Tíminn - 06.12.1972, Qupperneq 7

Tíminn - 06.12.1972, Qupperneq 7
Miftvikiutagur (í. desember 1972 TÍMINN 7 Bókmenntafélagið sendir frá sér níu nýjar bækur - Skírnir kemur nú út í 146. sinn Eri—Reykjavik. Fyrir nokkru boðuðu forráða- menn Hins islenzka bókmennta- félags fréttamenn á sinn fund til aðkynna þeim útgáfubækur sinar á þessu ári. Skirnir kemur nú út i 146. sinn. Honum fylgja auk þess bók- menntaskrá, reikningar og félagatal. Efni Skirnis er einkum bundið við islenzka bókmennta- og menningarsögu, og má af efni þessa bindis nefna nokkrar grein- ar um Halldór Laxness. 1 bók- menntaskránni eru rakin bók- menntafræðileg skrif, sem birzt hafa áárinu 1971. Þá kemur nú út siðasta hefti islenzks fornbréfasafns, en útgáfa þess hefur staðið i 115 ár. Þetta hefti hefur að geyma registur yfir 16. bindi. Hjörn Þorsteinsson.hefur tekið saman upp úr tslenzku forn- bréfasafni helztu sáttmála, til- skipanir og samþykktir konunga og tslendinga um réttindi þeirra og stöðu Islands innan norska og danska rikisins 1020-1551. Er það einkum ætlað sem handbók við kennslu islenzkrar miðaldasögu. Stærsta og merkasta útgáfu- bókin þetta arið er bókin Brynjólfur Pétursson, ævi og sliirí.eftir Aðalgeir Kristjánsson, skjalavörð. Brynjólfur er sá Fjölnismanna, sem minnstur gaumur hefur verið gefinn og fallið i skugga félaga sinna og Jóns Sigurðssonar. Bókin greinir rækilega frá ævi og störfum Brynjólfs og er að verulegu leyti byggð á heimildum, sem ekki hafa áður verið dregnar fram i dagsljósið, þ.á.m. bréfasafni Brynjólfs, sem fannst árið 1968. óskar Ilalldórsson, prófessor hefur skrifað bókina Bragur og Ijóðslill, sem Bókmenntafélagið gefur út i samvinnu við Rannsóknarstofnun i bókmennta- fræði við Heimspekideild H.l. Hún fjallar um ljóðformið frá bragfræðilegu og stilfræðilegu sjónarmiði, og er einkum ætluð sem handbók við bókmenntanám i framhaldsskólum. Þá koma á þessu ári út fjórar bækur i safni lærdómsrita Bók- menntafélagsins, en áður eru komnar 5 bækur i þeim flokki. Bækurnar, sem nú koma út eru: obyggð og allsnægtir,eftir Frank l-'raser Darlingi þýðingu Óskars Ingimarssonar. Höfundurinn er einn af frumkvöðlum vistfræðinn- ar og segir bókina fjalla um þrjú efni öðrum fremur- ,.fólksfjölda, mengun og örlæti jarðar”. önnur bókin i þessum flokki er Bera bý eftir Karl von Frisch, i þýðingu Jóns O. Edwald. Hún lýsir ein- hverjum viðfrægustu tilraunum, sem gerðar hafa verið á sviði al- mennrar liffræði á þessari öld, en með þeim fékkst skýring á einu torræðasta fyrirbæri i dýrarikinu, táknmáli býflugna. Bókin telst eitt af höfuðritum um atferlis- fræði dýra, auk þess sem hún vik- ur að ýmsum vistfræðilegum við- fangsefnum. Þriðja bókin er Málsvörn stærðl'ræðings eftir Godfrey llarold llardy, i þýðingu Reynis Axelssonar. Sú bók er ekki eigin- legt lærdómsrit, heldur fremur persónulegt varnarskjal eins af fremstu stærðfræðingum heims á fyrri hluta þessarar aldar. Samt sem áður er hún talin veita gleggri hugmynd um eðli og markmið hreinnar stærðfræði en flest eiginleg stærðfræðirit. Fjórða bókin i þessum flokki er svo Samræður um trúarbrögðin, eftir David llume. Gunnar Ragnarsson hefur þýtt hana, en bókin kom fyrst út 1779. 1 henni gerir Hume nákvæma úttekt á þvi grundvallaratriði hefðbundinnar kristinnar heimsskoðunar, að heimurinnsé i einhverjum skiln- ingi skipulagður. Að öllum bókunum er ritaður inngangur eða forspjall. Eyþór Einarsson, ritar forspjall að bók- inni Óbyggð og allsnægtir og örnólfur Thorlacius að bókinni Bera bý. Málsvörn stærðfræðings er með inngangi eftir C.P. Snow, en Páll S. Ardal hefur ritað inn- gang að Samræðum um trúar- brögðin. Aður eru út komin i flokki lær- dómsrita Bókmenntafélagsins 5 bækur og eru nú sumar þeirra á þrotum. Enn eru fjölmargar af fyrri útgáfubókum félagsins til og má af þeim nefna tslenzkar ævi- skrár Páls Eggerts Ólasonar og tslenzkar gátur, skemmtanir, vikivakar og þulur i samantekt Jóns Árnasonar og Ólafs Daviðs- sonar. Þá fundust og nýlega örfá eintök af fornum hugvekjum og hugvekjusálmum (Sturms Hug- vekjum) og eru þau nú til sölu. Einn í ólgusjó - lífssigling Péturs sjómanns Péturssonar SB-Reykjavik „Einn i ólgusjó” heitir lifssigl- ing Péturs sjómanns Péturssonar og er nýkomin út hjá Setbergi. Sveinn Sæmundsson skrásetti og er þetta sjötta bók hans um sjó- menn og sjómennsku, en. Sveinn var sjálfur um árabil i siglingum. Pétur Pétursson er sjómaður i orðsins fyllstu merkingu. Hann fer sina fyrstu ferð milli landa á barnsaldri og kemst þá i kynni við Bakkus konung. Ævintýri hans eru með ólikindum. Hann siglir um allan heim, fyrst á islenzkum skipum og siðar með öðrum þjóð- um. Kynni hans af fjarskyldustu þjóðflokkum, löndum og borgum er menntandi lif. Þetta verður ógleymanleg lifs- sigling, þar sem oft gefur á skút- ana, en eins og Pétur sjómaður Pétursson segir sjálfur i bókinni: ,,Maður siglir nú hvort sem er ekki alltaf i logni”. Einn i ólgusjó er frásögn is- lenzks sjómanns og ævintýra- manns, sem segir söguna, eins og hún gengur og dregur ekkert und- an. Bókin er 272 blaðsiður, prýdd mörgum myndum. Setberg prentaði. Svoinn Sæmundsson Myndin er tekin, þegar dregið var i getrauniiini: Frú Anna Ingadóltir kona ólafs Sverrissonar kaup- lélagsstjóra Borgarnesi dró vinningsmiöann. Aðrir á niyndinni eru talið frá vinstri: Steinþór Þorsteins- son kaupfélagsstjóri Búðardal, Sigurður Markússon framkvæmdarstjóri Sambandinu, Hclgi Rafn Traustason kaupfélagsstjóri Sauðárkróki, Kristján Ármannsson kaupfélagsstjóri Kópaskeri og Kúnar Guðmundsson lögreglumaður Iteykjavik. DREGIÐ í AFAAÆLISGET- RAUN SAAABANDSINS Þann 25. nóvember s.l. var dregið í siðari hluta Afmælisget- raunar Sambandsins um vinning- inn ferð fyrir tvo með Sambands- skipi til meginlands Evrópu. Vinningin hlaut: Anna Sigur- jónsdóttir, Bleikshlið 71, Eski- firði. Eins og allir viðskiptamenn kaupfélagsbúða og Sambands- búða muna fór fyrri hluli get- raunarinnar fram i sumar þ. 21,- 24. júni, i lilefni 70 ára afmælis Sambands islenzkra samvinnu- lélaga og 90 ára afmælis elzta kaupfélags landsins, þegar dregið var i hverri búð um körfu fulla af vörum úr getraunaseðlum þeirra. Eins og lyrr segir fór dráttur- inn i seinni hlutanum fram nú, þegar dregið var úr vinnings- miðunum um Evrópuferðirnar i kvöldhóíi, sem Sambandið hélt öllum kauplélagsstjórum og l'rúm þeirra á Hótel Sögu að loknum tveggja daga kaupl'élagsstjóra- fundi hér i lteykjavik. wn bygging Létt bygging M F dnáttarvélanna eykurgildi þeirra MF ______jPA4££étt4yéf«/t> A/ -hinsígildadráttarvél SUÐURLANDSBRAUT 32 • REYKJAVlK • SlMI 86500 • SlMNEFNI ICETRACTORS Massey Ferguson ÁRMÚLA 7. REYKJAVÍK. SÍMI 30501 „ Afturmunstur SOLU M; Frammunstur Snjómunstur :

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.