Tíminn - 02.12.1972, Side 4

Tíminn - 02.12.1972, Side 4
4 TÍMINN Laugardagur 2. desember 1972 Nú má kvikmynda Fischer. Bobby Fischer er hvergi nærri eins illa við sjónvarps- og kvikmyndavélar núna eftir að hann er orðinn heimsmeistari og meðan á heimsmeistaraein- viginu stóð. En þá hótaði hann aftur og aftur að hætta við allt saman og fara heim, ef hann hafði einhvern pata af því að verið væri aö kvikmynda hann. En nú vilja sjónvarpsstöðvar greiða honum háar peningaupp- hæðir fyrir að koma fram i þátt- um og þá er ekki fyrir að fara þeim taugaóstyrk sem hann sagði að hrjáöi sig þegar kvik- mynda átti i Laugardalshöll- inni. Heimsmeistarinn lét sig hafa það að tefla við algjöran fúsk- ara i skákiþróttinni, Bob Hope i sjónvarpi, en hann fékk það lika nógu vel borgað og er að sjá að báðir skemmti sér vel yfir skák- inni. Ilæðst á garðinn þar sem hann er hæstur Strákpattinn á myndinni er stórhuga og ræðst ekki á garð- inn þar sem hann er lægstur Myndin er tekin s.l. haust þegar lúðrasveit i skemmtigarði tók sér smáhvild milli laga og brugðu hljómlistarmennirnir sér frá til að svala þorstanum i sumarhitanum. Sá strákur sér leik á borði að reyna hljóöfærin 'og að sjálfsögðu vildi hann helzt blása i stærsta hljóðfæriö. Vart þarf að segja frá þvi, að piltur á þessum aldri ræður ekki við að halda á blásturshljóðfæri af þessari stærð en sjálfsagt var að reyna að ná tóni og heyra hvernig þetta tröllaukna hljóð- færi hljómaði.en hvort úr þvf hefur orðið tónlist skal látið ósagt um. Keypti Rembrandts- málverk lyrir litið. Fyrir fimm árum keypti Stowers Johnson, sem er skóla- stjóri á eftirlaunum, sex gömul málverk á uppboöi i Kensington fyrir tæpar eitt þúsund krónur. Voru myndirnar boðnar upp i einu númeri, þar sem þær þóttu litils virði og listagildiö ekkert. En við nánari athugun kom i ljós, að ein myndanna er eftir hollenska málarann Rembrandt, og er hún nú metin á milljónir króna af sérfræðing- um. — Þarftu endilega aö skella svona fast, Knútur? DENNI DÆMALAUSI Halló pabbi! Hvað segirðu um að bjóöa matsveininum okkar og uppþvottavélinni út i mat. pU0i-'Sue*i-HALt- S>'t*iO'C^2E_LT1Al_

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.