Tíminn - 03.12.1972, Blaðsíða 7

Tíminn - 03.12.1972, Blaðsíða 7
Sunnudagur :i, desember 1972 TÍMINN Staða ionaðarins svipuð og í fyrra Yfirlit, sem samið hefur verið um stöðu iðnaðarins í landinu og vinnuafköst á þriðja ársfjórðungi þessa árs, byggt á úrtakaathug- un, sem framkvæmd var á vegum Valfrelsi heldur borgarafund Vér leyfum oss hér með að bjóða yður eða fulltrúa yðar að sækja opinberan borgarafund á vegum „Valfrelsis" fimmtudag- inn 7. des. 1972 kl. 20.30 að Hótel Borg (aðaldyr) og setja þar fram skoðanir yðar, ef þér óskið, á um- ræðumálum fundarins en þau verða: 1. Eiga hinir kjörnu fulltrúar á Alþingi og i bæjar- og sveitarstjórnum að vera kosnir i persónubundnum kosningum (þ.e, valdir einstaklingslega)? 2. Er æskilegt að löggjöf um þjóðaratkvæðagreiðslu verði sett i þeim tilgangi, að almenn- um kjósendum verði gert auð- velt að hafa bein áhrif á ákvarðanatöku i mikilvægum málum? 3. Er æskilegt að forsætisráð- herrann verði þjóðkjörinn (þ.e. kosinn beint i almennum kosn- ingum)? Vér vonum að þér eða fulltrúi yðar sjáið yður fært að mæta. Vinsamlega tilkynnið þátttöku. Virðingarfyllst, F.h. Valfrelsis Sverrir Runólfsson Kvisthaga 14, R., simi 16578-15960 Aðventukvöld í Bústaðakirkju Jólafasta gengur i garð sunnu- daginn 3. desember. Á þessum fyrsta sunnudegi i aðventu hafa margir söfnuðir leitazt við að slá hina réttu strengi við undirbúning jólahátiðar með sérstökum að- ventusamkomum.. Bræðrafélag Bústaðakirkju hefur haft um þetta forgöngu innan þess safn- aðar og er svo enn. Verður sérstök aðventusam- koma i Bústaðakirkju kl. 8.30 um kvöldið, og er ræðumaður dr. Gylfi Þ. Gislason, alþingismaður. Systurnar Snæbjörg og Guðrún Snæbjarnardætur munu syngja einsöng og tvisöng við undirleik organista kirkjunnar, Jóns G. Þórarinssonar, sem einnig stjórnar söng Bústaðakórsins. Flytur kórinn m.a. þrjú lög, sálmalög, eftir Jón og eru tvö þeirra frumflutt á samkomunni. Þá er að venju helgistund í lok samkomunnar, og annast sóknar- presturinn, séra Ólafur Skúlason þann lið. Samkomustjóri er for- maður bræðrafélagsins, Davið Kr. Jensson. Á fyrsta sunnudegi i aðventu fyrir ári var Bústaðakirkja vigð og er ársafmælisins m.a. minnzt með vigzlu altarisklæða, sem kirkjunni hafa borizt. Er þar um að ræða þrjú sett i fjólubláum Ht, hvitum og grænum. Verða þau vigð við afmælisguðsþjónustu kl. 2 þennan sama sunnudag. Allir eru hjartanlega velkomnir að venju i Bústaðakirkju á sunnu- daginn, og þá verður einnig kynnt nýtt og fagurt jólakort sem Rafn Hafnfjörð hefur annazt fyrir Bræðrafélagið. Verður kortið boðið til sölu næstu daga. Félags islenzkra iðnrekenda og Landssambands islenzkra iðnað- armanna, bendir til þess, að litlar breytingar hafi orðiö siðan i fyrra. Iðngreinar þær, sem athugunin nær til, eru tuttugu og þrjár, og niðurstaðan varla nákvæm, þar sem spurningum hefur verið svarað með orðum en ekki tólum. Talið er i skýrslu þessari, að prjónaiðnaður. sútun. húsgagna- gerð og sælgætisgerð hafi talsvert aukizt. miðað við sama ársfjórð- ung i fyrra. Brauð- og og köku- gerð, veiðarfæraiðnaður, fata- iðnaður, pappirsvöruiðnaður, prentiðnaður, málmsmiði, bif- reiðaviðgerðir og plastiðnaður hafi aukizt nokkuð. Ullariðnaður, innréttingasmiði, málningargerð, önnur kemisk framleiðsla og raf- tækjasmiði hefur aukizt litils háttar, eða aðeins óverulega. Drykkjarvöruiðnaður er óbreytt- ur. Nokkur samdráttur hefur orð- ið i kemiskum undirstöðuiðnaði og skipasmiði og viðgerðum. Steinefnaiðnaður og matvæla- iðnaður (þar einkum átt við kaffi- brennslu, smjörlikisgerð og efna- gerð) hefur dregizt talsvert sam- an miðað við sama tima i fyrra, og kexgerð mikið. íslenzk f rímerki 1973 Útgefandi: ísafoldarprentsmiðja 17. útgáfa 144 siður. verð kr. 333.00 Útgáfu listans islenzk frimerki er ávallt beðið með nokkurri eftirvæntingu af islenzkum fri- merkjasöfnurum og i ár hafa þeir ekki orðið fyrir vonbrigðum frek- ar en endranær. Sigurður H. Þorsteinsson höf- undur listans er ávallt fundvis á nýjungar og kemur jafnan með athyglisverðar ritgerðir i upphafi listans annað hvort sem hann hef ur skrifað sjálfur eða skrifaðar af sérfræðingum á þvi sviði, sem um er fjallað. Að þessu sinni skrifar Þór Þorsteins um Tollógildingar á islenzkum frimerkjum mjög at- hyglis-verða grein og i enda greinarinnar hefur Sigurður sett verðskráningu tollstimplaðra frimerkja, en þess hefur löngum verið saknað i listanum. Verðskráning listans fylgir þeirri stefnu, sem Sigurður hefur markað á undanförnum árum, að skrá sem næst markaðsverði og virðist hann fylgjast mjög vel með á þvi sviði. Að visu má deila um einstaka verð og kann sumum þykja of eða van skráð, en i heild hefur verðskráningin tekist vel. Onnur helzta nýjungin i listan- um er skráning fjórblokka stimplaðra á útgáfudegi. Mjög litið er vitað um verð slikra um- slaga, og eftir þvi sem bezt er vit- að hefur enginn verðlisti skráð þær áður. Reynslan verður að skera úr um það i framtiðinni hvort Sigurður hefur hér hitt á rétt verð, en þau fáu umslög sem mér er kunnugt um sölu á undan- i'arna mánuði gefa til kynna að hér hafi Sigurður enn einu sinni hitt i mark. Það er óneitanlega mikill feng- ur fyrir frimerkjasöfnun hér á landi að hafa við þennan lista að styðjast og er vandséð hvernig unnt væri að komast af án hans. Þess má geta til gamans að þeir erlendir frimerkjasafnarar, sem hai'a séð listann hafa lokið upp einum munni um ágæti hans og undrast, að unnt skuliveraað gefa út jafn fullkominn lista fyrir iafnlitinn markað og hér er. F.K. PIPULAGNIR Stilli hitakerfi — Lagfæri gömul hita- kerfi Set upp hreinlætis- tæki — Hitaveitu- tengingar Skipti hita — Set á kerfið Danfoss-ofn- ventla SÍMI 36498 ÞVÍ EKKI AÐ KAUPA BETRI BÍL BANDARÍSKAN FYRIR LÆGRA VERÐ? Eigum nokkra SCOUT II til afgreiðslu meb siuttum fyrirvara Ný sending væntanleg í vetur Gætum tekið sérpantanir til afgreiðslu strax m lirfernalional Samband íslenzkra samvinnufélaga VÉLADEILD Ármúla 3 Reykjavík simi 38900

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.