Tíminn - 02.12.1972, Blaðsíða 19

Tíminn - 02.12.1972, Blaðsíða 19
Laugardagur 2. desember 1972 TÍMINN Ji Iþróttir FramhalcF af 17. siðu félögum sinum i meistaraflokk, en ef þær leika, þá eru þær varamanneskjur. Þá hefur ein stulkan, sem hefur verið valin i hópinn, ekki leikið með félagi sinu á keppnistímabilinu og hún kemur ekki með að leika i bráð, þvi að hún á við veikindi að striða. A þessu sést, að það eru mjög einkennileg vinnubrögð, sem landsliðsnefnd kvenna velur sér og hvers eiga áður- nefndar stúlkur að gjalda, þegar hreinlega er gengið fram hjá þeim og jafnvel varamann- eskjuri liðunum sem þær leika i eru teknar fram yfir þær — er þetta spor í rétta átt, til að lyfta kvennahandknattleik upp úr þeirri lægð, sem hann er i? Þessu verða landsliðsnefndar- mennirnir Gunnar Kjartansson, Heinz Steinmann og Guð- mundur Frimannsson, að velta fyrir sér. —SOS A víðavangi Framhald af bls. 3. átti hann þar við varnarmátt liðsins á Keflavikurflugvelli að frá töldum þeim fáu vopnuðu flugvélum, sem á Keflavikurflugvelli eru. „Merkilegt Morgunblað" Frásögn Mbl. er svo merki- legust þessa alls vegna þess að þar er ekki minnzt á þær stað- hæfingar, sem fram koma i lillögu Alþýðuflokksins og getið var hér að framan. Af framsetningu blaðsins mátti svo ætla, að Alþýðuflokkurinn stæði nærri stefnu Sjálfstæðis- flokksins i þessum málum eins og fyrrum, en höfuðáherzlan var lögð á það, að það væri ágreiningur innan rikis- stjórnarinnar um þessi mál. Það voru hins vegar engar fréttir, þar sem það er opinberlega yfirlýst, að Alþýðubandalagið er andvlgt aðiíd islands að Nato og kemur það fram i sjálfum málefnasamningi rikis- stjórnarinnar. i málefna- samningunum er jafnframt lýst yfir, að island muni verða áfram i Nato. Þetta veit þjóðin öll mæta vel, enda hefur þetta veriö itrekaö hvað eftir annað. Mega ' "því teljast nokkuð þunnar fréttirnar i Mbl., þegar rædd eru á Alþingi ný- mæli istefnu Alþýðuflokksins i varnarmálum, þegar þetta er gert að aðalatriði. En Mbl. er ekki „bezta fréttablað landsins" fyrir ekki neitt. —TK Skjóna Framhald af 8. slðu. framkvæma þeir skoðun sina 6. mai 1969 að Haga i Sveinsstaða- hreppi, en þar er hryssan i vörzlu. Skoðuðu þeir mark hryssunnar eftir að eyru hennar höfðu verið klippt og rökuð. Lýsa þeir mark- inu þannig, að hægra eyra sé alheilt. Á vinstra eyra sé markið, blaðstýft framan, vaglskora aft- an. Vaglskoran sé frekar grunn, en ör i framlengingu af þverskurði ca. 0,5 cm.-----" i dómi Hæstaréttar 5. feb. 1971 segir svo:, „Samkvæmt gögnum málsins verður við það að miða, að markið á hryssunni sé ekki mark Bjórns Pálssonar, en Björn Pálsson hefur ekki óskaö yfir- skoðunar á markskoðun dóm- kvaddra manna, sem lýst er i héraðsdómi. Vegna þessa og samkvæmt gögnum málsins að öðru leyti verður ekki fallizt á aðalmálsástæðu Björns Pálsson- ar fyrir viðurkenningu á eignar- rétti hans að hryssunni". (Beint framhald siðar i greininni). Þetta læt ég nægja um markið sem svar við fyrirspurn blaða- mannsins, hvort mörk Björns Pálssonar og Jóns Jónssonar hafi verið lik. Siðar i blaðagreininni spyr blaðamaðurinn: ,,Hvers vegna var þér dæmd hryssan á hefð, þegar þú varst búinn að.sanna með vitnum að þú ættir hana?" Björn er sagður svara „Skjóna var mér dæmd á eignar eða sönnunarhefð (sic) vegna þess að markið var skemmt og þess vegna ekki hægt að dæma mér hana eftir þvi........" Um hefðina segir i dómi Hæstaréttar, 5. feb. 1971. (Beint framhald af fyrri tilvitnun). ,,Hins vegar yerður að telja, að Björn Pálsson hafi haft eignar- hald á hryssunni hefðartima full- an, 10 ár sbr. 2. gr. laga nr. 46/1905, og voru þau umráð eigi með þeim hætti hugrænt, að varn- að gæti þvi, að eignarréttur ynn- ist fyrir hefð. Samkvæmt þessu og að öðru leyti með tilvisun til forsendna héraðsdóms ber að staðfesta hann (þ.e. Björn fái merina fyrir hefð, — skýring) (Hrd. XLII, bls. 108). f forsendum úrskurðar fógetaréttar Húnavatnssýslu 14. ág. 19.68, þeim er Hæstiréttur ómerkti, segir svo orðrétt, eftir nokkrar vangaveltur um hefð. ,,Ef um venjulegan lausafjár- mun væri að ræða, væri hefð ótviræð, en hér er um að ræða lif- andi skepnu, sem mörkuð er ákveðnum eiganda, en taka hryssunnar, af hendi þess, sem hefðina vill gera gildandi, kemur i veg fyrir, að hinn rétti eigandi marksins gæti tekið eign sina til sin. Hér er gengið út frá þvi, að markiö hafi ætíð verið eins og þvi er lýst i markadómi. Hafi markið hinsvegar skaddazt og gróið, eða bitinn jiftan á hægra eyra aldrei verið markaður hefði slikt átt að TcormTfram i markskoðun. _____ Hrossa- og fjáreigendur eiga sjálfir að ganga úr skugga um, að ekkert ókunnugt sé hjá þeim og allar þeirra skepnur með réttu marki, enda er ekki til siðs að márkskoða hjá mönnum nema þjófkenna þá um leið. Þess vegna verður að gera þá kröfu, að hver og einn gangi úr skugga um, að eingöngu hans peningur sé i hans vörzlu, og — af þeirri ástæðu — getur, eðli máls vegna, ekki unnizt hefð á mark- aðri kind eða hrossi, enda senni- legast, að höfundar hefðarlag- anna hefðu ekki getað látið sér til hugar koma þann möguleika, að fjár- og hrossaeigendur mark- skoðuðu ekki allan pening sinn, svo mjög sem það var litið alvar- legum augum, að eigna sér eða hagnýta kind, sem annar átti. Af framangreindum forsendum þykir ekki rétt að viðurkenna, að Björn Pálsson hafi unnið eignar- rétt með hefð yfir umræddri hryssu". Svo mörg eru þau orð. Dómur Hæstaréttar gildir,þar til lögun- um verður breytt. En gaman gæti það verið, að blað eins og t.d. Timinn, sem liklega kemur inn á flest sveitaheimili i landinu, efndi til skoðanakönnunar meðal landsmanna, um hvort þeir að- hylltust mitt sjönarmið eða Hæstaréttar. Það gæti ef til vill orðið hvatning til endurskoðunar hefðarlaganna. Þessi grein er skrifuð að gefnu tilefni. Væntanlega fær minning Skjónu að lifa sem viti til varnað- ar þeim sem sækja mál sitt meira af kappi en forsjá, þótt sé i skjóli umdeildrar túlkunar laga- ákvæða. — Jón isberg. HÆKKA LEIGUBILSSTJORAR TAXTANN Á FÖSTUDAGINN? KLP—Reykjavik Fréttin, sem kom á baksiðu Timans i gær, um að leigubil- stjórar i Reykjavik ætluðu að hækka ökutaxta sinn frá og með 8. des n.k. vakti mikla athygli. En það vilja menn skýra á fleiri en einn veg. Við snérum okkur i gær til Kristjáns Gislasonar, verðlags- stjóra, og spurðum hvað hann hefði um málið að segja. Hann sagðist, litið geta um það sagt, en hann vildi þó gjarna að það kæmi fram, að þessum kröfum leigu- bifreiðastjóra hefði hvorki verið synjað né þær samþykktar af verðlagsnefnd og lægi málið þar óafgreitt ásamt fjölda annarra mála. Hann sagðist ekkert geta sagt hvaðgert yrði i málinu, ef af þessum aðgerðum yrði n.k. föstu- dag, það biði sins tima. Eins og sagt var frá i blaðinu i gær, var samþykkt á fjölmennum fundi hjá Bifreiðastjórafélaginu Frama, s.l. miðvikudagskvöld, að hækka næturtaxtann frá og með klukkan fimm þann 8. desember n.k. og einnig að breyta dag- vinnutimapum frá og með sama tima. Um þessa ákvörðun eru nokkrar deilur á meðal leigubil- stjóra og fengum við þvi tvo þeirra, sem báðir eru málinu kunnugir, til að ræða um það. i'll'ur Markússon, bifreiðastjóri á BSR, var einn upphafsmanna að þessari tillögu og var hann fús til að ræða málið frá slnum bæjardyrum séð. „Við bilstjórar höfum i ára- raðir verið hunzaðir um launa- hækkanir og nú siðast i sex mánuði, þegar aðrar stéttir hafa fengið miklar kjarabætur. Við höfum alltaf fengið að heyra, að við hefðum enga viðsemjendur og okkur var visað úr ASl á sinum tima á þeim forsendum. Þegar við fengum ekki leið- réttingu mála okkar, sáum við okkur ekki annað fært, en að vinna nú samkvæmt okkar eigin lögum, þar sem m.a. skýlaust kemur fram, að félaginu ber að ákveða vinnutima félagsmanna, kaupgjald og ökutaxta. Og sé ég Sjónvarp Framhald af bls. 20. meðan á myndatöku stóð. Eru nú mestar likur á að myndin verði sýnd i sjónvarpinu siðast i janúar eða fyrst i febrúar og þá i tveim hlutum, með viku millibili. í Þýzkalandi verður myndin lika sýnd i tveim hlutum, en þá tvö kvöld i röð. Myndin er tekin á 16 mm filmu og þvi ekki vel fallin til sýninga i kvikmyndahúsum, en þó er hægt að sýna hana þar. Myndgæðin verða þó til muna siðri en á 35 mm filmum, sem algengastar eru. Engin kvikmyndahús hafa beðið um myndina enn, og ekki miklar likur á þvi i náinni framið að sögn Jóns Þórarinssonar, dag- skrárstjóra lista og skemmti- deildar sjónvarpsins. ekki að nokkur geti meinað okkur að samræma vinnulöggjöf okkar annarra launþegastétta ilandinu. Það, sem við viljum fá, er i fyrsta lagi 40 stunda vinnuvika, sem samþykkt var á siðasta alþingi að allar stéttir hefðu, og i öðru lagi, að^fá 80% álag á launalið á dagtaxta eins og allar launþegastéttir þessa lands hafa, en það mun þýða 14% álagningu á næturtaxta eins og hann er í dag. Ég vil taka það skýrt fram, að þessi fundarsamþykkt, sem gerð var á fjölmennasta fundi, sem haldinn hefur verið i Bifreiða- stjórafélaginu Frama, en hann sátu hátt á fjórða hundrað manns, var ekki gerð til þess að fara i strið við gildandi verðlagsákvæði heldur til að fá lausn okkar mála og fá að njóta sömu kjara og aðrar launþegastéttir". Þá ræddum við einnig við Lárus Sigfússon, bilstjóra á Bæjar- leiðum, en hann á sæti I stjórn Krama og Bandalagi isl. leigubif- reiðastjóra. „Sú hækkun sem við fórum fram á á sinum tima var 24% og hún reiknuð á alla liði taxtans. Farið var fram á hækkun vegna almennra launahækkanna og einnig vegna hækkanna á rekstrarvörum og bilum og vegna styttingu á vinnuvikunni i 40 stundir, eins og hjá öðrum stéttum. Við vildum gera það á þann hátt að láta dagvinnuna byrja kl. 8. og enda kl. 17.00 i stað 7 til 18,00, og einnig með þvi að fella niður dagvinnutima á laugardögum. Agreiðslan, sem fékkst á þessu i vor, var sú, að við fengum að- eins að stytta dagvinnutimann um eina klukkustund — frá kl. 7 til 8 á morgnanna. Með þvi að veita okkur þetta, litum við svo á að þarna væri viðurkenning á þvi, að lögin ættu við okkur eins og aðrar stéttir þjóðfélagsins. A fundi framkvæmdastjórnar BILS var ákveðið með aðalfundarsam- þykkt.aðláta reyna á hvort þessi skilningur okkar væri ekki réttur, á þann veg, að tilkynna að dagvinnutimi leigubifreiða yrði frá og með 8. desember n.k. frá kl. 8,00 til 17.00. Á fundinum s.l. miðvikudags- kvöld, sem haldinn var að kröfu nokkurra félagsmanna, var þessi tillaga samþykkt, en til viðbótar kom svo önnur tillaga um sama efni, og að auki gerir hún ráð fyrir að launaliður dagtaxtans hækki um 80% með tilkomu nýs nætur- taxta. Var þessi tillaga samþykkt með miklum mun. Voru aðeins 3 á móti, og var ég einn þeirra, en margir sátu hjá. Það sem næst liggur fyrir I þessu máli, er að ræða þessa nýju tillögu á stjórnarfundi BILS, sem haldinn verður i dag og ber stjórninni að taka þar ákvörðun um hvað gera skal. Það hefur ekki verið stefna bandalagsins að knýja áfram kjarabaráttu með lögbrotum. Hins vegar vil ég ekki fullyrða hvað verður um afgreiðslu þessarar tillögu, en hvernig sem fer með hana, verður farið i mjög harkalegar aðgerðir til að fá lag- færingu á þessu máli, þvi að við stöndum nú þegar langt að baki öðrum stéttum hvað varðar kaup og kjaramál". Nú eru aðcins eftir tvær sýningar á Tiiskildingsóperunni I Þjóðleikhús- inu, en leikurinn var frumsýndur í byrjun þessa leikárs. Eins og fyrr hefur verið frá sagt þá varð höfundurinn heimsfrægur af þessu verki sinu, en siðan eru liðin 45 ár og er leikurinn stöðugt sýndur I mörgum helztu leikhúsum heims. i Þjóðleikhúsinu fer Róbert Arnfinnsson, með aðalhlutverkið Makka hníf, en GIsli Alfreðsson er leikstjóri. Myndin er af lokaatriði leiksins og er af Eddu Þórarinsdóttur og Þóru Kriðleifsdóttur I hlutverkum siiiuin. //Nauðaómerkilegur", „siöspillandi og klúr" sögðu dómkvaddir menn þegar lögreglustjórinn í Reykjavík BANNAÐI SÝNINGU á Stundum og stundum ekki en það var í april 1940, og er skylt að geta þess að bannið var upp- hafið og skemmtu áhorfendur sér hið bezta á sýningu eftir sýningu. Núgefst Reykvíkingumtækifæritilaðsjá þennan sögufræga leik í nýrri útgáfu. Forleikur eftir Jón Hjartarson býr áhorfendur undir óvenjulega sýningu og leikstjóri er Guðrún Ásmundsdóttir, sem setti upp Spanskfluguna sællar minningar. Leikfélag Akureyrar Hmn\reinr^ eftir ARNOLD OG BACH Stundum bannað og stundum eKKi Emil Thoroddsen þýddi og Foíeikur eftir Jón Hjartarson LeVkstióri: Guðrún Asmunds- dóttir. Sýningar í Austurbæjarbioi i kvöld kl. 8. og 11/15. Miðasala frá kl. 4 í dag I Austur- bæiarbíói, sími 11-3-84. Aðeins þessar 4 sýningar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.