Tíminn - 03.12.1972, Side 5

Tíminn - 03.12.1972, Side 5
Sunnudagur 3. desember 1972 TÍMINN 5 DR. RICHARD BECK: Valdar sögur í vönduðum íslenzkum búningi Þvi eldri, sem ég verð, þvi finn ég æ betur til þakkarskuldar minnar við þýðendur erlendra smásaga i Iðunni feldri, er þeir gáfu út á sinum tima, Björn Jóns- son, Jón Ólafsson og Steingrimur Thorsteinsson, og ég las á æsku- árum minum heima i Reyðar- firði. Þær voru mér bæði til skemmtunar og fræðslu, og opn- uðu mér nýjan og viðan hugar- heim. Á þetta var ég minntur við lest- ur hins nýútkomna þýðingasafns Axels Thorsteinsson, rithöfundar, Itafael Sabatini: Áatardrykkur- inn og sögur eftir aðra heims- kunna höfunda. Stendur Bókaút- gáfan Rökkur að útkomu þessar- ar bókar, en hún er 2 bindi Sögu- safns líökkurs. Fyrsta bindi þess safns, Jack London: Gamlar glæður og aðrar (sögur frá ir- landi og Englandi), kom út 1970. Hlaut það að verðugu vinsamlega dóma. En i þessar bækur sinar hefir Axel Thorsteinsson safnað smásögum, sem hann þýddi fyrr á árum, og komið hafa i blöðum og timaritum, en fæstar áður i bókarformi, og þær bækur hans, sem þar er um að ræða, fyrir löngu uppseldar. Það var þvi ágæt hugmynd að hefja útgáfu safns smásagnaþýðinga hans, þvi að þar er um auðugan garð að gresja. t þessu nýja þýðingasafni Axels eru sögur eftir ellefu höfunda frá eftirfarandi löndum: italiu, Rússlandi, Belgiu, Spáni, Búlgariu, Frakklandi og Eng- landi. Hefir hann þvi farið eldi mikinn hluta Norðurálfunnar i þessum þýðingum sinum. Allar eru sögurnar þýddar úr ensku, en þeirri tungu er Axel mjög hand- genginn siðan hann dvaldi um langt skeið vestan hafs á fyrri ár- um, og hefir, auk þess, siðan heim til tslands kom, oft lagt leið sina til Bretlandseyja til lengri eða skemmri dvalar. Bæta má þvi við, að eigi allfáar af sögunum i umræddu safni eru þýddar úr rit- safninu World Fiction.og ber það eitt sér þvi vitni, að þar er um að ræða úrvalssögur eftir viðkunna höfunda. Ekki þarf heldur lengi að blaða i þessu þýðingasafni, til þess að sannfærast um það, að þar eru að verki höfundar, sem bæði eru gæddir athygli- og frásagnargáfu i rikum mæli, og eigi sjaldan sál- skyggni að sama skapi. Þeir hafa smásagnaformið þannig á valdi sinu, að frásögnin heldur athygli lesandans glaðvakandi frá upp- hafi til söguloka. Ekki þarf að kynna Rafael Sabatini islenzkum lesendum. Ýmsar af skáldsögum hans hafa verið þýddar á islenzku, meðal þeirra Sægammurinn, sem Axel Thorsteinsson þýddi (2. útg. 1947). Saga Sbatinis „Ástar- drykkurinn”, sem öndvegi skipar i þessu þýðingasafni, sómir sér þar vel,þvi að þar er ágætlega á magnþr.ungnu efni haldið, og ör- lagaþræðir sögupersónanna ofnir á minnistæðan hátt. í allt öðrum tón er sagan „Haustblóm” eftir rússneska höf- undinn Ivan Nazhivin, en heill- andi um efni, og eykur tregann, sem þar er undirstraumur, áhrifamagn snjallrar frásagnar. Sagan „Fegurst á jörðu” — eft- ir belgiska (flæmska) höfundinn Antoon Coolen, tekur hug lesand- ans föstum tökum. Mannlýsingin og túlkun innri baráttu söguper- sónanna falla þar i einn farveg, og leiða til rauntrúrra og áhrifarikra söguloka. Með léttari blæ og suðrænum er „Astarsaga flakkara” eftir Spán- verjann Pio Baroja, en vel er það einnig með efni farið. Bráðskemmtileg er sagan „Hjónin i Hafmeyjarsundi” eftir enska höfundinn W.W. Jacobs, og sver hún sig i ætt við aðrar sögur þess höfundar, en eins og Axel segir i gagnorðu æviágripi hans”, einkennist frásögn Jacobs jafnan af góðlátlegri kimni”. „Jólanótt lögreglufulltrúans”, eftir búlgarska rithöfundinn Dimitr Ivanoff, lýsir prýðisvel þeim atburði og mönnum, er þar segir frá, og er þrungin næmri réttlætistilfinningu. Hins vegar er slegið á streng léttstigrar'gamansemi og glettni i sniðugri sögunni „Lygalaupur” eftir italska höfundinn Adriano Zuccoli. Antön Chekhov, hinn heimsfrægi rússneski leikrita- og skáldsagnahöf., er islenzkum lesendum vel kunnur. Saga hans „Veðmálið” i umræddu þýðinga- safni ber öll merki snilldar hans um frumleik i efnisvali og með- ferð þess, og er þrungin þvi inn- sæi, er vekur til umhugsunar. Sagan „Það sem Vasile sá” — eftir Mariu, ekkjudrottningu Rúmeniu, er var viðkunnur rit- höfundur, er einnig mjög áhrifa- mikil að efni og frásagnarhætti. Kaldur veruleikinn og innri and- ans sýn fléttast þar saman eftir- minnilega. Snjöll og markviss er sagan „Týnda armbandið” eftir italska höfundinn Carlo Gozzi. Stórum innhverfari, en jafnframt vel samin, er sagan „Húsið” eftir annan italskan höfund, G.A.Borgese. í heild sinni eru sögur þessar vel valdar og smekklega. Þar gætir fjölbreytni um innihald, þær eru sér um svip og blæ, en allar meir en lestrar verðar, vel sagðar, og sumar með snilldar- brag, eins og þegar hefir verið gefið i skyn. Þær eiga sammerkt Axcl Thorsteinson um það að halda hug lesandans vakandi, og margar hverjar glæða þær honum einnig aukinn skilning á sameiginlegu eðli okk- ar mannanna barna, minna á það i lifandi myndum, að manns- hjartað er sjálfu sér likt, hvar sem vér eigum dvöl á jarðar- hnettinum. Og ekki þarf að spyrja um islenzka búninginn á þessum sög- um. Axel er samur við sig um lát- laust, en einkar vandað og geð- fellt islenzkt mál, sem gerir þýðingar hans enn hugþekkari iestur. Gagnorðar skýringar hans um höfundana eru lesendum góð leið- beining. Að ytra frágangi er bók þessi hin snyrtilegasta og að þvi leyti einnig prýði á bókarhillu. Segja má, að Axel Thorsteinson fylgi með þessum og öðrum sögu- þýðingum ágætlega i spor Stein- grimi skáldi, föður sinum, og öðr- um þeim prýðismönnum, sem glöddu og fræddu islenzka lesend- ur og auðguðu bókmenntir vorar með þýðingum sinum i Iðunni.er ég vitnaði til i upphafi máls mins, og vottaði þökk mina og virðingu. Svo vil ég gera að minum orð- um eftirfarandi ummæli Steindórs skólameistara Steindórssonar um fyrsta bindi Kitsafns Itökkurs (Ileima er bezt, október 1970) „Vonandi koma fleiri bindi, þvi af nógu er að taka af þeim bók- menntaperlum, sem Axel Thorsteinsson hefir islenzkað á langri ævi”. BÆNDUR - FÓÐURHROGN Til sölu eru nokkrar tunnur af ódýrum fóðurhrognum i 120 kg. tunnum. Hafið samband við verkstjóra i sima 23352. Bæjarútgerð Iteykjavikur. ORÐSENDING TIL VOLVO EIGENDA Oryggiseftirlit Volvo-verksmiðjanna í Gautaborg hefur farið þess d leit við umboðsmenn Volvo um allan heim, að þeir lóti fara fram skoðun á Volvo bifreiðum, sem bera eftirfarandi verksmiðjunúmer. Óskað er eftir þessari skoðun vegna hugsan- legrar málmþreytu á kælispaða og möguleika á óhreinindum í stýrisstangarenda, sem komið hefur fram í einstaka bifreið, sem framleiddar voru í þessum framleiðsluflokkum. Verk- smiðjunúmerið er í skoðunarvottorði bifreiðarinnar. Númeraflokkarnir eru þessir: 142 — 2ja dyra Verksmiðjunúmer: 282,282 og lægri tölur 144 — 4ra dyra 294,235 og lægri tölur 145 — Station 124-803 og lægri tölur 120 — Amazon 312,500 og hærri tölur 220 — Amazon Station 70,300 og hærri tölur Oryggiseftirlit Volvo biður eigendur Volvobifreiða með þessi verksmiðjunúmer vinsamlegast að hafa samband við ritara verkstæðis Veltis h.f. í síma 35-200. Þar sem tiltölulega fáar Volvobifreiðir með þessum númerum eru á Islandi, mun skoðun þessari væntanlega verða lokið á skömmum tíma. Því eru viðkomandi Volvo-eigendur beðnir að hringja við fyrsta tækifæri. AB VOLVO PERSONVAGNAR TECHNICAL DEPARTMENT GÖTEBORG

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.