Tíminn - 03.12.1972, Blaðsíða 3

Tíminn - 03.12.1972, Blaðsíða 3
Smmndagur 3. desember lt72 TÍMINN Eigendur hinnar nýju snyrli- og hárgreiðslustofu GRESIKU, í hinum vistlegu húsakynnum stofunnar. GRESIKA - ný snyrti- og hárgreiðslustofa SB—Reykjavik GRESIKA, heitir snyrti- og hárgreiöslustofa, sem nýlega opnaöi I Austurstræti 6. Þar er veitt öli snyrti- og hárgreiðslu- þjónusta fyrir unglinga. Lögð er áherzla á, að hver kona fái greiðslu og aðra þjónustu við sinn persónuleika. A stofunni er einkum unnið með snyrtivörur frá Coty, sem einnig eru til sölu i miklu úrvali. Nefna má sérstök krem, gem framleidd eru úr avocados-ávextinum, og laus við ilmefni. Þá er nýtt húð- make-up, sem smitar ekki í föt og er ætlað fyrir handleggi, fótleggi og jafnvel herðar og bak. Eftir áramótin er ráðgert að halda stutt kvöldnámskeið i snyrtingu. Stofan er opin frá kl. 9- 18 og eitthvað fram eftir á laugar- dögum. Einnig mun hægt að fá greiðslu og ýmsa Jyónustu utan þess tima i sérstökum tilfellum. Eigendur GRESIKU eru Gréta Gunnarsdóttir, fegrunarsér- fræðingur, Sigurdís Sigurbergs- dóttir, fegrunarsérfræðingur, Katrin Friðriksdóttir, fegrunar- sérfræðingur og Erna Guðmunds- dóttir, hárgr. meistari, en einnig starfar á stofunni Petra Gisla- dóttir. Ef einhver er enn að velta fyrir sér, hvað GRESIKA þýðir, er bara að skoða nöfn fegrunar- sérfræðinganna betur. Fyrirlestur um norrænt löggjafarsamstarf Þetta eru úrin.. handa þeim sem gera kröfur um endingu, nákvæmni \ og fallegt útlit. FAVRE- LEUBA PIERPONT ROAMER OMEGA c*t£ Kven og karlmannsúr af mörgum gerðum og verðum. Sendum gegn f póstkröfu hvert á land sem er. Ér&íOuíÉur Laugaveg 3. Simi 13540 Óskar Kjartansson gullsmiður. Valdimar Ingimarsson úrsmiður. Mánudag 4. desember 1972 kl. 20.30 flytur dr. juris W.E. von Eyben, prófessor í eignarrétti við Kaupmannahafnarháskóla, fyrir- lestur í Norræna húsinu um nor- rænt löggjafarsamstarf 1872-1972. Prófessor von Eyben er meðal kunnustu lögfræðinga á Norður- löndum, afkastamikill rithöfund- ur og virkur þátttakandi i marg- vislegu félagsstarfi norrænna lögfræðinga. Islendingum er hann einkum kunnur vegna ritstarfa sinna og fyrirlestra-starfsemi á norrænum lögfræðinga- og laga- nemaþingum um langt árabil.auk þess sem hann hefur starfað mik- ið að dönsk- islenzkum menning- arskiptum. Norrænt löggjafarsamstarf stendur i fleiri en einum skilningi á timamótum, og er framtíð þess nú mjög rædd, Það er oft rakið til fyrsta norræna lögfræðingaþings- ins 1872, en meðal hvatamanna að þvi þingi var Vilhjálmur Finsen hæstaréttardómari. . Fyrirlesar- inn mun rekja upphaf, þróun og framvindu starfs norrænu þjóð- anna að samræmingu á löggjöf sinni og gera grein fyrir árangri þessa samstarfs, vali viðfangs- efna, starfsháttum, rökum fyrir samstarfinu og gildi þess fyrir Norðurlönd. Þá mun hann ræða sérstaklega hin nýju viðhorf, sem myndazt hafa vegna aðildar Dan- merkur að Efnahagsbandalagi Evrópu. Fyrirlesarinn mun fjalla um ýmsa örðugleika, sem i ljós hafa komið á samstarfinu, og taka til athugunar, hvar við stöndum nú og hvernig horfur séu á framhaldi þessa samstarfs og ræða i því efni ýmis úrræði til um- bóta i vinnubrögðum. bankinn er bafchjarl BÚNAÐARBANKINN ORÐSENDING vegna umboðsmanna skrifstofu í Norfolk Það tilkynnist hér með, að aðalumboðs- menn Eimskipafélagsins i Bandarikjun- um og Kanada, A.L. Burbank & Co., Ltd., opna skrifstofu i Norfolk hinn 15. desem- ber 1972, til þess að afgreiða skip félags- ins, sem þangað sigla. Aðsetur skrifstofunnar verður: A.L. Burbank & CO. Ltd., General Steamship Agents Suite (»22 Law Building Norfolk, Virginia 23510 Simi (703) 625-1687 Hin nýja skrifstofa i Norfolk mun fram- vegis afgreiða alla vöruflutninga með skipum félagsins frá Bandarikjunum og Kanada og hafa með höndum flutninga- bókanir. Nýir limmiðar „Shipping Instructions" fyrir viðskiptavini félagsins, til þess að senda með vörupötunum sinum, eru i prentun og verða sendir út innan tiðar. H.F. EIMSKIPAFÉLAG ÍSLANDS Jftg veUum Ejjritf það borgar sig punlal ofnar"h/ft" Síðumúkr 27 > Reylqavlfc Símar 3-55-55 og 3-42-00 meó mmu í London V l\ "!®Qf Flogið beint alla sunnudaga. Verðfrál4.9CX),-. Dvöl á Hotel Kennedy, sem er 1. flokks hótel, öll herbergin með einkabaði og sjónvarpi. Verð 16.900,-. Kynnið yður hinar fjölbreyttu kynnis- og leikhúsferðir. Útvegum 10% afslátt í ýmsum góðum verzlunum og meðlimakort - á skemmtistaði. 1 IERÐASKRIFSTOFAN SUNNA BANKASTRCTI7 SIMM1B40012070 travel

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.