Tíminn - 02.12.1972, Page 14

Tíminn - 02.12.1972, Page 14
14 TÍMINN vitneskju um, að óvinirnir væru á hælum henni. Tuesday gat lika vel skilið Portman og ákafa hans við að komast er allra fyrst til Indlands. Ef til vill var Portman sá, sem hann bezt gat skilið. Portman vildi fá fimm brúsum af bensini og tveim brúsum af oliu meira en honum bar. ,,Þú getur látið þér á sama standa” hafði Portman sagt. „Hentu þeim yfir á tengivagninn minn, þá færðu tuttugu skildinga”. En Tuesday hafði ekki viljað taka við peningunum, og hann hafði ekki brosað eins og venjulega. Þetta hafði komið illa við Portman og Tuesday lika. En það var engum erfiðleikum bundið aö skilja Portman, það var eigin- lega of auðvelt að sjá, hvað hann ætlaðist fyrir. Það var heldur ekki svo erfitt að skilja herra Betteson. Hann virtist alltaf hafa mesta löngun til að gefa manni ærlega utan undir. Frú Betteson olli honum heldur engum heilabrotum, þegar hún hékk yfir honum og vildi endilega hjálpa til við eldinn. Tuesday gat lika skilið frú McNairn, sem vildi hafa sólhlifina og dóttur sina með sér til Indlands. Stundum gat hann jafnvel ekki varizt þeirri hugsun, að frú McNairn fyndist allra mikilvægast að koma sól- hlífinni til Indlands. Það var alltaf dæmalaust umstang f kringum þessa sólhlif, þvi að þótt frú McNairn tæki hana með sér i rúmið á hverju kvöldi til varnar gegn hugsanlegum árásum, var hún ævinlega horfin morguninn eftir, og frúin gat aldrei fundið hana sjálf. En jafnvel það, að sólhlifin var frú McNairn mikilvægust, var alveg skiljanlegt. Ungfrú Connie gat þó séð um sig sjálf, hún var áreiðanlega nokkrum árum eldri en Nadia, sem auk sjálfrar sin þurfti einnig að annast Paterson. Sólhlifin var ekki fær um að bjarga sér sjálf. Hún leit út fyrir að vera hinn mesti dýrgripur með silfur og filabein á handfanginu, og það sem meira var, eftir nokkra mánuði kæmi hún að miklum notum, þegar regntiminn hæfist. En majórinn, hann var gersamlega óskiljanlegur. Hann kastaði sér beint i fangið á fjandmönnunum. Hann var sá eini, sem fór i þá áttina. Hann var ekki ungur lengur, og áreiðanlega var hann ekki efnaður maður heldur, úr þvf að hann átti ekki bíl. Gerðir majórsins liktust mest óskiljanlegri og hreint lygilegri heimsku. En Tuesday var þó þeirrar skoðunar, að málið væri ekki svo einfalt. Hefði þetta bara verið heimskuflan, hvers vegna reyndi Paterson þá ekki að telja majórinn af þvi að snúa við? Tuesday hafði heyrt Paterson og majórinn ræða málið, og Paterson hafði ekki gert minnstu tilraun til að fá majórinn ofan af þessu. Að lokum hafði hann meira að segja rétt majórnum höndina og kvatt hann. Paterson hafði reyndar verið leiður, en hann hafði þó brosað og majórinn hafði lika brosað. Hjólið hans hafði verið þakið fyrirferðarmiklum farangri: vatnsbrúsi, sem Paterson vildi endilega að hann tæki með sér, poki með matvælum og bakpokinn hafði verið bundinn við stýrið. Tuesday hafði verið að dæla lofti i dekkin á hjólinu, þegar ungfrú Alison kom út úr tjaldinu og sagði: ,,Ó majór, vilduð þér ekki-?” og hún hafði rétt honum bréf til doktor Fieldings á sjúkrahúsinu. Hún virtist vera gráti nær, en gat þó stillt sig. Litltí seinna hélt majórinn af stað á móti flóttamannastraumnum. Hann veifaði til þeirra, áður en hann hvarf úr augsýn. Það voru fleiri en Tuesday, sem fengið höfðu umhugsunarefni, þegar majórinn sneri við. Ungfrú Alison sat niðurbrotin og starði fram á rykugan veginn. Þegar rykið lagðistyfir nakin bök Indverjanna, fengu þeir á sig purpuralitan blæ, og legðist það á kaffibrúna húð Burmabú- anna, kom fram alveg sami litarháttur og ungfrú Alison hafði. Þessi rykmökkur, sem þyrlaðist i bylgjum yfir veginum, liktist striðinu tölu- vert mikið. Alveg eins og striðið, hafði hann áhrif á skoðanir fólks og dómgreind, það var sem menn fálmuðu sig áfram i blindni. Allt, sem gerzt hafði frá þvi að mjaórinn sótti hana i sjúkrahúsið og þar til i morgun að hann kvaddi þau og hélt af stað niður veginn aftur var sem i þoku fyrir henni. Hún hafði ekki verið þess megnug, að lita hlutina raunsæum augum. A sama hátt hafði striðið komið i veg fyrir, að hún sæi doktor Fielding i réttu ljósi. Þannig hlaut það að hafa verið. Fielding var ekki lengur ungur. Hann var gráhærður maður þrekinn um sextugsaldur. A sinum yngri árum hafði hann verið i hernum, fyrst i Frakklandi, meðan á heimsstyrjöldinni stóð og siðar á litlum af- skekktum stöðum eins og Agra og Mizapur. Allt i einu hafði hann svo sagt upp stöðu sinni sem herlæknir. Til Burma kom hann ekki sem læknir, heldur sem hver annar ferðalangur að sjá sig um — þannig var hann sjálfur vanur að orða það. Atvikin höguðu þvi svo, að hann ilentist i Burma. Hann hafði strax tekið miklu ástfóstri viö landið og ibúa þess. Hann hafði fengið stöðu sem héraðslæknir, og fyrir hans tilstilli hafði sjúkrahúsið vaxið og dafnað. Þegar hann tók við þvi, hafði það ekki verið annað en hálfhrun- inn timburskáli, sem hann hafði fengið að láni hjá einu af trúboðsfél- ögunum. Nú var sjúkrahúsið falleg, hvitkölkuð bygging i þrem álmum, og bambusskóginum, sem áður hafði vaxið óhindraður upp að húsinu, var nú haldið i hæfilegri fjarlægð og við voru teknar snyrtilegar gras- flatirogblómabeðmeðröðum af liljum i öllum regnbogans litum. Upp húsveggina uxu fléttur af vafningsjurtum, sem sums staðar þöktu veggina alveg. Þannig var Fielding, hann gat gert mikið úr litlu, með tvær hendur tómar gat hann gert kraftaverk, ekki einungis hvað varðaði byggingar eða aðra dauða hluti, heldur einnig, ef um var að ræða fólk. Þannig höfðu orðið alger stakkaskipti á henni fyrir hans tilstuðlan. Áður en hann kom, hafði hún ekkert verið, hvorki hvit né lituð, hvergi hafði hún átt athvarf. Hana hafði alveg vantað fastan punkt i lif sitt, og hann hafði Fieldings gefið henni, eða réttara sagt, hann hafði sjálfur orðið þessi fasti punktur. Hann hafði kennt henni og tiu öðrum blendingsstúlkum hjúkrun. Það hafði verið löng og erfið leið vörðuð nuddi, stólpipum og rúmumbúnaði, hitamælingum og farsóttum, aðstoð við uppskurði og þreytu eftir næturvaktir, alltaf sjúkdómar, fæðingar og dauðsföll. Hún var aðeins sextán ára, þegar hún byrjaði, og hún þoldi ekki einu sinni að sjá blóð, og tilhugsunin um stólpipu var nóg til þess að henni yrði flökurt. Nú var hún tvitug, og blóð lét hana eins ósnortna og rautt blek, stólpipa var á við snýtingar. Og samt sem áður hafði hún lika brugðizt, þegar mest á reyndi — ennþá var húnhvorki eittné neitt. Hana skorti þá ró og staðfestu, sem einkenndi Englendingana, en hins vegar hafði hún ekki til að bera áhyggjulausa lifsgleði Burmabúans, blómin i hárinu og fyrirhyggju- leysið. Fielding hafði ekki verið þess megnugur, að bæta úr þessum skapgerðarbrestum. Hún vissi, hvar stúlkur af hennar tagi voru vanar að lenda. Annaðhvort enduðu þær sem skækjur i gleðihúsum Rangoon eða þær urðu ástmeyjar einhvers rika Evrópumannsins i stóru húsunum utan við bæinn. Loks urðu þær afgreiðslustúlkur i verzlun eða framreiðslustúlkur á veitingastofum. Eins og hún voru þær of stoltar til að samlagast Burmabúum og lifðu I stöðugum ótta um að vera ekki taldar jafningar hinna hvitu. Þær voru hvorki fugl né fiskur. Evrópumenn sýndu þeim fyrirlitningu, og þær höfðu ekki löngun til að blanda geði við burmanska fólkið. Fielding hafði spurt hana, hvort hún væri fús til að vera á sjúkra- húsinu þegar Japanirnir kæmu — hann dró upp ófagra mynd af hern- ámi landsins: morð, eldsvoðar og nauðganir. Hinir tveir gagnstæðu eðlisþættir höfðu háð harða baráttu innra með henni. En hvað þessar hvitu konur, eins og frú Portman og frú Betteson, áttu auðvelt val! 1274 Lárétt 1) Spil,- 5) Maður.- 7) Efni,- 9) Endir,- 11) 1500,- 12) Tónn,- 13) Dreif,- 15) 1550.- 16)Reykja,- 18) Gáleysingi.- Lóðrétt 1) Manni.-2) Fljót.- 3) Lézt.- 4) Gljúfur.- 6) Refur,- 8) Flauta.- 10) Tind,- 14) Fraus.- 15) Ambátt,- 17) Stefna.- Ráðning á gátu No. 1273 Lárétt 1) Aldrað.- 5) Áar,- 7) Der.- 9) Mók,- 11) LI.- 12) Me,- 13) Iða.- 15) Ham,- 16) Flá,- 18) Hlaðna,- Lóðrétt 1) Andlit.- 2) Dár,- 3) Ra.- 4) Arm.- 6) Skemma,- 8) Eið.- 10) Óma.- 14jAfl.- 15) Háð,- 17) La,- HVELL G E I R I D R E K I Laugardagur 2. desember 1972 jj Í| || || fllÍlÍ LAUGARDAGUR 2. desember 7.00 Morgunútvarp. Veður- fregnir kl. 7,00, 8.15 og 10.10 Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og for- ustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.45. Morgunleikfimi kl. 7.50. Morgunstund barnanna kl. 8.45: 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 óskalög sjúklinga. Kristin Sveinbjörnsdóttir kynnir. 14.40 tslenzkt máL Jón Aðal steinn Jónsson cand. mag. flytur þáttinn. 15.00 Á listabrautinni. Þáttur með ungu fólki. Umsjón Jón B. Gunnlaugsson. 16.00 Fréttir. 16.15 Veðurfregnir.Stanz Árni Þór Eymundsson og Pétur Sveinbjarnarson sjá um þáttinn. 17.40 Útvarpssaga barnanna: „Sagan hans Hjalta litla” eftir Stefán Jónsson. Gisli Halldórsson leikari les (18) 18.00 Létt lög.’ Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.20 Frá Norðurlöndum. Sig- mar B. Hauksson talar. 19.40 i vinnustofu listamanns Þóra Kristjánsdóttir ræðir við Lárus Ingólfsson leik- tjaldamálara. 20.00 Hljómplöturabb Þor- steins Hannessonar. 20.55 Framhaldsleikritið: „Landsins lukka” eftir Gunnar M. Magnúss. Sjö- undi þáttur. „Fari nú Skagafjörður ætið vel” Leikst jóri : Bryn ja Benediktsdóttir. 21.40 Gömlu dansarnir 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Danslög. 23.55 Fréttir i suttu máli. Dagskrárlok. Laugardagur 2. desember 1972 17.00 Þýzka i sjónvarpi Kennslumyndaflokkurinn Guten Tag. 2. þáttur. 17.30 Skákkennsla. Kennari Friðrik Ólafsson. 18.00 Þingvikan. Þáttur um störf Alþingis. Umsjónar- menn Björn Teitsson og Björn Þorsteinsson. 18.30 iþróttir. Umsjónar- maður Ómar Ragnarsson. Hlc. 20.00 Fréttir 20.20 Veður og auglýsingar 20.25 Heimurinn minn.Banda- riskur gamanmynda- flokkur, byggður á sögum og teikningum eftir James Thurber. Draugagangur. Þýðandi Guðrún Jörunds- dóttir. 20.50 Heimalingurinn. Mynd frá Ungverjalandi um skógarvörð, sem tekur i fóstur nýfæddan otursunga og elur hann upp með hvolpa að leikfélögum. Þýðandi og þulur Jón O. Edwald. 21.15 Vaka Dagskrá um bók- menntir og listir á liðandi stund. Umsjónarmenn Björn Th. Björnsson, Sig. Sverrir Pálsson, Stetán Baldursson, Vésteinn Ólason og Þorkell Sigur- björnsson. 22.15 Otero hin fagra (La belle Otero) Frönsk biómynd. Leikstjóri Emile Natan. Aaðlhlutverk Maria Felix. Þýðandi Dóra Hafsteins- dóttir. Myndin greinir frá ungri, spánskri sigauna- stúlku. sem kemur til Parisar i frægðarleit um siðustu aldamót.Hún verður brátt fræg og umtöluð dansmær og nýtur tak- markalausrar hylli karl- manna. 23.55 Dagskrárlok.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.