Tíminn - 01.12.1972, Blaðsíða 20

Tíminn - 01.12.1972, Blaðsíða 20
Föstudagur 1. desember 1972 J Byggingar Laugargcrðisskóla á Snæfellsnesi eru hinar myndarlegustu, en þaft vantar fleiri og vatn til að hita þær upp. LAUGAGERÐISSKÓLI A NÚ ALLT UNDIR JARÐHITANUM brýn þörf á stækkun skólans, en heita vatnið fullnýtt SB—Reykjavik Nú má segja, að framtið Laugargerðisskóla á Snæfellsnesi velti á þvi, hvort meira heitt vatn fæst þar úr jörðu. Það vatn, sem nú er, gerir aðeins rétt að nægja, en i ráði er að byggja við i fram- tiðinni og þá vantar vatn til upp- hitunar. Tveir kennarabústaðir eru nú i byggingu, bygging iþróttahúss er fyrirhuguð.og brýn þörf er á stækkun heimavistar- innar. Rúnar Guðmundsson, skóla- stjóri Laugargerðisskóla, sagði i viðtali við Timann i gær, að ráð- gert væri að bora 600 metra djúpa holu. Það þyrfti helzt að gerast serh fyrst, þvi ýmislegt er undir þvi komið, að fá vitneskju um, hvort meira vatn er fyrir hendi eða ekki. Laugargerðisskóli fær vatn úr hver við Kolviðarneslaug og er það 60 stiga heitt. Aður en skólinn tók til starfa fyrir 8 árum, rann þetta vatn i laugina og var þá synt i henni. Siðan hefur laugarvatnið verið kalt, þvi skólinn fullnýtir hverinn. Á þessum tima hafa búningsklefar við laugina grotnað niður. Ef meira heitt vatn fæst úr jörðu, yrði á ný hægt að synda i lauginni, sem er 25 metra löng, en þá yrði að reisa nýja búnings- klefa, væntanlega sem fyrsta áfanga nýs iþróttahúss. Kennarabústaðirnir, sem verið er að byggja, eru' um þessar mundir að tengjast vatni, raf- Hassleit í ísborgu Klp—Reykjavik. Maður nokkur, sem ekki vildi láta nafns sins getið, hringdi fyrradag i lögregluna á Akranesi og sagði.að einn skipverja á M.S tsborg, sem þá lá i Akraneshöfn, hefði boðið sér hass tii sölu Vaknaði grunur hjá honum, að eitthvað „óhreint” væri á seyð um borð i skipinu, sem var að koma frá Póllandi með viðkomu i tveim höfnum i Danmörku. Tollvörðurinn á Akranesi og lögreglan hóf þegar leit i skipinu, og var vörður hafður við skipið þar til það hélt frá Akranesi i gærkveldi. Ekkert fannst af hassi, enda getur verið erfitt að finna það, þegar ekki er hass- hundur hafður með i ráðum, en i þessu tilfelli var ekki beðið um hann. tsborgin átti að fara frá Akranesi til Reykjavikur i gær- kveldi. Ekki fékkst nein vitneskja um,hvort tollverðir i Reykjavik ættu að taka við leitinni þegar þangað kæmi a.m.k. könnuðust þeir ekki við það, þegar við töluð- um við þá skömmu áður en skipið átti að koma að, og ekki hafði þá heldur verið beðið um hasshund- inn. Apollo 17. upp í næstu viku NTB— Kennedyhöfða Niðurtalningin að tunglskoti Apollo 17, hófst i gær, en honum verður skotið á fimmtudaginn i næstu viku. Þetta verður siðasta tunglferðin i Apollo-áætluninni að sinni. Þremenningarnir um borð verða þeir Cernan, Schmitt og Evans. Sprenging í skot- færaverksmiðju 1 1 Idtnir eða týndir NTB—Lissabon Að minnsta kosti fimm verka- menn létu lifið og sjö slösuðust, er fjórar sprengingar i röð urðu i skotfæraverksmiðju i grennd við Lissabon i gær. Sá hluti verk- smiðjunnar, sem býr til púður, gereyðilagðist og rúður brotnuðu i mörgum húsum. Björgunar- sveitir segia, að sex manna sé saknað, og hætta sé á, að ellefu hafi látizt. Orsakir sprenging- anna eru ókunnar. Þess má geta, að i sömu verksmiðju létust þrir verkamenn fyrir sjö árum. magni og sima. Þar munu búa tvær kennarafjölskyldur og batnar aðstaðan verulega, þvi aðeins eru fyrir hendi nú tvær kennaraibúðir fyrir fimm kennara. t skólanum er nú 121 nemandi dr þeim sex sveitarfélögum, sem skólinn þjónar, en heimavistin er fyrir 56 nemendur. Þar sem Laugargerðisskóli er eingöngu heimavistarskóli, má gera sér i hugarlund, hvernig aðstæður eru Nokkuð bætir þó úr, að i skólanum er vixlkennsla, þannig að aðeins er um helmingur nem- enda i kennslu i einu, en þó eru þessar aðstæður engan veginn fullnægjandi Ef ekki fæst meira heitt vatn á staðnum, er ekki gott að segja fyrir um, hvað verður, þvi geysi- legt fé kostar að hita byggingar- nar upp með rafmagni eða oliu ,og það fé er ekki fyrir hendi. Fyrir Alþingi liggur nú fjárveitingar- tillaga til skólans vegna bygginga þar i framtiðinni. Atta hæða hús sprakk - 17 létu lífið NTB—Róm Að minnsta kosti 17 manns létu lifið og 65 slösuðust i fyrrinótt, er sprenging varð i fjölbýlishúsi i Róm. Meðal þeirra, sem fórust, eru sjö börn. Enn er ekki vitað um örlög fimm manns, sem bjuggu i húsinu, og ekki er vitað hvort þau voru heima, þegar slysið varð. Talsmenn lögreglunnar segja, að sprengingin hafi orðið vegna ólöglegrar framleiðslu flugelda i húsinu,og hefur eigandi skotfæra- verzlunar á jarðhæðinni verið handtekinn, eftir að 50stórirflug- eldar fundust viðs vegar um húsið. Fjöldi Itala lætur lifið á hverju ári um þetta leyti vegna ólöglegra flugelda. Sprengingin var svo öflug, að hún heyrðist i Prenestino, útborg sem er 7 km. i burtu. Fjölbýlis- húsið er átta hæðir og hrundu tvær neðstu hæðirnar saman og eldurinn náði upp á 6. hæð. Rafmagn fór af stóru svæði, ljósastaurar féllu og bilar slengdustá húsve’ggi við hvellinn. Tveir þeirra fyrrnefndu eiga að fara i þrjú sjö stunda ferðalög um tunglið meðan Evans hringsólar i móðurskipinu „America” um tunglið. Schmitt, sem er járð- fræðingur, verður fyrsti visinda- maðurinn, sem stigur fæti á tunglið. Tunglferjan heitir „Challenger” (áskorandi). ,,Hækkum ökutaxtann hvað sem hver segir" Fjölmennur fundur leigubifreiðastjóra í Reykjavík ákveður að hækka ökutaxtann frá og með 8. desember n.k. Klp—Ileykjavik. Á Ijölmennum fundi Ii.já Bifreiðastjóra- félaginu Frama, sem lialdinn var s.l. mið- vikudagskvöld, sam- þykkti meirihluti fundarmanna, að hækka einhliða öku- taxta leigubifreiða i Iteykjavik frá og með föstudeginum 8. desember n.k. Á hækkunin að taka gildi klukkan fimm þann dag og vera eftirleiðis á nætur- taxta, en dagtaxti verða sá sami og áður. Til þessa fundar var boðað þegar algjör neitun á hækkun ökutaxta leigubifreiða kom frá Verðlagsnefnd s.l. föstu- dag,en þá höfðu leigubifreiða- stjórar beðið eftir svari frá 25. maí s.l. Fundur þessi var sá fjölmennasti, sem haldinn hefurverið hjá Bifreiðastjóra- félaginu Frama i mörg ár, og almenn óánægja með að fá ekki að hækka taxtann. A fundinum var borin upp tillaga þess efnis, að frá og með klukkan fimm föstu- daginn 8. desember hækki ökutaxti leigubifreiða i Reykjavik, og var tillagan samþykkt með öllum greiddum atkvæðum gegn þrem. Þeir, sem voru á móti, voru allir úr stjórn félagsins. Bandalag isL leigubifreiða- stjóra fór fram á það s.l. vor, að fá að hækka ökutaxtann vegna almennr kaup- hækkana, styttingar vinnuvik- unnar og rekstrarhækkunar bifreiða. Var óskað eftir þvi að fá að hækka taxtann sem næmi 80% álags á launalið dagtaxta og einnig á tilfærslu á tima,þegar næturtaxti tæki við, til að vega upp á móti styttingu vinnuvikunnar. Þegar svo neitun við þessari ósk, kom s.l. föstudag, var boðað til fundar hjá Frama, þar sem fyrrgreind tillaga var samykkt. Samkvæmt tillögunni skal næturtaxti taka gildi kl. 17.00 en ekki kl. 18.00 eins og verið hefur. Næturtaxtinn skal vera til kl. 8 að morgni og alla laugardaga og sunnudaga.en hann hefur til þessa tekið gildi kl. 12,00 á laugardögum. Bandalag isl. leigubifreiða- stjóra skal gefa út hinn nýja taxta frá og með 8. desember, en stjórn þess á nú eftir að halda fund um þessa ákvörðun leigubifreiðastjóranna i Reykjavik.og er það undir henni komið hvort taxtinn verði gefinn út. Gamall leigubilstjóri, sem við töluðum við i gær, sagðist vera viss um,að stjórnin gæfi út þennan nýja taxta, hún gæti ekki gert annað eftir að svona fjölmennur fundur hefði ákveðið einhliða hækkun. „Ef hún gerir það ekki, hækkum við bara sjálfir taxt- ann og látum prenta nýjan handa okkur, hvað sem hún segir. Það má vel vera að þetta sé brot á einhverjum lögum, en viðlátum ekki bjóða okkur svona lagað lengur”. ísafjörður: BETRI SKIPAFERÐIR FRÁ KAUP MANNAHÖFN EN REYKJAVÍK GS—Isafirði 1 gær, fimmtudag, voru þrjár vikur síðan skip frá Skipaútgerð rikisins kom til Isafjarðar. Allir, sem eitthvað starfa við viðskipti, sjá hvilikt ófremdarástand þetta er. Ef að Flugfélag Islands bjargaði ekki nauðsynlegustu flutningum hingað vestur, þá væri hér algjört öngþveiti. Forráðamenn skipaútgerðar- innar hafa daufheyrzt við að láta annað skipið snúa við á Akureyri og fara suður aftur vesturleiðina. Ef sá háttur væri hafður á, kæmi Rikisskip hingað á 10 daga fresti, sem er algjört lágmark. Við liggur að betra sé fyrir Is- firðinga að beina sinum við- skiptum til Kaupmannahafnar i stað Reykjavikur, þvi ferðir Eimskipafélags Islands þaðan til Isafjarðar eru með ágætum. Okkur sem búum hér á lands byggðinni, finnst það ákaflega skrýtið, að 14 menn skuli vinna við að gæta sex unglinga suður i Kópavogi — og gæta þeirra ekki. En að ekki skuli vera hægt að fá lækni eða hjúkrunarkonu i 300 - 1000 manna þorp á Vestfjörðum til allra nauðsynlegustu þarfa. Á þessu sést vel hvilikir annars flokks borgararbúa úti á lands- byggðinni.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.