Tíminn - 05.12.1972, Blaðsíða 16

Tíminn - 05.12.1972, Blaðsíða 16
16 TÍMINN Þriðjudagur 5 desember 1972 Körfuknattleikur: Ovænt úrslit í fyrstu leikjum íslandsmótsins - Njarðvíkingar sigruðu í fyrsta sinn á Akureyri - íslandsmeistararnir áttu í erfiðleikum með nýtt lið stúdenta - Guðmundur Birkir lék með HSK, sem sigraði Armann II ii ú iii v iid i ii n i sést Auton Hjarnason skora körl'u hjá ili í ís- laiidsmótiiiu i fyrra. Þá lék hann meo IISK. 011 uií loikur liann me6 llt. Anton átti góðan leik gegn ÍH. »St>*<íS#f ADIDAS strigaskór Stærðir 40-45 — Verð kr. 545,00 Póstsendum Sportvöruverzlun Ingólfs Óskarssonar Klapparellg 44 — Slml 11783 — Reykjavik islandsmótið i körfu- knattleik hófst um helgina, leiknir voru þrir leikir og voru þeir mjög jafnir. óvænt úrslit uröu i tveimur leikjum, Njarövík sigraði Þór á Akureyri á laugar- daginn og HSK sigraöi Ár- mann á sunnudagskvöldið í iþróttahúsinu á Seltjarnar- nesi, og þá átti iR í erfið- leikum með iS. Mikið hefur verið um félagsskipti hjá körfuknattleiksliðunum og gamlar kempur er aftur komnar i sviðsljósið — sér- staka athygli vakti Guð- mundur Birkir Þorkelsson, en hann er byrjaðurað nýju að leika með HSK, og hann þjálfar einnig liðið. Bandarikjamaðurinn Barry Nettles er aftur kominn í raðir Njarðvik- inga, sem komu upp úf 2. dei Id siðast liðið keppnistimabil. Kn nú skulum við lita á úrslit leikjanna um hclgina: Þór UMKN 36:40 IISK - Armann 72:66 ÍR-ÍS 88:82 . Úrslitin i leik Þórs og Njarðvikur, sem leikinn var á Akureyri, komu mjög á óvart — sérstaklega hvað fá stig voru skoruð i leiknum. Staðan i hálf- leik var ,,aðeins" 20:10 fyrir heimamenn. ótrúlegar tölur. Lcikmcnn Þórs héldu forustunni framan af i siðari hálfleiknum, en svo breyta Njarövikingar stöð- unni úr 31:22 i 31:36, þegar þeir skoruðu 14 stig i röð, án þess að Akureyringar gætu svarað fyrir sig. Hétt fyrir íok leiksins var staðan jöfn :i8::i8, en þá skora heimamenn úr viti :i9:38, og rétt fyrir leikslok ..stelur" Gunnar Þorvarðarson báðum stigunum frá Þór, þegar hann brunar fram völlinn og sendir knöttinn i kört- una. Þaö er greinilegt, að Guttormur ólafsson, fyrrverandi þjálfari Þórs og leikmaður, hefur skilið ei'lir stórt skarð i iiðinu — eins og menn vita þá leikur hann nú með KH. Þá heíur Albert Guð- mundsson yfirgefið Þór, — hann leikur nú með stúdentum. Jón Héðinsson og Þorleifur Björns- son, léku ekki með Þdr gegn UMKK. Þó að sigur Njarðvikinga hafi komið á óvart, kom sigur HSK yf- ir Armanni enn meira á óvart. Ilver bjóst viö,að HSK-liðið væri eins liflegt og það var i leiknum gegn Armanni — eftir að liðið hafði misst tvo sterkustu leik- menn sina yfir i ÍR? eh eins og hefur komið fram hér á siðunni, þá leika þeir Anton Bjarnason og Kinar Sigfússon, með tR. Sigur HSK gegn Armanni er helzt að þakka gömlu kempunni, Guðmundi Birki Þorkelssyni, sem er kominn aftur á sjónar- sviðið. — Hann stjórnaði leik- mönnum sinum eins og hershöfð- ingi og árangurinn varð sigur 72:66. Jón Sigurðsson, sem hefur verið sterkasti leikmaður Ar- manns undanfarin ár, lék ekki með núna og veikti það liðið mik- ið. Með Armanni lék aftur á móti gamla kempan Davið Helgason og kom hann nokkuð á óvart, þvi að hann sýndi nokkuð góðan leik. Davið hefur ekki leikið með Armannsliðinu undanfarin ár. Bjarni Gunnar Sveinsson var heldurbetur i keppnisskapi,þegar Stúdentar stóðu i íslandsmeistur- unum tR. Hann skoraði 27 stig og var maðurinn á bak við það, að báðir miðverðir 1R voru reknir út af með fimm villur. IR-liðið náði sér aldrei á strik gegn tS, sem leikur með mikið af nýliðum, en með liðinu i ár leika þeir Stefán Halldórsson (áður KR og Þór), Albert Guðmundsson (áður Þór) og Jón Indriðason (áður 1R). Anton Bjarnason, lék nú aftur með sinum gömlu félögum i tR og sýndi stórgóðan leik og virðist hann vera einn af okkar allra skemmtilegustu körfuknattleiks- mönnum. Afmælismót Vals: „K0NGURINN í BADMINT0N" - Haraldur Kornelíusson sigraði einliðaleik á núlli Haraldur Korneliusson, sannaöj það enn einu sinni( að hann er „Kóngurinn I badmin- lon" þegar hann sigraði Sig- urð llaraldsson I einliða leik i úrslitum á afmælismóti Vals i liadminton á sunnudaginn. Ilaraldur sigraði með tölunum 15:0, 15:0, sem eru ótrúlegar tölur i úrslitaleik i jafn sterku móti og þessu, þar sem allir sterkustu badmintonleikarar landsins tóku þátt f. Haraldur sigraði einnig i tviliðaleik, er hann lék með Steinari Petcrsen gegn þeim Sigurði og Garðari Alfonssyni. Haraldur og Steinar sigruðu örugglcga 15:5 og 15:8. Flokkaglíma Reykjavíkur Flokkaglima Reykjavíkur' Þátttökutilkynningar skulu verður haldin laugardaginn 16. berast Sigtryggi Sigurðssyni, desember n.k. i leikfimisal Mela- Melhaga 9 eigi siðar en 9. desem- skólans og hefst kl. 16.00. ber n.k. STAÐAN: FH-liðið heldur áfram sínu striki i 1. deildarkeppninni i hand- knattleik, liðið sigrar leiki með litlum mun og hefur hlotið átta stig, markatalan er mjög góð. FH er með sex mörk i plús. Annars er staðan þessi: KII Valur iu Kraiii llaukar Vikingur Klt Ármuiin 4 4 0 0 73-67 8 3 2 0 1 «5-49 4 3 2 0 1 57-47 4 3 2 0 1 57-50 í 3 1 0 2 55-55 2 2 10 1 36-42 2 3 0 0 3 44-57 0 3 0 0 3 42-62 0 Hér á siðunni á morgun verður sagt frá markhæstu mönnum, skotum þeirra, hvernig þeir hafa skorað og svo framvegis. ÞflO ER TEKIÐ EFTIR flUGLÝSIKGU í TÍMANUM! VEUUM fSLENZKT- ÍSLENZKAN IÐNAÐ <H) ADÝNU Þessa skemmtilegu mynd, tók ljósmyndari Timans, Gunnar, á l'imleikasýningunni i Laugardalshöllinni á sunnudaginn. Bandariskur fimleikamaður sýnir æfingar á dýnu, sem er ný komin til landsins, — en svona dýnur hafa ekki fyrr verið notaðar hór á landi. Eins og hér sést, þá var Laugardalshöllin fullsetin og þurftu margir frá að hverfa.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.