Fréttablaðið - 04.07.2004, Blaðsíða 31

Fréttablaðið - 04.07.2004, Blaðsíða 31
23SUNNUDAGUR 4. júlí 2004 HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 1 2 3 4 5 6 7 Sunnudagur JÚLÍ Allra ve›ra von Vi›arvörn er ekki fla› sama og vi›arvörn. Kjörvari er sérstaklega flróa›ur fyrir íslenska ve›ráttu flar sem mikilvægt er a› gæ›in séu í lagi. Nota›u vi›arvörn sem flolir íslenskt ve›urfar Ná›u flér í n‡ja Kjörvara litakorti› Trygg›u vi›num bestu fáanlegu vörn. Á Íslandi er allra ve›ra von. Útsölusta›ir Málningar: Byko Kópavogi • Byko Hringbraut • Har›vi›arval Krókhálsi • Litaver Grensásvegi • Byko Hafnarfir›i Málningarbú›in Akranesi • Byko Akranesi • Axel fiórarinsson, málarameistari, Borgarnesi • Verslunin Hamrar, Grundarfir›i Litabú›in Ólafsvík • Núpur byggingavöruverslun Ísafir›i • Vilhelm Gu›bjartsson, málarameistari, Hvammstanga Verslunin Eyri, Sau›árkróki • Byko Akureyri • Verslunin Valberg, Ólafsfir›i • Byko Rey›arfir›i • Verslunin Vík, Neskaupsta› Byko Selfossi • Mi›stö›in Vestmannaeyjum • Byko Keflavík • Rúnar Sig. Sigurjónsson, málarameistari, Grindavík klst.í hleðslu 1 ■ ■ SJÓNVARP  11.30 Formúla 1 á RÚV. Bein útsending frá Frakklands- kappakstrinum í Formúlu 1.  14.00 EM í fótbolta á RÚV. Sýnt frá undanúrslitaleik Portúgala og Hollendinga í EM í fótbolta.  16.00 EM í fótbolta á RÚV. Sýnt frá undanúrslitaleik Tékka og Grikkja í EM í fótbolta.  17.05 Toyota-mótaröðin á Sýn. Þáttur um íslensku Toyota- mótaröðina í golfi.  18.00 EM í fótbolta á RÚV. Upphitun fyrir úrslitaleik Portúgala og Grikkja á EM í fót- bolta.  18.45 EM í fótbolta á RÚV. Bein útsending frá úrslitaleik Portúgala og Grikkja á EM í fótbolta.  19.00 USA PGA Tour 2004 á Sýn. Þáttur um bandarísku PGA- mótaröðina í golfi.  19.55 This is Anfield á Sýn. Heimildarþáttur um enska úrvals- deildarliðið Liverpool.  21.00 Meistaradeildin á Sýn. Sýnt frá úrslitaleik meistaradeildarinnar í knattspyrnu árið 1994 en þá mættust AC Milan og Barcelona.  22.35 Helgarsportið á RÚV.  23.00 Spurt að leikslokum á RÚV.  23.40 Landsmót hestamanna 2004 á RÚV. 16 liða úrslit VISA-bikars karla í knattspyrnu: KA sigraði Víking FÓTBOLTI KA-menn tryggðu sér í dag sæti í átta liða úrslitum VISA-bikars karla í knattspyrnu með því að leggja Víking að velli, 4-2, í leik liðanna í Víkinni. Fyrri hálfleikur er með þeim fjörugri sem sést hafa í íslensku knattspyrnunni á þessu tímabili, fimm mörk litu dagsins ljós og eitt var dæmt af vegna rangstöðu. Víkingar fengu draumabyrjun er Viktor Bjarki Arnarsson skoraði strax á 5. mínútu. Viktor Bjarki fékk boltann um 25 metra frá marki KA-manna og þrumaði boltanum í stöngina og inn án þess að Sandor Matus, markvörð- ur KA-manna, hreyfði legg né lið. Pálmi Rafn Pálmason jafnaði metin fyrir KA-menn á 14. mín- útu en hann lék þá Sölva Geir Ott- esen, varnarmann Víkinga, grátt áður en hann renndi boltanum framhjá Martin Trancik, mark- verði Víkinga. Pálmi Rafn var síð- an aftur á ferðinni fimm mínútum síðar en þá nýtti hann slæm mis- tök í vörn Víkinga og skoraði með þrumuskoti frá vítateig. Víkingar gáfust þó ekki upp og jöfnuðu metin á 24. mínútu. Þá var brotið á Hauki Armin Úlfarssyni innan vítateigs, vítaspyrna var dæmd og úr henni skoraði Daníel Hjalta- son af öryggi. Hinn marksækni Atli Sveinn Þórarinsson kom KA- mönnum aftur yfir á 31. mínútu með fallegu marki og einni mín- útu síðar var mark sem Víkingur- inn Grétar Sigurðsson skoraði dæmt af vegna rangstöðu. Í síðari hálfleik færðist meiri ró yfir leik- inn og Jóhann Þórhallsson gull- tryggði sigur KA-manna þegar tuttugu mínútur voru til leiks- loka. ■ Portúgalski miðjumaðurinn Maniche: Ekki í hefndarhug EM Í FÓTBOLTA Portúgalski miðju- maðurinn Maniche, sem hefur átt frábært Evrópumót og meðal ann- ars skorað tvö mörk, sagði á blaðamannafundi í gær að Portú- galar litu ekki á að þeir ættu harma að hefna gegn Grikkjum í úrslitaleiknum í dag þrátt fyrir að hafa tapað fyrir þeim í opnunar- leik mótsins. „Við erum ekki í hefndarhug. Við Portúgalar erum vinaleg þjóð sem hugsar ekki um hefnd. Þessi leikur verður ekki endurtekning á þeim fyrri. Við berum mikla virð- ingu fyrir gríska liðinu sem eiga, líkt og við, fyllilega skilið að spila til úrslita. Það er erfitt að spila gegn Grikkjum, þeir eru skipu- lagðir, sterkir varnarlega og hættulegir í skyndisóknum en við verðum einfaldlega að spila eins og við höfum spilað í síðustu þremur leikjum. Við verðum að vera þolinmóðir, rólegir og gera hlutina á réttan hátt. Það verður erfitt að brjóta grísku vörnina á bak aftur en við þurfum að skora og sjá til þess að við gerum engin mistök,“ sagði þessi snjalli miðjumaður en hann er einn marga leikmanna Porto í portúgalska liðinu sem eltist við að vinna ótrúlega tvennu, meist- aradeildina og Evrópumótið á rúmum mánuði. ■ PÁLMI RAFN PÁLMASON Skoraði tvö mörk fyrir KA-menn. Formúla 1: Alonso sló Schumi við FORMÚLA 1 Spænski ökuþórinn Fernandi Alonso, sem ekur fyrir Renault, varð fyrstur í seinni tímatökunni fyrir Frakklands- kappaksturinn í Formúlu 1 í gær. Alonso var rétt á undan Þjóðverj- anum Michael Schumacher hjá Ferrari en í þriðja sæti var Bret- inn David Coulthard hjá McLaren en þetta er í fyrsta sinn á tímabil- inu sem Coulthard er á meðal þriggja efstu í tímatökunni. ■ 30-31 (22-23) Sport 3.7.2004 18:44 Page 3

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.