Tíminn - 02.12.1972, Blaðsíða 17

Tíminn - 02.12.1972, Blaðsíða 17
Laugardagur 2. desetnber 1972 TtMINN J7 Einkennileg vinnubrögð - landsliðsnefnd kvenna tekur óreyndar stiílkur fram yfir þær reyndu Nú hafa verið valdar 30 stúlkur af landsliðsnefnd kvenna i handknattleik, til æfinga fyrir þátttöku i Norður- landaineistaramóti stúlkna, sem haldið verður i Danmörku dagana 30. marz til 1 april 1973. Stúlkurnar sem valdar hafa verið til æfinga, eru þessar: Frá Val: Björg Jónsdóttir, Sigurjóna Sigurðardóttir, Elin Kristinsdóttir, Svala Sigtryggs- dóttir, Jóna Dóra Karlsdóttir, Hrefna Bjarnadóttir, Inga Birgisdóttir og Oddgerður Oddgeirsdóttir. Frá Fram: Oddný Sigsteins- dóttir, Arnþrúður Karlsdóttir, Guðrón Sverrisdóttir, Guðrún Magnúsdóttir, Birna Björns- dóttir og Jóhanna Halldórs- dóttir. Frá Viking: Agnes Braga- dóttir og Jónfna Jónsdóttir. Frá Breiðablik: Alda Helga- dóttir. Frá FH: Birna Bjarnason, Svanhvit Magnúsdóttir og Gyða Olfarsdóttir. Frá KR: Hjördis Sigur- jónsdóttir, Sigþrúður H. Sigur- bjarnardóttir og Jónina Kristjánsdóttir. Frá Armann: Erla Sverris- dóttir, Katrin Axelsdóttir, Guðrún Sigurþórsdóttir, Ágústa Ólafsdóttir, Þórunn Hafstein, Sigrún Guðmundsdóttir og Alf- heiður Emilsdóttir. Eins og svo oft áður, þá er allt af hægt að deila á val úrvalsliða, enda koma stundum landsliðs- nefndir, á óvart, en aldrei eins og einmitt núna, það er eins og kvennanefndin hafi dregið nöfn 30 stúlkna upp úr potti, þar sem nöfn allra meistaraflokks- stúlkna hafi verið sett i . Það hefur komið mjög mikið á óvart, að Harpa Guðmundsdóttir, Val, Þórdis Magnúsdóttir, Viking, Sigriður Rafnsdóttir, Armanni Emilia Sigurðardóttir, KR, Ólöf Einarsdóttir, ÍR, og Sigriður Sveinsdóttir, Viking, skulu ekki vera i landsliðshópnum, en Elin Kristinsdóttir, hin snjalla linukona Vals, skorar i leik gegn Viking. þetta eru allt fastar leikkonur með liðum sinum og hafa staðið sig mjög vel i Reykjavikur- mótinu. Sérstaklega kemur þetta á óvart, þvi að i landsliðshópnum, eru stúlkur sem leika ekki með Framhald á bls. 19 Karl hafði mikið að gera s.l. sunnudag, þá léku bæði liðin hans i Hafnarfirði. Tekur Karl sér veikindafrí? Sjálfsagt kemst einn maður, öðrum fremur, i vanda, þegar leikur Fram og Hauka í 1. deildar keppninni fer fram á sunnudagskvöld. Sá maður er Karl Benediktsson, sem þjálfar bæði liðin. Gaman verður að vita, hvaða leikaðferð Karl Benediktsson, þjálfari Fram, ætlar að beita gegn llaukum. Sjálfsagt verður hún beitt, en Haukar hafa leyni- vopn. Auðvitað hlýtur Karl Benediktsson, þjálfari Hauka að luma á einhverju gegn leik- aðferð Fram. Þetta verður sjálfsagt mjög spennandi leikur og vel útfærður af beggja hálfu — og eöli niiílsiiis samkvæmt ætti honum að ljúka með jafn- tefli, nema Kafl Benediktsson sé svo „ósvifinn" að halda með öðru hvoru liðinu. Tillaga hefur komið fram um það, að Karl Benediktsson taki sér veikindafri á sunnudags- kvöld svo að hann þurfi ekki að leika dr. Jekyll og mr. Hyde. Evrópubikarkeppnin í körfuknattleik: KR stóð í Giessen- ff „risunum i byrjun — liðið lék sterka svæðisvörn. Giessen vann leikinn 102:51 og heídur því ófram í Evrópukeppninni Frá Hilmari Viktors- syni í Giessen. KR-liðið lék mun betur i siðari leik liðsins gegn v-þýzka liðinu Giessen i Evrópukeppni bikarmeistara, heldur en i fyrri leik liðanna. KR-liðið lék svæðisvörn og stóð vel i Giessen-ris- iiniim framan af leikn- um, sem fór fram i Háskóla- og körfuknatt- leiksbænum Giessen á fimmtudagskvöldið. Allir leikmenn KR léku með i leiknum og stóðu þeir sig vel gegn hinu kraftmikla liði Giessen, en leikmenn v-þýzka liðsins voru ekki eins hittnir og i fyrri leiknum og stafaði það mikið af þvi, að leikmenn KR gáfu þeim aldrei frið. KR-liðið hafði einu sinni yfir i leiknum, en það var i byrjun að Ieíkmenn Iiðsins jöfnuðu 4:4, og komust yfir 4:6. Um miðjan fyrri hálfleik var staðan aðeins 33:23 fyrir Giessen, en hálfleikurinn endaði 51:27. Leikmenn KR~ liðsins léku svæðisvörn og áttu þeir Kolbeinn Pálsson og Gutt- ormur Olafsson mjög góðan leik. í siðari hálfleiknum juku Giessen- risarnir, smátt og smátt forskotið og lokatölurnar urðu 10:51, sem má kallast mjög gott hjá KR- liðinu gegn hinum leikreyndu og sterku V-Þjóðverjum. Það háði KR-liðinu nokkuð i siðari hálfleik, að þeir Kolbeinn Pálsson, Kristinn Stefánsson og Gunnar Gunnarsson, voru komnir með fjórar villur og þurftu þvi að hafa nokkuð hægt um sig. Eins og fyrr segir þá áttu þeir Kolbeinn og Guttormur, mjög góðan leik, þá lék Hjörtur Hans- son, með þó að hann gengi ekki heill til skógar, en hann var nokkuð haltur. Birgir lék einnig með og var hann búinn að ná sér eftir veikindin. Yngri leik-. mennirnir i liðinu stóðu sig mjög vel og liðið i heild lék mjög vel, þótt að það hafi aldrei átt mögu- leika gegn Giessen, sem er talið eitt sterkasta körfuknattleikslið Evrópu i dag. Hér sést Birgir Guðbjörnsson úr KR, skora gegn Armann. Birgir stóð sig vel i siðari leiknum gegn Giessen, en eins og menn muna þá lék hann vcikur fyrri leikinn. Körfuknattleikur: Islandsmótið hefst um helgina - fyrsti leikurinn fer fram í dag á Akureyri Annað kvöld fara fram tveir leikir i 1. deildinni I handknattleik og verða þeir leiknir i íþrótta- húsinu i Hafnarfirði og hefst fyrri leikurinn kl. 20. 15. þá leika Haukar og Islandsmeistararnir Fram, verður fróðlegt að vita hvernig hann fer, þvi að sami þjálfarinn, þjálfar bæði liðin, sem leika taktiskan handknattleik. Siðari leikurinn verður á milli FH, sem er eina taplausa liðið i deildinni og Armanns, en þetta er i fyrsta skiptið i mörg ár, sem Armann leikur i 1. deild. Þessi lið léku i Hafnarfirði um daginn, sá leikur var forleikur og lauk honum með stórsigri FH. Hvað gerist i kvöld? Tveir leikir í 1. deild BÆNDUR Við seljum: Fólksblla, Vörubila, Dráttarvélar, og allar gerðir búvéla. BÍLA, BATA OG VERÐBRÉFASALAN. Viö Miklalorg. Simar INC75 og 1X677. tslandsmótið i körfuknattleik hefst nú um helgina, þá verða leiknir þrir leikir og fer fyrsti leikurinn fram á Akureyri i dag. Þar mætast Þór og Njarðvik (UMSN) i iþróttaskemmunni og hefst leikurinn kl. 16.00 Annað kvöld fara tveir leikir fram i iþróttahiisinu á Seltjarnanesi — Armann leikur gegn HSK og ÍS Ieikur gegn ÍR. Leik KR og Vals er frestað þangað til um næstu helgi, þar sem KR-liðiö er ekki komiðheim úr keppnisferð liðsins til írlands og V-Þýzkalands. Það má búást við að leikirnir um helgina veröi fjörugir og spennandi, eins og allt af vill vera i fyrstu ieikjum íslandsmótsins i körfuknattleik. Leikirnir i iþróttahúsinu á Seltjarnanesi hefjast kl. 19.00 annað kvöld og eru áhorfendur beðnir að mæta timanlega. a——— i 1 Tíminner peningar Auglýsitf íTímamun banklnn er bakhjarl iÍBÚNAÐARBANKINN

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.