Tíminn - 05.12.1972, Blaðsíða 9

Tíminn - 05.12.1972, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 5 desember 1972 TtMINN 9 A. mmvrn Útgefandi: Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjéri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þór-g arinn Þórarinsson (ábm.).'Jón Helgason, Tómas Karlsson;::! Andrés Kristjánsson (ritstjóri Sunnudagsblaðs Timáns).|:;: Auglýsingastjóri: Steingrimur, GisUsctai. • Ritstjórnarskrif stofur I Edduhúsinu við Lindargótu, simar 18300-18306 Skrifstofur i Bankastræti 7 —afgreiðslusimi 12323 — auglýs ingasimi 19523. Aðrar skrifstofurtsimi 18300. Askriftargjaldi;:; krónur á mánuði innan lands, í lausasölu 15 krónur ein-fe takið. Blaðaprent_h_.f. Varnarmálin Einhver athyglisverðasta tillaga, sem fram hefur komið á Alþingi á undanförnum árum um varnarmál, er tillaga sú, er þingmenn Alþýðuflokks- ins flytja og nú er til athugunar i utanrikismála- nefnd. í 15 ár samfleytt fór Alþýðuflokkurinn með stjórn utanrikis- og varnarmála i rikisstjórn landsins eða frá 1956 til miðs árs 1971. Á þessum 15 árum voru gerðar margvislegar breytingar á skipan varnar- málanna á íslandi. Að vissu leyti átti sér stað grundvallarbreyting á eðli og starfsemi stöðvarinnar i Keflavik, er banda- riski sjóherinn leysti flugherinn af hólmi. Á þessu 15 ára timabili hefur hernaðartækni fleygt mjög fram,og grundvallarbreytingar hafa átt sér stað varðandi mat á hernaðarjafnvægi stórveldanna. Allt aðrir og nýir þættir ráða nú úrslitum. í Norður- Atlantshafi eru það hinir kjarnaknúnu kafbátar, búnir eldflaugum, er þyngst vega. En þótt gerðar hafi verið grundvallarbreytingar á stöðinni i Keflavik á þvi langa timabili, sem Alþýðuflokkurinn fór með stjórn utanrikis- og varnarmála, var þjóðinni ekki skýrt frá þeim jafn- óðum og þær áttu sér stað, heldur var farið með þær sem algjört pukursmál,og utanrikismálanefnd Alþingis fékk ekki einu sinni neina vitneskju um þróun þessara mála. Þegar Alþýðuflokkurinn var kominn i stjórnar- andstöðu skorti hins vegar ekki háværar kröfur frá honum um,að hvers konar smámál skyldu borin undir utanrikismálanefnd. En með þetta allt i huga er tillaga Alþýðuflokks- ins mikilsvert innlegg i þá könnun, sem Einar Ágústsson, utanrikisráðherra, hefur nú með höndum i varnarmálunum,og honum gott veganesti á vissan hátt i þeim viðræðum, sem fram undan eru við Bandarikjastjórn um endurskoðun varnar- samningsins, vegna þess að enginn stjórnmála- flokkur á Islandi hefur haft betri aðstöðu en Alþýðu- flokkurinn til að afla sér sem nákvæmastra upp- lýsinga um eðli og starfsemi bandariska varnar- liðsins á íslandi. í tillögu Alþýðuflokksins er fullyrt án nokkurra fyrirvara um það.hver sé nú hin raunverulega staða stöðvarinnar i Keflavik. í tillögunni segir um stöðu Keflavikurstöðvarinnar: 1. „Tæknibreytingar siðustu ára hafa valdið þvi, að hernaðarleg þýðing islands felst nú að lang- mestu leyti i eftirliti með siglingum i og á hafinu milli Grænlands, íslands og Færeyja”. 2. „Þýðingarmesta hluta af verkefni varnarliðs- ins og stjórn varnarsvæðanna” má reka með ,,sveit fullkominna, en óvopnaðra eftirlitsflugvéla, svo og nauðsynlegum björgunarflugvélum”. Að öðru leyti fjallar tillagan um rannsókn á þvi, hvort íslendingar geti tekið við þessari starfsemi. ERLENT YFIRLIT Whitlam getur orðið aðsópsmikill stjórnandi Mikill kosningasigur Verkamannaflokksins í Ástralíu Gouj'li Wbitlam 1 ÞINGKOSNINGUNUM 1966 beið ástralski Verka- mannaflokkurinn stórfelldan ósigur. Hann fékk þá ekki nema 41 þingsæti, en stjórnar- flokkarnir, Frjálslyndi flokk- urinn og Bændaflokkurinn, fengu 81 þingsæti samanlagt. Eftir þennan ósigur varð Arthur Calwell, sem verið hafði foringi flokksins siðan 1960, að draga sig i hlé, og minnstu munaði, að vara- maður flokksins, Gough Whit- lam, yrði að fylgja honum. Whitlam tók hins vegar upp baráttuna við andstæðinga sina i flokknum og var kjörinn íoringi flokksins 1967. Næsta ár munaði minnstu, að hann félli við formannskjörið. Þing- kosningarnar 1969 treystu hins vegar stöðu hans, þvi að þá bætti Verkamannaflokkurinn við sig 18 þingsætum, en stjórnarflokkarnir töpuðu 15. Enn meira máli skipti það, að lýðræðislegi Verkamanna- flokkurinn, sem var klofning- ur úr hægra armi Verka- mannaflokksins og hafði gert honum miklar skráveifur i kosningunum 1966, heltist nær alveg úr lestinni. Sigurhorfur Verkamannaflokksins þóttu eftir þetta afar álitlegar i kosningunum 1972, en kosið er i Ástraliu á þriggja ára fresti. Eftir kosningarnar 1969 dró úr þeirri mótspyrnu, sem Whitlam hafði verið sýnd i Verkamannaflokknum. Hann var eftir þetta óumdeildur for- ingi flokksins. Hann hefur þó ekki náð þvi marki að verða vinsæll, en er þvi meira virtur. Whitlam er manna mestur á velli og svipmikill. Hann er mesti mælskugarpur ástralska þingsins. Það spillir hins vegar fyrir honum, að hann er ráðrikur, skapmikill og fljótráður, og ekki sérlega alþýðlegur i viðmóti. Þess vegna fylgir hann málum sin- um oft meira fram af einbeitni en lagni, jafnt innan flokks sem utan. Af þessum ástæðum nýtur hann meiri virðingar en aðdáunar. ÞAÐ VAKTI áður fyrr nokkrar deilur i flokki Whit- lams, hve mikill sósíalisti hann væri. Þetta stafaði af þvi, að Whitlam hafði gert sér Ijóst. að ástralskir kjósendur væru yfirleitt fremur ihalds- samir og óhjákvæmilegt væri að taka tillit til þess, ef flokk- urinn ætti að ná meirihluta á þinginu, en rikisstjórn Frjálslynda flokksins og Bændaflokksins hefur setið óslitið siðan 1949. Whitlam hefur þvi unnið að þvi að þoka þjóðnýtingarstefnuoni og ýmsum róttækum stefnuatrið- um til hliðar, en lagt þeim mun meiri áherzlu á ýmsar verklegar oa félaaslegar framfarir. Þá hefur hann deilt hart á stjórnina fyrir stefnu hennar i efnahagsmálunum, en dýrtið hefur vaxið hratt i Ástraliu á siðari árum og nokkuð borið á atvinnuleysi. Þetta hefur vafalaust stutt mjög þann áróöur, sem Whit- lam hefur lagt mikla áherzlu, á að það væri kominn timi til að breyta um stjórn eftir 23ja ára óslitinn stjórnarferil F’rjálslynda flokksins og Bændaflokksins. Gegn Whit- lam dugði ekki heldur sá gagnáróður stjórnarflokk- anna, að hann myndi leiða þjóðina út i öngþveiti sósfal- isma og stjórnleysis, en sá áróður hafði gefizt þeim vel á móti Calwell 1966. Framkoma og málflutningur Whitlams gefur allt annað til kynna en að þar sé róttækur sósialisti á ferð. ÞAÐ GILDIR hið sama um Calwell og Kirk flokksbróður hans, sem sigraði i kosningun- um á Nýja Sjálandi lyrir skömmu, að hann lofaði öllu róttækari brevtingum á sviði utanrikismála en innanrikis- mála. Whitlam lýsti vfir bvi. að hann myndi verða bæði for sætisráðherra og utanrikis- ráðherra, ef Verkamanna- flokkurinn fengi völdin. Eitt af fyrstu verkum hans sem utan- rikisráðherra yrði að viður- kenna Kina og að láta Ástraliu ganga úr SEATO. sem er varnarbandalag Bretlands, Bandarikjanna og nokkurra rikja i Asiu. Þá yrði öllum stuðningi við stefnu Banda- rikjanna i Vietnam hætt. Hins vegar myndi Ástralia verða álram aðili að varnarsamn- ingi, sem hefur verið gerður af Bandarikjunum, Nýja-Sjá- landi og Ástraliu. Þá lagði Whitlam mikla áherzlu á, að hann myndi gera allt, sem hann gæti. til að minnka áframhaldandi kjarnorku- sprengingar Frakka á Kyrra- hafi, en þær hafa mælzt mjög illa fyrir i Ástraliu. ÚRSLIT þingkosninganna i Ástraliu, sem fóru fram sið- astliðinn laugardag, urðu mikill sigur fyrir Whitlam og ílokk hans. Allt bendir til, að hann muni hafa um 30 þing- sæta meirihluta, eða fá 78 þingsæti, en þingmenn eru alls 125. Það mun ekki standa á Whitlam að mynda stjórn, þvi aö hann var búinn að tilkynna ráðherralista með 27 nöfnum nokkru fyrir kosningar. Eng- inn þessara manna hefur gegnt ráðherrastörfum áður, og verður þvi vissulega nýr og ferskur svipur á stjórninni. Gough Whitlam er fæddur i Melbourne 1916. Faðir hans var þekktur lögfræðingur. Hann lauk laganámi við há- skólann i Sydney, en jafnhliða lagði hann stund á listnám. Hann var i flughernum á striðsárunum. Hann lét sig stjórnmál litlu varða fyrr en 1945, er hann gekk i Verka- mannaflokkinn. Verkamanna- flokkurinn fór með völd á striðsárunum, og þótti stjórn hans þá hafa reynzt vel. Whitlam komst fljótt til virð- ingar i Verkamannaflokknum og var t.d. búinn að vera vara- formaður hans i sjö ár, þegar hann var kosinn formaður hans 1967. Whitlam hefur á sér sérstakt orð fyrir frábært minni og hve fljótur hann get- ur verið að átta sig á málum. Yfirleitt er þvi spáð, að hann reynist vel sem forsætisráð- herra, en vegna skaplyndis hans geti þó oft orðið storma- samt i kringum hann. Það er talið, að kona hans, Margaret að nafni, hafi verið honum mikill styrkur i stjórn- málabaráttunni. Hún er háskólamenntuð og þykir mun lagnari og þægilégri i umgengni við fólk en maður hennar. Þau eiga þrjá upp- komna syni og dóttur, sem er að byrja á háskólanámi. ÞÓTT Whitlam eigi sigur sinn og Verkamánnaflokksins þvi að þakka, að honum hefur tekizt að vinna sér traust, hefur hitt einnig haft sitt að segja, að Frjálslyndi flokkur- inn, sem hefur verið aðal- flokkur stjórnarinnar, hefur verið mjög óheppinn með for- sætisráðherra siðustu árin, eða siðan Menzies lét af völdum 1966 eftirað hafa verið forsætisráðherra samfleytt i 17 ár. Þá tók við Holt, sem þótti efnilegur leiðtogi, en hann fórst i sjóslysi, eftir að hafa verið forsætisráðherra i eitt ár. Eftirmaður hans var Gordon, sem þótti reynast illa og vera hálfgerður glaumgosi, enda tapaði flokkurinn undir forustu hans i kosningunum 1969. Hann var þvi neyddur til að láta af völdum á siðastl. kri og tók þá við af honúm William McMahon. sem verið hafði utanrikisráðherra Hann náði aldrei fullum tökum á stjórninni og þótti reynast illa i kosnineabaráttunni i kosningabaráttunni beitti hann mjög myndum af sér og fjölskyldu sinni, en hann var giftur þokkadis, sem er 21 ári yngrien hann og oft hafa verið birtar myndir af i léttum klæðum. Kosningaúrslitin sýna, að þetta herbragð hefur ekki dugað honum. Þ.Þ. TK

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.