Fréttablaðið - 04.07.2004, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 04.07.2004, Blaðsíða 32
Geitabændur í Króatíu deyja ekki ráðalausir í baráttu sinni við að minna fólk á að viðhalda þurfi stofni geitarinnar þar í landi. Þeir héldu nýlega fegurð- arsamkeppni fyrir geitur og var þátttakan vonum framar. Þess má get að í Istria-héraðinu, þar sem keppnin fór fram, voru um tíma 800 þúsund geitur en í dag eru þær aðeins þúsund talsins. Það var geitin Lucy frá Most Rasa í vesturhluta Króatíu sem vann keppnina með miklum yf- irburðum. Eigandinn Ivan Perko sagðist aldrei hafa efast um feg- urð hennar. „Ég vissi alltaf að Lucy væri fallegasta geit heims. Það sannaðist endanlega með þessum úrslitum,“ sagði Perko, hæstánægður með árangurinn. Engin verðlaun voru í boði en Perko sagði heiðurinn vera mun dýrmætari. „Þetta er heiður sem við Lucy munum bæði njóta til hins ýtrasta,“ sagði Perko og bætti við að honum þætti uppá- tækið til fyrirmyndar og vonað- ist til að geta fylgst með keppn- inni á komandi árum. Það verður svo fróðlegt að sjá hvort þessi skemmtilega keppni verði árlegur viðburður héðan í frá og þá er spurning hvort önn- ur glæsigeit stigi á stokk, taki titilinn með eins miklum yfir- burðum og Lucy gerði í ár og fái afhenda þar til gerða kórónu frá fegurðargeit fyrra árs. Við bíðum svo spennt eftir sams konar fegurðarsamkeppni meðal kinda hér heima á Klak- anum. Þá fyrst yrði fjör. ■ 24 4. júlí 2004 SUNNUDAGUR ■ PONDUS ■ PÚ OG PA Eftir SÖB Eftir Frode Överli Geitur í fegurðarsamkeppni FEGURÐARSAMKEPPNI GEITA Eins og sjá má eru geitur glæsilegar skepnur með eindæmum. Skyldi þessi standa uppi sem sigurvegari á næsta ári? Járniðnaðarmenn Óskum að ráða nú þegar vana járniðnaðarmenn sem geta unnið sjálfstætt í smærri sem og stærri hópum. Plötusmiði Stálskipasmiði Vélvirkja Rafsuðumenn Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrifstofu kapalahrauni 17, Upplýsingar einnig veittar í síma frá þriðjud. 6. júlí, 660 9660 Eiríkur og 660 9670 Guðmundur á milli klukkan 9 og 17 virka daga. Vélsmiðja Orms og Víglundar var stofnuð árið 1973, hún hefur sérhæft sig í nýsmíði á tækjum og vélbúnaði fyrir iðnað og virkjanir. Fyrirtækið er einnig í viðhaldi og þjónustu á skipum og bátum þar sem lögð er rík áhersla á vönduð vinnubrögð. Grunn einingar þess eru plötuverkstæði, renniverkstæði, trésmíðaverkstæði, slippur og flotkvíar. Sérðu! Ég er kominn með „Út í kvöld?“ tappa í fullkomnu standi! Slappaðu af, Ívar! Ég er búinn að koma höndum yfir „kysstu mig strax!“ ... og skalf af gleði! Hvað er í gangi? Korrectem- entos Ívar! Og við erum næstum komnir með allt safnið! Ahh... ég á fínan „Þú slefar, hálfviti!“ heima. Þú slefar, hálfviti?! Ég hef aldrei nokkurn tímann heyrt um hann! Nú syrtir í álinn... Ég hef heyrt að það er víst brjálæðislega sjaldgæft. „Hlekkjaðu mig fastan, frekjan þín“ er jú líka bara klassískt... Pondus, Pondus, Pondus.... Viltu súkku- laði? Hvað þarf til, til að losa þig við tappana? Æ, æ, æ... Þetta verður nú meiri vikan! Við söfnum gömlum gostöppum! Ekki satt Hugó? Hvað erum við að tala um stór- ar fjárhæðir hérna Pondus? Svona, nefndu verðið! Meira kaffi? Brauðsneið með kæfu? Hlekkjaðu mi... Áttu fleiri? Ég borga þér vel! Talaðu við mig maður! Ég veit það ekki... Ég er bara sáttur við að eiga þessa tappa... Hérna! Taktu þúsarana! Þá fæ ég alla tappana þína Pondus! 2000 kall fyrir báða... 2000 kall fyrir hvort... 2000 kall fyrir að fá að kíkja á þá.... 32-33 (24-25) skrípó 3.7.2004 18:42 Page 2

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.