Tíminn - 03.12.1972, Qupperneq 4

Tíminn - 03.12.1972, Qupperneq 4
4 TÍMINN Sunnudagur :{. desember 1972 Lciklclagar Til skamms tima álitu dýra- fræðingar og þá náttúrulega a 11- ur almenningur að gorilluapar væru hræðilega grimm og árásarhneygð dýr, en nú eru menn komnir á gagnstæða skoð- un. Þótt górillurnar séu með sterkustu dýrum jarðarinnar eru þeir gæfir og ráðast hvorki á önnur dýr né menn af fyrra bragði. Er þvi engin hætta á ferðum þótt górilluapinn á myndunum virðist til alls likleg- ur. Hann er aðeins að leika sér við gamlan vin sinn, dýragarðs- vörð i Pretroriu, i Suður-Afriku. Þeir kunningjarnir hafa leikið sér saman i sex ár, eða allt frá þvi górillan kom i dýragarðinn nýfædd. ☆ I>ar drekka menn hafið — Borgin Sjevtjenko fær dag- lega 135 milljónir litra neyzlu- vatns frá eimingarstöð, sem eimar vatn úr Kaspiahafinu. Borgin er staðsett á Mangyjlak- skaganum, er er á austurströnd Kaspiahafs. f umhverfi borgar- innar er gnægð járns, kopars, sjaldgæfra 'málma og brenni- steinsefna og i borginni er blóm- legur iðnaður, en á margra kiló- metra svæði er ekki að finna dropa af fersku vatni. Fyrir tiu árum hófust visinda- menn handa við að athuga möguleika á að framleiða vatn sem nægði heilli borg. I fyrstu tilraununum voru eimaðir 5000 litrar á klst. og var sifellt unnið að þeim, þar til góður árangur náðist. Sjávarvatnið er fyrst látið renna inn i eimingarker, sem er kalkborið og bindur það ketilsteinninn, þegar vatnið sýður. Þetta hefur vakið mikla athygli alls staðar. Þaðan fer vatnið i gegnum nokkra klefa. Þrýstingurinn rénar smám saman i klefunum og i þeim siðasta sýður vatnið við 45 gr. á C. Á leið sinni út i vatnsleiðslur bæjarins fer vatnið i gegnum ýmsar siur og verður smám saman á bragðið eins og ferskt vatn. Það er fylgzt vel með þvi, að vatnið sé hreint. Læknar fylgjast með borgarbúum til að komast að raun um, hvort vatns- neyzlan hafi óheppilegar hliðarverkanir i einhverjum aldursflokki. Bandarikjamót i grettum fór nýlega fram og á meðfylgjandi myndum sjást þau, sem hrepptu þrjú efstu sætin. Ralph Flemm- ing, trésmiður á Flórida varð sigurvegari og hlýtur að launum ferð til Englands og tekur þar þátt i heimsmeistarakeppninni, en núverandi heimsmeistari er enskur, George Mattinson, en i Englandi hefur verið keppt i greininni i sex hundruð ár. Roger Francis heitur sá sem varð númer tvö i grettukeppn- inni og frú Esther Wegner náði i þriðja sætið, en i keppni þessari rikir jafnrétti kynjanna, ug hefur gert i sex hundruð ár, og veita konur karlmönnum iðu- lega harða keppni. Við spáum að herra Wegner hafi verið stoltur ,af frammistöðu eigin- konu sinnar. Á stærri myndunum sjáum við þátttakendur i keppnisstuði, en á þeim minni eins og þetta fólk kemur fyrir, utan keppni eða þjálfunar. 1 Grettumeistarar A sama hátt og keppt er um feg- urð karla og kvenna, fer einnig fram keppni i þvi, hver getur gert sig sem ljótastan. 1 stað þess að snyrta sig og fegra i fegurðarsamkeppni og gera sig sem glæsilegastan reyna keppendur i gagnstæðri keppni að gretta sig á sem herfileg- astan hátt.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.