Tíminn - 07.12.1972, Blaðsíða 1

Tíminn - 07.12.1972, Blaðsíða 1
IGNIS KÆLISKÁPAR RAFTORG SÍMI: 26660 RAFIGJAN SIMI: 19294 Deild úr Háskóla Sþ hér á landi? SB-Reykjavik Allsherjarþing Samcinuðu þjóðanna er nú i þann veginn að samþykkja stofnun háskóla samtakanna, sem starfa skal i deildum viöa um lönd. Sam- þykkt var á þinginu i fyrra, að fela framkvæmdastjóra Sþ að spyrjast fyrir um það i aöildarlöndum samtakanna, hvaða aðstöðu þau gætu veitt deild úr skólanum. tslenzku rikisstjórninni bar- st fyrirspurn um aðstöðu hér á landi og svaraði hún þvi til, að hún væri reiðubúin að athuga með aðstöðu hér fyrir haf- og fiskirannsóknadeild. Ekki yrði það þó aðaldeild skólans i þessari grein, sem hér yrði, heldur eins konar bækistöð. Um háskóla Sþ er fjallað i Er- lendu yfirliti á blaðsiðu niu i dag. 750 tonna skipa- lyfta til Eyja ÞÓ-Reykjavik. Nú er svo til ákveðið, að hafnarsjóður Vestmannaeyja kaupi af Hafnarfjarðarbæ, skipalyftu og annan útbúnað, sem bærinn hafði fest kaup á til byggingar dráttarbrautar i Hafnarfirði. Magnús Magnússon, bæjar- stjóri i Vestmannaeyjum, sagði i viðtali við blaðið, að bygging dráttarbrautar i Vestmannaeyjum hefði lengi verið ofarlega á dagskrá hjá forráðamönnum bæjarins, en þetta mál hefði alltaf dregizt á langinn. Skipalyftan, sem Vestmannaeyingar kaupa af Hafnfirðingum^getur lyft skip- um allt að 750 tonnum að stærð og með litilli fyrirhöfn er hægt að stækka skipalyftuna þann- ig, að hún geti lyft 1150 tonn- um. Einnig verður hægt að taka átta stór skip út á hliðar- garða. Dráttarbrautin verður stað- sett i vesturhöfninni sagði Magnús, eða norðan við Friðarhafnarbryggjuna, en á þessum stað er landrými nægt. Reiknað er með, að framkvæmdir geti hafizt strax eftir áramót og á dráttar- brautin að vera tilbúin til notkunar um mitt ár 1974. Sjálf skipalyftan er af banda- riskri gerð, en annar útbúnað- ur kemur frá pólsku fyrirtæki. Áætlaður kostnaður við byggingu dráttarbrautarinnar er 102 milljónir. { TD/uöubLcLhAAéJLcUt, A/ RAFTÆKJADEILD Hafnarstræti 23 Simar 18395 & 86500 Jólapóstur Það var mikið annriki á bögglapóststofunni i gær, enda eru jólapakkarnir farnir að streyma úr landi. i gær fór á þriðja tonn af pökkuni til Noröurlanda með Múlafossi og i dag fer svipaö magn með Mánafossi til Knglands og liamborgar. Um 1000 pakkar hiða eftir skipi og hætist að likindum mikið við. Kristján llafliðason á bögglapóststof- unni vill benda fólki á, að sið- ustu forvöð á að koma jóla- pökkum i póst, sem oiga að fara með skipum eru i þessari viku, en þcir, scm hyggjast senda fluglciöis, þurfa að póstleggja i siðasta lagi á l'östudag i næstu viku. Mynd- ina tók Róbert á bögglapóst- stofunni i gær, og það er Mar- grét Siguröardóttir, póstnemi, sem puntar upp á pakkahrúg- una. Starfsmenn bögglapóststof- unnar hvetja fólk cindregiö til þess að merkja allar scnding- ar sinar mjög vel, þvi oft vill hrenna við, að erfitt reynist að koma pökkum til rcttra við- lakenda, vegna ónógra mcrk- inga, og einnig er fólki bent á að ganga mjög vcl l'rá pökkun- uin, svo þcir séu ekki orðnir ónýtir þegar þcir komast á ákvörðunarstað vegna lélegra uinhúða. Timamynd Róbert. Bretar yfirgefa veiði- svæðið fyrir NV-landi — kenna landhelgisdeilunni um ÞÓ—Iteykjavik. Norska fréttastofan NTB hefur það eftir Austen Laing, leiðtoga brezkra togaraútgerðarmanna i gær, að brezkir togarar muni færa sig af miðunum úti fyrir Norðvesturlandi, og lialda sig á iniðunum úti fyrir Austurlandi á næstunni. Laing sagði, að ástæðan fyrir þvi, að brezku togararnir yfir- gæfu miðin úti af Norðvestur- landi, væri sú, að lslendingar neituðu algjörlega að hjálpa brezkum togurum innan 50 sjó- milna landhelginnar, ef þeir væru i nauðum staddir. — Ef ástandið versnar enn, og brezki flotinn verður sendur á miðin, sagði Laing,þá er betra að hafa gætur á togurunum úti fyrir austur- ströndinni. Ekki er tekið fram i fréttinni, hvenær brezku togararnir yl'ir- gefa miðin úti fyrir Norðvestur- landi og ekki er heldur vitað, hvað svæðið er stórt, sem þeir ætla að yfirgefa. Ekki þykir samt ósenni- legt, að Bretar séu nú að gera sömu ráðstöfun og i fyrra, en þá ráðlögðu brezku eftirlitsskipin logurunum að halda sig ekki að veiðum á svæðinu frá Bjargtöng- um að Hraunhafnartanga á tima- bilinu frá 1. desember og fram i miðjan marz, eða þann tima, sem allra veðra væri von. Sá er bara munurinn, aö i lyrra kenndu Bretar veðurguðunum að þeir yrðu að yfirgefa þetta svæði, en nú kenna þeir landhelgisdeilunni um það. Orðaskipti um landhelgismálið hjá Sþ: Bretar vondir eftir ræðu Gunnars SB-Reykjavik Gunnar G. Schram, varafastafulltrúi Islands hjá Sameinuðu þjóðunum flutti i fyrradag ræðu i stjórnmálanefnd Allsherjarþingsins. Fjallaði hún um hafréttar- og landhelgismál. Að ræðunni lokinni óskaði aðalfulltrúi Breta, sir Roger Jackling eftir að fá heimild til að svara ræðunni af Breta hálfu. Kvaðst sir Roger vilja undir- strika, að Bretar hefðu skotið landhelgismálinu til Haagdóm- stólsins samkvæmt fullgildum samningi Breta og tslendinga frá 1961 og hefði dómstóllinn með bráðabirgðaúrskurði bannað ts- lendingum að áreita brezk skip á miðunum við tsland. Væru Bretar þvi i fullum rétti við veiðarnar og þvi væru það tslendingar, en ekki Bretar, sem beittu valdi. Varð- skip þeirra trufluðu brezka togara á ólöglegan hátt, svo mannslif væru i hættu þess vegna. Gunnar G. Schram svaraði þessum ummælum sir Rogers og sagði m.a., að íslendingar hefðu með orðsendingu tjáð Bretum, að samningurinn frá 1961 væri ekki lengur bindandi. Þar af leiðandi hefði alþjóðadómstóllinn enga lögsögu i málinu, svo sem ts- lendingar heföu margtekið fram einnig i orðsendingum til dóm- stólsins. Bæri íslendingum engin skylda til að fara eftir fyrir- mælum dómstólsins og vildu heldur ekki gera það. Brezku tog- ararnir væru ekki við veiðar á út- hafinu, heldur væru þeir lög- brjótar innan islenzkrar lögsögu. Valdbeitingin væri þvi þeirra, en ekki islendinga Auk þess eyði- leggðu brezkir togarar veiðarfæri fyrir islenzkum bátum og hefðu reynt að sigla þá i kaf. Stafaði af sliku greinileg hætta og manns- lifum væri stefnt i voða. SB—Rcykjavik. Ljóst varð um kvöldmatarleyt- ið á þriöjudaginn, að svo heitt var orðið i heyinu i hlööunni á Þóru- stöðum i Ölfusi, að hættulegt gæti vcriö. Þrir menn úr slökkviliðinu i llveragcrði voru settir á vakt við hlööuna um nóttina. 1 gærmorgun var svo tekið til við að moka út úr hlöðunni, en i henni munu hafa verið yfir 1000 hestar heys. Eldur kviknaði Að loknu þessu svari Gunnars, kvaddi sir Itogers sér aftur hljóös, og áskildi sér allan rétt til frekari svara. Umræðu i stjórn- málanefndinni um hafréttarráð- stefnuna var haldið áfram i gær. aldrei, en glóð kom upp öðru hverju. Slökkvilið Hveragerðis var á staðnum og varð aldrei i vandræðum með að ráða við glóð- ina i heyinu. Um 500 hestar af heyi eyðilögðust, en ekki varð tjón á húsum eða skepnum. Margir bændur i ölfusi komu að Þórustöðum til aðstoðar. Heyið var vátryggt. Þess má geta, að fyrir fáum ár- um brunnu gripahús á Þórustöð- um og fórust þar 20 svin. 500 hestar af heyi eyðilögðust

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.