Tíminn - 03.12.1972, Side 2

Tíminn - 03.12.1972, Side 2
2 TÍMINN Sunnudagur 3. desember 1972 Fjölskyldu- SKEMMTUN i Súlnasal Hótel Sögu i dag — sunnu- daginn :J. desember — kl. 3 og 9 e.h. BAItNASKEMMTUN KL. 3 E.H. Kynnir Pálmi Pétursson kennari. Skemmtiatriði: 1. Telpnakór öldutúnsskóla. 2. Þórhallur Sigurðsson, skemmtir. 3. Halla Guðmundsdóttir og Hjalti Rögnvaldsson, skemmtiþáttur. 4. Dans. Ragnar Bjarnason og hljómsveit láta börnin dansa. Jólasveinar koma i heimsókn með lukkupoka. Á barnaskemmtun: Glæsilegt leikfanga- happdrætti með 400 vinningum. SKEMMTUN KL. 9 E.H. Kynnir Gunnar Eyjólfsson. Skemmtiatriði: Ávarp: Frú Hulda Á Stefánsdóttir. 1. Sólskinsbræður syngja með undirleik Áslaugar Helgadóttur. 2. Róbert Arnfinnsson og Valur Gislason flytja samtalsþátt úr „Sjálfstæðu fólki”. 3. Maria Markan og Tage Möller rifja upp gamla söngva. Á kvöldskemmtun: 250 vinninga skyndi- happdrætti. Margir glæsilegir munir, m.a. Hugferð til Kaupmannahafnar (FI). Aðgöngumiðar seldir laugardaginn kl. 2-4 og við inngang- inn. Borð tekin frá um leið. Verð aðgöngumiða fyrir börn kr. 50.00, fullorðna kr. 100.00. — Aögangur kl. 9 er kr. 200.00. Ath: Aðgöngumiði kvöldsins gildir sem happdrættismiði. Dregið kl. 12. Vinning- ur: Ferð til Mallorca með Ferðaskrifstof- unni úrvali. Húsið opnað kl. 7 fyrir matargesti. — Dansað til kl. 1. — Hljómsveit Ragnars Bjarnasonar. öllum ágóða af skemmtununum verður varið til kaupa á húsmunum, vinnu- og leiktækjum til heimila félagsins. Fjáröflunarnefnd Styrktarfélags VÁNGEFINNA. Lk I I m DAS-pronto til heimavinnu, sem ekki þarf að brenna í ofni. Einnig litir, vaxleir og vörurtil venju- legrar leirmunagerðar. STAFN H.F. UMBOÐS-OG HEILDVERZLUN Brautarholti 2 — Sími 2-65-50. Árelíus Níelsson: UÓS í KIRKJUM Eitt af þvi, sem gerir Dan- mörku ógleymanlegasta i hugum og minningum margra er klukknahljómurinn, sem bókstaf- lega bergmálar um allt landið um miðaftansleytið á hverjum degi. Þessi hljómur gefur hverri minningu frá þessu fagra menningarlandi einhvern mildan blæ og bendir ofar hinu hvers- dagslega inn i veröld fegurðar og elsku og svo hefur verið i margar aldir. Stundum hef ég óskað, að ís- land gæti eignazt slikan hljóm, sem gæti bergmálað i eyrum og vitund gesta frá framandi lönd- um löngu eftir að landið væri horfið augum þeirra. En sú ósk getur sjálfsagt aldrei rætzt. Island er ólikt Danmörku. Fjöll þess og firnindi, lautir og leiti, auðnir og öræfi mundu kæfa slika óma löngu áður en úr yrði samfelld hljómkviða eins og i Danmörku.En annað gæti komið i ómanna stað, sem yrði Islandi og minningum héðan eins mikils virði eins og klukknahljómurinn Danmörku. Og það er ljósið, ljós- ið, sem einmitt skin skærast i skammdegismyrkrinu. Einn af æskuvinum minum, maður að vestan, sem alltaf hefur unnað kirkju og kristni heilshug- ar, mun nú hafa ritað biskupi landsins bréf, þar sem hann segir á þessa leið: „Æskilegt væri, að flestar eða allar kirkjur á íslandi væru upplýstar i skammdeginu, þótt ekki væri nema að hluta, til dæmis turnarnir, til jákvæðra áhrifa fyrir þjóðina”. Og enn segir hann: „Ljós i kirkjum okkar i skammdeginu mundi efla kirkjuna og vera i mörgum tilfellum leiðarljós veg- farendum bæði á sjó og landi. Ef til vill ættu þessi ljós kirkna að vera i öðrum lit til aðgreiningar frá oðrum ljósum”. Ég er þessum vini minum al- gjörlega sammála. Á sum^in er tsland ljóssins heimur, „nóttlaus voraldar veröld”, sem skáld hafa nefnt Thule — Sólarey og sól- skinsparadis i Atlantshafi. A veturna er hins vegar valdi myrkranna vart takmörk sett, þótt ljós, sem unnið er úr foss- anna skrúði bægi skuggum brott úr borg og bæ nú orðið. Og sú ljósadýrð er svo mikil t.d. um jólaleytið hér i Reykjavik, að ungur Vesturheimsmaður, sem hér dvaldi árlangt, en hafði ferð- azt viða um sitt land, Bandarikin, sagðist aldrei hafa séð svo sam- fellda ljósadýrð ibúðarhúsa, sem hér um jólin og reyndar enga bet- ur lýsta borg. Svona vel hefur tekizt að bægja skuggunum á braut af vegum og úr hýbýlum fólksins i þessu ann- ars mikla náttmyrkranna landi. En samt er langt frá, að eins hafi heppnazt að hrekja myrkrið og mæðu þess og ótta úr hugar- fylgsnum. Þar gætu kirkjuljósin átt sitt hágöfuga hlutverk og þar hafa margir sýnt skilning og fórn- fýsi og gefið upplýsta krossa og tákn. Eitt er vist, kirkjan er vigð til þjónustu við þann Meistara á vegum mannkyns, sem hefur hlotið nafnið: Ljós heimsins. Engum hefur enn tekizt, þrátt fyrir stöðuga viðleitni systranna svörtu: Heimsku og Grimmdar að svipta hann þessum heiðurs- titli. Og jólin minna öllu öðru fremur á þetta ljós, sem skin i myrkrun- um öllum á vegum jarðarbarns. En þau minna einnig á hann sem leiöarljós.fyrírmynd allra i öllum atvikum og frelsara frá böli og syndum, sé honum leyft að lýsa þannig er ljóminn bak við kross- inn, ef rétt er á litið. Fáir unna ljósi og vori heitar en íslendingar, og er það ekki furða. Hér var ljósið munaður i baðstof- um fyrri alda og við það voru skráðar bækur, sem enn geyma speki, fegurð og sannleika. Ein ljóstýra i litlum glugga var vörð- ur um innsta kjarna fslenzkrar menningar gegnum öll skamm- degismyrkur aldanna. Og hvergi birtist sá ljómi betur en frá kirkju og hennar þjónum, þrátt fyrir öll mistök þeirra og misskilning. Það á þvi sannarlega við, að kirkjurnar beri ljós i skammdegi, sem helzt yrði samfelldir geislar frá bæ til bæjar, frá byggðarlagi til byggðarlags, eins og bergmál kirkjuklukknanna i Danmörku. Slikt mundi hæfa tslandi vel og þeim, sem þar hafa um aldir gerzt ljósberar og leiðarljós. Einn af beztu sonum íslenzku kirkjunnar, Valdemar Snævarr sagði um hana þessar táknrænu hendingar: „Hún er sem viti lifs á leiðum er logar stillt og rótt og vegamerki á háum heiðum og himinljós um nótt”. Sannarlega gætu upplýstar kirkjur i skammdegismyrkrum ókominna ára og alda gert þessi orð að lifi, helgum þætti i menn- ingu Islands. — Hlustið þvi á boð- skap þessa vinar að vestan um ljós i kirkjunni. Ég vil skora á alla, sem hlut eiga að máli og framkvæmdaafl hafa, biskup, sóknarnefndir, kirkjuráð og kirkjuhaldara að kveikja ljós kirknanna i sem fyllstum skilningi nú strax á þess- um jólum, útvega viðeigandi ljós og ljósabúnað sem allra fyrst undir yfirskriftinni: „Kveikjum ljós i kirkjum íslands”. ARMULA 7 - SIMI 84450 Jóla- fötin nýkomin Vesti og buxur (sett) í stærðum 3-10. Buxurá telpur og drengi. Skyrtur, geysilegt úrval. Slaufur, bindi, úlpur, jakkar og margt fleira. Klæðskeraþjónusta. Póstsendum. Laugavegi 71, sími 20141 Kjötverzlun TOMASAR Ætlið þér að senda œttingja eða VINIERLENDIS hangikjöt eða annað hnossgœti? Ef þér viljið spara yður hlaup og erfiði leysum við allan vandann fyrir yður á nokkrum mínútum I Kjötverzlun Tómasar, Laugavegi 2, getiö þér valiö O matinn, fengiö hann pakkaöan og sendan á áfanga- - staö — hvar sem er i heiminum. U/® Viö pökkum hangikjötinu i loftþéttar umbúöir og göngum frá öllum öörum mat á viöeigandi og vS' öruggan hátt. V/, Við önnumst siöan sendinguna — og getur viðskipta- vinurinn greitt flutningskostnaöinn i verzluninni. Þannig getiö þér sparaö yður mörg spor í önnum jólamánaöarins. Kjötverzlim

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.