Tíminn - 05.12.1972, Blaðsíða 14

Tíminn - 05.12.1972, Blaðsíða 14
14 TÍMINN Þriftjudagur 5 desember 1972 um steini hægra megin vih veginn. Henni var hrollkalt og hún var al- tekin máttleysi. Tvær burmanskar konur krupu vih hliðina á henni og gáfu henni vatn að drekka úr ferkantaðri reyklilri flösku, sem eftir miðunum að dæma hafði upprunalega innihaldið gin. Vatnið var glöð- volgt á sóttheitum vörum hennar, og af þvi var keimur ai ryki og vara- lit. Hún þreifaði um varir sér og fann, að þær voru sprungnar og dofn- ar, liturinn var i þurrum, hörðum flögum. Hún varð þess vör, að hún var ennþá með töskuna sina i hendinni. I örvæntingu sinni hafði hún sýnilega margvafið ólinni utan um úlnlið- inn. Hún fór að losa ólina i rólegheitum og það var sem þungu fargi væri af henni létt. Hún var með töskuna, þá var hún lika með varalit- inn. Paterson gæti ekki verið langt undan. Ekkert annað skipti hana máli. Hún varð gripin sömu áhrifum og hún hafði lesið úr svip bur- manska fólksins, sem starað hafði niður brekkuna. Hin voru látin, en við þvi var ekkert að gera. Móðir hennar var meðal hinna dánu, en henni stóð alveg á sama um það. Hugsanir hennar skyrðust, og aftur fór hún að hugsa um Paterson. Óumræðilegur léttir gagntók hana. Hún fékk sér nokkravæna sopa úr flöskunni, og þá reis yngri konan upp og fór að uxakerrunni. Hún kom til baka með ávexti vafða innan i rakt ljósblátt bómullarstykki. Þetta voru tveir grænir bananar, fimm óþroskaðar appelsinur og litil melóna. Burmanska konan lagði ávextina i kjöltu Conniear, sem fór að leita að varalitnum i tösku sinni. Konurnar tóku það svo, að hún ætlaði að fara að borga fyrir avextina og vatnið, og þær stóðu upp i flýti til að koma i veg fyrir svo freklega móðgun við burmanska geslrisni. Connie var i öngum sinum yfir þessum misskilningi og reyndi að gera sig skil janlega með þeim fáu orðum, sem hún kunni i burmönsku, en það tókst ekki, og konurnar tvær stóðu og horfðu á hana næstum fjandsam- legar á svip. Connie sá ekki annað ráð vænna en að sýna þeim varahtinn. Þá færð- ist bros yfir andlit kvennanna tveggja. Yngri konan reyndi að koma henni i skilning um eillhvað með hjálp hálftómrar vatnsflöskunnar, og Connie kinkaði kolli. Sú eldri sagði eitthvað i fyrirlitningartón og skyrpti i rykið á veginum — slettan var blóðrauð af betel. Hétt i sömu svifum fannst Connie hún vera að fá aðsvif. Blóðið streymdi fram i andlitið á henni. Hún greip dauðataki i töskuna sina af samskonar afli og sjúklingur á skurðarborði, þegar hann finnur, að eterinn er farinn að hafa áhrif. Allt rann saman i þoku, unz hún missti meðvitundina. Henni sortnaði fyrir augum og hugsanirnar fóru á ringulreið. Hún endurlifði á dularfullan hátt, hvernig henni var þeytt út úr veltandi bilnum. Þegar hún rankaði viðsér, lá hún i uxakerru. Blátt og rautt sjal hafði verið lagt yfir hana og það hal'ði hún ósjálfrátt dregið ylir höfuðið til varnar gegn sólinni. Hún lauk upp augunum og gægðist út i fjólublám- ann undir sjalinu. Sólargeislarnir náðu að brjólast gegnum þunnt sjalið og skinu á sjáöldur hennar og ollu henni stingandi sársauka alveg inn i heila. Hún lá hreyfingarlaus langan tima og hafði ekki þrótt til að hra‘ra legg eða lið. Henni komu Patersonog taskan i hug, og aftur var sem af henni væri létt þungu fargi. Vagninn veltist eins og skip úti á rúmsjó og stundum lók hann harðan kipp, þegar hann lenti á steini, sem hulinn var sandi. Sætvæmin lyktin af uxunum var i nösum hennar og töskuólin fann hún, að var vaíin um úlnliðinn. Sólin skein mis- kunnarlaust á lokuð augnalok hennar, jafnvel þótt hún hefði sjalið yfir sér. Það var orðið áliðið dagsins, og enginn hafði litið til hennar. Sjálf halði hún ekki þrólt lil þess að láta á sér bæra. Smám seig á hana mók, og aðeins einu sinni hreyfði hún sig ofurlitið. Þá sneri hún sér við þann- ig að andlitið var i skugganum af kerruhliðinni. Að öðru leyti lá hún grafkyrr og máltlaus og slettist til el'tir hreyfingum kerrunnar. Um- hugsunin um aðstanda i fyrsta skipti ein uppi i lifi sinu, tók á sig furðu- legustu myndir i sljóum huga hennar. Eina mannveran, sem möguleik var á að hún hilti, var Paterson. Obeizluð gleði streymdi upp i huga hennar. Eyrr eða siðar hlylu þau Paterson að hittast á ný. Og i fyrsta skipti siðan þau voru saman i Englandi, yrðu þau sjálfra sin og laus við afskiptasemi móður hennar. Saman héldu þau til Indlands og alein yrðu þau saman i lengri lima. Hann hefði vafalaust samúð með henni vegna þess að hún hafði misst móður sina, og honum yrði léttir að þvi, að móðirin væri horfin af sjónarsviðinu, og þetta tvennt mundi, áður en langt liði verða þess valdandi, að hann legði ást við hana — annað kom ekki til greina. Hún var fegin, að móðir hennar var dáin. Hún var fegin, að Portman og kona hans voru dáin. Brögð og lævisi litla evrópska bæjarfélagsins og öfundarslúðrið i hverjum krók og kima, höfðu örlög- in i einu vetfangi þurrkað út að yfirborði jarðar. Af þvi var nú ekkert annað eftir en sólhlíf, sem lá i brekku mörgum kilómetrum sunnar og glitraði i sólinni eins og slönguhamur fægður af veðri og vindum — sá hamur, sem losna varð við, áður en möguleiki var á að hefja nýtt lif. Komið var undir kvöld, þegar sú yngri af Burmakonunum tveim kom til að spyrja Connie, hvort hún vildi meira vatn. Connie settist upp, en sólin blindaði hana, af þvi hún hafði svo lengi legið undir dökka sjal inu. Hún þreifaði fálmandi eftir flöskunni og bar hana að vörunum. Liturinn á vörunum var aftur orðinn að þurrum hörðum flögum. Henni datt i hug, að hún ætti ekki að drekka vatnið, sem henni var boðið, en sólin helltist miskunnarlaust yfir hana og lyktin af uxunum, sæt og væmin loddi i nösunum á henni, hún fékk allt i einu ómótstæðilega löng- un til að drekka. Þorstinn var svo yfirþyrmandi, að hún bókstaflega varð að fá vatn, sama hvaða sjúkdóma þaðgæti leitt yfir hana. Hún bað um að mega hafa flöskuna hjá sér, og i þetta skiptið skildi Burmakonan hana. Þaðsem eftir var dagsins, lá Connieog hélt annarri hendi um flöskuna. Það var ekki fyrr jen fólkið hafði fundið sér næturstað, að hugur Conniear var orðinn það skýr, að hún gat gert sér nokkra grein fyrir ástæðum sinum. Hún settist upp i kerrunni og horfði mót sólinni, sem var um það vilaðhverfa bak viðbláabjargbrúnina. Himininn var að verða grænleitur og stjörnurnar kviknuðu hver af annarri. Reykjarlykt barst að vitum henni og þegar hún var komin úr kerrunni, sá hún, að þau voru stödd i þröngri markaðsgötu i burmönsku þorpi. Gildir trjá- stólpar héldu uppi þökum markaðsskýlanna og milli bygginganna stóðu hávaxnir pálmar og krónur þeirra mynduðu laufþak yfir allri markaðsgötunni. Markaðurinn var ennþá opinn, og þar stóðu lágar, íléttaðar körfur með banönum, appelsinum og melónum, þar var sykurreyr i haugum og stórar koparfötur með saft i öllum regnbogans litum, þar voru melónur, holar að innan og fylltar af hökkúðu kjöti, rauðu og safariku. Milli hlaðanna af ávöxtum var þegar búiðað kveikja á litlu marglitu lömpunum, og birtu þeirra gætti æ meir i dvinandi dagsbirtunni. Þetta afskekkta sveitaþorp var ennþá ósnortið af ringul- reiðinni, sem rikti annars staðar i landinu. Ró hvildi yfir markaðsgöt- unni i hálfrökkrinu, luktirnar lýstu eins og eldflugur og pálmarnir teygðu sig kyrrir og hreyfingarlausir upp i myrkriðyfir þorpinu. Allt i einu var eins og kyrrðin og friðsældin i þropinu fyllti hana skelfilegri hræðsiu. Henni fannst hún vera fangi i allri þessari kyrrð, hún kæmist ekki út til að finna Paterson. Þau róandi áhrif sem sveit- sælan i þorpinu hafði i fyrstu haft á hana, viku brátt fyrir óttanum um, 1) Ráðrik,- 5) Afar,- 7) Hund,- 9) Sverta.- 11) Eins.- 12) Tónn,- 13) Svei,- 15) Lét af hendi.- 16) Þjálfa - 18) tlát.- Lóðrétt 1) Kirtlarnir,- 2) Lærdómur,- 3) Guð.- 4) Tima.- 6) Hlaða,- 8) Borðhalds,- 10) Strák,- 14) Hamingjusöm,- 15) Eitur- loft.- 17) Tónn.- Ráðning á gátu No. 1277 Lárétt 1) Dálkur - 5) Ell.- 7) Op,- 9) Lóm,- 11) Kr,- 12) LI,- 13) Una,- 15) Kið,- 16) Fró.- 18) Glópur- 1) Dúnkur,- 2) Les.- 3) Kl.- 4) UIL-6) Smiður,- 8) örn.- 10) Óli.- 14) Afl.- 15) Kóp.- 17) Ró,- HVELLe G E I Svo lengi sem menn muna hai'a sjóræningjar En margt hefur breytzt með árunum. lili lilSHl Þ RIÐJUDAGUR 5. desember 7.00 ,M orgunútvarp 12.00 Dagskráin, Tónleikar. Tilkynningar 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Eftir hádegið. Jón B. Gunnlaugsson leikur létt lög og spjallar við hlustendur. 14.30 Siðdegissagan: „Gömui kynni” eftir Ingunni Jóns- dóttur Jónas R. Jónsson á Melum les (9) 15.00 Miðdegistónleikar: 16.00 Fréttir. 16.15 Veðurfregnir. Til- kynningar. 16.25 Porpphornið. Þorsteinn Sivertsen kynnir. 17.10 Framburðarkennsia i þýzku, spænsku og esperanto.. 17.40 Útvarpssaga barnanna: „Sagan hans Hjalta litia” eftir Stefán Jónsson. Gisli Halldórsson leikari les (19) 18.00 Létt lög. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.20 Fréttaspegill. 19.35 Umhverfismál. 19.50 Barnið og samfélagið. Sigurjón Björnsson prófess- or talar um misferli ung- linga 20.00 Lög unga fólksins.Ragn- heiður Drifa Steinþórsdóttir kynnir. 20.50 iþróttir Jón Ásgeirsson sér um þáttinn. 21.10 Á bókamarkaðinum. Andrés Björnsson útvarps- stjóri sér um kynningu á nýjum bókum. 22.00 Fréttir 22.15 Veðurfregnir. Uppruni lifs á jörðu, ll.Páll Theó- dórsson eðlisfræðingur og Guðmundur Eggertsson prófessor sjá um þáttinn. 22.35 A hljóðbergL,Læknirinn, sem allt vissi” og fleiri rússnesk ævintýri. Morris Carnovský les i enskri þýð- ingu, sem gert hefur Ama- bel William — Ellis. 23.35 F'réttir i stuttu máli. Dagskrárlok. ■ 1 I Þriöjudagur 5. desember 1972 20.00 Fréttir 20.25 Veður og auglýsingar 20.30 Ashton-fjölskyldan Brezkur framhaldsmynda- flokkur. 32. þáttur. Hinsta hvild.Þýðandi Heba Július- dóttir. Efni 31. þáttar: Heilsu Jean Ashton fer stöðugt hrakandi. Hún er rugluð og minnislaus og lifir æ meir i endurminningum liðinna ára. Fjölskyldan ákveður að halda veizlu á afmæli Philips, til þess að hressa hana, en um kvöldið finnst hún ekki. Shefton Briggs kemur til veizl- unnar, og hefur þær fréttir að færa af systur sinni, að hún hafi farið til læknis, en siðan lagt af stað heim á leið. Davið er enn i Lund- únum hjá Grace, vinkonu sinni. F'reda er komin i kunningsskap við ungan lækni á sjúkrahúsinu, þar sem hún vinnur. 21.30 Hvað vildi ég nú sagt liafa? Umræðuþáttur um móðurmálskennslu i skól- um i umsjá Magnúsar B jarnfreðssonar. Aðrir þátttakendur: Árni Böðvars son, menntaskólakennari. Baldur Jónsson, lektor, Einar Kristinn Jónsson, gagnfræðaskólanemi, Magdalena S.H. Þórisdóttir, kennaraskólanemi. 22.05 „Örlaga-sinfónian” Nýja Filharmóniuhljóm- sveitin i Lundúnum leikur 5. sinfóniuna eftir Ludwig van Beethoven. Daniel Baren- boim stjórnar. 22.40 Dagskrárlok

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.