Tíminn - 01.12.1972, Blaðsíða 11

Tíminn - 01.12.1972, Blaðsíða 11
Föstudagur 1. desember 1972 TÍMINN 11 NORÐLENDINGAR KVEÐA SÉR HLJÓDS Bókaútgáfan Skjaldborg á Akureyri sendir nú frá sér fimm bækur fyrir jólin og sér um dreif- ingu þeirrar sjöttu. Timinn hafði nýlega samband við Svavar Otte- sen, sem ásamt Haraldi Ásgeirs- syni er eigandi bókaútgáfunnar Skjaldborgar og Prentsmiðju Björns Jónssonar á Akureyri. Kom þá i ljós, að Skjaldborg gef- ur Norðlendingum tækifæri tii að kveða sér bljóðs, öðrum fremur. Á orði hefur verið haft, að stærri og eldri útgáfufyrirtæki hafa sniðgengið höfunda að norðan, þótt á þvi séu auðvitað undan- tekningar. — Hvað gefið þið út af bókum á jólamarkaðinn Svavar? — Að þessu sinni eru það bækur fjögurra norðlenzkra höfunda. Þeir eru Erlingur Daviðsson, rit- stjóri, Bragi Sigurjónsson, bankastjóri, Indriði Dlfsson, skólastjóri, og Oskar Stefánsson, Svavar Ottesen fyrrum bóndi i Breiðuvik á Tjör- nesi, nú i Skjaldarvik. Fimmta bókin, eftir Erling Daviðsson, er einnig prentuð hér i prentsmiðj- unni og verður til sölumeðferðar i dreifingarkerfi okkar, en útgef- andi hennar er Fagrahlið á Akur- eyri. Bragi Sigurjónsson — Eru einhverjar sérstakar nýjungar i útgáfunni hjá ykkur? — Já, auk þess, sem hver ný bók er nýjung, má geta þess, að ein bókanna, Aldnir licfa orðið, sem Erlingur Daviðsson hefur skrifað, er fyrsta bókin i nýjum bókaflokki, sem ég vona, að eigi sér framtið. t þessari bók segja sjö aldraðir borgarar á Akureyri frá atburðum fyrri daga og lifs- viðhorfum, en flestir eru þeir ætt- aðir úr öðrum byggðalögum og af öðrum landshornum. — Hverjir urðu fyrir valinu i þessa fyrstu bók? — Sesselja Eldjárn, skörungur i málum slysavarna og mannúðar- mála, Jón Rögnvaldsson frá Fifil- gerði, kunnur garðyrkju- og skóg- ræktarmaður, nýlátinn, Olafur Tryggvason frá Hamraborgum, huglæknirinn og rithöfundurinn, Kristján Nói Kristjánsson, skipa- smiður, sérstæður maður og völ- undur, Sæmundur G. Jóhannes- son, rithöfundur og m.a. kunnur af mörgum útvarpserindum, og svo Guðmundur Blöndal, fulltrúi skattstjóra á Akureyri, og Ragn- heiður 0. Björnsson, kaupmaður, bæði kunnir góðborgarar á Akur- eyri. Næst verður væntanlega leitað viðar fanga um efni. Það verður sjálfsagt örðugra að hafna en velja viðmælendur, þvi að svo fjölmargir koma til greina. — Hvað um bókina úr lifi smal- ans? — Hún er eftir áttræðan mann, sem nú dvelur á elliheimilinu i Skjaldarvik, ungan i anda, Þing- eying að ætt og uppruna, mikinn dýravin og góðan frásagnar- mann. Bókin fjallar um æviþætti höfundar, m.a. frá þeim tima, er hann var kaupamaður hjá Guð- mundi skáldi á Sandi og kunnum mönnum í Mývatnssveit. Annar þáttur bókarinnar eru svo draumar, sem teljast verða merkileeir. en briðii þátturinn eru dýrasögur og ef til vill er sá merkilegastur. — Bragi kveður sér enn hljóðs? — Þessi bók Braga Sigurjóns- sonar er sjötta ljóðabók hans og nefnist Páskasnjór. Bragi er, að þvi ég held, mjög vaxandi skáld og hann leggur ekki árar i bát þótt ljóöabækur séu'i minni hávegum hafðar, en ýmsar aðrar bækur á siðustu timum. — Hvað um bækur fyrir yngstu lesendurna? — Viðgleymum þeim ekki held- ur, og hin nýja bók eftir Indriða Úlfsson, Kalli kaldi og túlipana- hótelið.er barna- og unglingabók, framhald af Kalla kalda, sem seldist alveg upp hjá forlaginu i fyrra. Indriði hefur þegar skipað sér sess meðal vinsælustu barna- bókahöfunda landsins. Ennfrem- ur gefum við út bók handa 7 til 10 ára telpum, Káta er engum lik, þýdd barnabók, framhald af Kátu og dýrunum hennar, sem var mjög vel tekið á siðasta ári. — En bókin, sem þið hafið i söluumboði? — Hún heitir Jói norski. Erling- ur Daviðsson hefur ritað bókina, en heimildarmaður hennar og söguhetjan er Jóhann Daniel Baldvinsson vélstjóri á Skaga- strönd. Þetta er sérstæð bók og fróðleg um flest það, sem lýtur að veiðiskap i rekisnum, svo sem i Hvitahafi og Barentshafi, en þar hafa Norðmenn um áraraðir stundað selveiðar, bjarndýra- veiðar og rostungsveiðar. Með þeim fór söguhetjan 16 selveiði- ferðir og lenti i mörgum ævintýr- um. Til gamans má geta þess, að Fagrahlið gefur einnig út norð- lenzka timaritið Súlur, sem við sjáum um prentun á. Það hefur náð mikilli útbreiðslu. Ritstjórar Súlna eru Erlingur Daviðsson og Jóhannes Óli Sæmundsson. SB Óskar Stefánsson Leikritin orðin 30 eða 40 talsins - stutt rabb við Indriða Úlfsson, skólastjóra og rithöfund Indriði Úlfsson, skólastjóri Oddeyrarskólans á Akureyri, er löngu kunnur fyrir leikrit sin og bækur fyrir börn. Við hringdum i Indriða og spurðum hann nokk- urra spurninga um ritstörf hans. — Hvernig bar það til.að þú fórst að skrifa? — Ég man það nú ekki nákvæmlega, en ég var ekki hár i loftinu, þegar ég tók þá ákvörðun. Liklega hefur að einhverju leyti verið þar um að ræða áhrif frá afa minum, Indriða á Fjalli. — Hvenær kom fyrsta bókin þin út? — Hún kom út 1967 og var „Sól- hvörf”, en barnaverndarfélögin báðu mig að sjá um hana. Siðan hafa bækurnar minar komið út ein á ári. — Þú hefur skrifað allmikið af leikritum lika. Hvenær byrjað- irðu á þvi? — Það er óralangt siðan. Ég var búinn að skrifa ein tiu smáleikrit áður en fyrsta bókin kom út,og þau birtust i „Vorinu” og voru Indriöi Úlfsson leikin hér á skólaskemmtunum. Ég hef haldið þessu áfram og leikritin eru liklega orðin 30 til 40 talsins. — Sum þessara leikrita hafa verið meira en smáleikrit, er það ekki? — „Súlutröllið’,’ sem var fyrst flutt á skólaskemmtun, var siðan lengt og þvi breytt i meira verk, sem Leikfélag Akureyrar setti á svið i fyrra. Einnig hef ég samið tvö framhaldsleikrit fyrir útvarp- ið upp úr sögum minum og það þriðja er tilbúið, en útvarpið get- ur ekki tekið við þvi strax vegna fjárhagsástæðnanna þar. — Nú er þetta allt fyrir börn og unglinga. Hefurðu ekki skrifíð fyrir fullorðna? — Jú, ég skrifaði einu sinni smásagnasafn, og ein smásagan fékk verðlaun i smásagnasam- keppni Eimreiðarinnar. — Finnst þér betra að skrifa fyrir yngri kynslóðina? — Ja, þetta er kannske af þvi ég er skólastjóri b^rnaskóla og skil ef til vill börnin betur en margir aðrir. — Að lokum, Indriði: Hyggstu halda áfram að semja sögur og leikrit? — Já, ég hef ekki ætlað mér annað, og vona, að mér endist lif og heilsa til þess. SB. Hef meiri áhuga á lifandi fólki — rætt við Erling Davíðsson, ritstjóra sem sendir nú frá sér tvær bækur Erlingur Daviðsson ritstjóri virðist vera orðinn allumsvifa- mikill rithöfundur, og þvi sneri Timinn sér til hans til að forvitn- ast. — Hvernig stóð á þvi, að þú fór- st allt i einu að skrifa bækur? — Tvennt bar til og var annað það, að ég hafði alltaf ætlað mér að skrifa bók á þessu skeiði ævinnar, en hin ástæðan var sú, að mér barst gott efni i hendur, svona ósjálfrátt. Hitt skal þó viðurkennt, að ég hafði ætlað að skrifa fyrir börn, helzt dýrasögur, en ekki hefur orðið af þvi ennþá. Sumir kunningjar hafa spurt, hvers vegna ég skrifaði ekki held- ur skáldsögu, en þá er þvi til að svara, aðég hef meiri áhuga á lif- andi fólki, sem kann frá mörgu að segja, og að bjarga frásögnum þess frá glötun, en að búa til sögu- hetjurnar sjálfur. Má vera að mig skorti hugkvæmni eða imynd- unarafl til að búa til persónur, sem eru nægilega mikils virði til að skrifa um þær. Svo kann ástæðan til þess, að ég er farinn að skrifa bækur, að vera eitthvað lik og sumra gamalla kvenna, sem prjónuðu hverja Erlingur Daviðsson stund og gátu svo aldrei hætt að prjóna. En að slepptu öllu gamni, finnst mér það fólk, sem fjallað er um i þéssum tveimur bókum, sem nú eru að koma út, svo áhugavert og frásagnirnar svo merkilegar, að þessi ritstörf eiga sér að minn- sta kosti nokkra afsökun, þó að mörgum finnist oft nóg um bóka- flóðið. — Hvernig finnurðu þér tima til að skrifa bækur, jafnhliða anna- sömum ritstjórastörfum við Dag og Súlur? — Við höfum öll jafnan tima, en notum hann misjafnlega. Þetta er öllu fremur spurning um að skipuleggja vinnutima sinn, en að vinna afskaplega mikið. Maður þarf lika að nota hvildar- og svefntima, til að vera hvern dag i „fyllsta vinnuformi”. — Var ekki lesin saga eftir þig i útvarpinu i sumar? — Jú, kaflar úr Jóa norska voru lesnir þar og ennfremur bókar- handritið Konan frá Vinarborg, en sú bók kemur væntanlega út á næsta ári, og við skulum ekki ræða um hana núna. Nú er það út- gefendanna að láta hendur standa fram úr ermum, prenta, auglýsa og selja og græða, ef þeir geta. SB

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.