Tíminn - 02.12.1972, Blaðsíða 6

Tíminn - 02.12.1972, Blaðsíða 6
TÍMINN • ¦']"'>-»:)i) .i. '. "Láu'ganiáguY 2. desember 1972 FRAMSOGUMENN RAÐSTEFNA UAA VARNARMÁLIN í félagsheimili stúdenta 2. og 3. des. Vésteinn ólason. Kinar Karl llaraldsson. í tilefni af fyrir- huguðum viðræðum milli íslendinga og Bandarikjamanna snemma á næsta ári um brottför herliðsins írá Keflavikurflugvelli munu Miðnefnd her- stöðvarandstæðinga, 1. des, nefnd stúdenta og Verðandi, gangast um fyrir ráðstefnu um her- stöðvarmálið og stöðu íslands i samfélagi Sigurour Llndal. UMRÆÐUSTJORAR Hjörlcifur Outtormsson. þjóðanna. Ráðstefnan verður haldin i Félags- heimili stúdenta við Hringbraut laugar- daginn 2. desember og sunnudaginn 3. des- ember n.k. Ráðstefnan hefst kl. 14 á laugardag og verða fundir frá kl. 14 til kl. 18 báða dagana. Fram- sögumenn á ráðstefn- unni verða þeir Vésteinn Ólason, Magister, Einar Karl Haraldsson, frétta- maður Hjörleifur Gutt- Cecil Harladsson. ormur, kennari á Nes- kaupsstað, Cecil Haraldsson, form. Sam- bands ungra jafnaðar- manna, Vésteinn Lúð- viksson, rithöfundur, og Sigurður Lindal, pró- fessor. Umræðustjórar verða Már Pétursson, lögfræð- ingur, Njörður P. Njarð- vik, lektor, • Sveinn Skorri Höskuldsson pró- fessor og Hjálti Krist- geirsson, hagfræðingur Á ráðstefnunni verður Már Pétursson Njörour P. Njarðvik Sveinn Skorri Höskuldsson. Hjalti Kristgeirsson. Vésteinn Lúðvíksson. m.a fjallað um hin breyttu viðhorf i Evrópu með tilliti til austursamninga Willy Brandt og nýafstaðinna kosning i Vestur-Þýzka- landi, fyrirhugaða öryggismálaráðstefnu Evrópu, samningatil- raunir i Viet-Nam, nýjar umræður á Norður- löndum um varnir án vopna", og fleiri atriði alþjóðamála sem nú eru ofarlega á baugi. Enn- fremur verður fjallað um herstöðina i Kefla- vik, bernaðarlega þýð- ingu hennar og stjórn- málaleg, efnahagsleg og menningarleg áhrif hennar hér innanlands. Sérstaklega verður fjallað um Keflavikur- sjónvarpið og hinar skiptu skoðanir um lög- mæti þess. Ráðstefnan er öllum opin og eru allir and- stæðingar herstöðva á Islandi, svo og aðrir áhugamenn um utan- rikismál hvattir til að mæta. KVÖLDVAKA NORRÆNA FÉLAGSINS í KÓPAVOGI Hinn 5. desember 1962 var stofnuð deild Norræna félagsins i Kópavogi. Fyrstu stjórn skipuðu Hjálmar Ólafsson, Andrés Krist- jánsson, Þorbjörg Halldórs frá Höfnum, Frimann Jónasson og Gunnar Guðmundsson. Félagið hóf starfsemi sina með Færeyjakynningu og rak siðan hver kynningin aðra um önnur Norðurlönd. Komið hefur verið á vinabæjasambandi þannig, að Klakksvfk í Færeyjum, Tampere i Finnlandi, Odense i Danmörku, Trondhjem i Noregi og Norrköp- ing i Sviþjóð eru vinabæir Kópa- PILTAR EFÞlDtlGIÐUNHUSTUNA ÞÁ A EC HRlNMNfl , ÁtfiirfiM /}s/7/'jfíi/s$or)_ — PÓSTSENDUM — vogs. Sambandið milli þeirra er mjög gott. Annað hvert ár eru vinabæjamót haldin. A sið- astliðnu ári i Kópavogi i fyrsta sinn. Á næsta vori verður haldið vinabæjamót i Norrköping. Þá eru árlega haldin frjálsiþróttamót unglinga á vixl i vinabæjunum og hafa þau eflt mjög tengsl og kynningu unga fólksins. Skólabörn úr Kópavogi hafa heimsótt Klakksvik og enn- fremur Odense. Fyrir skömmu heimsótti Axel Jónsson bæjarfull- trúi alla vinabæina og kynnti þar viðhorf okkar i landhelgismálinu. Hann fékk hinar ágætustu viðtök- ur. Félagsmenn i Norræna félaginu i Kópavogi eru nú hátt á þriðja hundrað en voru 80 manns við stofnun. Stjórn félagsins skipa nú Hjálmar Ólafsson formaður, Magnús B. Kristinsson varafor- maður, Þorbjörg Halldórs frá Höfnum gjaldkeri, Þórður Magnússon ritari og Ragnheiður Tryggvadóttir meðstjórnandi. Frú Þorbjörg hefur átt sæti i stjórninni frá upphafi. I tilefni afmælisins efnir félagið til kvöldvöku i Félagsheimili Kópavogs, efri sal, sunnudaginn 3. desember n.k. kl. 20,30. Þar verður minnzt 10 ára starfsins, Eddukórinn syngur, Magnús B. Kristinsson sýnir lit- myndir með getraun og Axel Jónsson segir frá för sinni til vinabæja Kópavogs. Á myndinnu eru (frá vinstri): Þórður Magnússon, ritari, Lárus Halldórsson, úr varastjórn, RagnheiðurTryggvadóttir, meðstjórnandi, Hjálmar ólafsson, formaður, Þorbjörg Halldórs frá Höfnum, gjald- keri, Magnús B. Kristinsson, varaformaður. A myndina vantar Sól- veigu Runólfsdóttur úr varastjórn. Lokunartími verzlana í desember Blaðinu hefur bortizt tilkynning frá Kaupmannasamtökum Is- lands varðandi heimilaðan lokun- artima verzlana á laugardögum i desembermánuði 1972. Er þar fylgt reglugerð borgarinnar um þetta efni og ákvæðum i kjara- samningum um vinnutima verzl- unarfólks. Laugardaginn 2. des. er heimilt að hafa opið til kl. 16.00, l.d. 9. des. til kl. 18,00, l.d. 16. des. til kl. 22.00, l.d. 23. des. til kl. 24.00, og laugardaginn 30. des. eins og venjulega til kl. 12.00 á hádegi. Sem aðra mánuði ársins er einnig heimilt að hafa opið til kl. 22.00 á þriðjudögum og föstudög- um.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.