Tíminn - 02.12.1972, Page 7

Tíminn - 02.12.1972, Page 7
Laugardagur 2. desember 1972 TÍMINN 7 MP Massey Ferguson -hin sigilda drattarvét A/ SUÐURLANDSBRAUT 32 • REYKJAVlK • SiMI 86500 • SlMNEFNI ICETRACTORS Útifundur um landhelgismálið í Þrándheimi 1>Ó—Reykjavik, islenzkir námsmenn og islend- ingar búsettir i Þrándheimi hafa verið ötulir við að kynna málstað islands i landhelgismálinu, sem og aðrir islenzkir námsmenn i Noregi. Jafnframt kynningar- starfinu hefur íslendingafélgið i Þrándheimi starfað af miklum krafti, og hefur nú félagið eignazt eigið húsnæði, sem taka átti i notkun i desember. Kynningu á landhelgismáiinu hefur veriö hagað á þann veg, að i háskólum staðarins svo og i Sosialskolen i Þrándheimi, var dreift kynningarbæklingum, spurningum svarað, seld merki og úthlutað póstkortum, sem hægt var að senda til islands sem stuðings- og samúðaryfirlýsingu. Fór kynning þessi fram dagana 14. og 15. scptember. Laugardaginn ll>. september var svo haldinn kynningarfundur á aðaltorgi Þrándheims. Fundur- inn var auglýstur i útvarpi og var mikill mannfjöldi samankominn á St. Olavs lorgi. Kæða var flutt, samin af Kristjáni Kristjánssyni, verkfræðingi, sem búsettur er i Þrándheimi, fyrirspurnum svarað og bæklingum dreift. Um kvöldið var sýnd i sam- komusal stúdenta myndin „Lving sea" og lögð fram ályktunartil- laga til stuðnings útfærsiunni, og var hún einróma samykkt eftir miklar og ánægjulegar umræður. islendingar i Þrándheimi segja, að kynning þessi hafi tekizt með ágætum og rikjandi mis- skilningur og fáfræði manna leiö- réttur. Var mál þetta óspart notað i málflutningi andstæöinga aðildar Noregs og EBE, sem kunnugt er. AA-fundur í Keflavík 1 dag, laugardaginn 2. des- ember, kl. 14.00, halda AA sam- tökin opinn kynningarfund i Félagsbiói i Keflavik. Gert er ráð fyrir að hann verði i aðalatriðum með liku sniði og fundurinn i Austurbæjarbiói — og tilgangur hans er hinn sami. Jólaskreytingar í Reykjavík mun minni en í fyrra MSJ—Reykjavik. Útlit er fyrir að ekki verði mikl- ar götuskreytingar i borginni fyr- ir jólin i ár. Það fór heldur litið fyrir þeim i fyrra og virðist ætla að vera eins núna og jafnvel enn minna en i fyrra. Við höfðum tal af nokkrum, sem hafa með þessi mál að gera. Hjá kaupmannasamtökunum fengum við þær upplýsingar, að þeir tækju ekki þátt i skreyting- unum i ár fremur en i fyrra, en þeir hættu þvi árið þar áður. Svo virðist sem kaupmenn og fyrir- tæki sjái einir um skreytingar i ár. Raforka hefir til dæmis um árabil haft sinar föstu skreyting- ar og eru þetta 30. jólin sem bjall- an hangir uppi vegfarendum til augnayndis. Verzlunarstjóri fsafoldar frú Sigriður Sigurðardóttir sagði að sér fyndist borgin hörmulega upplýst og að borgarstjóri ætti að taka þau mál.sem fyrst til athug- unar og komum við þvi hér með á framfæri. Fjölskylduskemmtun á Sögu: Jólasveinar með lukkupotta Fjáröflunarnefnd Styrktar- félags vangefinna efnir til sinnar árlegu fjölskylduskemmtunar á morgun sunnud. 3. desember á Hótel Sögu, Súlnasal. Á barnaskemmtuninni kl. 3 e.h. er m.a. glæsilegt leikfangahapp- drætti með 400 leikföngum. Jóla- sveinar koma i heimsókn með lukkupoka o.fl. verður til skemmtunar. Skemmtun fyrir fullorðna verður kl. 9 e.h. og koma fram landsþekktir skemmtikraftar. M.a. munu Maria Markan og Tage Möller rifja upp gamla söngva. Róbert Arnfinnsson og Valur Gislason flytja samt. þátt úr Sjálfstæðu fólki og Sólskins- bræður syngja. Sky ndihappdrætti verður einnig um kvöldið Ágóða af þessum fjáröflunar- skemmtunum hefur verið varið til húsmunakaupa á hin ýmsu heimili fyrir vangefna i landinu. Það var þétt setinn bekkurinn i Háskólabiói i gær. Lengst til vinstri á myndinni situr fólk i ganginum. A sviðinu eru flytjendur þáttarins: „Sjálfstæði landsins yrði nafniö eitt", en það eru orð Gylfa Þ. Gislason- ar, er rætt var um hersetu hérlendis. Timamynd: Gunnar. Fjölmenn baráttusamkoma stúdenta í Háskólabíói Erl—Reykjavik Stúdentar héldu að vanda fyrsta desember hátiðlegan með samkomu i Háskólabiói i gær. Húsið var fullskipað og urðu sumir að taka sér sæti á göngunum eða standa Meðal gesta hátiðarinnar voru forseti Islands, dr. Kristján Eldjárn og settur Háskólarektor, Jónatan Þórmundsson. Álfheiður Ingadóttir, stud. scient. setti samkomuna, með stuttu ávarpi, en siðan sungu þrir ungir menn baráttusöngva, frumsamda og þýdda. Þeir sungu einnig á milli fleiri atriða. Þá flutti Guðrún Hallgrimsdóttir matvælafræðingur ræðu, en að henni lokinni var samlestur úr alþingistiðindum 1946 1949 og 1951, og fleiri heimildum. Jón Hjartarson leikari tók saraan ásamt fleiri og stjórnaði flutningi. Þá flutti Ragnar Arnason, þjóð- félagsfræðinemi ræðu, en þá komu fulltrCIár erlendra stúdenta og fluttu kveðjur. Að síðustu flutti svo Þorsteinn Vilhjálmsson, eðlisfræðingur ræðu. Samkomunni barst fjöldi skeyta og kveðja frá Moses Olsen þingmanni Grænlendinga, og er hún birt annars staðar i blaðinu. Kynnir var Ævar Kjatransson, þulur. 1 lok fundarins var tilkynnt um mótmælaaðgerðir, sem sagt er frá annars staðar i blaðinu, og róttækir stúdentar stóðu að (- ath.-ekki 1. des nefnd) Þá kom og fram tillaga til ályktunar frá nokkrum stúdentum úti i sal og var hún samþykkt með lófataki. Ályktunin er svohljóðandi: „Almennur fundur stúdenta haldinn i Háskólabiói 1. desember i tilefni fullveldisaf- mælisins undir kjörorðunum : Gegn hervaldi- Gegn auðvaldi, - krefst þess, aö rikisstjórnin segi þegar i stað upp herverndarsam- ningnum svokallaða frá 1951, visi öllu bandarisku herliði burt af landinu og leggi niður allar her- stöðvar NATO á tslandi Fundurinn kerfst þess, að rikis- stjórnin segi tsland þegar i stað úr NATO og hætti þar með sam- ábygð sinni á glæpaverkum NATO rikjanna”. Fundurinn kerfst þess, að rikis- stjórninfæri landhelgina þegar i stað út i 50 milur viðar en á pappirnum, og sviki ekki með þvi að gangast undir nauðungar- samninga við bandalagsriki sin i NATO Fundurinn krefst þess, aö Þeir bændur, sem ætla að kaupa nýja dráttarvél á næsta ári, geta fengið til þess lán frá Stofnlánadeild land- búnaðarins, ef þeir sækja um lánið nú fyrir næstu áramót. Við aðstoðum þá, sem þess óska, við frágang umsóknarinnar og afhendingu. Umsókninni þurfa að fylgja veðbókarvottorð, búrekstrarskýrsla og upplýsingar um hvaða tegund dráttarvélar ætlunin sé að kaupa. Hafið samband við okkur sem fyrst í síma eða bréfleiðis. rikisstjórnjn gerbreyti utanrikis- stefnu sinni, taki upp virkan stuðning við þjóðfrelsisöfl, hvar sem er i heiminum, og baráttu gegn heimsvaldastefnunni, hvar sem hún birtist”. 1 lok fundarlok sungu svo gestir alþjóðasöng verkalýðsins Internationalinn. Jið aðstoðum

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.