Tíminn - 06.12.1972, Page 4

Tíminn - 06.12.1972, Page 4
4 TÍMINN Miftvikudagur (i. desember 1972 i Þriburamóðir lékk verðlaún Sautján ára stúlka, Ingelise Malmgren eignaðist fyrir nokkru þribura á sjúkrahúsi i Álaborg i Danmörku. Töldu læknar, að hún hefði þar með unnið til þriburaverðlauna, sem kennd eru við Kristján fjórða og veitt eru þriburamæðrum. Þriburarnir vógu hver um sig 2500 grömm, og reyndist fæðingin móðurinni svo erfið, að hún lá meðvitundarlaus i fjóra sólarhringa eftir fæðinguna Að lokum raknaði hún þó við, og fagnaði faðirinn henni þá með þriburana i fanginu, og vár meðfylgjandi mynd tekin við það tækifæri. Maðurinn heitir Ejnar Geisler, og sagði hann sinni heittelskuðu, að þau ættu að ganga i hjónaband nú i desember. Faðirinn er 19 ára gamall. Unga fólkið er búsett á Grænlandi.en Ingelise ákvað að i'ara til Danmerkur til þess að eiga þriburana, og það var lika eins gott fannst henni eftir á.þvi trúlega hefði ýmislegt getað farið öðru visi en ætlað var við svo erfiða fæðingu á Grænlandi, þar sem ekki er um aðstoð jafn- margra og góðra lækna að ræða og i Danmörku. 5)0 Kær konu al' oigin kynþætti Nú hefur Sammy Davis jr. valið sér konu af eigin kynþætti, en hún heitir Altavise Gore. Alta- vise og Sammy kynntust i Lond- on, og þar eyddu þau hveiti- brauðsdögunum. Siðan fóru þau til Parisar, þar sem Sammy kom fram opinberlega og hlaut mikið lof fyrir. Hér sjást hin nýgiftu á veitingastað i Paris, himinlifandi glöð og ánægð. t-Misundir á veröi fíegn mengun Löggjöf gegn mengun er ágæt, en árangurinn er undir því kom- inn, að lögin séu haldin. t Rostov við Don eru 450 manos ráðnir til þess að fylgjast með þvi, að reglunum sé fylgt. Er þessi borg dæmigerð, varðandi afstöðu manna i Sovétrikjunum til þess- ara mála. I Rostov eru 800 þús- und ibúar og heilbrigðisyfir- völdin segja, að „mengunar- eftirlitsmennirnir” 450 séu að- eins byrjunin. 1 reynd eru þeir ekki nógu margir til þess að tryggja, að komið sé i veg fyrir alla mengun. Þess vegna leitast borgarstjórnin við að fá ai- menning til samstarfs i þessum efnum, og árangurinn er sá, að hinir 450 föstu eftirlitsmenn hafa þúsundir sjálfboðaliða sér til aðstoðar. Á hverjum einasta stórum vinnustað i borginni hefur verið komið upp hóp sjálfboðaliða, sem stöðugt er á verði gegn mengun. Steypustöð i borginni hélt áfram starfsemi sinni, þótt ryk- og reykhreinsunarkerfið væri ónýtt, en mengunarvarð- mennirnir gáfu skýrslu um það þegar i stað, Sjálfboðaliðaeftir- litið er ekki takmarkað ein- göngu við skýrslugjafir. Sjálf- boðaliðarnir hafa leyfi til að snúa sér beint til borgarstjórn- arinnar og krefjast ihlutunar vegna brota á mengunarlögun- um. Flest mál leysast þó áður en nauðsynlegt er að ganga svo langt. — Maria, þctta er i þriðja sinn. Ég skipa þér að fara tii augn- læknis. — Nú er ég búinn að sanna, að sjóslöngur eru ekki til, svo þú þarft ekki að sitja þarna og glenna þig. -----------V/ io-3 DENNI DÆMALAUSI Frú VVilson verður að heiman i heila viku. llvað ætlarðu að gera i sainbandi viö smákökuhallærið

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.