Tíminn - 06.12.1972, Blaðsíða 6

Tíminn - 06.12.1972, Blaðsíða 6
6 TÍMINN Miðvikudagur (i. descmber 1972 Lýsistrata 10. sýning Hinn sigildi gamanleikur Lýsis- trata verður sýndur i lO.skiptið i Þjóðleikhúsinu á fimmtudags- kvöld þann 7. desember. Aðsókn að leiknum hefur verið mjög góð, og hefur leiknum verið frábær- lega vel tekið. Þar sem nú er skammt til jóla verður aðeins hægt að hafa tvær sýningar á leiknum til viðbótar á þeim tima, en sýning verður á leiknum strax milli jóla og nýárs. Myndin er af <>nnu (íuðmunds- dóttur og Lárusi lngólfssyni i liliilverkiim síiiiim. Armaiin Kr. Kinarsson Sólfaxi, ný barnabók - eftir Ármann Kr. Einarsson, myndskreytt af Einari Hákonarsyni i tengslum við og i tilefni af 100 ára afmæli Bókaverzlunar Sigfúsar Eymundssonar byrjar samnefnt forlag verzlunar- innar barnabókaútgáfu að nýju. Fyrr á tímum gaf bókaverzlunin út ýmsar sigildar barnabækur og má þar t.d. nefna: Bláskjá, Hróa hött, sögur af Guíli- ver, þrautir Herkúlesar og sagnasöfn séra Friðriks Hallgrimssonar. Er i ráði að endurútgefa einhverjar af þessum bókum, þegar fram líða stundir. Þegar barnabókaúgfáfan hefst að nýju er ekki ráðizt á garðinn, þar sem hann er lægstur, þvi að óhætt er að fullyrða, að útgáfa bókarinnar um foldaldið Sólfaxa marki á ýmsan hátt þáttaskil i is- lenzkri barnabókaútgáfu. Höfundar bókarinnar eru tveir: Ármann Kr. Einarsson rit- höfundur, og Einar Hákonarson listmálari. Hafa þeir unnið bók- ina sameiginlega frá upphafi og lagt á það áherzlu, að listgrein hvors um sig fái að njóta sin sem bezt. Nú hefur þróuninni i is- lenzkri barnabókaútgáfu siðari ára verið snúið við á þann veg, að með Sólfaxa er fullunnin á Is- landi af islenzkum listamönnum og bókagerðarmönnum bók i þeim flokki, sem einungis hefur áður komið út i samvinnu við er- lenda útgefendur. Kinar llákonarson. Höfundana Ármann Kr. Einarsson og Einar Hákonarson er óþarft að kynna mörgum orðum Þeir hafa báðir áunnið sér viðurkenningu og vinsældir fyrir störf sin, hvor á sinu sviði. Saga Ármanns af Sólfaxa greinir frá samskiptum tveggja barna við folaldið og raunum þess, þegar þaö villtist frá mannabyggðum inn i óbyggðir tslands. Einar málaði myndirnar i vatnslitum auk kápu og titilssiðu. Eru myndirnar prentaðar i fjórum litum og textinn siðan sérstaklega inn á þær, en hver mynd spannar opnu i bókinni. Mjög svo snotur bók kom út hjá Verlag des Schwaneberger Al- bum, Eugen Berlin G.m.b.H., Míithmannstr. 4, D-8000 Munchen 45, fyrir Olympiuleikana. Nefnist bók þessi PHILATELIE + - OLYMPIA, Michel Sonderhefte zu den Olympischen Spilen in Míínchen 1972, og kostar bókin DM. 10,00. Með þessari sérútgáfu fer Schwaneberger Verlag inn á þá braut að gefa út skrá yfir sérsvið frimerkja, en þekktast mun for- lagið fyrir frimerkjaverðlistann Michel, sem nær til alls heims. Bókin er i stóru broti 23x29 cm og 112 siður, mjög vel unnið grafiskt verk með mörgum lit- myndum, sem á vafalaust eftir að gleðja alla þá, er safna Olympiu- merkjum. Þá er i bókinni fjöldi litmynda, auk þess sem póst- stimplar, sem tilheyra Olympiu- leikum, eru skráðir. Fjöldi frimerkjamynda bókar- innar er prentaður i litum.og er kápa öll litprentuð með þýzku blokkunum. sem út komu af til efni Olympiuleikanna i eðlilegum litum. Grafiskar myndir fri- merkja og stimpla i bókinni eru einnig sérstaklega skemmtilegar. Einhverjum kann að finnast galli, að frimerkin eru ekki verð- lögð, en þarna er þó i fyrsta sinn sérstök skrá um öll þessi merki. Þá er einnig kominn á markað- inn frá sama forlagi „Michel Deutschland 1973” eða Þýzka landsverðlistinn fyrir 1973. List- inn er 432 siður að stærð með um 5200 myndum af frimerkjum 31,500 verðlagningum og kostar DM. 6,00. Forlagið hefir alltaf sett sér það mark að koma með Þýzkalands- verðlistann i júli og hefir svo lengi verið. Mikið er um verðbreytingar frá listanum, sem kom út i marz.og er sérstakur listi fyrir fræðimenn um þýzk merki.og listinn allur sérstaklega vandlega unninn eins og von var til. Auk allra verðlista sinna gefur svo Michel út timaritið „Michel Rundschau”, sem flytur jafnóð- um fréttir af nýjungum og hverj- um þeim viðbótum, sem verða við hina ýmsu verðlista,er forlagið gefur annars út. Hér i þáttunum verður nánar sagt frá nýjungum frá forlagi þessu i framtiðinni. Sigurður H. Þorsteinsson Hákon Bjarnason: DANARGJÖF péturs JÓNSSONAR FRÁ HAFÞÓRSSTÖÐUM I fyrrahaust fékk ég boð frá Pétri Jónssyni, þá að Jaðri við Sundlaugaveg, að hitta hann að máli. Hafði ég engar spurnir haft áf honum áður, en i dyrunum mætti ég öldruðum manni, há- vöxnum og teinréttum, skarpleit- um og einörðum á svip. Bauð hann af sér góðan þokka. Leiddi hann mig til litillar stofu, þar sem við tókum tal saman. Pétur kvaðst fæddur að Haf- þórsstöðum i Borgarfirði og væri orðinn 86 ára. Sagði hann heilsu sinni hraka og taldi sig ekki eiga eftir marga hérvistardaga. Hins- vegar ætti hann dálitið til af pen- ingum, og með þvi að hann átti enga lifserfingja teldi hann rétt, að gróður landsins mætti njóta þeirra. Gæti hann þá greitt að nokkru það, sem kindur hans hefðu eytt á fyrri árum. Pétur Jónsson fæddist á Haf- þórsstöðum 18. mai, 1885, sonur hjónanna Jóns Loftssonar og Guðrúnar Pétursdóttur. Jón Loftsson er fæddur 1849 og deyr 1904. Foreldrar hans bjuggu i Miðdal i Kjós. Móðir Péturs var Guðrún Pétursdóttir, fædd 1855 en deyr 1894, þegar Pétur var aðeins niu ára að aldri. Faðir Guðrúnar var Pétur Eggertsson, sem var dóttursonur Magnúsar Ketilsson- ar, sýslumanns i Dölum, en Magnús var einn mikilhæfasti maður sinnar samtiðar og meðal annars einn fyrsti skógræktar- maður á islandi, sem hafði árangursem erfiði um nokkur ár. Pétur Jónsson var lausamaður alla sina ævi, og var hann fyrst i ýmsum vistum i Borgar- firði en siðar i Reykjavik. Ungur að árum fór hann til séra Gisla Einarssonar i Stafholti og var þar um skeið. Sverrir, sonur séra Gisla, var jafnaldri Péturs og mun hafa tekizt með þeim vin- átta, þvi að um 1920 flyzt Pétur að Hvammi i Norðurárdal, þar sem Sverrir bjó um fjölda ára, og taldi hann siðan Hvamm sem lögheim- ili sitt meðan hann var i sveit. En á þeim árum var hann i vistum Pétur Jónsson frá Hafþórsstöð- um. um skeiðá öðrum bæjum, Brekku og Hvassafelli og ef til vill viðar, þótt mér sé það ekki kunnugt. Atti hann oft nokkuð af kindum, allt upp i 100, þegar best lét, og búnaðist vel. Var hann ýmist i vinnumennsku eða stundaði sumarvinnu við sima- og vega- lagningar. Um 1940 fór Pétur til Reykjavikur og bjó hér alla tíð siðan hjá Guðjóni Jónssyni, hálf- bróður sinum og fjölskyldu hans að Jaðri við Sundlaugaveg. Vann hann fyrst við simalagningar en siðar við ýms störf hjá Guðmundi Guðmundssyni i húsgagnaverk- stæði hans i Viði meðan heilsa og kraftar leyfðu. Þótti hann hvar- vetna dyggur og góður starfs- maður. Pétur Jónsson var góðum gáf- um gæddur, hafði lesið sér margt til og hafði ákveðnar skoðanir á landsmálum. Þar varð ekki þok- að, en annars var hann frjáls- lyndur og viðsýnn frihyggjumað- ur, sem fór sinar eigin leiðir en fylgdi ekki förum annarra, ef það braut i bága við heilbrigða skyn- semi. Pétur lét eftir sig röskar 800.000 krónur, sem stjórn Landgræðslu- sjóðs mun ávaxta á þann hátt, sem hún telur að bezt geymi minningu hins dygga þjóns og samvizkusama verkamanns. Dagur Sjakalans - þegar átti að Árið 1970 kom út hjá Hutchinson-forlaginu bók, sem skapaði höfundi sinum heims- frægð á örskömmum tima, bók sem þegar hefur komið út á flestum heimstungumálunum i hundruðum þúsunda eintaka og fært höfundi sinum geypifúlgur auk frægöarinnar. Þetta er bókin The day of the Jackal, sem kemur nú út hjá Isafold undir nafninu Dagur Sjakalens. Höfundur bókarinnar Frederick Forsyth er Englendingur og var um langt skeið blaðamaður og fréttaritari hjá BBC og enska sjónvarpinu, en hefur þess utan starfað sem striðsfréttaritari i Nigeriu og viðar. Dagur Sjakalans segir frá þvi með stakri nákvæmni, þegar átti að myrða de Gaulle 1963, frá starfsemi OAS, sem keypti til þess leigumorðingja, Sjakelann og frá hinu ævintýralegu leyni- bruggi.sem margir æðstu menn Frakklands voru flæktir i. Enda þótt að bókin sé i skáldsöguformi og flestar persónur hennar að höfuðpersónunum undanskildum myrða de Gaulle séu dulnefndar byggir höfundurá traustum heimildum, sem hann aflaði sér, meðan hann dvaldi sem fréttaritari i Paris fyrir Reuter 1963-65. Atvinnuflugmenn mótmæla Á aðalfundi Félags islenzkra atvinnuflugmanna, sem haldinn var 23. nóvember s.l. var sam- þykkt ályktun, þar sem lýst er áhyggjum fundarmanna yfir þvi, að erlendum leiguflugvélum sé leyft að fljúga nær hömlulaust með farþega til og frá tslandi. Segir i ályktuninni, að á meðan þetta gerist gangi islenzkir flug- menn atvinnulausir og sá flug- vélakostur, sem til sé i landinu,sé ekki nærri fullnýttur. Skoraði fundurinn á stjórnvöld að gæta betur islenzkra hagsmuna i þessu efni. Ályktunin var send ráðherrum og fleiri aðilum auk fjölmiðla. Þjónustumiðstöðvar fyrir bókasöfn ÞÖ-Reykjavik Bókavarðafélag Islands og Norræna húsið gangast fyrir dag- skrá um þjónustumiðstöðvar fyrir bókasöfn á Norðurlöndunum n.k. sunnudag 10. desember kl. 16.30. Jan Gumpert, forstjóri bókasafnsþjónustunnar i Lundi, flytur tvo fyrirlestra um hlutverk slikra þjónustpmiðstöðva og nor- ræna samvinnu á þessu sviði. Þjónustumiðstöðvar fyrir bókasöfn á Norðurlöndum hafa með sér góða samvinnu, enda eru þær vel þekktar viða erlendis og eiga meðal annars viðskipti við Þjóðverja og Bandarikjamenn.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.