Tíminn - 02.12.1972, Qupperneq 15

Tíminn - 02.12.1972, Qupperneq 15
Laugardagur 2. desember 1972 TÍMINN 15 Dregnir verða út 13500 vinningar og tekur drdtturinn 7 stundir 100 milljónir í Hóskóla- happdrættinu í desember Mánudaginn 11. desember verður dregið i 12. flokki Happ- drættis Háskóla islands. Dregnir verða 13,500 vinningar að fjárhæð yfir eitt hundrað milljónir króna, eða nánar tiltekið 101.860,000 krónur. Fjöldi vinninganna hefur aldrei verið meiri i einum drætti i happdrættinu, þvi að nú eru þeir 500 fleiri en i fyrra, en fjárhæðin nú er yfir tuttugu milljónum hærri, svo þetta verður sá lang- stærsti dráttur, sem fram hefur farið á Islandi. Vinningarnir skiptast þannig, að dregnir verða fjórir tveggja milljón krónu vinningar, fjórir vinningar á 200,000 krónur, 4,968 vinningar á 10,000 krónur og 8,516 á 5,000 krónur. Með tveggja milljón króna vinningnum fylgja nú átta eitthundrað þúsund króna aukavinningar. Með tilkomu aukaflokkanna fjögurra, E,F, G, og H, eiga menn þvi kost á þvi að vinna allt upp i átta milljónir króna i jóladrætti happdrættisins. Eins geta menn, sem eiga alla fjóra miðana af númerinu sinu, unnið 40,000 krón- ur, ef númerið kemur með 10,000 króna vinning, og 5,000 króna vinningurinn verður 20,000 krón- ur, ef spilað er á alla fjóra mið- ana. Óneitanlega er þetta mjög verulegur jólaglaðningur, sem fólk munar verulega um að fá. l->að er griðarlega mikið verk að draga út öll þessi mörgu vinn- ingsnúmer, raða upp vinninga- skránni með þessum 13.500 vinn- ingum lesa prófarkir og bera öll þessi mörgu númer saman. Sjálf- ur drátturinn mun standa yfir i um sjö klukkustundir, en að þvi loknu þarf að bera öll vinnings- númerin saman og mun þvi ekki lokið fyrr en eftir miðnætti. Við þessa framkvæmd vinna milli 40 og 50 manns. Vinningaskráin mun varla vænjanleg fyrr en á þriðju- dagkvöld eða miðvikudagsmorg- un. Otborgun vinninga hefst svo mánudaginn 18. desember. Verða vinningarnir greiddir daglega alla jólavikuna frá kl. 10 til 12 og 13,30 til 16.00 i Aðalskrifstofunni, Tjarnargötu 4. Er ekki að efa að margir munu eiga létt spor i Tjarnargötuna til happdrættisins til að sækja sér jólaglaðninginn dagana fyrir jólin. Vélstjórafélag íslands heldur félagsfundá Hótel Sögu, miðvikudaginn 6. desem- ber kl. 20.00. Dagskrá: Uppstilling til stjórnarkjörs. Stjórnin. Hestamenn- Hestar Tökum hesta I vetrarfóðrun i nágrenni borgarinnar. Mjög skemmtilegt umhverfi til útreiða. Einnig verður rekin tamningastöð frá 1. janúar á sama stað. Upplýsingar i sima 8-36-21. UR i URvaii ÚR OG SKARTGRlPIR l KORNELlUS JONSSON SKÓLAVÖRÐUSTÍG8 BANKASTRÆT16 rf*»18588-18600 Veljið yður í hag - Úrsmíði er okkar fag Niuada OMEGA rOAMEr JUpina. pitRPom Magnús E. Baldvlni d Laugavegi 12 - Slmi 22104 fco n BÍLASKOÐUN & STILLING Skúlagötu 32. HJÚLASTILLINGAR MOTORSTILLINGAR LJÚSASTILLINGAR Simi Látið stilla í tíma. Fljót og örugg þjónusta. 13-10 0 Utanmál: 24,6x17,5x17,4 em. Þetta er nýi, hvíti 12 volta 53 amp. SÖNNAK- rafgeymirinn í V.W.^ Opel o. fl. nýja þýzka bfla. Fjölbreytt árval SÖNNAK-rafgejmia ávallt fyrir- liggjandi. ARMULA 7 - SIMI 84450 Jólaskeiðin 1972 komin Kaffiskeið: Gyllt eða silfr- uð, verð kr. 495.00. Desertskeið: Gyllt eða silfruð, verð kr. 595.00. Hringið í síma 2-49-10 og pantið skeið í póstkröfu. Jón og Óskar Laugavegi 70. — Simi 2-49-10. VIPPU - BllSKÚRSHURÐIN Lagerstærðir miðað við múrop: Hæð: 210 sm x breidd: 240 sm 210 - x - 270 sm Adrer stærðir smíttaðar eítir beiðnl GLUGGASMIÐJAN Síðumúla 12 • Simi 38220 Suburban Með framdrifi Smíðaár 1970 Nýinnfluttur til sölu Upplýsingar í síma 3-65-80. Kaffisala & jólamarkaður HRINGSINS að Hótel Borg sunnudaginn 3. desember kl. 3 e.h. — Jólaskraut og skreytingar. — Glæsilegt skyndihappdrætti. Komið og styðjið gott málefni. Kvenlelagið Ilringurinn. Pípulagningamaður óskast llal'narfjarftai'bær óskar að ráða pipulagningamann til starfa við vatnsveitu bæjarins o.fl. Æskilegt er að viðkomandi hafi eigin bil til umráða vegna starfsins. Nánari upplýsingar gefa yfirverkstjóri og bæjarverkfræð- ingur í sima 5-34-44. Almannatryggingar í Hafnarfirði, Gullbringu- og Kjósasýslu Bótagreiðslur almannatrygginganna i Hafnarfiröi, Gull- bringu- ng Kjósarsýslu fara fram sem hér segir: 1 Seltjarnarneshreppi mánudaginn 4. des. kl. 10-12 og 2-5. i Mosfellshreppi þriöjudaginn 5. des. kl. 1-3. i Kjalarneshrcppi þriðjudaginn 5. des. kl. 4-5. i Kjósarhreppi jiriðjudaginn 5. des. kl. 6-7. i Grindavikurhreppi miövikudaginn 6. des. kl. 1-5. i Vatnsleysustrandarhreppi fimmtudaginn 7. des. kl. 10- 11.30. i Njarðvikurhreppi fimmtudaginn 7. des. kl. 1-5. i Gerðahreppi föstudaginn 8. des. kl. 10-12. i Miðneshreppi föstudaginn 8. des. kl. 2-5. i Ilafnarhreppi, Garða- og Bessastaðahreppi frá 15.-23. des. i Hafnarfirði hefjast greiðslur á elli- og örorkulifeyri mánudaginn II. des. Allar bætur i Hafnarfirði greiðast frá 12-23. des. Iiæjarfógetinn i Hafnarfirði. Sýslnmaðurinn i Gullbringu- og Kjósarsýslu.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.