Tíminn - 06.12.1972, Side 13

Tíminn - 06.12.1972, Side 13
Miðvikudagur 6. desember 1972 TÍMINN 13 Nú er loku fyrir það skotið, að hægt sé aðáka níður Traðakotssund frá Laugavegi f framtiðinni. Þar eru nú að hefjast framkvæmdir við byggingu á stórhýsi, sem á að ná út i mitt Traðakotssundið. (Tfmamynd Róbert) Ný höll við Laugaveginn Klp-Reykjavik. Þeir, sem undanfarna mánuði hafa verið svo lánsamir að geta fengið bilastæði á auða svæðinu miili Laugavegs og Hverfisgötu annars vegar og Smiðjustigs og Traðakotssunds hins vegar, hafa verið heldur brúnaþungir siðustu daga vegna þess að búið er að loka helming þess svæðis með virnets- og bárujárnsgirðingu. Þetta þýðir, að þeir verða að leita annað með bila sina, og það er allt annað en auðhlaupið að finna stæði á þessum slóðum. t gær fórum við á stúfana til að kanna,hvað ætti að koma þarna á svæðinu. Við fengum þær upp- lýsingar, að fyrirtækið Skrifstofu- vélar h.f. ætlaði að fara að byggja þarna stórhýsi og yrði farið að grafa og sprengja nú einhvern næstu daga. Ottó A. Michelsen, einn af eig- endum Skrifstofuvéla h.f.,sagði okkur, að þetta hús, sem yrði við Laugaveg, ætti að verða þrjár hæðir og kjallari og gólfflötur þess 286 fermetrar. Húsið ætti að koma út i mitt Traðakotssund, sem samkvæmt skipulaginu ætti að hverfa með öllu og yrði húsið að öllu forfallalausu tilbúið eftir 18 mánuði. „Þetta á ekki að verða nein glerhöll, heldur bara ósköp venju- leg skrifstofu og verkstæðishús- næði, sem við vonum.að við kunn- um vel við okkur i, — en á siðustu 25árum höfum viðflutt fyrirtækið ekki sjaldnar en 6 sinnum” — sagði Ottó að lokum. Raufarhöfn: Atvinna sæmileg læknisleysið verst HH-Raufarhöfn Hér hefur verið leiðindaveður i rúma viku og ekkert verið róið. Áður reru bátar með dragnót og höfðu þá misjafnan afla, góðan annan daginn en ekkert hinn. Ekki er þó enn um teljandi at- vinnuleysi að ræða, þvi að nú standa yfir breytingar og stækkanir á frystihúsinu. Er einkum verið að bæta búnað innandyra og breyta vinnuað- stöðu til bóta. Nýi skuttogarinn okkar, Rauði- núpur, er væntanlegur frá Japan i febrúar eða byrjun marz. Komu hans hraðar, og getur svo farið, að áhöfnin megi fara utan til að sækja hann mánuði fyrr en upp- haflega var ráðgert, eða um miðjan janúar. Menn hugsa gott til komu hans, þvi að stærsta bát staðarins, Jökul, varð að selja til að fá skuttogarann. Hefur þvi at- vinnulifið verið daufara til þessa, en ella mundi. Fyrsti norski skut- togarinn kominn Ménn eru að vona, að loðnan láti sjá sig snemma og norðarlega i vetur, og er þvi hafinn undirbún- ingur að þvi að sildarverksmiðjan geti farið i gang i janúar og brætt loðnu. Þar hefur annars ekkert verið hreyft frá þvi haustið 1968, er sildin hvarf, nema hvað, smá- vegis beinavinnsla hefur átt sér stað. En löndunartæki hafa staðið hljóð og hreyfingarlaus i fjögur ár, og er það af sem áður var, er þau gengu dag og nótt, og bátarn- ir biðu löndunar i hrönnum. Það sem helzt bagar okkur hér, er eins og viðar i dreifbýlinu læknisleysið, en hér hefur enginn slikur verið i hartnær tvö ár. Nú er héraðinu þjónað frá Þórshöfn og kemur læknir einu sinni i viku. Það er nokkur bót frá þvi sem var, er við fengum þjónustu frá Húsavik, en þá kom læknir hálfs- mánaðarlega. Auk þess er leiðin til Þórshafnar mun styttri og nú orðin öruggari, þvi að mikið hefur verið unnið að vegabótum hér i milli að undanförnu. Ódýrara að flytja olíumöl frá Noregi? Þó—Reykjavik. A ráðstefnu Sambands islenzkra sveitafélaga um tækni- mál sveitafélaga flutti Andrés Svanbjörnsson verkfræðingur er- indi um gatnagerðarfram- kvæmdir á Austurlandi. Andrés ræddi fyrst og frcmst um fyrir- bugaða oliumalarlagningu á göt- ur i þorpum og kaupstöðum á Austurlandi. En sem kunnugt er, þá liyggjast Austfirðingar leggja oliumöl á götur eystra á næst- un ni. Sá galli er á gjöf Njarðar, að á Austurlandi finnast ekki malar- efni, sem teljast geta hæft til notkunar i oliumöl, þó svo að þessi sömu efni séu mjög góð i steinsteypu. Samkvæmt bæklingi Rannsóknarstofnunar byggingar- iðnaðarins um oliumöl, er talin góð viðloðun, ef 90-100% af korn- um steinefna eru ennþá þakin oliu eftir einnar klukkustundar hrærslu i þar til gerðum hræruút- búnaði. Efni með viðloðun undir 90% eru talin óheppileg i oliumöl og undir 50% ónothæf. Aðeins efni úr fáum malarnámum á Austur- landi hefur náð hærri viðloðun en 70%. Þetta fyrirbrigði hefur valdið þeim mönnum miklum heilabrot- um, sem að þessum málum standa. Svo virðist sem jarðvatn- ið og jafnvel raki bundinn i stein- efnum valdi mestu um, hve litil viðloðun næst. Stendur til að breyta út frá hefðbundnum rannsóknaraðferðum og jafnvel reyna önnur viðloðunarefni i þeirri von að finna megi rétta að- ferð til þess að auka viðloðunar- hæfni steinefna. Þess má geta, að þetta fyrirbæri er ekki bundið við Austfirðina eina, heldur hefur orðið vart út um allt land. Eru raunar ekki nema efni úr fáum námum á Suðurnesjum, sem fengið hafa fulla viðurkenningu, sem gott oliumala.refni. Þetta hefur að sjálfsögðu staðið út- breiðslu oliumalarnotkunar út fyrir Reykjanessvæðið mikið fyr- ir þrifum. Þrátt fyrir það, að efni heppilegt til oliumalarnotkunar finnist ekki á Austurlandi, þá létu forráðamenn sveitafélaga þar ekki bugast, og létu athuga, hvort ekki væri mögulegt að flytja oliu- mölina austur með skipum. Þetta reyndist vera vel mögulegt, 'og fyrirtækið Oliumöl h.f. gerði til- boð i flutning á oliumöl austur og lagningu hennar þar. Tilboðið var miðað við, að oliumöl yrði lögð á 23 kilómetra i 10 kaupstöð- um og þorpum. Hljóðaði tilboðið upp á 95 milljónir króna, og er þvi eða rúmar 4.000 kr. á lengdar- metrann. i erindi Andrésar kom fram, að verkfræðingur frá Vegagerð rik- isins var á fe*-* : Noregi s.l. sumar og kynnti séi oliumalargerð þar. Komst hann að raun um, að Norð- menn vila ekki fyrir sér að flytja tilbúna oliumöl langar leiðir með skipum, jafnvel lengri sjávarleið heldur en til Austfjarða íslands. Lauslegar kostnaðartölur sýndu, að bæði framleiðslukostnaður i Noregi svo og flutningskostnaður álika vegalengd og til lslands, var sambærilegur og jafnvel lægri en tilboð Oliumalar h.f. frá þvi i vor. ÞflÐ ER TEKIÐ EFTIR AUGLÝSINGU í TÍMANUM! Nauðungaruppboð sem auglýst var i 44., 46. og 47. tbl. Lögbirtingablaðsins 1972 á húseigninni Þórólfsgötu 18, Borgarnesi, þinglesinni eign Hreggviðs Guðgeirssonar, fer fram eftir kröfu Tryggingastofnunar rikisins og Iðnaðarbanka Islands hf., og hefst á sýsluskrifstofunni i Borgarnesi, föstudaginn 8. desember, 1972 kl. 14.30, og verður siðan fram haldið á eigninni sjálfri eftir nánari ákvörðun uppboðsréttar. UppbotYshaldarinn i Mýra- og Borgarl jaröarsýslu. ÞÓ-Reykjavik Fyrsti skuttogarinn af fimm, sem Norðmenn smiða fyrir ts- lendinga, kom til landsins i gær- kvöldi. Er það Július Geir- mundsson, eign Gunnvarar h.f. á tsafirði. lilf ■ ■ I Július Geirmundsson er tæpar 500 brúttólestir að stærð og er skipið smiðað i Flekkefjord i Noregi. Til nýjunga i Júliusi Geir- mundssyni má telja, að allur fiskur verður settur i kassa og geymdur i þeim, þegar búið er að gera að honum. Þá er botnvörpurúlla á skipinu, en þær eru mjög hentúgar, þegar verið er á flotavörpuveiðum. Þegar varpan er innbyrt, er hún spóluð upp á rúlluna, og þegar búið er að tæma vörpuna, er hún tilbúin að fara i sjóinn strax aftur. Skipstjóri á Júliusi Geirmunds- syni er Hermann Skúlason og 1. stýrimaður Ómar Ellertsson. Við veljum minted ' það borgar sig •: % • • . mintal . ofnar h/f. Síðumúla 27 ♦ Reykjavík Símar 3*55-55 og 3*42*00 Bótagreiðslur almannatrygginganna í Reykjavík Bótagreiðslur hefjast i desember sem hér segir: Ellilifeyrir fimmtudaginn 7. desember. Aðrar bætur.þó ekki Ijölskyldubætur.mánudaginn 11. desember. Fjölskyldubætur greiðast þannig: Fimmtudaginn 14. desemberhefjast greiðslur meö 3 börn- um og fleiri i fjölskyldu. Laugardaginn 16. descmber hef jast greiðslur með 1 og 2 börnum i fjölskyldu. Sérstök athygli skal vakin á þvi, að á mánudögum er af- greiðslan opin til kl. 4 siödegis. Auk þess verða greiddar allar tegundir bóta til kl. 5 laugardaginn 16. desember. Bótagreiðslum lýkur á þessu ári föstudaginn 22. desember og hefjast ekki aftur fyrr en á venjulegum greiðslutima bóta i janúar. TRYGGINGAST0FNUN RÍKISINS

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.