Tíminn - 07.12.1972, Blaðsíða 9

Tíminn - 07.12.1972, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 7. desember 1972 TÍMINN 9 ;S: útgefandi: Framsóknarflokkurínn Wíí: Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þór-SSg arinn Þórarinsson (ábm.), Jón Helgason, Tómas Karlsson;::::;:::; Andrés Kristjánsson (ritstjóri Sunnudagsblaös Timáns);:|:;:|:;:; Auglýsingastjóri: Steingrimur. Gislastini, Ritstjórnarskrif-:;;|::; stofur i Edduhúsinu viö Lindargötu, sfmar 18300-18306^;:;:;:;:;: Skrifstofur i Bankastræti 7 — afgreiöslusimi 12323 — auglýs- ingasimi 19523. Aðrar skrifstofur:simi 18300. Askriftargjald;;;;;;;;;; £>5 krónur á mánuði innan lands, i lausasölu 15 krónur ein-:;:;:;:;:; takið. Blaðaprent h.f. jggi- Mikilsverður ófangi Mikilvægur áfangi náðist i baráttu fslend- inga fyrir viðurkenningu á réttinum til nýt- ingar og verndunar fiskimiðanna á landgrunn- * inu, er ályktunartillaga Islands, Perú og fleiri rikja var samþykkt i efnahagsnefnd Alls- herjarþings Sameinuðu þjóðanna um varanleg yfirráð rikja yfir auðlindum sinum, þar á meðal þeim auðæfum, sem finnast i sjónum, svo langt sem lögsaga strandrikja yfir auðæf- um i og á hafsbotni nær. Þessi tillaga var samþykkt mótatkvæðalaust i efnahagsnefndinni eftir allharðar deilur og tilraunir rikja, sem eru andsnúin okkur i land- helgismálum, til breytinga á höfuðatriðum til- lögunnar. Breytingartillaga, sem Afganistan og fleiri riki, sem ekki eiga land að sjó, fluttu þess efnis, að beðið skyldi hafréttarráðstefnunnar, var felld með 43 atkvæðum gegn 35, og breytingar- tillaga Bandarikjanna um, að ályktunin tæki ekki til auðæfa hafsins var felld með 54 atkvæðum gegn 14. Það var árið 1945, sem Harry S. Truman, Bandarikjaforseti, setti fram hina svokölluðu landgrunnskenningu, er hann helgaði Banda- rikjunum réttinn til nýtingar auðæfa á og i landgrunni Bandarikjanna. Þessi landgrunns- kenning hlaut viðurkenningu á Hafréttarráð- stefnunni i Genf árið 1958, þar sem kveðið var á um rétt strandrikja til auðæfa á og i hafsbotni svo djúpt út, sem þessar auðlindir væru nýtan- legar. Siðan hefur tækninni til nýtingar á auðæfum i og á hafsbotni fleygt mjög fram,og á grundvelli þessarar samþykktar hafa riki, þar á meðal Bandarikin og riki i Vestur-Evrópu kastað eign sinni á auðæfi i hafsbotni 100-200 milur út frá ströndum. Þannig hafa t.d. Bretar kastað eign sinni á verðmæti i hafsbotni 130 milur út af Aberdeen og 100 milur út af Shetlandseyjum; stunda þar oliuboranir og trufla bæði siglingar ogfiskveiðar á „úthafinu”, sem þeirkalla svo, þegar þeir eiga i skiptum við okkur vegna út- færslu fiskveiðilögsögu okkar i 50 milur. Það er gegn þessum tviskinnungi i alþjóða rétti, sem íslendingar hafa barizt i sifellu allt frá þvi, að sett voru lögin um visindalega verndun fiskimiða landgrunnsins á árinu 1948. Sem dæmi um þann tviskinnung, sem rikt hefur i þessum málum.má geta þess, að skv. Genfarsamþykktinni frá 1958 hafa þau sjávar dýr, sem lifa á hafsbotninum á landgrunninu, svo sem skeldýr og krabbar, tilheyrt strand- rikinu. Hins vegar hafa hafizt hinar bros- legustu deilur milli rikja um viss krabbadýr,i þessu sambandi sem stökkva á hafsbotninum, og riki, sem hagsmuna eiga að gæta i fisk- veiðum, hafa véfengt strandrikisins til slikra sjávardýra skv. Genfarsamþykktinni frá 1958. Baráttan gegn þessum tviskinnungi i al- þjóðarétti hefur Islendingum verið löng og ströng;og þessi barátta stendur enn. Samþykkt tillögu íslands og fleiri rikja i efnahagsnefnd Allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna er þvi ekki neinn smáræðis áfangi i þessari baráttu, þvi að það er i fyrsta skipti, sem viðurkennd er á alþjóðavettvangi af meirihluta þjóða heims krafa íslands um það, að ekki verði skilið á milli auðæfa hafsbotnsins og sjávardýra i sjón- um yfir honum. — Frá þingi Sameinuðu þjóðanna: Stofnaður verði háskóli Sameinuðu þjóðanna Deildum hans er ætlað að starfa víða um heim EFNAHAGSNEFND allsherjarþings Sameinuðu samþykkt ályktun um stofnun alþjóðlegs háskóla, sem verði starfræktur á vegum þeirra og nefndur Háskóli Sameinuðu þjóðanna. Samkvæmt álykt uninni skal framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna skipa nefnd. sem gerir nánari tillög- ur um tilgang og starfrækslu skólans.og skulu þær lagðar fyrir næsta þing S.Þ. til frek- ari ihugunar. Hér á eftir verður nánara skýrt frá þvi hlutverki, sem Háskóla Sam- einuðu þjóðanna er ætlað, og er þar einkum stuðzt við skýrslu, sem Gunnar G. Schram, sendifulltrúi íslands hjá S.i>. hefur gert um þetta mál. Málefni þessu var fyrst hreyft innan Sameinuðu þjóð- anna i ársskýrslu U Thants fyrirárið 1969. bar gerði hann það að tillögu sinni, að rann- sakað yrði, hvort ekki myndi kleift að stofna til alþjóðlegs háskóla, sem starfaði innan vébanda Sameinuðu þjóð- anna. Siðan hefur mál þetta verið til athugunar, bæði hjá UNESCO i Paris og hjá Efna- hags-og félagsmálaráðinu hér i New York.og umræður hafa farið fram um málið á alls- herjarþingunum 1970 og 1971. Tilgangur og markmið. Tilgangur alþjóðlegs há- skóla, sem starfaði á grund- velli Sameinuðu þjóðanna, myndi fyrst og fremst vera sá, að ástunda rannsóknir og fræðslu varðandi vandamál, sem snerta allar þjóðir veraldar og sem Sameinuðu þjóðirnar telja mikilvæg. 1 öðru lagi myndi það verða hlutverk sliks háskóla að starfa að brýnum verkefnum, sem nú er ekki sinnt af þeim háskólum, sem fyrir hendi eru i aðildarrikjum Sameinuðu þjóðanna. Myndi hinn alþjóð- legi háskóli þannig veita þeim háskólum, sem fyrir eru, mik- ilvægar upplýsingar og aðstoð i rannsóknarefnum á sviði sinu. Loks er talið nauðsynlegt að skipuleggja starfsemi hins alþjóðlega háskóla á þann hátt, að unnt verði að reka hann með tiltölulega takmörk- uðum fjárútlátum. Miklar umræður hafa farið fram um það, hvaða verkefni til rannsókna og fræðslu hinn nýi háskóli skuli velja sér. Virðast menn sammála um, að megináherzlu beri að leggja á þrjú svið i þvi sam- bandi. Það eru: 1) Rannsóknir i alþjóðamál- um og málum, sem varða frið og bætta sambúð þjóða i milli. 2) Mál, sem varða þróun rikja. Yrði þar fyrst og fremst um að ræða rannsóknir i þjóð- félags- og efnahagsmálum, að þvi er varðar þróunarlöndin og vandamál þeirra. Innan þessa sviðs hefur verið rætt um, að æskilegt væri að koma á fót sérstakri rannsóknastofn- un, að þvi er varðar vandamál þróunarlandanna, og annarri rannsóknastofnun i mann- fjöldavandamálum. 3) Þá er talið sjálfsagt, að hinn alþjóðlegi háskóli ein beiti sér að vandamálum varðandi umhverfi mannsins og áhrif tækninnar á manninn og lif hans. Einn liðurinn i þessu starfi, skv. áliti sérfræð- inganefndar UNESCO (ED/WS/257, Paris 1. septem- ber 1971),væri að rannsaka og meta auðlindaforða veraldar, miðað við nýtingu hans i dag, og gera auðlindaspá fram i timann og áætlun um það, hvernig auðlindir, bæði hafs og jarðar, verði sem skyn- samlegast nýttar i framtið- inni. Mundi hér sérstaklega verða fjallað um auðlindir hafsins, fiskistofnana og ann- að sjávarlif i þessu tilliti. Ekki hefur verið talið skyn- samlegt á þessu stigi að setja háskólanum mjög þröngt af- markaðan verkel' nalista, heldur virðast menn sammála um það, að æskilegt sé, að skólinn sjálfur velji sér verk- elni að miklu leyti, þegar hann hefur tekið til starl'a. Starfshættir háskólans. Ástæða er til þess að vekja athygli á þvi, að ekki er gert ráð fyrir.að hinn alþjóðlegi há- skóli starfi á sama hátt sem háskólar almennt i dag. Ekki er gert ráð fyrir.að i skóla þessum verði stúdentum veitt iræðsla til undirbúnings embættisprófi. Ætlazt er til.að háskólinn verði fyrst og fremst rannsóknastofnun og fundarstaður fyrir fræðimenn, visindamenn og áhugamenn um kjörsvið hans, þar sem þessir aðilar komi saman til seminara og fundarhalda. Há- skólinn mun þess vegna ekki veita ungum mönnum fræðslu i hefðbundnu formi, og hann mun ekki útskrifa stúdenta að loknum prófum eða veita há- skólagráðu. Háskólinn mundi þvi einungis starfa á post- graduate sviði, sem rann- sóknastofnun. Gert er ráð fyrir, að upp- bygging háskólans verði að meginstofni til tviþætt. 1 fyrsta lagi yrði um að ræða sérstaka miðstöð eða höfuð- stöðvar háskólans (Pro- gramming and Co-ordination Center TCC), þar sem há- skólastjórnin sæti. 1 öðru lagi rannsókna- og fræðslustofnan- ir háskólans (Research and Teaching Centers RTC). Þar myndi meginháskólastarfið fara fram. Áætlað er, að þótt aðeins verði um eitt höfuðaðsetur skólans að ræða, verði stofnað til allnokkurra rannsókna- og fræðslustofnana. Staðsetning háskólans. Samkomulag hefur orðið um að háskólinn skuli ekki hafa aðsetur einvörðungu á einum stað, heldur starfa i ýmsum löndum. Er þetta talið æski- legt, þar sem meginverkefni skólans munu liggja á sviði al- þjóðamála og muni slikt fyrir- komulag jafnframt gefa skól- anum alþjóðlegri brag. Munu hinar einstöku rannsókna- stofnanir skólans þvi staðsett- ar viða um heim. En hvaða lönd munu verða fyrir valinu? 1 skýrslu, sem framkvæmda- stjóri S.Þ. gaf út um háskól- ann 25. júni 1970 (E/4878), er þetta mál nokkuð rætt. Þar segir; að i þessu efni verði að lita til ýmissa atriða. 1 fyrsta lagi verði að velja skólanumog rannsóknastofnunum hans stað, þar sem að akademiskt frelsi sé tryggt. 1 öðru lagi verði að vera auðvelt að ferð- ast til og frá háskólanum fyrir einstaklinga frá öllum aðild- arrikjum Sameinuðu þjóð- anna. Er hér greinilega visað til erfiðleika varðandi ferða- lög til og frá rikjum Austur- Evrópu og nokkurra annarra. 1 þriðja lagi er talið æskilegt, að rannsóknastofnanir háskól- ans geti starfað i tengslum við háskóla i hlutaðeigandi riki. Ilins vegar sé það ekki skilyrði, og megi atriði þetta ekki úti- loka það.að hinn alþjóðlegi há- skóli velji sér aðsetur á landi eða landsvæði, þar sem enginn háskóli sér fyrir. í fjórða lagi hljóti það að verða þungt á metaskálunum, ef háskólan- um bjóðist húsnæði og aðstæð- ur á ákveðnum stöðum. Munu slik húsnæðis- og aðstöðuboð rikja, stofnana eða einstakl- inga mjög auðvelda stofnun og starf háskólans. Fjárntögnun háskólans. Allnokkur athugun hefur verið gerð á þvi, hver kostnað- ur yrði samfara stofnun al- þjóðlegs háskóla. Niðurstöður þeirra kannana sýna, að há- skóli i þeirri mynd, sem hér er til umræðu, er miklu mun ódýrari i stofnun og rekstri en háskóli i hefðbundnu formi. Ilefur verið gerð fjárhags- áætlun um uppbyggingu hins alþjóðlega háskóla i áföngum. Sú áætlun verður ekki rakin hér i smáatriðum, en sem dæmi um kostnaðinn skal þess getið, að bygging aðalstöðva háskólans, einnar rannsókn- astofnunar á sama stað og þriggja rannsóknastofnana eða háskóladeilda á öðrum stöðum muni kosta 7 milljónir dollara. Árlegur rekstrar- kostnaður hins alþjóðlega há- skóla i þessari mynd er áætl- aður 6.5 milljónir dollara á ári. Hér er um tiltölulega lágar fjárupphæðir að ræða, miðað við viðfeðmi verkefnisins, og ætla Sameinuðu þjóðirnar að afla fjárins ýmist meö frjáls- um framlögum, fyrst og fremst með framlögum úr ýmsum alþjóðlegum menn- inga- og menntasjóðum, svo sem Ford og Rockefeller- sjóðnum. og með frjálsum framlögum frá aðildarrikjum S.b. —TK

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.