Tíminn - 05.12.1972, Blaðsíða 4

Tíminn - 05.12.1972, Blaðsíða 4
4 TÍMINN Þriðjudagur 5 desember 1972 li fflK|"l1li US rQOQj Tillitsemi. Ófriskar konur i Japan, sem vinna utan heimilis, fá sérstök hlunnindi. Þær mega mæta einni klukkustund siðar en aðrir á vinnustað og fara heim einni klukkustund áður en aðrir ljúka vinnu sinni. Er þeim sýnd þessi tillitssemi til að þær þurfi ekki að ferðast i troðfullum strætis- vögnum og lestum á þeim tima sem ösin er mest Bílar og dauðsföll Billinn er áreiðanlega hættuleg- asta farartæki, sem notað er. i júnimánuði sl. Iétust4480 manns i bilslysum i Bandarikjunum, sem er meira en nokkru sinni fyrr á einum mánuði þar i landi. Á lyrstu sex mánuðum ársins létuzt 25.960 manns af völdum bilaumlerðar i Bandarikjunum sem er 5% aukning frá árinu áður. ☆ Vill ekki giftast prinsi Caroline prinsessa af Monakó vill verða dansmær, en móðir hennar segir, að það komi ekki til mála að hún fari að dansa eða leika. Ætlar hún dóttur sinni að ganga að eiga prins og verða drottning. Segir Grace fremur kjósa Karl Sviaprins fyrir tengdason helduren Karl prins i Englandi. ☆ Tu-þota á nýjum áætlun- arf lugleiðum Ný gerð af hinum kunnu sovézku TU-þotum (Túpólév) helur nú veriö tekin i notkun i reglubundnu áætlunarflugi á leiðinni milli Moskvu og heilsu- ræktarbæjarins Mineralnyje Vody i N-Kákasus. Þetta er TU- 154 þota,sem flutt getur 164 far- þega og flogið með allt að 1000 km hraða á klukkustund. Ætlunin er að taka þotur af þessari nýju gerð smám saman i notkun á þeim millilandaflug- leiðum Aeroflots, sovézka flug- lélagsins, sem farþegaumferð er mest, svo og á miðlungs- löngum flugleiðum innan Sovét- rikjanna. Kemur að þvi, að TU- 154 þotan verður sú flugvéla- tegund,sem mest verður notuð af Aeroflot. ☆ Ursula Andress segir meiningu sina um konur Leikkonan Ursula Andress er ekki mikið hrifin af kynsystrum sinum. Hún segir, að konur séu miklu verr innrættar en karl- menn og ólikt miskunnar- lausari. Sér sé það óskiljanlegt, að konur skuli vera kallaðar veikara kynið. Þær séu mun sterkari en karlmennirnir og notfæra sér það óspart. Ef karlmaður og kvenmaður fara saman á Norðurpólinn, sagði Ursula, mundi konan valalaust lifa lengur á kostnað mannsins. Og yfirleitt gerir hún allt á hans kostnað. Það er talað um ungar stúlkur, sem giftast eldri mönnum; hafið þið veitt athygli, að það eru nær alltaf rikir gamlir menn, sem þær giftast. Er þetta ekkert nema eigingirni af hálfu kvennanna. — Hvernig á ég að orða það? Jú, sjáið til. Ef þér ynnuð i happ- drættinu, ættuð þér auðuga ekkju. — Kg er að búa til nagladekk banda þé.r pabbi. — Þú kallar þig vandvirkan og bandleggsbrytur þig svo. DENNI DÆMALAUSI lleyrðu. Konan bans VVilson fór i beimsókn og skiltli húsið eftir i unisjá Wilsons.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.