Tíminn - 02.12.1972, Page 5

Tíminn - 02.12.1972, Page 5
Laugardagur 2. desember 1972 TÍMINN 5 Stendur útvarpsráð fyrir óhróðr inum um kennarastéttina? Nokkrar spurningar til útvarpsráðs og menntamálaráðherra að gefnu tilefni frá fundi barnaskólastjóra í Reykjaneskjördæmi Að undanförnu hafa verið á dagskrá hljóðvarpsins þættir, er nefnist „Bjallan hringir” og hafa þeir verið kynntir sem þættir um skyldunámsstigið. Af þvi má draga þá ályktun, að þeir séu ætlaðir til kynningar á þessu skólastigi. Þætti þessa hafa annazt þrjár ungar stúlkur, er stunda nám við þjóðfélagsfræði- deild Háskólans. Ýmislegt má gott um þessa þætti segja, en sem kynning á skyldunámsstiginu hafa sumir þeirra orðið afkáraleg skripa- mynd. Meðferð efnisins hefur að nokkru leyti verið sú, að stjórn- endur hafa gefið sér forsendur, siðan fengið utanaðkomendur til þess að leika kennara og nemendur og lagt þeim i munn ýmislegt það, er færir rök að þeim forsendum, sem stjórn- endurnir i upphafi gáfu sér. Þetta gildir um flesta þættina, en að visu i misjöfnu mæli. Með þessu hefur verið reynt að sýna fram á áhugaleysi og þekkingarskort kennara skyldunámsstigsins. Atriði hafa verið kynnt þannig, að þau séu tekin upp i kennslustund, en augljóst er, fyrir þá sem til þekkja, að þau hafa verið sett á svið og leikin. Eitt gleggsta dæmið var, þegar „islenzku- kennarinn” var látinn leiðrétta skakkt. Nú viljum við spyrja útvarps- ráð: 1. Fyrst staðið er fyrir kynn- ingu á skólastarfi og þar með á starfi kennarastéttarinnar, getur það þá samrýmzt hlutleysis- ákvæði Rikisútvarpsins að standa að henni á þennan hátt? 2. Er það eitt af nýjum mark- miðum útvarpsráðs að draga upp afkáralega mynd af skólastarfinu i landinu og koma þvi inn hjá al- menningi,aðkennarastéttin vinni starf sitt af litilli getu og enn minni samvizkusemi? Að siðustu viljum við spyrja háttvirtan menntamálaráðherra: Hefur það gleymzt að koma þvi að i námsefni hinnar nýju þjóð- félagsfræðideildar Háskólans, hvernig standa beri að hlut- lausum rannsóknum og hvernig eigi að meta þær? Það er ekki réttlætanlegt, að dómi fundarins, að einn áhrifa- mesti fjölmiðill landsins standi að kynningu á skyldunámsstiginu á þennan hátt. Lionsklúbbur Neskaupstaðar: Gaf hjartaritunartæki og ný sjúkrarúm ÞÓ—tteykjavik Siðastliðin tvö ár hefur verið starfandi i Neskaupstað Lions- klúbbur, sem ber nafnið Lions- klúbbur Norðfjarðar. Starfsemi klúbbsins hefur að mestu beinzt að liknar- og mannúðarmálum, eins og flestra Lionsklúbba, en einnig hefur klúbburinn beitt sér fyrir umhverfismálum og m.a. hafa félagar hans sáð fræi og dreift fræi og áburði i nágrenni Neskaupstaðar og Norðfjarðar- sveitar. Núverandi formaður klúbbsins, BirgirStefánsson, bæjargjaldkeri i Neskaupstað, sagði i samtali við blaðið, að stofnendur klúbbsins hefðu verið 23 talsins, en um þessar mundir væru klúbbfélagar 38. Strax fyrsta veturinn, sem klúbburinn starfaði, hófu félagar Tíminner peningar Auglýátf iTÍmanum hans söfnun til kaupa á nýum sjúkrarúmum fyrir Sjúkrahús Neskaupstaðar, til endurnýjunar á rúmkosti sjúkrahússins. Þann vetur keypti klúbburinn 3 full- komin sjúkrarúm með full- komnum útbúnaði, og aðrir aðilar i Neskaupstað keyptu fleiri rúm. Siðastliðinn vetur söfnuðu félagar klúbbsins fé til kaupa á hjartalinuritunartækisem kostaði hátt _á annað hundrað þúsund krónur, og um þessar mundir er unnið að kaupum á tveim barna- sjúkrarúmum af mjög full- kominni gerð. Eru þau m.a. búin inngjafaútbúnaði og upp- strekkjurum. En málefni sjúkrahússins eru ekki einu málin, sem þeir Lions- félagar hafa látið til sin taka. Birgir segir, að á milli jóla og nýárs haldi þeir skemmtun fyrir fólk i Neskaupstað, sem komið er yfir 65 ára aldur. Á skemmtuninni er gamla fólkinu gefið kaffi og meðlæti, skemmtiatriði flutt,og fólkið ræðir saman. Hafa þessar skemmtanir ávallt verið vel sóttar. Siðast liðið sumar fóru lionsfélagar með gamla fólkið i skemmtiferð um Fljótsdals- hérað, fóru þeir á sinum eigin bilum með fólkið, og var þátt- takan mjög góð. t Atlavik var veður mjög gott, þegar fólkið bar að garði, og ein- hver góður maður hafði haft með sér harmóniku i ferðinni, og þar af leiðandi þótti tilvalið að taka nokkur dansspor á danspöllunum i Atlavik. Þá hefur Lionsklúbburinn dreift fræi og áburði i fjöllin ofan við Neskaupstað og Norðfjarðar- sveit, en þar eru mörg ljót sár sftir skriðuföll. Fræ og áburður er fengið i gegnum Landvernd en klúbburinn er aðili að þeim samtökum. Fræið og áburðar- dreifingin hefur verið gerð i sam- ráði við náttiiruverndarráðið i Neskaupstað og Norðfjarðar- hrepp. Klúbburinn hefur reynt ýmsar leiðir til . fjáröflunar- starfseminnar og hafa þær yfir- leitt gefizt mjög vel, m.a. hafa klúbbfélagar selt ljósaperur á hverju hausti,og fyrir jólin hefur verið selt jólasælgæti, sömuleiðis hefur verið gefið út eitt auglýsingablað, og annað er i undirbúningi. Ævintýragetraun Samvinnubankans HÉR KEMUR BJÖSSI BAUKUR FRÁ BANGSALANDI Samvinnubankinn efnir til ævintýragetraunar og verð- launin eru 100 talsins. 100 sigurvegarar fá Bjössa Bauk í verðlaun: Getraunin verður birt hér í blaðinu frá þriðjudegi 5. des. til laugardags 9. des. og verður í því fólgin að þekkja í hvaða ævintýri Bjössi Baukur er staddur hverju sinni. Aðrir geta eignazt Bjössa Bauk með því að stofna sparisjóðsbók í Samvinnu- bankanum með 500 króna innleggi. #SAMVINNUBANKINN Bankastræti 7 — Reykjavík. Fjölskyldu- SKEMMTUN i Súlnasal Hótel Sögu á morgun — sunnu- daginn 3. desember — kl. 3 og 9 e.h. IiAItNASKEMMTUN KL. 3 E.H. Kynnir Pálmi Pétursson kennari. Skemmtiatriði: 1. Telpnakór öldutúnsskóla. 2. Þórhallur Sigurðsson, skemmtir. 3. Halla Guðmundsdóttir og Hjalti Rögnvaldsson, skemmtiþáttur. 4. Dans. Ragnar Bjarnason og hljómsveit láta börnin dansa. Jólasveinar koma i heimsókn með lukkupoka. Á barnaskemmtun: Glæsilegt leikfanga- happdrætti með 400 vinningum. SKEMMTUN KL. 9 E.H. Kynnir Gunnar Eyjólfsson. Skemmtiatriði: Ávarp: Frú Hulda Á Stefánsdóttir. 1. Sólskinsbræður syngja með undirleik Áslaugar Helgadóttur. 2. Róbert Arnfinnsson og Valur Gislason flytja samtalsþátt úr „Sjálfstæðu fólki”. 3. Maria Markan og Tage Möller rifja upp gamla söngva. Á kvöldskemmtun: 250 vinninga skyndi- happdrætti. Margir glæsilegir munir, m.a. Ilugferð til Kaupmannahafnar (Fí). Aðgöngumiðar seldir laugardaginn kl. 2-4 og við inngang- inn. Borð tekin frá um leið. Verð aðgöngumiða fyrir börn kr. 50.00, fullorðna kr. 100.00. — Aðgangur kl. 9 er kr. 200.00. Ath: Aðgöngumiði kvöldsins gildir sem happdrættismiði. Dregið kl. 12. Vinning- ur: Ferð til Mallorca með Ferðaskrifstof- unni úrvali. Húsið opnað kl. 7 fyrir matargesti. — Dansað til kl. 1. — Hljómsveit Ragnars Bjarnasonar. Öllum ágóða af skemmtununum verður varið til kaupa á húsmunum, vinnu- og leiktækjum til heimila félagsins. Fjáröflunarnefnd Styrktarfélags VÁNGEFINNA. ÁRMÚLA 7 - SÍMI 84450 OPIÐ LAUGARDAGA KLUKKAN 9-12 KONI HÖGGDEYFAR sem hægt er að stilla og gera við ef þeir bila.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.