Tíminn - 03.12.1972, Blaðsíða 10

Tíminn - 03.12.1972, Blaðsíða 10
TÍMINN Sunnudagur 3. desember 1972 \':- I Saigon er vífta vcr/.lao á götunum. Hér sjást götusalar meö varning sinn Avaxtasali á l'erð með varning sinn. Höfundur þessarar frásagnar er frú Katrín Svala Benediktsson, sem gift er bandarískum liðs- foringja, Frederick Daly, er.nú er í Víet Nam. Sjálf býr hún á Filippseyjum þetta ár, ásamt þrem börnum þeirra hjóna. Myndin sem hér fylgir er af Katrínu Svölu og fjöl- skyldu hennar. Flogið til S Endurminning án skuldbindingar Halldór Laxness: Guðsgjafa þula. Útgefandi: Helgafell. Reykjavik 1972. Guðsgjafaþula hefur ýmis skil- yrði til aö verða vinsæl bók. Sjálft höfundarnafnið dregur býsna drjúgt i seinni tið, enda hafa viö- tökur gagnrýnenda nú verið mun lofsamlegri en skáldið átti að venjast fyrr á tið er það reit sin mestu verk. En deilur um skáld- skap Halldórs Laxness heyra nii að mestu sögunni til, og er það að sumu leyti vel farið: þó verður hinu vart neitað að dálitill gustur öðru hverju sé jafnt höfundi sem lesendum hollari en sifelld logn- molla hróssins. En Guðsgjafa- þula er ekki fremur en önnur verk Laxness i seinni tiö likleg til að koma verulegu róti á hugi manna: hún er engu tundri hlað- in. Hinsvegar er hún gædd lax- nesskri fyndni af vissri gerð sem ýmsir munu vel kunna að meta, og hún er einkar auðlesin. En bókin er nokkuð sérkennileg að gerð, svo að liklega vefðist fyrir mönnum að skilgreina hana, ef höfundur hefði ekki sjálfur tekið af þeim ómakið í eftirmála „til athugunarlesendum": „Bókin er blendingur af ýmiskonar ritsmið- um, svo sem æviminningum heimsádeilu blaðagreinum kveð- skap sagnfræði smásögum og sagnafróðleik og þar frammeftir götunum en umfram alt er þetta skáldsaga, diktur bæði að formi og efni. A erlendu máli mundi svona form liklega heita „essay roman". Og þá vita menn það. Efni þessarar einkennilega samsettu bókar gerist vist ekki þörf að rekja. HUn er „greinar- gerð um liðið timabil", eins og segir i kynningu forlagsins: saga Bersa Hjálmarssonar sildarút- gerðarmanns, sögð af rithöfundi og fuglasala með tilstyrk ýmiss konar innskotsþátta, eins og höf- undur nefnir i tilvitnuðum orðum. Sem minningabók er sagan raun- ar mjög blönduð óskyldum hlut- um úr samtiðinni og þvi engan veginn trúverðug mynd liðins tima. Hitt kemur lesendum Hall- dórs Laxness ekki á óvart, aö honum verði nú tiðlitið aftur i timann. Guðsgjafaþula, endur- minningar rithöfundar sem hefj- astiKaupmannahöfn 1920, virðist i næsta eðlilegu framhaldi af Innansveitarkroniku, hinni töfr- andi dulu og einkennilega for- kláruðu frásögn um bernskusveit skáldsins. Að minum dómi tekur sú bók fram öðrum verkum Lax- ness á siðustu árum: og fjarri fer að Guðsgjafaþula jafnist á við hana. Sá upphafni hreinleiki al- þýðlegrar frásagnarlistar sem mætir lesandanum i Innan- sveitarkroniku er ekki til staðar i þessari nýju bók. Og sú fyndni sem Laxness beitir svo mjög fyrir sig i Guðsgjafaþulu þykir mér engan veginn til þess fallin að bæta fyrir formlegan glundroða verksins. Skáldverk í endurminningastil hefur Halldór Laxness reyndar Halldór Laxness samið fyrr en tvær siðustu bækur sinar. Brekkukotsannáll ber einn- ig minningasvip, og sú saga hefur nokkur sömu formseinkenni og Guðsgjafaþula. Sögumaður segir frá i fyrstu persónu og er beinn aðiii frásagnarinnar: svo er á hinn bóginn ekki um blekbera kronikunnar. Þessar þrjár bækur eru þvi skildar að formi og stils- hætti, og væri fróðlegt að bera þær saman þótt hér sé ekki ráð- rúm til þess. En drepa má á atriði sem kunna að vera verð fhugun- ar. I einkar nærfærnum ritdómi um Brekkukotsannál (Nýtt Helgafell, 1957) lýsir Kristján Karlsson sögunni sem harmsögu Garðars Hólms, og um stil hennar kemst hann svo að orði: „Niður alþýðulegrar munnlegrar frá- sagnar stigur upp af bókinni, mis- jafnlega nálægur að visu, en nálægastur, þegar sögumaður lýsir fólki og siðum i Reykjavik bernsku sinnar. Þær minningar eru ivaf sögunnar, litrikt og fjöl- breytilegt". 1 Guðsgjafaþulu hefur andi munnlegrar frásagnar Brekku- kotsannáls vikið. Frásögnin er bókleg: eins og I Innansveitar- kroniku er hér seilzt til tilbúinna skjalfestra heimilda. Sagan er reist á minnisblöðum sögumanns og studd ýmiss konar innskotum, meðal annars úr Sildarsögu minni eftir Egil D. Grimsson. Og það sem kalla mætti ivaf þessar- ar sögu er gys og skop sögumanns um atvinnuhætti, drykkjusiði (þar með talin bjórdrykkja), minkaeldi, andabú o.s.frv. Þess- ar frásagnir yfirskyggja raunar stundum sjálft söguefnið. Sitt- hvað er hér smellið og meinlegt eins og nærri má geta, en annað orkar einkum á lesandann sem timaskekkja: bjór og minkaeldi var til að mynda varla orðið hita- mál á Islandi á þeim dögum sem sagan á að gerast, fyrir strið. Þótt það kunni að vera kostur á bók að hún sé „rúmgóð", eins og Kristján Karlsson nefndi Brekku- kotsannál i áðurnefndum ritdómi, virðist lesanda Guðsgjafaþulu að' rúm hennar sé fremur illa nýtt: grind söguefnisins fyllt með þvi sem skáidinu er hend'i næst í sam- tiðinni. Hefði höfundi vafalaust verið i lófa lagið að koma hér að framræslu mýra og jafnvel friðun Bernhöftstorfunnar, svo að nefnd séu helztu þjóðfélagsmál, sem Halldór Laxness hefur Iátið til sin taka i seinni tið. En slikt á vitan- iega ekki heima i greínargerð um liðið timabil. Það er rétt, sem segir i kynn- ingu forlagsins að frásögn Guðs- gjafaþulu er blandin mikilli mildi. Skopið um atvinnuhætti ís- lendinga, svo að dæmi sé nefnt, er ekki biturt, og lesandinn veit varla hvort örvunum var ætlað að hæf markið. Að visu verður sam- leikur háðs og alvöru býsna minnilegurá einum stað (þótt til- efnið risi raunar varla undir sliku): I frásögn um arsenikið sem varð mönnum að bana, og olli sá atburður nokkrum hugar- æsingi meðal Kvenfélagasam- bandsins sem barizt hafði ákaft gegn bjórneyzlu og hélt að sá voðalegi drykkur hefði skapað mönnum þessum aldur. En kon- unum létti vitaskuld stórum þeg- ar þær heyrðu að hér hefði bara verið arsenik á ferð. En margt af spaugi bókarinnar virðist einskær Ieikur, án þeirrar undiröldu sem geti gert það markvisst eða á nokkurn hátt áleitið við lesand- ann. Þannig er hin undarlega frá- sögn um byltingu drykkjurútanna sem aðeins stóð i þrjá tima. Og allur þáttur sögunnar af verka- lýðspólitikinni er býsna inni- haldslitil fyndni: að visu er hann fróðlegur til samanburðar við Sölku Völku og Heimsljós, en langt að baki er nú hófundur þeirra verka. Guðsgjafaþula er saga Bersa Hjálmarssonar á sama hátt og Brekkukotsannáll er saga Garð- ars Hólms, og vissulega er hún með tragiskum undirtón, þrátt fyrir allt skopið, eða ef til vill vegna þess. Döttir Bersa, Berg- rún, er næsta minnileg söguper- sóna og samskipti hennar og sögumanns fagur og dulmagnað- ur skáldskapur. Og Bersi sjálfur, hinn dularfulli kapitalisti, mun vafalaust verða lesandanum minnisstæður. Þessi manngerð er hér séð I nokkuð öðru ljósi en i fyrri sögum Laxness. Viðhorf hans eru nú önnur, og umburðar- lyndi skáldsins á efri árum setur mark á alla afstöðu til sögufólks- ins. Af þvi leiðir að sagan virðist engan veginn dramatisk, eins og Kristnihald undir Jökli reyndist vera. I heilu lagi minnir Guðs- gjafaþula helzt á notalegt rabb sögumanns þar sem margt er lát- ið fljóta með, en sjaldan skyggnzt undir yfirborðið. í upphafi sjó'tta kapitula segist sögumaður að undanfarin frá- sögn hafi lengi aðeins verið ætlað að vera „endurminnin án skuld- blndingar", og heldur áfram: „En hafi maður uppgötvað að ekki er til nema ein veröld er best Framhald á bls. 19

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.