Tíminn - 02.12.1972, Side 16

Tíminn - 02.12.1972, Side 16
16 TÍMINN Laugardagur 2. desember 1972 Hér á myndinni , sjást ungir piltar sem taka þátt i fimleikasýningunni á morgun i Laugardalshöllinni, vera að æfa sig i húsi Jóns Þorsteinssonar á þriðjudagskvöldið s.l. (Timamynd Gunnar)' STÓRKOSTLEG FIMLEIKASÝNING í LAUGA R DALSHÖLLIN NI - 750 þátttakendur taka þátt í sýningunni, sem hefst á morgun kl. 15 Á morgun efnir Fim- leikasamband íslands og Iþróttakennarafélagið til mikillar iþróttasýningar í Laugardalshöllinni. 750 þátttakendur úr félögum og skólum, taka þátt i fim- leikasyningunni og verða þar á boðstóinum ýmsar æfingar og þrautir. Þátt- takendur verða að mestu frá félögum og skólum í Reykjavík, einnig koma fram þátttakendur frá Hafnarfirði, Hrútafirði og Akranesi. Samskonar sýning og þessi, var haldin i fyrra og vakti hún mikla hrifningu, iþróttahöllin. i Laugardal fylltist þá og var geysileg stemmning á áhorfenda- pöllunum, meðan þátttakendur sýndu listir sinar. Sýningin á morgun sunnudaginn 3. desember, hefst kl. 15 og verður hún stórfenglegri heldur en sýn- ingin i fyrra, sem heppnaðist svo vel. Sýningin á sunnudaginn verður litrikari — meira verður um fána, borða og slæður i ýmsum skærum litum og ýmiss konar hópsýningar með tónlist, áhaldaleikfimi !og gólfæfingar. Heykjanesmeistarar H.K. I 3. fiokk 1972 og GMSK meistarar 1972: Aftari röð talið frá vinstri: Þor- valdur A Eiriksson, formaður H.K., Sturla Frostason, Gissur Kristinsson, Hiimar Hilmarsson, Ragnar Ólafsson, Einar Björnsson, Magnús Arnarsson og Sveinbjörn Björnsson, þjálfari. Fremri röð frá vinstri: Arsæil Harðarson', Bergsveinn Þórarinsson, Lárus Asgeirsson, fyrirliði, Einar Þorvarðarson, Jón G. Kristinsson og Vignir Baldursson. íþróttasiða Timans óskar hinu unga félagi og leikmönnum. félagsins til hamingju með árangurinn og vonar að þeir haidi merki félagsins hátt á lofti i framtiðinni. FRÁBÆR ÁRANGUR HJÁ UNGU FÉLAGI — HK hefur sigrað í þremur mótum á tveimur drum Féiagsmenn selja jólasælgæti nú um helgina Yngsta og efnilegasta hand- knattleiksfélag landsins, er tvi- mælalaust Handknattleiksfélag Kópavogs. H.K. var stofnað i janúar 1970 af 12 drengjum úr Kársnesskóla i Kópavogi. Allt frá stofnun félagsins hefur verið mjög mikill áhugi og uppgangur hjá félaginu og mörg gleðileg markmið náðst. 90 piltar iðka nú reglulega handknattleik hjá H.K. sem hefur tekið þátt i flestum opinberum mótum i handknatt- leik, siðan félagið var stofnað. Árangurinn hefur verið glæsileg- ur og á félagið nú marga unga og efnilega handknattleiksmenn inn- an sinna vébanda, en árangur þeirra hefur verið þessi i mótun- um, sem þeir hafa tekið þátt i: Nr. 2i Isl.móti 4 fl. 1971 UMSK meistarar i 4 fl. 1971 UMSK meistarar i 3 fl. 1972 Reykjanesmeist. i 3 fl. 1972 Nú'um helgina ætla félagar úr H.K.aðganga i hús i Kópavogi og selja jóla-sælgæti til styrktar starfssemi félagsins og er það von félagsmanna að Kópavogsbúar taki vel á móti þeim. Beztu frjálsíþróttaafrekin 1972: BORGÞÓR BEZTUR J' w I BflÐUM GRINDAHL ÖE—Reykjavík. Grindahlaupin eru vanda- samar, en jafnframt mjög skemmtilegar greinar. Þvi miður hefur þátttaka i þeim ekki verið eins mikil hériendis, og æskilegt væri. Að visu er toppurinn allgóöur, þ.e.a.s. fjór- ir til fimm beztu menn, en „breiddin" er sáralitil. Þetta er enn merkilegra fyrir þá sök, að þessa grein er hægt að æfa allt árið, a.m.k. hér i Reykjavik. Næsta sumar fer fram ungl- ingalandskeppni i Danmörku og bezti timi næsta árs unglings i 110 m grindahlaupi er aðeins 19.5 sek. Þetta er lélegt og er vonandi, að einhverjir taki sig nú til og æfi þessa grein af krafti i vetur, þannig að við eignumst frambærilega unglingalands- liðsmenn næsta sumar. Vil- mundur Vilhjálmsson KR, er að visu unglingur næsta ár og hann verður vafalaust landsliðsmað- ur i 400 m grindahlaupi og gæti orðið það i stuttu grindinni lika. En Vilhjálmur gæti bara orðið landsliösmaöur i svo mörgum greinum vegna fjölhæfni sinnar, að hann kemst ekki yfir það allt. Borgþór Magnússon, KR var beztur i báðum grindahlaupun- um i sumar, en Valbjörn Þor- láksson, A.skipaði annað sæti i 110 m. Næsta ár verður Val- björn 39 ára gamall og við skul- um vona, að hann komi enn friskur á hlaupabrautina þegar vorar, en nú mun hann búinn að vera á toppnum i frjálsum iþróttum i 20 ár. Frábært og óvenjulegt. Boðhlaupin eru ekki góð. Eina lilið verður að æfa meir, til þess að árangur verði betri, þ.e. skiptingar. Boðhlaup eru skemmtilegar greinar, bæði fyrir þátttakendur og áhorfend- ur, en til þess þarf að æfa skipt- inar. Enn einu sinni ætlum við að hvetja spretthlaupara okkar til að' leggja meiri rækt við skiptingar. Ilér koina afrekin: llOm grindarhlaup: sek. Borgþór Magnúss. KR 15,0 Valbjörn Þorlákss. Á. 15,2 Stefán Hallgrimss. KR 15,4 Hafsteinn Jóhanness. UMSK 16,4 Stefán Jóhanness. A 16,5 Friðrik Þ. Óskarss. IR 16,5 Páll Dagbjartss. HSÞ 16,6 Jóhann Jónsson UMSE 17,5 Magnús G. Einarss. IR 19,5 Lárus Guðm .ss. USAH 19,7 Jóhannes Bjarnas. UMSE 19.8 Þorvaldur Þórss. UMSS 21,5 400 m grindarhlaup: sek. Borgþór Magnúss. KR 55,1 Vilm. Vilhjálmss. KR 56,3 Halldór Guðbjörnss. KR 57,8 Hafst. Jóhanness. UMSK 57,9 Ágúst Ásgeirss. 1R 57,9 Stefán Jóhannss. Á 60,8 Magnús G. Einarss. IR 61,6 Kristján Magnúss. A 64,8 4x100 m boðhlaup: sek, KR 43,5 UMSK 46,1 Landsveit Á 46,5 (ungl.) 45,0 UMSE IR 45,6 (Bsveit) 47,5 UMSE 45,6 HSÞ 48,3 IR (ungl.)46,1 USAH 48,7 Borgþór Magnússon. 4x400 m boðhlaup: min. Landssveit 3:19,7 KR 3:26,9 Landssveit (ungl.) 3:28,3 KR (B sveit) 3:33,3 ÍR 3:36,9 IR (drengir) 3:46,5 Á 4:01,5 1000 m boðhlaup: min. KR 2:04,3 1R, (ungl.) 2:07,4 IR 2:08,9 KR (ungl.) 2:08,9 UMSK 2:09,1 UMSE 2:10,7 UMSE, (Bsveit) 2:12,5 UMSK (ungl.) 2:13,2 UMSK, (ungl.Bsveit) 2:19,7 HSÞ 2:22,7 Á 2:26.6 4x800 m boðhlaup: inin. 1R 8:09,5 UMSK 8:35,2 KR 8:41,1 Norræna sundkeppnin: Stórsigu r íslendinga - hver íslendingur synti að meðaltali 5 sinnum 65 þús. íslendingar tóku þátt í glæsilegum sigri islendingar sigruðu með miklum yfirburðum i Norrænu sundkeppninni, sem lauk um siöustu mánaðamót. islendingar hlutu 12.171.377 stig, en samtals var synt 1.072.363 sinnum á islandi en margfelditala okkar var 11,35. 1 öðru sæti urðu Finnar með 3.017.404 stig (1.267.817 sund, margfelditala 2,38), Sviþjóð með 2.077,488 stig (2.007,288 sund, margfelditala 1,0), Danmörk með 1.590,019 stig (225,855 sund, margfelditala 7,04) og Noregur rak lestina með 1.272,547 stig 523,682 sund, margfelditala 2,43). Af sundstöðunum var oftast synt i Sundlauginni i Laugar- dal, eða rúmlega 245 þúsund sinnum, en það er um 1/4 af öllum sundum. Sundlaugin á Ólafsfirði var hæst sundstað- anna, ef miðað er við ibúa- fjölda á staðnum. Þar voru synt 10.64 sund á ibúa. Þá kom Sundlaug Sauðárkróks, með 10.35 sund á ibúa á Sauðár- króki. Um 65 þúsund Islendingar syntu 200 metrana að þessu sinni og er það um % aukn- ing frá þvi i keppninni 1969. En þá syntu 45 þúsund Islendingar.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.