Tíminn - 03.12.1972, Blaðsíða 8

Tíminn - 03.12.1972, Blaðsíða 8
TÍMINN Sunnudagur 3. desember 1972 tZHTtTTiR nffli Efnahagsvandinn og orsakir hans Óviðráðanlegar orsakir Valkostanefndin er nú um helg- ina að skila siöustu skýrslum sin- um til rikisstjórnarinnar, sem mun taka þær til athugunar i vik- unni. t skýrslu þeirri frá Hag- rannsóknadeild Framkvæmda- stofnunarinnar „Þjóöarbú- skapurinn. Framvindan 1972 og horfur 1973", er gerð grein fyrir þeim efnahagsvanda, sem við er að glima. Er kjarasamningarnir voru gerðir i des. 1971 var gert ráð fyr- ir, að þjóðarframleiðslan gæti aukiztum 7-7.5% á árinu 1972. Ein af forsendum þessarar spár var, að ekki yrði framleiðsluminnkun i sjávarútvegi á árinu, heldur búizt við aukningu sjávarafla. Reyndin hefur hins vegar oröið sú, að afli hefur minnkað að mun og annað árið i röð er þannig um að ræða minnkun magns sjávarvörufram- leiðslu, þrátt fyrir aukna sókn. t ár er búizt við 8-9% minnkun . sjávarvöruframleiðslu og i fyrra varð 4.5% minnkun frá árinu áður. í fyrra var aflaminnkunin hins vegar meira en vegin upp af 25% hækkun útflutningsverðs. En nú er þvi ekki aö heilsa á þessu ári, þvi að útflutningsverðið hefur hækkað aðeins um rúman fjórö- ung þess, sem það gerði i fyrra. Hér er um mikil umskipti tíl hins verra aö ræöa og hér er um orsakir að ræöa, sem enginn mannlegur máttur á tslandi heföi getað komið i veg fyrir. Ráðstöfunartekjur heimilanna hafa aukizt um 50% á tveimur árum Þessi áföll þjóðarbúsins hafa ekki komið fram i rekstri heimil- anna. Aætlað er að kaupmáttur ráðstöfunartekna heimilanna muni aukast að meðaltali um 13- 14% á þessu ári, en sú mikla aukning kemur i kjölfar 14-15% aukningar einkaneyzlu á árinu 1971 og er einkaneyzla á mann á föstu verðlagi árið 1972 fimmtungi hærri en hún var 1967, en þá náði velmegun „sildarár- anna" hámárki, sem ekki var farið fram úr fyrr en 1971. 1 yfirliti úr „Þjóðarbúskapn- um" kemur fram, að kaupmáttur ráðstöfunartekna heimilanna hefur aukizt um nær 50% á árun- um 1970 til 1972. A sama tima hafa þjóðartekjurnar aukizt um 30% þannig, að tekjur einstaklinga og neyzla hafa aukizt mjög verulega umfram hækkun þjóðartekna. Munurinn á aukningu ráð- stöfunartekna heimilanna og aukningu þjóðartekna kemur i þessu sambandi að langmestu leyti fram á þessu ári. Mikið á atvinnuvegina lagt önnur staðreynd, sem ekki verður fram hjá horft, er að á þessu ári hafa kaupiags- og verð- lagsbreytingar verið tvöfalt hærri hér á landi en i flestum öðrum löndum Efnahags- og samvinnu- stofnunarinnar og meira en tvö- falt hærri en hækkun útflutnings- verðlags i ár. Þannig hafa hinar miklu kauplagshækkanir, sem valda að sjálfsögðu auknum til- kostnaði hjá atvinnuvegunum, mikil áhrif á samkeppnisstöðu at- vinnuveganna á útflutnings- og' heimamarkaði. Er nú ljóst, að fram hjá þvi verður ekki komizt að færa f jár- magn til atvinnuveganna til að tryggja sem öflugastan rekstur þeirra á næsta ári, en jafnframt verður að afla fjár til aukinna niðurgreiðslna til að halda visi- tölu i skefjum. Spá minnkandi þorskafla Sem fylgiskjal með „Þjóðarbií- skapnum" er spá Hafrannsókna- stofnunarinnar um aflahorfur á árinu 1973. Þar spáir Sigfús A. Neðst til vinstri á myndinni eru Gvendarbrunnarnir og Rauðhólar og Reykjavlk I baksýn. Schopka, fiskifræðingur, um þorskaflann á næsta ári. Sigfús segir m.a.: „Þar sem efnahagsleg afkoma þjóðarinnar byggir svo mjög á fiskveiðum, sérstaklega þorskin- um, er æskilegt að urint sé að segja fyrir um aflahorfur með nokkurri nákvæmni, a.m.k. i nán- ustu framtið. Það er ljóst, að til þess að slik spá sé nærri raun- veruleikanum er nauðsynlegt, að staðgóð þekking á ástandi stofns- ins hverju sinni sé fyrir hendi. Þó að fiskifræðingar búi yfir tals- verðri þekkingu á þorskstofnin- um, þá skiptir miklu máli i slikri aflaspá að þekkja sóknina, þar sem aflinn er háður henni. Sóknin er ekki þekkt fyrirfram og verður þvi að hafa það hugfast, að hún er alltaf áætluð tala. Þá verður einnig að hafa það hug- fast, að meðan erlendar þjóðir taka enn svo mikinn hlut af þroskaflanum á Islandsmiðum, er erfitt að segja fyrirfram um, hve stór hluti heildaraflans kem- ur i okkar hlut. Lita verður þvi á þessa spá i ljósi áðurnefndra staðreynda og þeirra forsendna, sem settar eru aflaútreikningun- um til grundvallar." Tekst að auka hlutdeild íslendinga í heildaraflanum Siðan segir Sigfús, að þegar lit- ið er á heildarþorskveiðina siðastliðinn áratug komi i ljós, að meðalþorskaflinn af tslandsmið- um þessi ár séu rúm 400 þús. tonn á ári. Siðan segir hann: „Af þessum afla hafa tslend- ingar veitt um 60% árlega. Aflamörkin árin 1964 og 1970 eiga rætur sinar að rekja til sterku árganganna frá 1956 og 1961, sem upprunnir eru við A.-Grænland, en komu hér til hrygningar i tals- verðum mæli. Þessu til viðbótar veiddist árin 1969 og 1970 talsvert af ókynþroska þorski, utan vetrarvertiðar, aðallega af stóra árganginum frá árinu 1964, þann- ig að hlutur tslendinga i heildar- veiðinni komst upp i 70% árið 1969 og 65% árið 1970. Hins vegar féll hann niður i 56% árið 1971 bæði vegna sóknaraukningar Breta hér við land erf þó aðallega vegna minnkandi vetrarvertiðarafla. A árabilinu 1960-1969 veiddist að meðaltali 78% þorskafla tslend- inga á vertið. Arið 1970 fengust 73% þorskaflans á vetrarvertið, en árið 1971 aðeins 71%. Argangar þeir, sem nú eru að vaxa upp við A.-Grænland og ganga að einhverju leyti yfir til Islands til hrygningar, eru það smáir, að þeir munu aðeins hafa óveruleg áhrif á vetrarvertiðar- aflann og mun þorskaflinn þvi svo til eingöngu byggjast á islenzka þorskstofninum næsta ár. ' t þeirri spá sem hér fylgir er gengið út frá eftirfarandi for- sendum: 1. Reiknað er með, að sóknin (fiskveiðidánartalan) i ár og næsta ár sé sú sama og var árið 1971. 2. Stærð yngstu árganganna i veiðinni er ekki fyllilega þekkt. Gert er ráð fyrir, að árgangarnir, sem um er að ræða, þ.e. árgang- arnir frá árunum 1969 og 1970 séu af meðalstærð. Samkvæmt þessu verður heildarafli þorsks af Islandsmið- um 400.000 tonn (þ.e. meðalafli) i ár (1972) en getur lækkað niður i 350.000 tonn næsta ár. Hve mikinn hluta tsland fær af þessum afla i ár og næsta ár er, eins og áður segir, erfitt aö spá i, þar sem út- færsla landhelginnar kann að breyta núverandi hlutföllum tals- vert. Gera má ráð f'yrir að hlutfall okkar i heildarþorskveiðinni minnki ekki heldur aukist. Ef við veiðum 60% af heildaraflanum i ár, yrði afli okkar 240.000 tonn. Þar af fengjust um 70% hans á vetrarvertið eða 168.000 tonn. Samkv. upplýsingum Fiski- félags Islands reyndist þorskafl- inn á vetrarvertiðinni i ár nema 167.000 tonnum og kemur þvi sp- áin i ár vel heim við raunveru- leikann. Ekki er óliklegt að ætla að hlutur okkar i heildarveiðinni næsta ár (1973) verði meiri ennú. Ef við reiknum með þvi að fá þá 65% heildaraflans yrði ársafli okkar árið 1973 225.000 tonn eða um 4% lægri en í ár. Aflinn á vetrarvertið yrði um 157.000 tonn eða 7% minni en í ár. Þar sem bú- izt er við aukningu ýsuaflans á næsta ári, er hugsanlegt, að botn- fiskaflinn næsta ár verði aðeins óverulega minni en i ár". Gæfa þjóðarinnar að taka af skarið í landhelgismálinu Þessar spár eru sannarlega ekki bjartar Heildarþorskaflinn við tsland mun minnka niður i 350 þúsund tonn á næsta ári eða um 50 þúsund tonn frá þessu ári. Það kemur bezt fram i þessu, að út- færsla landhelginnar var gerð á 11. stundu, að vonir um að þorskafli okkar Islendinga minnki ekki nema um 4% á næsta ári eru bundnar þvi, að við getum aukið hlutdeild okkar i heildar- þorskaflanum á tslandsmiðum — eða með öðrum orðum, að okkur takist að minnka ásókn útlend- inga i stofninn. Útlitið væri sem sagt miklu svartara i þjóðarbúskap Islend- Tímamynd Gunnar. inga nú, ef fyrrverandi ríkisstjórn hefði setið áfram við völd og allt hefði verið látið dankast áfram i landhelgismálunum. Það var þvi mikil gæfa þjóðarinnar, að hún skyldi taka af skarið i þessu máli i siðustu kosningum og ákveða út- færslu landhelginnar þegar á þessu ári, með þvi að veita þeim flokkum meirihlutaaðstöðu á þingi, sem settu útfærslu land- helginnar á oddinn i kosningun- um. Tökumst á við erfiðleikana Þær staðreyndir, sem nú blasa við i efnahagsmálum verða ekki umflúnar. Þeim vanda, sem við er að stfíða verður Alþingi og rikisstjórn að mæta með við- hlitandi ráðstöfunum til aö tryggja rekstur atvinnuvega og þjóðarbús. Þær þjóðir, sem lifa um efni fram til landframa stefna að rikisgjaldþroti og setja i hættu stjórnarfarslegt sjálfstæði sitt. Þegar haft er í huga, að tekizt hefur að auka ráðstöfunartekjur heimilanna i landinu um 50% á siðustu tveimur árum, er ekki unnt að telja það þjóðarvoða, þótt stöðva verði þá aukningu i bili meðan leitað er nýs jafnvægis i efnahagsmálum og tryggður öruggur rekstur atvinnuveganna. Höfuðatriðið er að framleiðslu- hjólin séu öll i' gangi og næg at- vinna verði handa öllum vinnufúsum höndum. Þótt erfið- leikum sé að mæta mega menn ekki láta hugfallast. Erfiðleikar eru til að sigrast á þeim. — TK.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.