Tíminn - 05.12.1972, Blaðsíða 6

Tíminn - 05.12.1972, Blaðsíða 6
6 TÍMINN ÞriAjudagur 5 desember 1972 Júlasveinninn ungi liefur lag/.l til hvildar i helli sfnum i dýrasafninu. Jólasveinarnir, sem komnir eru af fjöllunum Jólasveinar einn og átta oí'an komu af fjöllunum”, segir i vis- unni gömlu. p]n það má mikið vera, ef þetta er orðið breytt, og jólasveinar orðnir miklu fleiri en þeir voru fyrr á tið. Það hefur kannski orðið heilmikil jóla- sveinafjölgun, ekki siður en mannljölgun. En hvort sem jólasveinalalið gamla, einn og átta, er enn i góðu gildi eða þeim kumpánum hefur fjölgað til muna, þá er hitt vist, að það ber orðið þegar talsvert á þeim i höfuðstaðnum og kannski viðar á landinu. Um siðustu helgi komumst við að minnsta kosti i myndalökufæri við þá á tveim stöðum i Heykja- vik. — i Blómavali og dýrasafninu við Skólavörðuslig. Af þvi getum við kannski dregið þá ályktun, að það séu hlóm og dýr, sem þessum skammdegisgestum gezt hvað bezt að. Á báðum stöðunum héldu þeir uppi glensi og gamni við góðar undirtektir höfuðstaðarbarna, sem virðast alls ósmeyk við þessa skeggjuðu karla og rauðar skott- húfur þeirra. Það vottaði varla fyrir þvi, að þau yrðu smeyk, þótt jólasveinarnir tækju þau i fangið og hömpuðu þeim á örmum sér. Uað er með öðrum orðum hugprúð kynslóð, sem er að alast upp i Keykjavik. En það er raun- ar ekki i lyrsta skipti, að tslend- ingar hala ekki orðið uppnæmir, þótl skuggalega horfði. Menn minnasl til dæmis Þormóðar Kolbrúnarskálds, sem hvorki a-mti né skra-mti, þar sem hann hékk á hvannnjólanum i bjarginu og sá sér bana búinn, al' þvi áð Frásögn H.A. og J. H. Myndir: Róbert honum þótti skömm að þvi að kalla á hjálp. Jólasveinaskemm tunin i dýrasafninu stóð frá klukkan tvö til sex á sunnudaginn — jóla- sveinarnir, sem þangað komu voru svo sem ekki með neitt óða- gol. Þar stendur meira að segja til að hafa sitthvað til afþreyingar fyrir ungt fólk, kannski af svipuðu lagi, allt fram að jólum. En að jólum liðnum er ekki nokkur kost- ur á að fá jólasvein til þess að sýna sig meðal manna, þvi að þá flýta þeir sér á fjöllin, þar sem þeir eiga heima. Eins og kunnugt er hefur verið komið fyrir hljóðtækjum i dýrasafninu, þar sem bæði heyr- asl raddir fugla og dýra og svo manna, sem miðla ýmiss konar vitneskju. Þetta er hentugt náttúrufræðikennurum, þvi að með þessu móti geta þeir áreiðanlega vakið áhuga margra nemenda á verkefninu. En það var ekki aldeilis hentugt að hafa nokkra kennslustund i dýrasafn- inu á sunnudaginn. Þar var meiri þröng en svo, og ekki allir gestirnir sérlega hljóðlátir. Þess vegna vildu raddir fugla og dýra drukkna i skvaldri. Ekki þar fyrir — jólasveinarnir hefðu getað sagt margt fróðlegt um fugla og dýr, enda var þeim fyrir þakkandi, þó að þeir væru i essinu sinu á bess- Súlan leggur undir flatt, en börnin hópast um jólasveininn. Þeir voru þrir i dýrasafninu á sunnudaginn, einn og ungur upprennandi, svo að sýnilega eru jólasveinar ekki neitt að þvi komnir að deyja út. Kerhyrndi hrúturinn lætur mynda sig með Pottasleiki. um stað. Þarna var meira að segja kominn hellir með hvilu handa þeim, svo að þeir kynnu sem bezt við sig, og gætu hallað sér út af, ef þeir þreyttust við að skemmta börnunum. Það er ekki alls staðar búið svo vel i haginn fyrir þá, þegar þeir koma til mannabyggða. Þarna höfum við kannski orðið vitni að einum þætti framfaranna i þjóðfélaginu. Það er verið að búa betur og betur að öllum, heyrum við sagt, og hvers vegna skyldu þá ekki jólasveinarnir njóta þess lika? Það er þeirri staðföstu trú, að við — og þó einkum unga kynslóð- in — eigi fram undan skemmti- lega daga með jólasveina á næstu grösum, meðan jólanna er beðið af óþreyju, að við sláum botninn i þetta. Eftir á að hyggja bað fer- hyrndi hrúturinn i dýrsafninu að skila kærri kveðju til krakkanna og jólasveinanna, og það með, að hann biði næstu endurfunda með óþreyju. Þvi miður var Löngu- mýrar-Skjóna ekki komin i dýrahópinn, og þess vegna vitum við ekki, hvað hún hefði gert, ef hún hefði verið á þessu þingi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.