eru ósam- mála. Sigur Verkamanna- flokksins i kosningunum i fyrri viku, er af kunnugum talinn mikill persónulegur sigur fyr- ir Kirk, þvi að hann hafi bæði skipulagt kosningabaráttuna betur og komið betur fyrir á fundum og i sjónvarpi en keppinautur hans, John Mars- hall, en hann tók við forustu Þjóðflokksins og forsætisráð- herraembættinu i febrúar- mánuði siðastl. Honum var ætlað að tryggja sigur Þjóð- flokksins, en það mistókst. NÝJA-SJALAND hefur tveggja flokka kerfi, enda er þar kosið i einmenningskjör- dæmum. í öllum kosningum þar ber þó mikið á hvers konar smáflokkum, en yfirleitt hafa ekki aðrir flokkar þar unnið þingsæti en Þjóðflokkurinn, sem telur sig frjálslyndan, og Verkamannaflokkurinn, sem hefur talið sig sósialiskan, en hefur færzt mjög til hægri á siðari árum. i kosningunum nú tóku þált ekki færri en 19 flokkar og 449 frambjóðendur kepptu um 87 þingsæti. Úrslit- in urðu þau, að Verkamanna- flokkurinn fékk 56 þingmenn kiörna, en bióðflokkurinn 31. 1 siðustu þingkosningum eða ’69 fékk Þjóðflokkurinn 44 þing sæti, en Verkamannaflokkur- inn 40, en þingsæti þá voru alls 84. Þeim hafði verið fjölgað um þrjú fyrir kosningarnar nú. Verkamannaflokkurinn fékk fyrst meirihluta á þingi 1935, þegar heimskreppan var i algleymingi, og hélt honum óslitið til 1949, eða i 14 ár. Flokkurinn kom fram ýmissi þjóðnýtingu á þeim árum. Þjóðflokkurinn vann kosningarnar 1949 og helur stjórnað óslitið siðan, þegar undan er skilið kjörtimabilið 1957-60, en þá fór Verka- mannaflokkurinn með völd. Það er talið hafa háð Verka- mannaflokknum i allmörgum undangengnum kosningum, að margir kjósendur, sem voru óánægðir með stjórnina, greiddu smáflokkum atkvæði. Foringjar Þjóðflokksins byggðu sigurvonir sinar að þessu sinni á þvi, að þetta myndi haldast áfram, en skoðanakannanir höfðu sýnt, að Verkamannaflokkurinn hefði um 1% meira fylgi en Þjóðflokkurinn. Úrslitin i kosningunum uröu þau, að Þjóðflokkurinn lékk nokkurn veginn sömu atkvæðatölu og 1969, en smáflokkarnir töpuðu til Verkamannaflokksins, sem einnig hlaut fylgi nýrra kjós- enda. Kjósendur höfðu nú átt- að sig betur á þvi en áður, að það væri fyrst og fremst vatn á myllu Þjóðflokksins að kjósa smáflokkana, enda hafði Kirk lagt mikla áherzlu á þetta i áróðri sinum. Þó fékk einn litlu flokkanna, Social-Credit- flokkurinn, nú um 6.5% at- kvæða, og einn nýr flokkur, sem hafði umhverfisvernd á stefnuskrá sinni, Values Farty, fékk 2% atkvæðanna. Fylgi þessa nýja flokks þykja sýna, að umhverfismálin eigi eftir að verða mikilvægur þáttur i stjórnmálastarfinu. SAMKVÆMT frásögnum erlendra blaðamanna var meira blæmunur en stórfelldur steínumunur i málflutningi stóru flokkanna i sambandi við innanlandsmálin. Kirk deildi á stjórnina fyrir dýrtið og ólag á verðlagsmálum og lofaði að treysta mjög aðhald á þvi sviði. Hann lofaði og auknum tryggingum og ýms- um félagslegum endurbótum, sem stjórn Þjóðflokksins hefði vanrækt. En Marshall for- sætisráðherra lofaði einnig umbótum á þvi sviði og hafði sýnt talsveröa viðleitni i þá átt eftir að hann tók við stjórnar- forustunni. Það virtist hins vegar ekki duga honum. Vafa- laust hefur það og ráðið miklu, að margir kjósendur voru orönir þreyttir á langri stjórnarsetu Þjóðflokksins. Kirk gætti þess einnig að hrekja ekki hina hægfara kjósendur, sem voru orðnir óánægðir með Þjóðflokkinn, frá Verkamannaflokknum með róttækum þjóðnýtingar- lolorðum. i þeim efnum fylgdi hann lordæmi norrænna sósialdemókrata. Stefnumunur aðalflokkanna i kosningabaráttunni var á margan hátt meira áberandi á sviði utanrikismála en innan- landsmála. Kirk hafði það ekki aðeins á stefnuskrá sinni að viðurkenna Kina, heldur einnig að kalla heim hernaðarlega ráðunauta og leiðbeinendur, sem Nýja-Sjá- land hefur nú i Suður-Viet- nam, Kambódiu, Thailandi og Singapore. Jafnframt lýsti hann yfir þvi, aö hann myndi láta Nýja-Sjáland ganga úr SEATO, sem er varnarbanda- lag Bandarikjanna, Bretlands og nokkurra rikja i Suðaustur- Asiu. Hins vegar myndi hann ekki láta Nýja-Sjáland segja sig úr ANZUK, sem er sér- stakt va r n a r b a nd a la g Astraliu, Nýja-Sjálands og Bandarikjanna. Bæði af þessu og ýmsu ööru, virðist mega draga þá ályktun, að Kirk geti hugsað sér nánara samstarf við Bandarikin. Þó mun hann mótfallinn að leyfa amerisk- um hringum að reisa sérstök fyrirtæki, nema undir sér- stöku eftirliti, þvi að hann deildi á stjórn Þjóðflokksins fyrir of mikla undanlátssemi við erlenda auðhringa. Eitt kosningaloforð, sem Kirk gaf, hefur vakið sérstaka athygli, en hann lýsti yfir þvi, að hann myndi senda herskip inn á bannsvæði, sem Frakkar auglýstu, ef þeir ætluðu að halda áfram kjarnorku- sprengingum á Kyrrahafi. Nú hefur franska stjórnin tilkynnt, að hún fyrirhugi að hefja að nýju tilraunir með kjarnorkusprengjur á Kyrra- hafi næsta sumar, — en Kirk hefur áréttað þetta kosninga- loforð sitt um sendingu her- skipa inn á auglýst bannsvæði Frakka. Það mun ætlun Kirks að verða bæði forsætisráðherra og utanrikisráðherra, en hann hefur búið sig undir siðara starfið með miklum ferðalög- um á siðari árum. Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.