Tíminn - 02.12.1972, Blaðsíða 10

Tíminn - 02.12.1972, Blaðsíða 10
JIL TÍMINN Laugardagur 2. desember 1972 Skammdegið er að vinna á. Nóvembermánuður hefur þegar kvatt okkur, og desember, mánuður vetrarsólhvarfa og jóla fer senn að sýna okkur, hvað hann ber i skauti sinu þetta árið. Við, sem vinnum innan veggja i súld- inni hér suður við Faxaflóa, þurf- um að hafa ljós allan daginn. Það var á ei'tium þessára drungadaga, þegar undirrituðum þotti helzt til dauflegt að sitja við skrifborð, að hann gekk niður i Hafnarstræti og lagði leið sina af gömlum og góðum vana inn i Rammagerðina, þvi að þar hefur oft verið litið inn siðasta áratug, einkum þegar jól eða önnur hátið hefur verið i nánd. Haukur Gunnarsson, verzlunarstjóri, var þar að sýna ungri stúlku fallegan hlut, en þeg- ar þvi var lokið, kom hann til min og varð ljúflega við þeirri bón að spjalla við mig stundarkorn. — Fyrst langar mig að spyrja þig, Haukur: Hvenær var Rammagerðin stofnuð? — Hún var stofnuð árið 1946, en reyndar er þetta sama fyrirtækið og Stigandi, sem stofnað var árið 1944 og hafði aðsetur á Laugavegi 53. Eigandinn er hinn sami, og Rammagerðin er i raun aðeins framhald þess, sem komið var á fót tveim árum áður. — Upphaflegur tilgangur fyrir- tækisins hefur verið að smiða ramma? — Já. Eins og nafnið bendir til, þá var meginverkefnið að ramma GLEÐIN YFIR GOÐUM HLUT MINNKAR EKKI, HELDUR VEX HÚN MEÐ ÁRUNUM Hér er Haukur Gunnarsson að skrýða fallega konu í fallega kápu, og Jóhannes Bjarnason, eigandi Rammagerðarinnar horfir á. - Litið inn í Rammagerðina inn myndir, og það er stór liður i starfsemi okkar enn. — Hefur þetta samt ekki færzt meira og meira i það horf að vera verzlun? — Jú, það er alveg rétt. Reynd- ar má segja, að sú þróun hafi strax látið á sér bæra, með sölu á málverkum, tilbúnum römmum, og svo siðar gjafavörum. En sú verzlun hefur stóraukizt á seinni árum. — Já, gjafavörurnar. Mynd- irðu vilja skilgreina þessa búð, sem minjagripaverzlun? — Já, það held ég verði að telj- ast. Við erum farnir að leggja mikla áherzlu á minjagripa- verzlunina, en þó flytjum við mikið inn af ýmsum gjafavörum, til dæmis danskt postulin — frá Bing & Gröndal. — Er ekki mikill hluti við- skíptavina ykkar útlendingar? — Jú. Að sumrinu eru þeir mjög stór hluti. Ja, ég veit ekki, hvort maður á að nefna neinar tölur, en ég gæti vel trúað að þeir væru þá um sextiu til sjötiu af hundraði allra viðskiptavina. — Er ekki jólamánuðurinn aðalvertiðin hjd ykkur? — Jú, þetta er auðvitað mikill annatimi. Eins og ég var að enda við að seg.ja, þá byggjast við- Þetta er jólasveininn, sem kann að hnoða leir. skiptin að sumrinu mikið á erlendum ferðamönnum, en þeg- ar veturinn gengur i garð, þykir okkur gott, að fólk byrji sin innkaup dálitið snemma, helzt i nóvemberbyrjun. Einkum er þetta æskilegt með þá, sem eru að velja jólagjafir handa vinum og ættingjum erlendis. — Er þetta ekki lika mikið notað til tækifærisgjafa manna á milli hér heima? — Jú, það er rétt. Það hefur, sem betur fer stóraukizt, að fólk komi auga á þá staðreynd, að okkar iálenzku vörur eru vel þess virði, að kaupa þær, hvort heldur er handa sjálfum sér eða til gjafa. Það kann lika einhverju um að ráða, að fólk finnur, að hér getur það valið úr nokkuð mörgum vörutegundum. Það fást hér islenzkar ullarvörur, silfurmunir og keramik — við hliðina á erlendum gjafavörum. Það má lika gjarna koma fram, fyrst við erum að tala um vöruúrvalið hér, að við erum með silfurmuni frá að minnsta kosti tiu ágætum silfursmiðum. úr handaverkum þeirra getur fólk svo valið eftir þvi sem smekkur hvers og eins segir til um. — Er ekki mjög algengt, að fólk biðji ykkur að búa um vörur, sem hér eru keyptar, og sjá um sendingu á þeim? — Jú, þetta er mjög algengt, og i þvi liggur geysimikil vinna. Við erum alveg með sérstakan mann, sem annast þessa hluti — ja, mann og stundum menn, þegar mest er að gera við sendingarnar. Já, það er mikil vinna og lika veruleg ábyrgð, þvi við erum al- veg ábyrg fyrir sendingunni, þangað til hún er komin i hendur viðtakanda. — Nú er farið að verzla hér við hliðina á ykkur. Er það ekki lika á vegum Rammagerðarinnar? — Jú. Rammagerðin keypti þessa húseign, Hafnarstræti 19, núna á siðast liðnu sumri. Þar var svo verzlað til bráðabirgða i hálf- an annan mánuð, en siðan var lokað og unnið að innréttingu hússins. En svo opnuðum við aft- ur, núna i nóvember, og höfum verið að verzla þar siðan, þótt það sé að visu ekki komið i fullan gang ennþá. — Er það ekki hér eins og við- ast annars staðar, að mesta annrikið sé alveg siðustu dagana fyrir jól? — Jú, þvi miður er það nú svo. Að visu eru alltaf innan um nokkrir skynsamir menn, sem byrja snemma á sinum jólainn- kaupum, jafnvel snemma i nóvember, en aðalbylgjan kemur ekki fyrr en farið er mjög að nálg- ast jól. Svo eru það nú lika laugardagarnir, sem búðir eru lengur opnar — þeir eru alltaf mikið notaðir. — Það táknar auðvitað, að þá vinnið þið nótt og dag? — Það er alltaf unnið mikið utan venjulegs vinnutima, jafnvel um hverja helgi i nóvember. Eigandi verzlunarinnar, Jóhannes Bjarnason,er þá oftast hér alla laugardaga og sunnu- daga. Og það eru fleiri, sem vinna hér mikið um helgar. — Þú nefndir þarna áðan Bing & Gröndal. Eruð þið i sérstöku sambandi við það ágæta fyrir- tæki? — Kona Jóhannesar Bjarnasonar, Guðriður Pálsdóttir, annast þennan þátt viðskiptanna og gerir það af miklum myndarskap. Fólk kem- ur til hennar og þiggur góð ráð, þvi hún hefur mikla kunnáttu á þessu sviði. — Er það ekki rétt, að þið séuð komnir með jólasvein, sem hnoð- ar leir? — Jú, rétt er það. Það er að visu ekki ný bóla, að verzlanir séu með jólasveina i gluggum, en það mun ekki hafa tiðkazt fyrr en hér, að honum hafi verið fengið verk aö vinna. Hingað til hefur hann aðeins verið hér á sunnudögum á milli klukkan tvö og fimm. Siðan fer hann auðvitað til fjalla og er þar i sinum heimahögum, þangað til um næstu helgi. Ég held, að þetta hafi vakið talsverða athygli, að við skyldum fá höfðingjanum verkefni, á meðan hann stendur við i bænum. — Stendurekki til, að Ramma- gerðin haldi áfram hér við hlið- ina, þar sem hún byrjaði i sumar? — Ju. Húsnæðið er að visu eng- an veginn fullbúið ennþá, hvað innréttingu snertir, en hugmynd- in er að taka þar til óspilltra mál- anna, strax eftir áramótin. Hversu langan tima það tekur, vitum viö auðvitað ekki nú, en ég geri þó ráð fyrir, að þvi verði lok- ið i vor, eða að minnsta kosti snemma á næsta sumri. — Ég mætti kannski að lokum spyrja, hvort þið litið ekki björt- um augum til þeirrar vertiðar, sem nú er að hefjast? — Jú, vist gerum við það — og ég held meira að segja, að okkur sé það alveg óhætt. Við bjóðum hér upp á gott úrval jólagjafa, sem er þess virði að geymast, en tapar ekki gildi sinu um leið og jólin eru um garð gengin. Það er alltof algengt, að fólk kaupi litils vert skran i stað vandaðrar vöru. Ánægjan af glingrinu er skamm- vinn, en ánægjan af góðum hlut og vönduðum minnkar ekki, heldur þvert á móti vex hún, eftir þvi sem timinn liður. llúii er hlýleg, skinnvaran sú arna. Timamyndir GE Haukur Gunnarsson, verzlunarstjóri Rammagerðarinnar heldur hér á glæsilegum hlut i keramik.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.