Tíminn - 03.12.1972, Side 14

Tíminn - 03.12.1972, Side 14
14 TÍMINN Sunnudagur 3. desember 1972 Jafnvel Burmastúlkan, sem Paterson kom greinilega svo vel fram við, átti auðveldara með að velja en hún! En jafnvel þótt hún hefði átt auð- velt með að taka ákvörðun, var hún hrædd um, að hún hefði aldrei getað sýnt nægilega staðfestu til að standa við val sitt. Tviþætt eðli hennar hefði haft áhrif á ákvörðun hennar, hver sem hún hefði orðið, og gert hana tilgangslausa. Svo hafði hún flúið bæinn ásamt hinum hvitu.Sú staðreynd, að hún var ástfangin af Fielding hafði ekki getað breytt ákvörðun hennar. Hún var heldur ekki nema hálfpartinn ástfangin af honum, þótt hún dáði hann einlæglega. Hún vildi gjarnan vera samvistum við Fielding en hún var ekki nógu kjarkmikil til að horfast i augu við staðreyndirnar. Það sem í vændum var, hafði ekki einu sinni vakið henni verulegan ótta. Það var sem hún gengi i svefni og þegar majór Brain kom að sækja hana fór hún, þó að hún hefði tæpast kjark til þess. Nú var majór Brain snúinn við og hafði með þvi vakið allar þessar gamalkunnu kenndir. I ringluðum huga hennar blönduðust saman efi og iðrun, samvizkubit og kviði. Kviðinn náði yfirhöndinni eftir þvi sem þau þokuðust lengra fram veginn, sem rauf skóginn eins og sprunga. Fyrr eða siðar yrði hún neydd til að taka samskonar ákvörðun og majórinn hafði tekið i gær- kvöld. Hún vissi, að það var rangt af henni að halda áfram, en hér sat hún ráðalaus i aftursætinu á bilnum, sem barst áfram með óstöðvandi flóttamannastraumnum. Hún skelfdist ekki eins og majórinn við að sjá likin meðfram veginum. Hrægammarnir áttu dýrðardaga. Sálarró þeirra var engin hætta búin vegna lifnaðarháttanna. Hana hryllti ekki við þeim heldur. Það var hið hálfdauða og hálfrotna innra með henni, sem olli henni ógeði. Vitneskjan um morknandi likin við veginn fékk hana ekki til að snúa við. Aðra stundina hafði hún óviðráðanlega löngun til að snúa til baka og vera hjá Fielding á sjúkrahúsinu, en i sömu andrá varð henni hugsað til Majórs Brain, sem drösl^ði hjólinu móti straumnum aleinn niðri á sléttunni, sýktri af malariu. Henni ofbauð til- hugsunin og hún sannfærðist um, að óform hennar væru ófram- kvæmanleg. Sannarlega langaði hana til að sjá liljurnar og hvitu veggina á sjúkrahúsinu aftur og sjá Fielding standa við sjúkrarúm og halda á hitakorti i sterkum, loðnum höndum sinum — hún hefði átt að snúa við með majórnum, hún hafði hugleitt það, en tilhugsunin hafði verið of skelfileg. Sljóleikinn, sem hvilt hafði yfir henni hingað til, hvarf skyndilega um fjögurleytið þennan dag. Tuesday tókst á loft i framsætinu og hrófaði upp yfir sig, útvarps- tækið þeyttist úr höndum hans eins og hefði það verið sprellifandi kanina. Það heyrðist brestur, þegar það féll á golfið, og hann tók það varlega upp aftur óttasleginn á svip. „Herra Paterson”, hrópaði Tuesday, „herra Paterson! Litið á! Ungfrú Con stendur þarna á veginum”! Spottakorn frá þeim stóð Connie og gaf þeim merki um að stanza. Hún veifaði máttlitlum handleggjunum og ermarnar á blússunni hennar sveifluðust eins og vængir á særðum fugli. Aður en Paterson næði að stanza, stökk ungfrú Alison út úr bilnum og lagði af stað gangandi til móts við Connie. Ungfrú Alison hljóp ekki og hún var mjög róleg og virtist hávaxnari en venjulega, þar sem hún stóð við hlið Conniear McNairn og fékk hana til aðhætta að veifa. Frú Betteson hafði sýnt óvenjulegt snarræði, þegar hún gerði sér grein fyrir þvi, að billinn mundi velta. Við hliðina á henni sat frú Mc- Nairn og sveiflaði sólhlifinni sinni i ákafa, stórhættulegt bæði fyrir hana sjálfa og þá, sem i námunda við hana voru. 1 framsætinu sátu maður hennar og herra Portman og æptu hvor upp i andlitið á öðrum. Hvenær sem var gæti steinninn, sem burmanska konan hélt á, komið fljúgandi, brotið bilrúðuna og skaðað þá, sem i bilnum voru. Andartak sat frú Betteson og yfirvegaði, hvað komið gæti fyrir. Þá fór billinn að hallast, ekki eldsnöggt, heldur hægt og sigandi. Hún þreif sólhlifina úr höndum frú McNairn og reyndi að krækja henni handfangið á bilhurðinni. Hún náði taki og kiptti i, hurðin opnað- ist, en sólhlifin var föst og kastaðist út um leið og hurðin þeyttist upp. Á næsta andartaki ýtti hún kröftuglega við Connie McNairn, svo að hún hentist út um dyrnar. Þótt merkilegt mætti viðast, lenti Connie ekki undir bilnum, sem endastakkst niður brekkuna. Frú Betteson fannst heil eilifð liða, þar til henni tókst sjálfri að komast út um dyrnar. Grjót- kastið dundi umhverfis hana og nokkrir bensinbrúsar skoppuðu niður, tengivagninn flaug yfir höfði hennar, en hitti hana þó ekki. Connie McNairn kom til sjálfrar sin og settist upp. Hún hafði hafnaó um tuttugu metrum neðan við brekkubrúnina. Vatnsflaumur monsún- vindanna hafði borið með sér sand og möl ofan frá veginum og myndað þarna sandöldu, litinn dúnmjúkan blett. Neðar var hamarinn þver- hniptur og þar hlaut billinn að hafa horfið i djúpið. Hún lokaði augun- um, er henni varð hugsað til bilsins. Litlu seinna opnaði hún augun aft- ur og leit i kringum sig og sá hálfhring af burmönskum andlitum uppi á veginum. 1 þeim speglaðist bæði fjandskapur og skelfing i senn. Conniesá ekki skýrt, þvi að fyrir æugum hennar svifu rauðir dilar. Hún fór að skriða upp brekkuna og var rétt hjálparhönd siðasta spölinn. Þegar slysið átti sér stað, hafði hún verið róleg, hún hafði alls ekki haft tima til að hljóða. Nú stóð hún óhult uppi á veginum, skjálfandi og þakklát. Kringum hana hópaðist fólkið hrópandi og patandi, og allir, að henni sjálfri meðtaldri, horfðu niður brekkuna. Ekki var enn allt orðið kyrrt i gulri, sendinni brekkunni. Ennþá hoppuðu smásteinarnir niður og stærðar grjóthnullungar héldu áfram að velta. Það leit frekar út fyr- ir, að eitthvað ætti eftir að gerast þarna niðri en að eitthvað hefði gerzt. Það var eins og öll fjallshliðin væri að komast á hreyfingu, eins og hún væri að bráðna og leysast upp i sólskininu. Lengst neðan úr djúpinu, þaðan sem ekki sást frá veginum, steig ryk- súla til himins. Hún minnti á reyk frá sprengingu. Rykskýið var litið i samanburði við skógi klædda fjallatindana i baksýn. Connie stóð og beiðþess að heyra sprengingu. Burmabúarnir stóðu i hnapp á brúninni og bentu niður, þeir stóðu og biðu, þeir lækkuðu röddina, þegar þeir töl- uðu saman. Reykskýið eða rykskýið — hvað sem það nú var — færðist i aukana og steig hátt i loft upp i logninu. En það heyrðist aldrei spreng- ing. Niðri i brekkunni var grjóthrunið loksins hætt, og smám saman leystist rykskýið upp. Það féll saman eins og loftbelgur, sem stungið hefur verið gat á. Það kvað við langdregið „o” frá starandi fólkinu i kringum hana. Langt niðri i hliðinni, skammt frá þverhnfpinu, var eitthvað, sem glampaði á i sólinni. Connie kom auga á það. Sólskinið sindraði á þvi eins og slönguham, sem lengi hefur verið fægður af veðri og vindum. Þetta var sólhlifin hennar frú McNairn. 1 ennþá rikara mæli en hin endanlega og örlagaþrungna upphrópun Burmabúanna, gat þessi sól- hlif sannfært Connie um, að slysið hefði gerzt, þvi var lokið. Sólar- geislarnir endurvörpuðust i sólhlif móður hennar og skinu beint i augu hennar og ollu henni miklum sársauka. Henni lá við svima. Hún fann til nær óviðráðanlegrar löngunar til að fara fram á hamrabrúnina og steypa sér niður hengiflugið. Steypast niður og deyja.... Henni sortnaði fyrir augum og eitt ógnvekjandi andartak sýndist henni sólhlifin bruna af stað og hverfa i djúpið. Næst þegar Connie kom til sjálfrar sin, sat hún i skugganum af stór- Lárétt 1) Hnifur,- 5) Stafur,- 7) Op.- 9) Fugl,- 11) Mynt,- 12) 51.- 13) Kona.- 15) Ungviði,- 16) Léttir,- 18) Kjáni,- Lóðrétt 1) Ilát,- 2) Tini - 3) Skst,- 4) Hár,- 6) Iðnaðarmaður- 8) Fugl,-10) Strákur,- 14) Mátt- ur,- 15) Ungviði,- 17) Frið.- X Ráðning á gátu Nr. 1274 Lárétt 1) Bridge.- 5) Nói,- 7) Lin,- 9) Lok,- 11) DL,- 12) DO.- 13) Rak,-15) MDL.-16) Ósa,- 18) Glanni,- Lóðrétt 1) Baldri.- 2) Inn.- 3) Dó.- 4) GiL- 6) Skolli,- 8) Ila.- 10) Odd,- 14) Kól.- 15) Man,- 17) SA,- D R E K I ■11 f SUNNUDAGUR 3. desember 8.00 Morgunandakt5éra Pétur Sigurgeirsson vigslubiskup flytur ritningarorð og bæn. 8.10 Fréttir og veðurfregnir ^8.15 Létt morgunlög. Die Harzer Bergsanger, Paul Robeson og hljómsveit James Lasts syngja og leika. 9.00 Fréttir. Útdráttur úr for- ustugreinum dagblaðanna. 9.15. Morguntónleikar. (10.10 Veðurfregnir) a. Sálmafor- leikur nr. 1 i h-moll eftir Cesar Franck. Flor Peters leikur á orgel. b. Sónata i h- moll fyrir flautu, sembal og viólu da gamba eftir Johann Sebastian Bach. Elaine Shaffer, Gorge Malcolm og Ambrose Gauntlett leika. c. Hörpukonsert eftir Francois Adrien Boildieu. Nicanor Zabaleta og Sinfóniuhljóm- sveit útvarpsins i Berlin leika. Ernst Má’rzendor - fer stj. d. Missa Choralis eftir Frans Liszt. Einsöng- varar og Borgarkórinn i Bournemouth flytja; Nor- man Austin stj. 11.00 Messa i Neskirkju.Prest- ur: Séra Jóhann Hliðar. Organleikari: Jón Isleifs- son. 12.15 Dagskráin. Tónleikar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Fréttaspegill. Tilkynningar. Tónleikar. 13.15 Halldór Laxness og verk lians: — fimmta erindtólaf- ur Jónsson fil. kand. flytur erindið, sem hann nefnir: Skáld i samfélagi. 14.00 Með lúðrahljómi um Vesturheim. Gisli Guð- mundsson segir frá ferð Lúðrasveitar Reykjavikur á s.l. sumri. Lúðrasveitin leikur nokkur lög. 15.00 Miðdegistónleikar: Frá tónlistarhátíð i Prag. Flutt verður tónlist eftir Antonin Dvorák. Flytjendur: Wolf- gang Schneiderhan fiðlu- leikari og Tékkneska fil- harmóniusveitin: Václav Neumann stj. a. „Carni- val”-forleikur op. 92 b. Fiðlukonsert i a-moll op. 53 c. Sinfónia nr. 6 i D-dúr op. 160. 16.25 Myndlistarkeppni barna „Pétur og úlfurinn”, verk fyrir hljómsveit og fram- sögn eftir Prokofjeff. Helga Valtýsdóttir segir söguna. Sinfóniuhljómsveit Islands leikur; Václav Smetacek stjórnar. 16.55 Veðurfregnir. Fréttir. 17.00 Framhaldsieikritið „Landsins lukka” eftir Gunnar M. Magnúss.Endur- flutningur 7. þáttar. Leik- stjóri: Brynja Benedikts- dóttir. 17.45 Sunnudagslögin, 18.30 Tilkynningar 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.20 Pistill frá útlöndum Kristinn Jóhannesson talar frá Gautaborg. 19.35 Úr segulbandasafninu Jónas Jónsson frá Hriflu talar um tvö þingeysk skáld, Guðmund frá Sandi og Jón Trausta á 10 ára af- mæli Þingeyingafélagsins i Reykjavik 1953. 20.00 Frá tónlistarhátið i Chimay i Belgiu.Flytjendur sellóleikararnir Pierre Fournier og Reinhold Buhr. Jean Fonda pianóleikari og Les Solistes de Liége. a. Concerto grosso op. 6 nr. 9 i F-dúr eftir Corelli. b. Tólf tilbrigði eftir Beethoven um stef eftir Hándel. c. Selló- konsert i B-dúr eftir Boccherini. 20.30 Af palestinskum sjónar- hól Séra Rögnvaldur Finn- bogason flytur siðara erindi sitt. 21.15 Kvartett i D-dúr fyrir flautu, fiðlu, viólu og selió (K285) eftir Mozart Auréle Nicolet flautuleikari og Kehr-trióið flytja. 21.30 Lestur fornrita: Njáls saga Dr. Einar 01. Sveins-

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.