Tíminn - 05.12.1972, Qupperneq 16

Tíminn - 05.12.1972, Qupperneq 16
16 TÍMINN Priöjudagur 5 desember 1972 w Körfuknattleikur: Ovænt úrslit í fyrstu leikjum íslandsmótsins - Njarðvíkingar sigruðu í fyrsta sinn á Akureyri - íslandsmeistararnir áttu í erfiðleikum með nýtt lið stúdenta - Guðmundur Birkir lék með HSK, sem sigraði Armann islandsmótið i körfu- knattleik hófst um helgina, leiknir voru þrir leikir og voru þeir mjög jafnir. óvænt úrslit urðu í tveimur leikjum, Njarðvík sigraði Þór á Akureyri á laugar- daginn og HSK sigraði Ár- mann á sunnudagskvöldið í iþróttahúsinu á Seltjarnar- nesi, og þá átti IR í erfið- leikum með iS. Mikið hefur verið um félagsskipti hjá körfuknattleiksliðunum og gamlar kempur er aftur komnar í sviðsljósið — sér- staka athygli vakti Guð- mundur Birkir Þorkelsson, en hann er byrjaður að nýju að leika með HSK, og hann þjáifar einnig liðið. Bandarikjamaðurinn Barry Nettles er aftur kominn í raðir Njarðvík- inga, sem komu upp úr 2. deild siðastliðið keppnistimabil. Kn nú skulum við lita á úrslit lcikjanna um heigina: l>ór UMFN USK - Ármann m- ís 3£: 40 72:66 88:82 lirslitin i leik Uórs og Njarðvikur, sem leikinn var á Akureyri, komu mjög á óvart — sérstaklega hvað fá stig voru skoruð i leiknum. Staðan i hálf- leik var ,,aðeins” 20:10 fyrir heimamenn, ótrúlegar tölur. Ueikmenn l>órs héldu forustunni framan af i siðari hálfleiknum, en svo breyta Njarðvikingar stöð- unni úr 31:22 i 31:36, þegar þeir skoruðu 14 stig i röð, án þess að Akureyringar gætu svarað lyrir sig. Rétt fynr íok leiksins var staðan jöfn 38:38, en þá skora heimamenn úr viti 39:38, og rétt fyrir leikslok ,,stelur” Gunnar l>orvarðarson báðum stigunum frá l>ór, þegar hann brunar fram völlinn og sendir knöttinn i körl- una. l>að er greinilegt, að Guttormur ólafsson, fyrrverandi þjálfari l>órs og leikmaður, hefur skilið eftir stórt skarð i liðinu — eins og menn vita þá leikur hann nú með KR. l>á hefur Albert Guð- mundsson yfirgefið t>ór, — hann leikur nú með stúdentum. Jón Héðinsson og Uorleifur Björns- son, léku ekki meö Þdr gegn UMFK. Þó að sigur Njarðvikinga hafi komið á óvart, kom sigur HSK yf- ir Ármanni enn meira á óvart. Iiver bjóst viö,að HSK-liðið væri eins liflegt og það var i leiknum gegn Ármanni — eftir að liðið hafði misst tvo sterkustu leik- menn sina yfir i 1R? en eins og hefur komið fram hér á siðunni, þá leika þeir Anton Bjarnason og Einar Sigfússon, með 1R. Sigur HSK gegn Ármanni er helzt að þakka gömlu kempunni, Guðmundi Birki Þorkelssyni, sem er kominn aftur á sjónar- sviðið. — Hann stjórnaði leik- mönnum sinum eins og hershöfð- ingi og árangurinn varð sigur 72:66. Jón Sigurðsson, sem hefur verið sterkasti ieikmaður Ár- manns undanfarin ár, lék ekki meö núna og veikti það liðið mik- ið. Með Ármanni lék aftur á móti gamla kempan Davið Helgason og kom hann nokkuð á óvart, þvi að hann sýndi nokkuð góðan leik. Davið hefur ekki leikið með Ármannsliðinu undanfarin ár. Bjarni Gunnar Sveinsson var heldur betur i keppnisskapi,þegar Stúdentar stóðu i tslandsmeistur- unum 1R. Hann skoraði 27 stig og var maðurinn á bak við það, að báðir miðverðir 1R voru reknir út af með fimm villur. ÍR-liðið náði sér aldrei á strik gegn ÍS, sem leikur með mikið af nýliðum, en með liðinu i ár leika þeir Stefán Halldórsson (áður KR og Þór), Albert Guðmundsson (áður Þór) og Jón Indriðason (áður IR). Anton Bjarnason, lék nú aftur með sinum gömlu félögum i ÍR og sýndi stórgóðan leik og virðist hann vera einn af okkar allra skemmtilegustu körfuknattleiks- mönnum. Afmælismót Vals: „KONGURINN í BADMINTON” - Haraldur Kornelíusson sigraði einliðaleik á núlli llaraldur Korneliusson, sannaði það enn einu sinni( að hann er ..Kóngurinn i badniin- lon” þegar hann sigraði Sig- urð Haraldsson i einliða leik i úrslitum á afmælismóti Vals i badminton á sunnudag'nn. Haraldur sigraöi með tölunum 15:0, 15:0, scm cru ótrúlegar tölur i úrslitaleik i jafn sterku inóti og þessu, þar sem allir sterkustu badmintonleikarar landsins tóku þátt i. Haraldur sigraði einnig i tviliöaleik, er hann lék með Steinari Petersen gegn þeim Sigurði og Garðari Alfonssyni. Haraldur og Steinar sigruðu örugglega 15:5 og 15:8. Flokkaglíma Flokkaglima Reykjavikur' verður haldin laugardaginn 16. desember n.k, i leikfimisal Mela- skólans og hefst kl. 16.00. Reykjavíkur Þátttökutilkynningar skulu berast Sigtryggi Sigurðssyni, Melhaga 9 eigi siðar en 9. desem- ber n.k. Ilér á myndinni sést Anton lijarnason skora körl'u hjá ÍR i is- laudsmóliuu i fyrra. Þá lék hann nteð IISK, en nú leikur liann með ili. Anton átti góðan leik gegn ÍR. ADIDAS strigaskór Stærðir 40-45 — Verð kr. 545,00 Póstsendum Sportvöruverzlun Ingólfg Óskarssonar Klapparstig «4 — Slml 11783 — Rcykiavlk VEUUM ÍSLENZKT-/WÍV ÍSLENZKAN IÐNAÐ A DÝNU fimleikasýningunni i Laugardalshöllinni á sunnudaginn. Bandariskur fimleikamaður sýnir æfingar á dýnu, sent er ný kontin til landsins, — en svona dýnur hafa ekki fyrr verið notaðar Itér á landi. Eins og hér sést, þá var Laugardalshöllin fullsetin og þurftu ntargir frá að hverfa. STAÐAN: FH-liðið heldur áfram sínu striki i 1. deildarkeppninni í hand- knattleik, liðið sigrar leiki með litlum mun og hefur hlotið átta stig, markatalan er mjög góð. FH er með sex mörk i plús. Annars er staðan þessi: Fll Valur ■ R Fram lla ukar \ ikingur KR Árniann 4 4 0 0 73-67 8 3 2 0 1 65-49 4 3 2 0 1 57-47 4 3201 57-50 ! 3 1 0 2 55-55 2 2 10 1 36-42 2 3 0 0 3 44-57 0 3 0 0 3 42-62 0 Hér á siðunni á morgun verður sagt frá markhæstu mönnum, skotum þeirra, hvernig þeir hafa skorað og svo framvegis.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.