Tíminn - 03.12.1972, Page 16

Tíminn - 03.12.1972, Page 16
16 TÍMINN Sunnudagur 3. dcscniber 1972 Magnús (lcstsson. Ny bok: Mannlíf og mórar í Dölum „Mannllf og mórar i Dölum” heitir samsafn af sögum og fróð- leik, sem varðveitzt hefur i minni manna i Dalasýslu. Magnús Gestsson safnaði. Mest eru þetta frásagiiir af mönnum, sem ekki bundu bagga sina sömu hnútum og aðrir sam- ferðamenn, en voru eftirminni- legir höfðingjar, hver á sinn sér- stæða hátt. Segir frá slysförum og svaðil- förum, merkum draumum og sýnum, fylgjum og mögnuðum draugum, sagnir eru um álaga- bletti og útburði og langur þáttur er um Sólheimamóra. Flest hefur þetta gerzt á tima- bilinu frá þvi nokkru fyrir alda- mótin og fram á fimmta tug þess- arar aldar. Bókin er gefin út hjá Skuggsjá, er 264 blaðsiður meö nafnaskrá og efnisyfirliti. Hjarðarfellsætt - rit Þórðar Kárasonar Nýlcga er komið út mikið ættartölurit, lljarðarfeilsætt, sem Þórður Kárason lögregluþjónn hefur tekið saman. i ritinu kynnir höfundur afkomendur Þórðar Jónssonar á Hjarðarfelii,(>—7 ætt- liði til þessa árs, alls um 2500 niðja. Enn er þessi ætt fjölmenn á Snæfellsnesi, þó dreifð sé nú um iand allt. Þá er hún einnig fjöl- menn i Norður-Ameriku. Saman við niðjatalið er blandað visum og frásögnum um mæta menn og kjarnakonur vestur þar. Sagnamenn og ritsnillingar hafa lýst þessu fólki, m.a. séra Arni Þórarinsson og Þórbergur: ,,Hjá vondu fólki” og Oscar Clausen: „Með góðu fólki” og i fleiri ritum hans. t bókinni eru yfir 600 manna- myndir, þar af nokkrar frá 19. öld. Ennfremur mynd af Selja- nessmóra, sem raunar var ekki Snæfellingur, heldur slæðingur á Ströndum. Maður af Hjarðar- fellsætt festi hann á filmu fyrir nær 40 árum. 1 bókinni eru ættartöluform, Þórður Kárason. með sýnishornum handa þeim, sem vilja á einfaldan og hentugan hátt safna upplýsingum um ættir, frá forfeðrum til núlifandi kyn- slóðar. Einnig er þeim ófæddu ætlaður þar staður. Ný bók: Prófasts- sonur segir frá „Prófastssonur segir frá” heitir bók, sem Ingólfur Kristjánsson hefur fært i letur eftir forskrift Þórarins Arnason- ar frá Stórahrauni. Séra Arni Þórarinsson prófastur, faðir Þór- arins, er ein frægasta sagnaper- sóna siðari tima. Þórarinn hefur i rikum mæli erft frásagnargleði föður sins, hann er hreinskilinn i bezta máta og glettni i frásögn er honum i blóð borin. Auk foreldra sinna segir Þórar- inn frá kunnum mönnum, sem komu á æskuhfeimili hans, s.s. Einari Benediktssyni, Vilhjálmi Stefánssyni, Ingimundi fiðlu og Oddi sterka af Skaganum. Þetta er hispurlaus og skemmtileg bók, hlý og umtals- góð um náungann, létt og oft gamansöm lýsing á lifi góðs sögu- manns og mikils fjölda samferð- armanna. Skuggsjá gefur bókina út og er hún 208 blaðsiöur, prýdd myndum. Ný bók: Fornar byggðir á hjara heims „Fornar byggðir á hjara heims” heitir ný bók eftir Poul Norlund. Dr. Kristján Eldjárn þýddi. Bókin segir sögu landnáms á Grænlandi og skýrir frá vexti og viðgangi byggðanna og loks falli þeirra. Frásögnin er alþýðleg og auðlesin, en styðst þó hvarvetna við beztu heimildir. Einkanlega eys höfundur af brunni þeirra miklu fornleifarannsókna, sem hann og aðrir hafa gert i ts- lendingabyggðum á Grænlandi. Bókin hefur orðið mjög vinsæl og verið þýdd á margar tungur, m.a. á grænlenzku. Bókin er 154 blað- siður i nokkuð stóri broti. I henni I)r. Kristján Eldjárn. er fjöldi mynda og uppdrátta tsa- foldarprentsmiðja gefur út. Ný barnasaga: Dvergurinn Dormí- Lúr-Í-Dúr „Dvergurinn Dormi-Lúr-t- Dúr” heitir barnasaga eftir Þóri S. Guðbergsson. Greinir þar frá undarlegum ævintýrum Péturs og Lisu-og samskiptum þeirra við dverginn Dormi-Lúr-t-Dúr. Þau komast til undralandsins og verða margs visari. Höfundurinn, Þórir S. Guð- bergsson, er mörgum kunnur af fyrri bókum sinum. Nægir þar að nefna söguna um Kúbb og Stubb, sem byggð er á samnefndu leik- riti, en er nú ófánanleg. Þórir hef- ur skrifað margar bækur fyrir unglinga, en einnig fyrir yngstu kynslóðina i Æskunni. Þórir S. Guðbergsson. t nýju bókinni eru spurningar aftan við hvern kafla um efni kaflans. Sigrid Valtingojer teikn- aði myndir i bókina og á kápu. Bókin er 69 blaðsiður. Ógnvaldur skíðaskálans SB—Heykjavik Út er komin þriðja bók hins unga rithöfundar Einars Þor- grimssonar, sem kvaddi sér hljóðs árið 1970 með „Leyni- hellinum”. Nýja bókin heitir „Ögnvaldur skiðaskálans”. Greinir þar frá 1. bekk gagn- fræðaskóla eins, sem heldur glaður og reifur i helgarskiða- ferðalagi. Ferðalagið breytist þó fljótlega i æsispennandi baráttu við óþekkta veru, sem ógnar lifi og limum ferðalanganna. Bókin er hörkuspennandi frá upphafi til enda og þvi kjörið lestrarefni fyrir unga pilta. Auk áðurnefndra tveggja bóka, hefur Einar skrifað „Leyndardóma eyðibýlisins”, sem kom út fyrir siðustu jól. Nýja bókin er 124 blaðsiður, gefin út af höfundi. Eiiiar Þorgrtmsson Ljóðabók Kára Tryggvasonar: Til uppsprettunnar „Til uppsprettunnar" heitir ný ljóðabók eftir Kára Tryggvason og er það tuttugasta bók hans. Flestar bóka hans eru barnasög- ur og hefur ein þeirra, Disa á Grænalæk verið gefin út þrisvar. Af fyrri ljóðabókum Kára má nefna Yfir Ódáðahraun, Hörpur þar sungu og Sunnan jökla. t nýju bókinni eru 45 ljóð og skiptast þau i tvo flokka: Orð og atvik og Hug- leiðingar. Bókin er 73 blaðsiður, tsafoldarprentsmiðja hf. gaf út. Kári Tryggvason. Félag tamningamanna Aðalfundur verður haldinn laugardaginn 9. des. nk. i Kristalssal Hótel Loftleiða og hefst kl. 10 fh. Ný bók eftir Theresu Charles: Þeir, sem hún unni „Þeir, sem hún unni” heitir nýjasta bókin eftir Theresu Charles, A bakhlið bókarinnar stendur, að höfundur hafi enn einu sinni hitt naglann á höfuðið. Enn á ný hefur henni lánazt, að skrifa skáldsögu, sem er svo yfir- þyrmandi spennandi, að aðeins vinsælustu bækur sjálfra hennar komast þar i samjöfnuð við. Enn á ný geta þvi aðdáendur hennar glaðzt við lestur heillandi ástar- sögu, sem er hvort tveggja i senn, hrifandi fögur og hlaðin drama- tiskri spennu. Útgefandi er Skuggsjá, bókin er 170 blaðsíður og Andrés Kristjánsson þýddi, eins og fyrri bækur höfundar. Rýmingarsala Vandaðir nýir svefnbckkir nú aðeins kr. 3.500. Nýir svefnsófar kr. 5.500 (llálfvirði). Nýir hjónasvefnbekkir 110 cm. breidd kr. 5.500. Sófa- sett, _ gjafverð, vandað áklæði. Seijum svamp eftir máli. Sendum gegn póstkröfu. Notið tækifærið Sólaverkstæðið, Grettisgötu 69, simi 20676. Opið til kl. 9. Jólii %>> skeiðarnar ' komnar TVÆR STÆRÐIR Verð kr. 495,00 Verð kr. 595,00 Sent gegn póstkröfu GUÐMUNDUR Xj ÞORSTEINSSON N* Gullsmiður vs Bankastræti 12 X Sími 14007 ^ jFRÍMERKI — MYNT Kaup — >ala Skrífið eftir ókeypis vörulista. Frímerkjamiðstöðin Skólavörðustíg 21 A| Reykjavík

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.