Tíminn - 03.12.1972, Blaðsíða 20

Tíminn - 03.12.1972, Blaðsíða 20
Jónas Kristjánsson. Doktorsvörn í háskólanum Laugardaginn 9. des. 1972, kl. 14.00, mun prófessor Jónas Krist- jánsson, forstöðumaður Stofnun- ar Arna Magnússonar á Islandi, verja doktorsritgerð sína Um Fóstbræðrasögu við heimspeki- deild Iláskóla tslands. Andmælendur af hálfu Heim- spekideildar verða dr. phil. Bjarni Guðnason, prófessor, og dr. phil. Jakob Benediktsson, orðabókarritstjóri. Vörnin fer fram i hátiðasal háskólans. öllum er heimill að- gangur. Fundu kjúklinga í stað hass Klp—Reykjavik. Eins og við sögðum frá s.l. föstudag var gerð leit að hassi um borð i flutningaskipinu tsborg þegar það kom til Akraness s.l. fimmtudag, en ekkert fannst þar. Skipið fór frá Akranesi til Reykjavikur á föstudagskvöldið og þar tók á móti þvi nær 20 manna móttökusveit tollara og lögregluþjóna. Var skipið skoðað hátt og lágt og fannst ekkert hass en aftur á móti örfáir frosnir kjúklingar, sem kokkur skipsins átti og voru þeir skráðir eign hans. Voru kjúklingarnir fluttir i land af yfirvöldunum, þrátt fyrir að bannað sé að flytja frosið kjöt erlendis frá inn I landið, og rannsakað hvort nokkuð væri fal- ið i þeim. Svo var ekki, og kokk- urinn sem ætlaði að nota þá i veizlu fyrir fjölskyldu sina um borð, hefur ekki fengið þá aftur. Eitt af fámennustu sveitarfélögum landsins skákar öðrum: ÞÚSUND KRÓNA TILLAG FRÁ HVERJU MANNSBARNI Oddviti Sauðaneshrepps, Sigurð- ur Jónsson á Efralóni. Sauðaneshreppur i Norður- Þingeyjarsýslu er meðal hinna fámennari hreppa landsins. Þeir hreppar, sem hafa færra fólki á að skipa, munu vera sextán eða seytján. En það er ekki ævinlega háð mannfjölda, hvað menn geta og gera. 1 gær barst Ólafi Jóhannessyni forsætisráðherra simskeyti frá Sigurði Jónssyni á Efralóni, oddvita Sauðaneshrepps, þar sem tilkynnt var, að framlag Sauða- neshr. til landhelgissjóðs hefði verið látið i póst — samtals sextiu og sex þúsund krónur. Nú voru ibúar Sauðaneshrepps einmitt sextiu og sex við manntal 1. desember 1971 svo að þetta til- lag nemur þúsund krónum á hvert einasta mannsbarn, konur og karla, börn og gamalmenni. Þess er enn að geta, að Sauðanes- hreppur er landbúnaðarbyggð og enginn visir sjóþorps innan marka hans siðan Skálar á Langanesi fóru i eyði. Til frekari skýringar á þvi, hvaða fórn hér er færð, skal bent á, að Reykjavikurborg yrði að leggja fast að 83 milljónir i land- helgissjóð, ef hún vildi komast til jafns við bændafólkið i Sauðanes- hreppi. Kópavogur rifar ellefu milljónir, Garðahreppur talsvert á fjórðu milljón og Seltjarnarnes- hreppur á þriðju milljón. Þessi samanburður segir þó ekki nema hálfa söguna, þvi að þéttbýlismönnum hér við Faxa- flóa ætti enn frekar að renna blóðið til skyldunnar, en sveita- fólki, sem lifir af þvi að erja jörð- ina, þar sem allur vöxtur og við- gangur hófuðborgarsvæðisins hvilir beint og óbeint á þeim auði, sem i hafið hefur verið sóttur. Enn sem komið er hefur engin sjávarbyggð eða útvegsbær lagt jafnmikið að mörkum og hinn fáliðaði Sauðaneshreppur hefur gert. Hann gnæfir yfir öll sveitar- félög landsins að þegnlegri fórn- fýsi. Þetta óeigingjarna dreng- Framhald á bls. 19

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.