Tíminn - 01.12.1972, Blaðsíða 16

Tíminn - 01.12.1972, Blaðsíða 16
16 TÍMINN Föstudagur 1. desember 1972 Hvernig verður skíðaaðstaðan í Bláfjöllum bezt tryggð? Rætt við Þóri Jónsson, formann Skíðasambands Islands Þórir Jónsson, formaður Skiðasambands íslands. Iþróttasiðan sneri sér nýlega til Þóris Jónssonar, formanns Skiðasambands Islands, og ræddi við hann um uppbyggingu Bláfjallasvæðisins, en stjórn Skiðasambands Islands sendi ályktun frá sér, ekki alls fyrir löngu, um skiðasvæðið þar efra. — Hvert var megininntak þessarar ályktunar ykkar? — Við lögðurn áherzlu á það, að Bláfjailasvæðið yrðigert að fólk- vangi og lyti einni skipulags- stjórn. Má segja, að þau atriði séu núna frágengin. Einnig lögðum við áherzlu á það, að leitað verði til innlendra og erlendra sér- fræðinga um uppbyggingu svæðisins og kannað verði með hvaða hætti rekstrj á svæðinu verði bezt fyrir komið, einkum hvað varðar rekstur á skiða- lyftum, veitingaaðstöðu, öryggis- búnaði og fleira. — Þið teljið kannske rétt, að fleiri aðilar en iþróttahreyfingin hafi hönd i bagg með uppbygging- unni? — Já, við bendum einmitt á það, að rétt sé að athuga samvinnu við ýmsa aðila, sem vinna að ferða- málum, svo sem ferðamálaráð, flugfélög, hótel og ferðaskrif- stofur. Astæðan fyrir þvi, að við teljum rétt að leita til fleiri aðila, er fyrst og fremst sú, að ljóst er, að varanleg uppbygging Blá- fjallasvæðisins mun kosta tug- milljónir. og útilokað er, að iþróttahreyfingin ein hafi bol- magn til að fjármagna svo dýra framkvæmd. f þessu sambandi vil ég benda á reynslu Skota, sem fyrir 10 árum stóðu á svipuðu stigi og við i skiðamálum, þ.e.a.s., hjá þeim störfuðu mörg og dreifð félög áhugamanna. Núna horfir þetta öðruvisi við og Skotland er orðið mjög eftirsótt skiðaland af ferða- mönnum. Ein ástæðan fyrir þvi er sú, að hið heimskunna kvik- myndafélag, Rank, tók að sér að byggja upp aðstöðu fyrir skiða- fólk og aðra þá, sem unna vetrar- iþróttum. Félagið yfirtók ákveðið svæði i Mið-Skotlandi og hóf að byggja þar skiðalyftur, skauta- svell, sundlaug, golfvelli og reið - skóla en staðhættir eru þannig að hægt er að nýta staðinn bæði vetur og sumar. Núna er þetta orðinn toppstaður, ef nota má það orð, og geysivinsæll, bæði af landsmönnum, og erlendum ferðamönnum. Asama hátt tel ég nauðsynlegt, að fjársterkir aðilar komi til við uppbyggingu Bláf jallasvæðisins, fyrst og fremst til þess að tryggja skiða- fólki og öllum almenningi fyrsta flokks aðstöðu. Ég er i engum vafa um það, að iþróttahreyfingin sjálf gæti komið sér upp ágætri aðstöðu i Bláfjöllum , en það er eitt að koma aðstöðunni upp og annað að sjá um daglegan rekstur. Min skoðun er þess vegna sú, að það sé affarasælast, að margir aðilar sameinuðust um rekstur svæðisins, aðilar, sem geta tryggt, að svæðið sé alltaf opið fyrir almenning og þar sé veitt þjónusta eins og tiðkast á góðum skiðastöðum erlendis. Ég er þó ekki að tala um, að nauðsynlegt sé að byggja hótel i Bláfjöllum, þvi að hótelin eru fyrir hendi i Reykjavik og ekki nema hálftima akstur á milli, heldur góða veitingaaðstöðu, skiðalyftur, skiðaleigu og aðra þjónustu- starfsemi, sem veitt er á slikum stöðum erlendis. — Er þá ekki nauðsynlegt að leita til erlendra se'rfræðinga um uppbyggingu svæðisins? — Jú, á það vil ég leggja S- érstaka áherzlu. Slikir sér- fræðingar leggja á ráðin bæði hvað varðar skiðamál og ferða- mál almennt. Mér þykir mjög lik- legt, að i framtiðinni verði Bláfjallasvæðið ekki siður notað til gönguferða á sumrin, þvi að landslag er mjög sérstætt á þessu svæði og býður ferðafólki upp á fagurt útsýni. — Óttast þú ekki, sem formaður Skiðasambands tslands, að áhrif iþróttahreyfingarinnar verði óeðlilega litil, ef fjársterkum aðilum verður hleypt að? — Nei, þvert á móti. Með þessu móti skapast sú aðstaða, sem iþróttafólk, og þá einkum og sér i lagi skiðafólk hefur vantað. Hingað til hefur allt of mikil orka farið i það að byggja upp aðstöðu, meira og minna ófullkomna, á mörgum stöðum, en þennan tima hefði skiðafólk getað notað til æfinga, sem þvi veitir ekkert af i hinni hörðu samkeppni. Auðvitað getur þetta orðið dýrara, en er nokkuð meira að skiðafólk — og þá á •ég aðallega við þann al- menning, sem stundar skiði — að það greiði fyrir fyrsta flokks aðstöðu, alveg eins og það kostar að fara i bió eða knattspyrnuvöll- inn? Ég held.að fólk kjósi þetta fyrirkomulag frekar. — En hvað um keppnisfólkið? — Ég er ekki i minnsta vafa um, að það sé mjög auðvelt að skipu- leggja æfingar þess á þann hátt, að ekki verði árekstrar. Al- menningur fer á skiði aðallega um helgar, en keppnisfólk ætti að hafa tækifæri til að æfa i miðri viku. — 1 hvers konar formi telur þú, að reksturinn ætti að vera? Kannske i hlutafélagsformi? — Það er erfitt að svara þessu. E.t.v hentar það form bezt. Þó er ég ekki frá þvi, að reksturinn ætti að vera i höndum sjálfseignar- stofnunar með þátttöku sveitar- félaganna á Stór-Reykjavikur- svæðinu og raunar viðar, t.d. Hveragerðis og Selfoss. En þetta mál þarf auðvitað að athugast betur. — Hvað er næsta skref i málinu, Þórir? Ég álit, að nú þegar sé búið að ná mikilsverðum áföngum, þar sem búið er að gera svæðið að fólkvangi og svæðið er komið undir eina heildarstjórn. Næst liggur þvi fyrir, að minu áliti, að leita til erlendra sérfræðinga um skipulagningu svæðisins i sam- ráði við innlenda aðila. Þá þarf að vinda bráðan bug að þvi að kanna, hvaða aðilar hefðu áhuga á þátttöku i uppbyggingu svæðisins. Höfum við hjá Skiða- sambandinu bent á ýmsa hugsan- lega aðila i þvi sambandi eins og t.d. flugfélögin, hótelin og fleiri aðila, sem hefðu beinan hag af þvi, að hér skapaðist aðstaða til skiðaiðkana á alþjóðlegan mæli- kvarða. Það liggur i augum uppi að við þurfum að auka ferða- mannastrauminn að vetrarlagi- Kosturinn við Bláfjallasvæðið er sá, að þar er liklegt að megi iðka skiði allt að tveimur mánuðum lengur en tiðkast i nágranna- löndum okkar. — Nokkuð að lokum, Þórir? — Ekki annað en það, að ég er sannfærður um, að Bláfjalla- svæðið á mikla framtið fyrir sér. Ég er einnig sannfærður um það, að áhugi almennings á eftir að aukast til muna með tilkomu bættrar aðstöðu, er áhuginn þó mikill fyrir. —alf. Svipmynd frá Bláfjallasvæðinu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.