Tíminn - 03.12.1972, Blaðsíða 13

Tíminn - 03.12.1972, Blaðsíða 13
Sunnudagur 3. desember 1972 TÍMINN 13 „EFTIR REYKJAVÍK...." hitt þó siðra, þegar hátiðleg al- vara og ihugull spekingssvipur kemur á ung andlit. Það er mikil hvild i þvi að gefa sliku gaum, þegar maður gerist þreyttur á endalausri sýndarmennsku þeirra, sem fullorðnir þykjast. Við skulum ekki sjá eftir minútunum, sem við veröum að skoöa þessar sænsku myndir. Ahirf þeirra munu ekki svikja okkur.—VS. Þvi var spáð i sumar, að ekki myndu áhrif skákeinvigisins öll burtu máð á þeirri stundu, sem hólmgöngukapparnir yfirgæfu is- lenzka grund. Hér var ekki ólik- lega til getið — og þurfti reyndar ekki mikinn speking til slikrar spásagnar. Ætla mætti, að skákáhugi okkar Islendinga tæki stórt stökk fram á við, og sjálfsagt hefur hann gert það. En sé svo, þá er hitt að minnsta kosti jafnvist, að við er- um ekki einir um þetta. Banda- rikjamenn eru allt i einu orðnir skákunnendur, og á þarekki illa við hið fornkveðna: „Guð má vita, hvar það endar.” En það hafa fleiri gaman af skák, og ekki var sizt fylgzt með heimsmeistaraeinviginu á Norðurlöndum, enda liggja þau nærri þeim vettvangi, þar sem striðið var háð. Svo virðist lika, sem ekki ætli áhrifin að verða minnst þar, enda er það mjög að vonum. Snemma i siöasta mánuði birti sænska blaðið Vi grein, sem nefndist „Eftir Reykjavik...” Blaðamaðurinn (Dag Lindberg) hefur mál sitt með þvi að segja, að fáir hlutir slétti eins úr aldurs- mun fólks eins og skák. Við skák- borðið hittast ungir og gamlir, og jafnvel þótt þeir lifi annars i tveim gerólikum heimum, geta þeir mikið hvor af öðrum lært, þegar þeir eru seztir að tafli. Eins og fyrirsögn greinarinnar bendir til, er þar minnzt á heims- meistaraeinvigið, sem fram fór i Reykjavik og sagt, að siðan hafi skákáhugi tekið geysilegan sprett („en fruktansvá'rd fart) meðal ungu kynslóðarinnar, bæði barna og unglinga. Greinarhöfundur segir, að átta ára snáðar séu nú farnir að velta þessum fræðum fyrir sér en slikt hafi ekki áður verið venja. Enn fremur er frá þvi sagt i gamansömum tón, að fréttamaðurinn hafi farið að kynna sér þennan mikla áhuga af eigin raun — og hann fór sannar- legaekki neina fýluferð: Á minna er tuttugu minútum var hann mátaður af Matthiasi Berg, tiu ára snáða. Hvernig það gerðist, segir hann að ekki sé svo auðvelt að útskýra. En þaðgerðist, og það meira að segja án mikilia vafn- inga. Annars stóð það aldrei til að þýða þessa grein frá orði til orðs. Það voru myndirnar, fremur en lesmálið, sem freistaði, enda er það löngum svo, að mynd segir meira en orð. A einni myndinni sézt drengur vera að tefla við fullorðinn mann. Það er hinn ungi snillingur, Matt- hias Berg, sem þar er að máta fréttamanninn frá Vi. Á annarri mynd sjást tveir drengir að tafli, annar ljóshærður, hinn dökk- hærður, báðir með fingur við munn sér. Hver minnist nú ekki þess kapitula Atómstöðvarinnar, sem heitir Jörfagleði: Hjónin höfðu farið að heiman og unga kynslóðin gerði sér glaðan dag á meðan með tilheyrandi fyllirii. Þegar svo hafði gengið lengi kvölds og framá nótt, saknaði vinnukonan allt i einu drengjanna tveggja. Hvað var orðið af þeim? „Þá sé ég að klæðaskápurinn stendur á gátt og þaðan skin ljós, og hvað er að gerast þar i miöri jörfagleði aldarinnar? Tveir dreingir að tefla. Þeir sitja i hnipri hvor móti öðrum yfir skák inni skápnum i órafjarlægð alls sem gerist fastvið þá,....” Þeir litu ekki einu sinni upp, þótt vinnukonan stæði drjúga stund i skápdyrunum og horfði á þá. „Og við þessa sýn varð ég aftur gagn- tekin þvi öryggi lifsins, þeirri birtu hugdjúpsins og sviun hjart- ans sem ekkert slys fær skert.” Þetta mun flestum finnast eitt- hvert áhirfamesta atriði þeirrar góðu bókar, og furðuleg sein- heppni var það, að þvi skyldi vera sleppt i leikgerð Atómstöðvarinn- ar, en það er nú önnur saga. Mannkindin er alls staöar sjálfri sér lik. Þessir sænsku drengir, sem við sjáum hér, gætu allt eins verið landar okkar — og reyndar hvar annars staöar, þar sem skákiþróttin er þekkt. Vist er alltaf gaman að sjá börn ærslast og leika sér, en ekki er «■****» TAUTYST

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.