Fréttablaðið - 04.07.2004, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 04.07.2004, Blaðsíða 29
Portúgal Þrátt fyrir þá innri spennu sem ein- kennt hefur portúgalska landsliðið er liðið komið í úrslit Evrópumóts- ins. Eldri leikmenn eins og Luis Figo, Rui Costa og Fernando Couto hafa gagnrýnt val þjálfara liðsins Luis Scholari á hinum brasilísk- portúgalska Deco sem á síðasta tímabili átti mikinn þátt í sigri Porto í meistaradeildinni. Margir aðrir leikmenn liðsins hafa hins hins veg- ar stutt ákvörðun þjálfarans sem er eðlilegt í ljósi þess að kjarninn í portúgalska liðinu eru félagar Deco hjá Porto og tilheyra annarri kyn- slóð knattspyrnumanna en Figo og félagar. Spennan innan liðsins spegl- aðist hvað greinilegast í hátterni Luis Figo eftir að Scholari tók hann út af þegar skammt var eftir af leiknum gegn Englandi. Þá gekk fyr- irliðinn Figo önugur af leikvelli án þess að heilsa þeim sem kom inn á fyrir hann og fór rakleiðis til bún- ingsherbergja. Fór ekki til félaga sinna á varamannabekknum til að fylgjast með leiknum. Þrátt fyrir þessa stæla hélt Figo sæti sínu í byrjunarliðinu í undanúrslitaleikn- um gegn Hollandi. Figo notaði mót- lætið sér til eflingar, spilaði eins og engill og var af mörgum álitinn mað- ur leiksins. Eftir leikinn þakkaði Scholari sigurinn hvað helst bættri samvinnu Figo og Deco. Liðið hefur því sigrast á ýmsum hindrunum á leið sinni í úrslitaleikinn. Liðið vant- ar þó tilfinnanlega sterkan marka- skorara í framlínuna sem gæti háð þeim í úrslitaleiknum. Scholari seg- ir mikilvægara fyrir sig að hafa leitt Portúgal í úrslitaleik EM en að hafa sigrað á HM með Brasilíu fyrir tveimur árum þar sem Portúgal hafi aldrei fyrr komist í úrslitaleik á stórmóti og sé því um sögulega stund að ræða, bæði fyrir portú- gölsku þjóðina sem og leikmenn liðsins. Það er spurning hvort þessi nýtilkomni meðbyr sem og heima- völlurinn muni aðstoða portúgalska landsliðið við að landa sjálfum titlin- um gegn því gríska á sunnudaginn. Grikkland Fyrir Evrópumótið í knattspyrnu hafði gríska landsliðið einungis tekið þátt í tveimur stórmótum, EM 1980 og HM 1994. Grikkirnir komu öllum á óvart í fyrsta leik mótsins með því að leggja Portú- gala að velli. Síðan þá hefur liðið verið á sigurbraut. Þeir leika kannski ekki skemmtilegustu eða áferðarfallegastu knattspyrnu sem hugsast getur en árangursrík er hún. Þjálfari þeirra er hinn þýski Otto Rehhagel, sem tekist hefur að búa til sigurlið úr mann- skap sem á pappírnum virðist ekki mjög sterkur. Liðið er gríðarlega vel skipulagt. Í gríska liðinu er ekki valinkunnur maður í hverju rúmi sem upp á sitt einsdæmi get- ur gert út um leiki, heldur byggist liðið á samvinnu og sterkri heild. Vörn Grikkjanna er gríðarlega sterk og þeir berjast eins og ljón. Í átta liða úrslitum slógu þeir út andlaust lið Frakklands með því að skora mark upp úr skyndisókn eft- ir frekar máttlitlar tilraunir frans- ka liðsins til að koma á þá marki. Þeir verjast kröftuglega og freista þess að skora mörk úr skyndisókn- um og föstum leikatriðum. Í und- anúrslitunum gegn Tékkum skor- uðu þeir mark upp úr hornspyrnu á síðustu mínútu fyrri hluta fram- lengingarinnar sem gerði út um leikinn. Sá sigur var kannski ekki mjög verðskuldaður en þó höfðu Grikkirnir ógnað marki Tékkanna nokkrum sinnum í framlenging- unni. Eftir leikinn líkti Rehhagel velgengni liðsins við kraftaverk. Markaskorarinn, varnarmaðurinn Traianos Dellas, sagði að æðri máttarvöld hefðu gripið inn í. Gríska liðið þarf nú að kljást aftur við landslið Portúgals, sem senni- lega er orðið sterkara en í byrjun móts. Það skal enginn afskrifa Grikki og miðað við ótrúlegan ár- angur liðsins á EM er ólíklegt að einhver geri það. Stundin er sögu- leg fyrir liðin, sem hvorugt hafa nokkru sinni leikið í úrslitum á stórmóti. ingi@frettabladid.is SUNNUDAGUR 4. júlí 2004 21 Nú getur þú tryggt þér síðustu sætin til Portúgal þann 14. júlí á hreint ótrúlegum kjörum. Njóttu frísins á Algarve, vinsælasta áfangastaðar Portúgal við frábærar aðstæður um leið og þú nýtur traustrar þjónustu fararstjóra Heimsferða í fríinu. Þú bókar núna, tryggir þér síðustu sætin og 3 dögum fyrir brottför færðu að vita á hvaða gististað þú býrð. Stökktu til Portúgal 14. júlí frá 29.995.- Kr. 29.995,- M.v. hjón með 2 börn, 2–11 ára, flug, gisting, skattar. Vikuferð, 14. júlí. Stökktutilboð, netverð. Kr. 39.990.- M.v. 2 í studio/íbúð, vikuferð, 14. júlí, netverð. Val um 1 eða 2 vikur. MARK Dellas skoraði fyrsta silfurmark sögunnar þegar hann kom Grikkj- um í úrslitaleik Evrópumótsins. SÁTTIR Deco og Figo faðmast að loknum undanúrslitaleiknum. Evrópuþjóðirnar hafa skipt Evr- ópumeistaratitlinum nokkuð bróðurlega á milli sín. Átta þjóð- ir hafa hampað bikarnum í þau ellefu skipti sem mótið hefur verið haldið, Þjóðverjar (og áður V-Þjóðverjar) hafa sigrað í þrígang, Frakkar tvisvar og sex þjóðir einu sinni. Að sama skapi hafa sjö þjóðir tapað úrslitaleik á EM; Sovétríkin þrisvar, Júgóslavar og Þjóðverjar tvis- var og fjórar þjóðir einu sinni. Þrisvar sinnum hefur Evrópu- keppnin unnist á heimavelli. Í þrígang hefur það gerst að taplið í úrslitaleik hefur náð yfir- höndinni og er athyglisvert að sú staða hefur komið upp í síðustu tveimur keppnum. Bæði árin réði gullmark úrslitum. Úrslitaleik fyrstu Evrópukeppninnar þurfti einnig að framlengja. Einu sinni í sögu EM hefur þurft að grípa til vítaspyrnukeppni til að skera úr um sigurvegara, það var 1976. Samtals hafa verið skoruð 30 mörk í úrslitaleikjunum ellefu (vítin ‘76 ekki talin með) og ger- ir það að meðaltali rétt tæp þrjú mörk í leik. Stærsti sigurinn er 3-0 en flest mörkin voru í 2-2 jafnteflinu ‘76. Athyglisvert er að 1-0 sigur hefur aldrei unnist í úrslitaleik EM, mörkin hafa alltaf verið fleiri. ■ Hverjir eru bestir? Úrslitaleikur Evrópumótsins fer fram í dag. Heimamenn í Portúgal mæta Grikkjum. Þjóðverjar sigursælastir 1960 París 2-1 Sovétríkin - Júgóslavía Metreveli, Ponedelnik - Galic 1964 Madríd 2-1 Spánn - Sovétríkin De Temino, Martinez Cao - Khusainov 1968 Róm 2-0 Ítalía - Júgóslavía Riva, Anastasi 1972 Brussel 3-0 V-Þýskaland - Sovétríkin Müller 2, Wimmer 1976 Belgrad 2-2 (5-3) Tékkóslóvakía - Þýskaland Svehlik, Dobias - Müller, Hölzenbein 1980 Róm 2-1 V-Þýskaland - Belgía Hrubesch 2 - Vandereycken 1984 París 2-0 Frakkland - Spánn Platini, Belloni 1988 München 2-0 Holland - Sovétríkin Gullit, van Basten 1992 Gautaborg 2-0 Danmörk - Þýskaland Jensen, Vilfort 1996 Lundúnir 2-1 Þýskaland - Tékkland Bierhof 2 - Berger 2000 Amsterdam 2-1 Frakkland - Ítalía Wiltord, Trezeguet - Delvecchio 2004 Lissabon ?? Portúgal-Grikkland 28-29 (20-21) krossgáta 3.7.2004 18:47 Page 3

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.