Tíminn - 02.12.1972, Qupperneq 11

Tíminn - 02.12.1972, Qupperneq 11
Laugardagur 2. desember 1972 TÍMINN n Ingólfur Davíðsson: Hefurðu tekið upp svörð? ,,Það er mál til komið að taka ofan af sverði”, sagði pabbi einn vormorgun. Ég tók spaða og gekk niður að gömlu svarðargröfunum ofan við Olnboga, utan við Svarðarlæk- inn. Fyrst markaði ég fyrir, hve stór svarðargröfin skyldi vera, og fór siðan að taka ofan af grasrótina og niður á kiaka. Vetrarklaki verður oft þykkur i mýrunum og þiðnar seint, það var ekki nema hálf stunga niður á hann. Siðan var mokað ofan af klakanum daglega, þunn skán, sem þiðnað hafði. Þetta var gert til að flýta fyrir þiðnun, svo að hægt væri að | taka upp svörðinn fyrr en ella | og ljúka þvi af, áður en meiri vorannir byrjuðu. Það er við- | ast taisvert djúpt ofan á | sjálfan svörðinn, efst er gras- | rótin og undir henni mis- þykkur torfsvöröur, fremur | laus i sér og jurtaieifar i hon- | um minna ummyndaðar en i | sverðinum. En svörður (öðru ! nafni mór) er jurtaleifar, sem hafa smám saman pressast | saman, en ekki náð að rotna vegna skorts á súrefni i bleyt- unni. A þurru landi rotna jurt- irnar og verða að mold. i | svarðarmýrunum geymast frjókorn jurta í þúsundir ára ! svo hægt er að ákvarða þær og segja, hvaða tegundir hafi vaxið i mýrinni fyrir langa löngu. Sprek, aðallega fornar birkileifar, finnast viða i sveröinum, sums staðar tvö greinileg kvistaiög, ævagöm- ul. Þarna eru lika eiftingar- tágar um allt, dökkar utar, en ljósar innar og sætar á hrapð. Við krakkarnir átum þær með góðri lyst. Sprekin og kvistirn- ir i sverðinum eru siðan löngu fyrir landnámsöld, en frjó- greiningar sýna, að skóglendi var miklu útbreiddara en nú, þegar landið fannst og byggð- ist. Það eru aðallega mosar, starir og elftingar, sem mynd- að hafa svörðinn i mýrunum, þ.e.sömu tegundir og vaxa þar nú. Svörður er mjög mis- þykkur oft 4-6 skóflustugnur, en sums staðar 7-12 stungur eða meir. Beztur og harðastur er hann að jafnaði ineöstulög- unum, mest pressaður og dökkur sem kol. Þaö var „handagangur i öskjunni”, þegar tekinn var upp svörður. Einn maður stakk hnausana og annar kastaði þeim með gaffli upp á bakkann. Þar tók sá þriðji við, oft unglingur, og hlóð hnausunum i stafla renn blautum. Eftir nokkra daga var talsvert sigið úr hnausun- um og þd voru þeir bornir.eða fluttir i hjólbörum út á þurrk- völlinn og dreift úr þeim. Siðar voru hnausarnir klofnir i flögur með spaða, eða sér- stöku litlu áhaldi og svarðar- flögurnar breiddar til þerris. Þeim var snúið eftir nokkra daga, svo þær þornúðu fyrr. Hálfþurrum var þeim hlaðiö gisið i svarðarhrauka. Blés gegnum hraukana og þornaði vel i þeim, er á sumarið leið. Voruin við börnin þá oft send með poka að sækja svörð og bera hann heim S bakinu. Svörður er eldfimur og logar vel, en er heldur hitalitill, einkum efri lögin. Sums staöar er sérlega mikil eld- fjallaaska. er fokið hefur saman i sverðinum. Tvö ljós öskulög jafnan greinilegust. Það var kallaöur sandsvörður, rauk askan úr honum þurrum, og þótti slíkur svörður lélegur. Svarðaraskan var borin I flór- inn og blandaöist mykjunni, og hefur liklega bætt hana til áburðar. Camall öskuhaugur var borinn á túnið. Var i hon- um mikið af fiskbeinum og skeljum. Skelfiskurinn mun hafa verið hafður í beitu, en allmikil útgerð var frá Stóru- Hámundarstööum I gatnla daga. A haustin var svörðurinn mestallur fluttur heim i hrip- um og eldiviðarkofinn fylltur. Húsin voru með grind i botni, sem hleypa mátti niður. Kerrur voru þá ekki enn komnar tiLsögunnar, en mest flutt á hestum og á sjó. Sverði, sem ekki komst inn var hlaðið i stóra hlaöa og gert utan um með torfi og hnausum. Vildi hann stundum blotna og frjósa og var æði fyrirhafnarsamt að þiða hann og ekki vel þokkaö af eldhússtúlkunum. Sprek, sem rak i fjöruna, bættu mjög eldiviðinn, og lengi fram eftir var einnig brennt taði. Það þurfti að hafa hraðar hendur i svarðargröfunum, þvi að oft kom upp vatn og bakkinn gat lika sprungið og vatn flætt inn frá gömlu gröf- unum. Svarðargröfum var skipt i „kistur”, en ekki man ég hve stórar kisturnar voru vanalega. Kista var það, sem Svaröarhraukur i Lambadal tekið var fyrir i einu. Torf- svörðurinn var lltt hæfur til eldiviðar og var honum rutt burt, ofan i næstu gömlu gröf- ina. Fljót var fifan aö leggja undir sig nýjan svarðargrafa- ruöning og urðu grafirnar snjóhvitar af fifu. Svo kom mógrafabrúsi, lófótur og nykra i vatnið i sjálfum gröf- unum. Nú eru dökkleitar þyrp ingar svarðarhrauka sjaldgæf sjón, betra eldsneiti er komið I staðinn. Væna svarðarhrauka sá ég þó i Lambadal i Dýrafirði (sjá mynd) sumarið 1965. Mun svörður þar óvenju þykkur og góður. Var stundum seldur til Þingeyrar fyrr á tið. Kennsla í hússtjórnar greinum mikilvægur þáttur í almennu uppeldi Póststjórnin hefir nú gert heyr- um kunnugar þær útgáfur, sem væntanlegar eru á næsta ári. Útgáfurnar hefjast með þvi að veglega verður minnst 100 ára af- mælis islenzkra frimerkja, en fyrstu islenzku frimerkin komu út 1. janúar 1973. Ekki er þess þó getið i fréttatilkynningunni hve- nær þessi útgáfa né aðrar er væntanleg. Þá kemur næst út hið sigilda Evrópufrimerki, sem er sameig- inleg útgáfa allra CEPT landanna eins og verið hefur, nema hvað hin Norðurlöndin hafa ekki alltaf verið með. Önnur sameiginleg útgáfa verður einnig á árinu, en það eru Norðurlandafrimerki, sem gefin verða út af öllum Norðurlöndun- um. Að þessu sinni verður Nor- ræna póstþingið haldið i Reykja- vik og má búast við útgáfunni af þvi tilefni og ýmsu fleiru skemmtilegu fyrir frimerkja- safnara. Asgeirs Ásgeirssonar, áður for- seta tslands, verður einnig minn- zt með frimerkjaútgáfu á árinu og er það sjálfsagt, að Póst- og simamálastjórnin minnist ávallt þannig látinna forseta landsins, en hér á landi er ekki til siðs að gefa út frimerki með myndum lif- andi manna og er ekki einu sinni brugðið út af þvi með þjóðhöfð- ingja. Þá verða gefin út frimerki af tilefni 100 ára hátiðarsýningar til að minnast 100 ára afmælis is- lenzka frimerkisins. Þess má geta hér að þessari sýningu verða gerð skil i næsta Frimerkjasafn- ara og er þvi ekki ástæða til að ræða hana nánar hér. Verður þarna vonandi um falleg frimerki að ræða, sem halda munu heiðri sýningarinnar á lofti um alla framtið. Loks verða svo gefin út fri- merki i tilefni aldarafmælis Al- þjóðaveöurfræðistofunarinnar. Er það vel að við íslendingar skulum taka þátt i þeirri útgáfu, sem verður gefin út i flestum löndum heims, þar sem við eigum svo mikið undir veðri og vindum, sem raun ber vitni. 1 stórum dráttum er þetta ákaf- lega hæfileg útgáfuáætlun fyrir árið og ætti að gera okkur fært að halda þeim sessi, að vera meðal hinna virtari þjóða i heiminum i frimerkjaútgáfu. Sigurður H. Þorsteinsson. 100 ára afmæli islenzkra frimerkja. Á næsta ári verða 100 ár liðin frá þvi að fyrstu islenzku fri- merkin, hin svonefndu skildinga- frimerki, voru gefin út. Þessara merku timamóta verð- ur minnzt með ýmsum hætti, svo sem með útgáfu frimerkja, út- gáfu bókar um sögu islenzkra fri- merkja, er Jón Aðalsteinn Jóns- son cand. mag. hefur samið og með frimerkjasýningu. Frimerkjasýningin verður hin stærsta sem haldin hefur verið á islenzkum frimerkjum og er gert ráð fyrir, að sýnt verði i um 300 römmum. Sýningin verður hald- in i nýja myndlistarhúsinu á Miklatúni og verður hún opnuð föstudaginn 31. ágúst 1973 og stendur i 10 daga. Sýningarefnið veröur fyrst og fremst islenzk frimerki og verða auk innlendra safna, söfn þekktra frimerkjasafnara á Norðurlönd- um til sýnis. Hluti úr Hans Hals- safninu verður og sýndur, en það er i eigu póst- og simamála- stjórnarinnar. Auk þess munu póststjórnir Norðurlandanna sýna valin söfn frimerkja. Undirbúningur að sýningunni er þegar hafinn og sérstök sýn- ingarnefnd hefur verið skipuð, .en i henni eru: Jón Skúlason, póst- og simamála- stjóri, formaður, Finnur Kol- beinsson, lyfjafræðingur, Gisli Sigurbjörnsson, forstjóri, Halldór Sigurþórsson, fulltrúi, Jónas Hallgrimsson, forstöðumaður, Raln Júliusson, póstmálafulltrúi, Sigurður H. Þorsteinsson kennr ari. Framkvæmdastjóri sýn- ingarinnar er Guðlaugur Sæmundsson fulltrúi hjá póst- og simamálastjórn. Nánari tilhögun sýningarinnar verður kynnt sið- ar. Samtök þessi eru mynduð af hússtjórnarkennarafélögum allra Norðurlandanna með um liðlega 12 þúsund félagsmönnum. Kenn- arafélagið Hússtjórn hefur verið i þessum samtökum um árabil. (Nordisk samarbejdeskomite for husholdningsundervisning). Fundurinn var að þessu sinni haldinn i Helsingfors, dagana 21. og 22. október s.l. Þær Halldóra Eggertsdóttir og Sigriður Haraldsdóttir voru fulltrúar Kennarafélagsins Hússtjórn á fundinum. Núverandi formaöur samtakanna er Unni Mundal Kul- berg frá Noregi. A dagskrá voru ýmis merkileg mál og af þeim skulu nefnd: a) Staða heimilisfræðslunnar sem námsgreinar innan skóla- kerfisins og hvernig kennslunni er háttað á hinum ýmsu skóla- stigum. b) Uppiýsingaþjónusta fyrir al- menning á sviði heimilisfræða og hvernig henni er háttað. Flutt voru framsöguerindi i báðum þessum málum frá öllum Norðurlöndunum. Hafði Halldóra Eggertsdóttir framsögu i þvi fyrrnefnda og Sigriöur Haralds- dóttir i þvi siöarnefnda, af Islands hálfu. Miklar umræður urðu um þessi yfirgripsmiklu mál. Meðal annars kom það fram i umræðun- um, að það væri mjög áriðandi að vinna markvisst að þvi að sann- færa yfirvöld menntamála um mikilvægi þessarar fræðslu fyrir sérhvern einstakling þjóðfélags- ins. Eftirfarandi ályktun var samþykkt i lok fundarins: Kennsla i hússtjórnargreinum er mjög mikilvægur þáttur i upp- eldi manna. A siðustu árum hafa lifnaðarhættir fólks tekið miklum stakkaskiptum og þar af leiðandi námssvið heimilisfræða. kráít fyrir það er fræðsla á þessum vettvangi ekki siður nauðsynleg fyrir einstaklinginn nú en áður. Það er mjög áriðandi, að ein- staklingurinn öðlist grundvallar- þekkingu á sem fiestum sviöum, sem mikilvæg eru fyrir tilveru hans, svo sem á sviðum hollustu- hátta og næringar, heilbrigöis- hátta og hreinlætis, fjölskyldu- tengsla og samskipta manna, umhverfisverndar og hibýla, heimilishagfræði, neytendafræöi o.fl. Þvi meira sem þjóðfélagið tekur að sér að annast af uppeldi og menntun einstaklingsins, þvi mikilvægari verður kennslan i heimilisfræðum, bæði á skyldu- námsstigi, i framhaldsskólum og fullorðinsfræðslu. Það er þvi mjög mikilvægt að skapa hagstæð skilyrði fyrir kennslu i heimilis- fræðum, bæði i skólum og allri leiðbeiningarstarfsemi — og meö þvi stuðla að auknum þroska ein- staklingsins, svo að honum megi fremur auðnast að verða farsæll og nýtur þeg i þjóðfélagi framtiö- arinnar. Þá var rætt um framtið Nor- rænna samtaka um hússtjórnar- fræðslu. Frá upphafi hafa samtökin haldið uppi ýmiss konar fræðslu- og kynningarstarfsemi. Nú var rætt um að gera starfið viðtækara og virkara t.d. með þvi að auka námskeiðshald af ýmsu tagi, fjölga skiptiheimsóknum og kynnisferðum kennara, skiptast á ritgerðum um málefni, sem eru efst á baugi hverju sinni o.fl. Næsti ársfundur verður haldinn i Sviþjóð i byrjun ágúst næsta sumar. I sambandi við hann verð- ur efnt til viku námskeiðs fyrir húsmæðrakennara. Þetta nám- skeið mun fjalla um hibýlin og umhverfið.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.