Tíminn - 02.12.1972, Page 8

Tíminn - 02.12.1972, Page 8
8 TÍMINN Laugardagur 2. desember 1972 Opið bréf til forsætisráðherra: Verkmenning vanmet- in í menntakerfinu Varla blandast nokkrum manní hugur um, að þróun verk- og tæknimenntunar þjóðarinnar gengur svo grátlega seint, að þörf er stórátaka, ef ekki á illa að fara. Ekki verður neinum einstökum aðilum kent um seinlæti og sinnuleysi i þessum efnum, en margir verða að leggjast á eitt til þess að úr verði bætt. Mestu ræð- ur góður skilningur almennings og einbeittur atháfnavilji stjórn- valda, svo að umbótaviðleitni beri árangur. Við undirritaðir fastráðnir kennarar við Tækni- skóla tslands og kjörnir fulltrúar nemenda i stjórn sama skóla telj- um þvi ekki seinna vænna að lýsa fyrir yður og alþjóð rikjandi ástandi i verk- og tæknimenntun, jafnframt þvi sem við leyfum okkur að benda á nokkrar leiðir til úrbóta. t þvi skyni skrifum við yður eftirvarandi ,,opið bréf. „Iðnbylting” og tæknimenntun Rikisstjórn sú, er þér veitið for- stöðu, hefur boðað „iðnbyltingu” i landinu á næstu árum, enda þurfi hvers konar iðnaður að taka við sivaxandi mannafla á vinnu- markaði. Þetta er i fullu sam- ræmi við aukinn skilning á þvi að umgangast og hagnýta islenzka orku og auðlindir, eins og siðaðri þjóð sæmir. Undarlegt má það samt teljast, að boðuð er fram- leiðsluaukning i iðngreinum, þar sem iðnnemum fer ört fækkandi, án þess að raunhæfar umbætur á þvi sviði séu fyrirhugaðar. Iðn- bylting i nútimaskilningi verður trauðla byggð á stuttum nám- skeiðum fyrir fólk, sem skortir undirstöðumenntun. Sizt skal vanmeta slika viðleitni, meðan hún miðar ekki einvörðungu að þvi að gera hráefni að seljanlegra hráefni. Þegar til lengdar lætur, mun það öllu brýnna að sérþekk- ing og æðri tæknimenntun verði alfarið i höndum landsmanna sjálfra. A þvi leikur naumast nokkur vafi, að frumskilyrði „iðnbylting- ar”, sem koma á Islendingum að tilætluðum notum, er endurmat og umbylting verk- og tækni- menntunar þjóðarinnar. Verkmenning vanmetin á skyldunámsstigi Afstaða alls þorra almennings til verk- og tæknimenntunar mót- ast að sjálfsögðu þegar á barna- fræðslust.. Mikilvægt spor i þá átt að glæða áhuga og skilning barna á gildi nútima tækni var stigið, þegar fræðsluyfirvöld settu skipulega eðlisfræðikennslu á stundaskrá barnaskólanna. Sú kennsla hrekkur þó skammt, ef hún tengist ekki lifandi starfi þjóðarinnar á hverjum tima. Þar kemur einkum til kasta svo- nefndrar handavinnukennslu. Til skamms tima gegndi hefilbekkur, hamar og sög mikilvægu hlut- verki, þegar kynna átti börnum og unglingum verkmenningu landsmanna. Nú beinist handa- vinnukennsla i vaxandi mæli að hvers kyns föndri og handverki. Þessi kennsla er að visu ætluð piltum og stúlkum sameiginlega, svo sem kostur er á, en þvi miður stefnir hún i þveröfuga átt við eðlisfræðikennslu. Einna likaster þvi sem nemendur eigi að búa sig undir að lifa i þjóðfélagi hala- snældu, spunarokks og árabáts, en ekki i vélvæddu iðnaðarþjóð- félagi. Enginn kynnist t.a.m. rennibekk, og meðan svo er ástatt, hljómar það eins og skrýtla að minnast á rafeinda- tækni og sjálfvirkni. Undirstaða blómlegs menn- ingarlifs fyrir alla þegna þjóð- félagsins er og verður verk- og tæknimenntun. Á þessari stað- reynd þyrfti að byggja allt menntakerfi þjóðarinnar og hún má eigi gleymast við setningu nýrra laga um grunnskóla. ófremdarástand i iðnf'ræðslu Það er á allra vitorði, að iðn- fræðsla á Islandi hefur verið og er i skötuliki, og verður svo, meðan hún tengist ekki algjörlega skóla- kerfi þjóðarinnar. Iðnmeistarar, sem annast hina verklegu kennslu, ráða nemendafjöldanum og leitast dyggilega við að koma i veg fyrir „offjölgun”. „Meistara- kerfið” er löngu úrelt, enda á það rætur að rekja til kaþólskra trú- félaga á miðöldum og samrýmist engan veginn hugmyndum nútimamanna um opnar mennta- brautir. Iðnnám er langt miðað við þann lærdóm og þá leikni, sem það veitir, svo að duglegum nemend- um lizt það heldur ófýsileg náms- braut. Fyrir slika nemendur er nám i yfirfullum menntaskólum jafnvel aðgengilegra. Litt er að þvi hugað, hvort menntaþrá þess- ara ungmenna sé raunverulega fullnægt, og þvi siður igrundað, hvað þjóðarhag sé fyrir beztu. Óþarft er að vanmeta sivaxandi bóklega menntun þjóðarinnar, en enginn sér fyrir afleiðingarnar, ef verkmenntun þjóðarinnar rekur á reiðanum og undirstöðuatvinnu- vegum er haldið i úlfakreppu menntunarskorts og fáfræði. Brýnustu verkefnin i iðn- fræðslumálum eru afnám „meistarakerfisins” og stofnun „verkskóla” (ekki verknáms- skóla), sem fullmennti iðnaðar- menn, bæði verklega og bóklega. Þannig yrði iðnfræðslan raunhæf- ari, aðgengilegri og eftirsóknar- verðari, og þar með byðust dug- legum unglingum fleiri aðgengi- legir valkostir en menntaskólarn- ir einir. Þetta er eina leiðin til að fá nægilega margt duglegt fólk til framleiðslu- og stjórnunarstarfa i vélvæddu þjóðfélagi. Tækniskólinn i spennitreyju húsnæðisskorts Mikið vantar á, að Tækniskóli Islands fái sinnt verkefnum sin- um sem skyldi. Eins og nú standa sakir útskrif- ast frá Tækniskólanum bygginga- tæknifræðingar, en aðrir verða að Ijúka prófi erlendis. Mjög er að- kallandi, að gefa einnig a.m.k. vél- og raftæknifræðinemum kost á að ljúka námi hér heima. Þó að brautskráning vél- og raftæknifræðinga þoli tæpast öllu lengri bið, gerist jafnframt annað viðfangsefni sifellt áleitnara. Þar er um að ræða hið styttra nám, svonefnt tækninám. Tiltölulega litill hluti þeirra, sem setjast i undirbúningsdeild skólans, út- skrifast sem tæknifræðingar. Ýmsir hinna kysu áreiðanlega hið styttra nám, ef þess væri kostur. Nú er starfræktur visir að raf- tæknadeild fyrir rafvirkja, sem lokið hafa undirbúningsdeild. Aðrar slíkar deildir framleiðslu- tækna bráðliggur á að stofna. Meginástæða þess, að Tækni- skóli tslands veldur ekki hlut- verki sinu, er tvimælalaust óvið- unandi húsakostur hans. I raun og veru hefur skólinn verið á hrak- hólum með húsnæði frá upphafi. Við stofnun hans fékk" hann inni i útbyggingu frá Sjómannaskólan- um. Smám saman hefur honum verið bægt þaðan út vegna þarfa Vélskólans. Þar eru þó enn til- raunastofur i eðlis- og efnafræði, svo og ein almenn kennslustofa. Á 3ja hundrað manns stundar nú nám i skólanum, en kennslan fer fram á fjórum stöðum i Reykja- vik og nágrenni. Mikill hluti hús- næðisins hefur aldrei verið hugsaður sem kennslurými. Aðalaðsetur skólans er i ónæðis- sömu iðnaðarhverfi við fjölfarnar umferðargötur, en húsið upphaí- lega byggt sem verzlunarhús og vörugeymsla. Meginhluti hins eiginlega tæknifræðináms (byggingatækni) fer fram i ný- byggðu gistihúsi. Við þessar aðstæður hefur Tækniskóli tslands engin vaxtar- skilyrði, og hann heldur áfram að vera áþreifanlegt tákn um að- gerðaleysi stjórnvalda i verk- og tæknimenntunarmálum þjóðar- innar, nema markvisst átak verði gert i byggingamálum stofnunar- innar. Heldur virtist ætla að birta til s.l. vetur, þegar borgaryfir- völd úthlutuðu skólanum Ióð. I framhaldi af þvi sendi rektor i aprilmánuði menntamálaráðu- neytinu lýsingu á húsnæðisþörf- inni með hliðsjón af núverandi og áætluðum verkefnum skólans, svo og lauslega áætlun um bygg- ingarkostnað. Siðan hefur ná- kvæmlega ekkert gerzt i málinu og ekki er áætlað fé til fram- kvæmda i frumvarpi til fjárlaga ársins 1973. Nýja deild i menntamálaráðuneyti A ráðstefnu Félags háskóla- menntaðra kennara s.l. vor lýsti menntamálaráðherra yfir þvi, að rikisstjórnin hefði tekið upp þá stefnu, sem mörkuð er i áliti Verk- og tæknimenntunarnefndar frá þvi i júni 1971. Þessa yfir- lýsingu áréttaði hann nokkru sið- ar á fundi með kennurum og nem- endum Tækniskóla Islands. Ekk- ert hefur þó bólað á efndum i sýnilegum athöfnum. Hvað svo sem valda kann þessum drætti, virðist augljóst, að endurskipu- leggja þurfi starfshætti mennta- málaráðuneytisins með þvi að stofna sérstaka deild, sem hafi yfirumsjón með verk- og tækni- menntun i landinu. Lokaorð Að endingu leyfum við okkur að fara þess á leit, að þér beitið yður fyrir eftirfarandi: 1. Við setningu nýrra laga um grunnskóla verði sérstakt tillit tekið til þeirrar staðreyndar, að nemendur muni lifa i vélvæddu iðnaðarþjóðfélagi. 2. Undinn sé bráður bugur að setningu laga um verk- og tækni- menntun á framhaldsskólastigi með hliðsjón af áliti Verk- og tæknimenntunarnefndar frá júni 1971. 3. Skipuð verði byggingarnefnd fyrir nýbyggingu Tækniskóla Is- lands á lóð, sem honum hefur ver- ið úthlutað i Reykjavik, og fjár- veiting til framkvæmda verði sett á fjárlög ársins 1973, svo að hanna megi verkið til útboðs. 4. Stofnuð verði sérstök deild i menntamálaráðuneytinu og hafi hún yfirumsjón með verk- og tæknimenntun i landinu. Stjórn- andi deildarinnar gegni stöðu aðstoðarráðherra. Afrit þessa bréfs verða sénd fjöl- miðlum og alþingismönnum. Virðingarfyllst, Tækniskóla íslands, 28. nóv. 1972, Ólafur Jens Pétursson, Helgi Gunarsson Bjarni Steingrimsson Brynjólfur A. Brynjólfsson Jón Bergsson Bjarni Sivertsen, Þorgeir Einarsson, Már Ársælsson, Einar Kristinsson f Jón Isberg: Hið fræga merhryssi, Skjóna Skráða dóma skýrt vér sjáum. Skjóna i ríkis dýragarði standa skal á stalli háum, stórbændanna minnisvarði. (T.J.) Björn heitir maður-. Hann er alþingismaður m.m. og á heima á Ytri-Löngumýri i Svinavatns- hreppi i Húnavatnssýslu. Hann hóf búskap ungur að árum með þeim dugnaði og atorku og svo góðum árangri, að hann var kall- aður Björn riki. Þetta var virðingarheiti. Siðar, er kotið, sem hann hóf búskap á, var orðið að stórbýli, var hann að jafnaði kenndur við það og kallaður Björn á Löngumýri, eins og það var orðað i daglegu tali. Nú er Björn kenndur við Skjónu, afgamla stóðmeri, sem felld var i haust. Hún á frægð sina honum að þakka og hann orðinn frægur af henni. Þetta samspil frægðar Skjónu og Björns er það sama og i þekktum kvikmyndum. Þar verður myndin þekkt vegna meðferðar aðalleikarans á hlut- verki sinu og leikarinn þekktur og frægur af myndinni. Til þess að leggja frekari áherzlu á, hversu náið samband er þarna orðið, vil ég vitna i tvær setningar, sagðar við mig i suinar á sitt hvorulandshorninuog var þá þekkt tilvitnun höfð i huga. Annar sagði: „Þá er ég sé skjótt hross, kemur Björn á Löngumýri á huga minn”. Hann orðaði þetta þannig „þegar ég heyri Björns á Löngumýri getið, kemur mér Skjóna i hug”. Ég rifja þetta upp að gefnu tilefni. Sunnudaginn 19. nóv. s.l. birtist i Timanum heil opna með frásögn um Skjónu og Björn. Um Björn ganga fjöldinn allur af sögum, um hvað hann sagði og gerði. Litill hluti af þess- um sögum er sannur, en þeim er öllum sameiginlegt, að Björn hefði getað gert það eða sagt það. Eins er með þessa Timagrein. Ekki er gott að átta sig á, hvað er frá Birni og hvað er frá blaða- manninum. En meðan Björn ger- ir ekki athugasemd verður að lita svo á, að hann a.m.k. sé greininni samþykkur. Þar sem nokkurrar ónákvæmni gætir i frásögninni, svo notað sé fágað orðbragð,, þá vil ég biðja Timann að birta glefs- ur úr lögum, úrskurðum og dóm- um, sem um málið hafa fengið. Þetta geri ég svo siðari tima menn geti treyst á Timann, sem áreiðanlegt blað. Ég mun reyna að taka tilvitnanir þannig, að ekki verði um misskilning að ræða og að- eins tilvitnanir án nokkurrar um- sagnar, svo heitið geti. Þó mun ég setja inn nöfn aðila i stað stefn- andi og stefndi og gjörðarbeið- andi og gjörðarþolandi. Þessi orð geta gengið i lagamáli, en eru leiðinleg, eins og Björn hefði orð- að það. Þá eru tilvitnanir ekki all- ar teknar i réttri timaröð. Blaða- maðurinn spyr Björn: „Voru mörk ykkar Jóns svipuð?”, og Björn svarar: „Svipuð og ekki svipuð. Ég hef fjöður og hann vaglskoru”. 1 úrskurði kveðnum upp af setufógeta 27. mai 1969 segir svo: „t skjölum málsins kemur fram, að mark Björns Pálssonar er biti aftan hægra, blaðstýft framan, fjöður aftan vinstra, en mark Jóns Jónssonar, er blaðstýft framan vaglskora aftan vinstra”. Varðandi það atriði, hve lang- dregið málið varð, gefur Björn i skyn að það hafi orðið vegna þess, að ég sem fógeti hafi lýst markinu sjálfur. I 136. gr. einkamálalaga nr. 85/1936, segir svo: Skoðunar- og matsgerðir, lýsingar á hlutum og aðrar rannsóknargerðir eru hér eftir nefndar einu nafni mats- gerðir eða mat og þar tilheyrandi athafnir að meta. Dómari framkvæmir almennt sjálfur þær matsgerðir, sem að- eins útheimta almenna menntun eða lagaþekkingu, enda verði það, er meta skal, fært fram i dómi fyrir dómara aðalmálsins. Ef meta skal hlut i dómi, getur dómari kvatt þingvotta þar til og látið þá staðfesta mat sitt þegar á staðnum”. 1 fógetarétti Húnavatnssýslu 12. jan. 1968 er þessi bókun. „Fógetinn hefir tilnefnt fjóra menn til þess að segja álit sitt á marki á umræddri hryssu, þá: (nöfn mannanna, tveir dýralæknar og tveir markglöggir menn).... Skoðunarmenn ásamt fógeta skoðuðu mark hryssunnar mjög vel, en hryssan var mjög róleg og gott að skoða eýru hennar. Markadómsmenn eru sammála um, að á hægra eyra sé ekki hægt að finna ummerki eftir mark og hafi verið markaður biti á hægra eyra, þá hafi ekki verið sært brjóskið, þ.e. hægra eyra er óskert. Glögg blaðstýfing er að framan vinstra. Að aftan vinstra er vagl- skora nú, og ber markið ekki þess merki, að fjöður hafi kalið eða skemmzt af mývargi, þ.e. sárið virðist hreint. Hinsvegar er ekki hægt að fullyrða um. hvort fjöður hafi kalið eða ekki, þ.e. fjöður hafi verið mörkuð en skemmzt, en eins og markið er nú, er það vaglskora”. Þetta var forsenda synjunar- úrskurðar, að þvi er snertir mark hryssunnar, um þá kröfu Björns að fá sér hryssuna afhenta, sem kveðinn var upp i fógetarétti Húnavatnssýslu 14. ág. 1968. Sá úrskurður var ómerktur i Hæsta- réttiog vitnað i 4. lið. 36. gr. eml., en þar segir að: „Dómari vikur úr dómarsæti i máli, ef hann er: 4. Hefir borið vitni um málsatvik eða verið skoðunar- eða mats- maður i málinu”. Það sæmir ekki starfandi dóm- ara að gagnrýna Hæstarétt eða véfengja dóma hans og úrskurði. Og það geri ég ekki, en visa mál- inu til dómgreindar almennings i landinu. (Hrd. XL. bls. 141). t úrskurði uppkveðnum af setufógeta 27. mai 1969 segir svo um mark Skjónu: „Hinn 31. marz 1969 dómkvaddi setufógeti þrjá menn, tvo mark- fróða menn og einn dýralækni til að skoða umrædda hryssu og Framhald á bls. 19

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.