Tíminn - 03.12.1972, Blaðsíða 11

Tíminn - 03.12.1972, Blaðsíða 11
Sunnudagur 3. desember 1972 TÍMINN Eftir fjögurra tima flug lentum vóð loksins i Saigon. Útsýnið úr flugvélarglugganum vakti þá mynd að iandið væri mjög frjó- samt og friðsamlegt. Fljótt á litið er ekki hægt að sjá, að þarna séu blóðugir bardagar háðir daglega né er hægt að gera sér í hugarlund ástand þessarar þjóðar, sem hefur búið við þessar kringum- stæður i mörg ár. bað var grenjandi rigning i Saigon þennan dag. Þetta er hinn árlegi rigningatimi þar, en það stytti fljótlega upp. bað er varla hægt að hugsa sér tvær ólikari borgir en Reykjavik og Saigon. Reykjavik er björt, hrein og frjáls. Saigon á hinn bóginn er heit, óhrein, hávaða- söm, mannmergðin geysileg og fjötrum bundin. Vietnamska fólkið er smávaxið, mjög fallegt i hreyfingum, sem gefur varla i skyn við fyrstu sýn, hve úthalds- gott það er yfirleitt. Litarháttur þess er sem hunang, augun kol- svört, háraliturinn svartur með blárri slikju. Þjóðbúningur kven- fólksins (au dai) er eiginlega síð skyrta, sem fellur alveg að likamanum, opin upp að mitti i báðum hliðum. Undir þessari skyrtu eru siðar buxur. Bæði skyrtan og buxurnar eru úr silki i ó'llum litum regnbogans. I þessari borg andstæðnanna sér maður bezt, hvar austur mætir vestri, þegar ung, undur- Ung telpa, fædd í skugga hinnar hryllilegu styrjaldar. ngon falleg stúlka kemur á m'óts við mann i þjóðbúningnum a miklum hraða á bifhjólinu sinu. Mesti munur, fyrir utan lofts- lagið og gróðurinn, á vestri og austri við fyrstu kynni er mann- fjöldinn. I Saigon hefur fjölgað um milljón ibúa á siðastliðnum árum. Flestir nýju ibúanna eru flóttafólk, og Ibúatalan gefur til kynna, að þar búi nú um fjórar milljónir manna. Sambland af þvi, sem maður sér, heyrir og finnur lykt af i Asiu er i senn aðlaðandi og leyndar- dómsrikt. Daglegt lif i Saigon er mjög likt þvi, sem það er f óðrum stórborgum Fólk fæðist og deyr, gengur i skóla, vinnu, kirkju eða musteri, likt þvi sem fólk gerir hvarvetna annars staðar i heim- inum. Þingmennirnir rifast i þinghúsinu, dagblöðin fylgjast með innlendum og erlendum fréttum. Hér er til dæmis hægt að lesa um landhelgismál Islendinga sem annað. Einnig er hægt að kaupa allt mögulegt i Saigon, allt frá hænsnasúpu af götusala til dýrlegra skartgripa i fallegri verzlun á To Do-götu, aðalgötu borgarinnar. Á ferð um Saigon að kvöldi til um lokunartima sést eiginlega ekkert nema þúsundir mótorhjóla, bila og það sem kallað er „pedecycle", sem er i raun og veru venjulegt reiðhjól með körfu að framan. Þar sitja farþegar. Hávaðinn af öllum þessum farartækjum er yfir- þyrmandi. Áhrif Frakka i Vietnam eru margvisleg, en mest áberandi i byggingarstil, matreiðslu og i breiðum, trjágrónum strætum Saigonborgar og jafnvel i ást vietnamskra kvenna á góðum ilmvötnum. Þegar gengið er inn i musteri og Buddha blasir við manni i allri sinni dýrð, finnur hinn islenzki vegfarandi, að hann er kominn langt að heiman. Þar ber ilminn að nösum, þar sitja spákonur og skriffinnar hlið við hlið við Htil borð meðfram veggjum, tilbúin til þess að segja þér annað hvort um framtið þi'na eða skrifa bréf fyrir þá, sem eru ekki færir um það sjálfir. Eftir þessa stuttu heimsókn til Saigon skilst betur en nokkru sinni fyrr, hve nauðsynlegt það er bæði fyrir land og þjóð að koma á varanlegum friði. Kandpokab.vrgi iniiaii gaddavirsgirðingar, eitt af kennimerkjuni stríðsmartraða Drcngir að leika sér i trjám i dýragarðinum. Ásatrúarmenn brátt löglegur trúarsöfnuður Spjallað við Sveinbjörn Beinteinsson allsherjargoða Sveinbjörn Beinteinsson. t gær barst blaðinu fundar- samþykkt frá Asatrúarsöfnuðin- um, sem svo hljóðar: „I tilefni af fullveldisdegi Islendinga minnir Asatrúarfél- agið á baráttu liðins tima fyrir innlendri stjórn og sjálfstæðri þjóðmenningu. Við hófum varö- veitt kjarna hins norræna menn- ingararfs og berum ábyrgð á varðveizlu hans. Félagið hvetur alla Islendinga til fastari stefnu i þjóðernismálum og telur að sllku verði bezt framgengt með tilstyrk asatrúarinnar. Hefjum til vegs fornan sig og menningarverð- mæti". Blaðið hafði i gær samband við Sveinbjörn Beinteinssön allsherj- argoða og bað hann að gera lítil- lega grein fyrir Asatrúarfélaginu og stefnu þess. Löggilding væntanleg. — Hefur félagið fengið löggild- ingu sem sérstakur söfnuður? — Nei, en erindi þess efnis ligg- ur fyrir ráðuneyti, og það hlýtur að fást. Það getur varla verið nokkur ástæða til annars en gera okkur jafnhátt undir höfði og Öðr- um trúflokkum. — Hve margir eru nú i félag- inu? — Ætli það séu ekki eitthvað um tuttugu. En það eru æði margir, sem hafa áhuga. Ég reikna með, að við getum stofnað goðorð úti um land áður en langt liður. Enn sem komið er er félagið eiginlega tviskipt. Annars vegar eru þeir, sem koma á fundi til okkar og kynna sér málefnið, en fullgildir félagar eru aðeins þeir, sem ekki eru félagar i öðrum trúflokkum, hvort sem það er þjóökirkjan eða annað. — Er rekið trúboð á ykkar veg- um? — Við höfum fullan hug á að koma út ritum til að kynna trúna. Þróunarkenningin i Irumstæðri mynd — Trúið þið á sköpunarsögu Snorra-Eddu. — — Ekki nema sem hugmynda- fræði. Við tökum hann ekki bók- staflega frekar en kristnir menn sköpunarsögu bibliunnar. — Alitur þú, að sé einhver hug- myndafræðilegur munur á þess- um tveim kenningum um sköpun heimsins? — Já, þar er töluverður munur á. Sköpunarsaga Eddunnar er nokkurs konar þróunarkenning sins tima. Asatrúin gerir ráð fyr- ir, að hið stóra kvikni af þvi smáa, en i kristni er þessu öfugt farið. — Hver er munurinn á kristinni siðfræði og ykkar siðfræði? — Það má segja, að grunntónn- inn íokkar siðfræði sé ábyrgð ein- staklingsins á sjálfum sér og sin- um gerðum. Þetta viðhorf er e.t.v. bezt orðað með gamla mál- tækinu „hver er sinnar gæfu smiður". 1 þessu efni höfum við hliðsjón af Snorra-Eddu og öðrum helgiritum. — Er hún ykkar biblia? — Já, það má segja, að hún gegni liku hlutverki. — Hvernig eru svo triiarathafn- ir ykkar? — Þær eru ekki fullmótaðar en mönnum verður mjög i sjálfsvald sett, hvernig þeir haga trúarlífi sinu. 6g er þeirrar skoðunar, að trU eigi meiri itök I fólki en marg- ir ætla, en fastmótuð kenninga- kerfi eru ekki vel séð. Við höfum i lögum okkar að helga guðunum likneskjur, en ekki aðskylda að tilbiðja þær. Að- eins er bannað að vanvirða heilög goð, eða annað, sem heilagt er. Raunar segir i lögunum, að mönnum sé heímilt að iöka trú sina á þann hátt, sem hverjum og einum hentar, meðan hann ekki brýtur i bága við landslóg. — Haldið þið blót? — Já, mónnum er skyld að koma til blóts eigi sjaldnar en einu sinni á ári. Það skal tekið fram, að i blótum okkar er ekki úthellt blóði. — Að lokum Sveinbjörn, Held- urðu að ásatrúin eigi ennþá itök i hugmyndaheimi tslendinga? — Já, það er enginn vafi á þvi, að hún er mjög samofin okkar menningararfi. 011 okkar gamla þjóðtrú á rætur sinar aftur i heiðni. Þessir fornaldarkappar, sem við köllum svo, trúðu á miklu fleira en goðin. Þeir trúðu á jötna, álfa og huldufólk og það er lifandi i fólki enn i dag. — Kristnin er kannski ekki svo rótgróin i okkur, þegar öllu er á botninn hvolft? — Nei það held ég ekki, nema helzt hjá þeim, sem hafa atvinnu af henni.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.