Tíminn - 07.12.1972, Blaðsíða 17

Tíminn - 07.12.1972, Blaðsíða 17
Fimmtudagur 7. dcsember 1972 TÍMINN 17 ...... ;..........,,... GEORGE BEST... vandræðabarnið og glaumgosinn hjá Manehester United, hefur veriö settur á sölu- lista. Manchester Utd. vill losa sig við George Best! - knattspyrnusnillingurinn og glaumgosinn Best hefur verið settur á sölulista Hinn heimsfrægi knatt- spyrnumaöur og glaumgosi George Best, hefur veriö settur á sölulista hjá Man- chester Utd. Stjórn félags- ins ákvað að setja Best á sölulista á þriðjudags- kvöldið — þá var liðin vika, siðan Best mætti ekki á tvær æfingar sama daginn, og var hann settur út úr lið- inu, þegar það lék gegn Norwich s.l. laugardag. Það varekki í fyrsta skipt- ið, sem hann mætir ekki á æfingar. — Hann hefur oft fengið fjársektir fyrir að láta ekki sjá sig á æfingum. Eftir sigurinn gegn Norwich, en það var fyrsti sigur Man. Utd. á útivelli á keppnistimabilinu, fór stjórn félagsins að athuga sinn gang og á þriðjudagskvöldið, ákvað hún að losna við Best fyrir fulltog allt. Best hefur verið mjög óvinsæll hjá áhangendum og leik- mönnum Man. Utd. fyrir hvað hann er orðinn leiðinlegur. — Hann er sinöldrandi i leik og hef- ur oft verið dæmdur i keppnis- bann. fyrir að vera að nöldra i dómurum og mótherjum. Eins og flestir vita, sem hafa fylgzt með enskri knattspyrnu, — hefur Best verið vandræðamaður hjá Man. Utd. Hann hefur hvað eftir annað undanfarin ár ekki mætt á æfingar og jafnvel ekki til leiks, heldur sukkað og svallað i næturlifinu. Það sauð upp úr i mai s.l., þegar hann mætti ekki i landsleik, þegar hann átti að leika fyrir heimaland sitt N-trland gegn Skotlandi. Þá gaf Best út þá yfirlýsingu, að hann væri hættur að leika knattspyrnu. En hann byrjaði afturog hefur leikið með liði sinu á þessu keppnistimabili, en með heldur lélegum árangri. Þegar gekk sem versthjá Man. Utd. gaf Best þá út yfirlýsingu, að hann mundi aldrei leika i 2. deild. Svona yfirlýsing var ekki upplifgandi fyrir félagið hans og leikfélaga hans hjá Man. Utd Nú eru þessir leikmenn lausir við Best og eitt er öruggt, að þeir anda allir léttar. Nú er bara spurningin, hvaða félag vill kaupa Best'? Það er öruggt, að það félag,sem kaupir hann, hugs- ar sig vel og vandlega um áður. — Einnig má telja vist, að félagið leitar ráða hjá leikmönnum sin- um og spyr þá, hvort þeir geti hugsað sér að leika með Best. Harin getur alveg eins brotið nið- ur ,,móralinn'’ hjá liðinu, sem hann kemur til með að leika með, eins og hann hefur gert hjá Man. Utd. Það væri bezta ráðið hjá stjórn Manchester United, að kaupa góða varnarleikmenn, fyrir upp- hæðina,sem þeir fá fyrir Best, þvi að það eina, sem féíagið vantar, eru góðir varnarleikmenn. -SOS. Styrktarsjóður Meistarafélags húsasmiða Þeir aðilar.sem sækja vilja um styrk úr Styrktarsjóði Meistarafélags húsamíða, komi skriflegum umsóknum til skrifstofu félagsins að Skipholti 70, fyrir 15. desember. Stjórnin. SKÓLAMÓT HAFNAR- FJARÐAR VERÐUR UM HELGINA - keppnin fer fram í íþróttahúsinu við Suðurgötu, þar sem verður keppt í ýmsum frjálsíþróttagreinum Sunnudaginn 10. desember n.k. kl. 14.00 efna barnaskólarnir í Hafnarfirði til keppni i frjálsum íþróttum i Iþróttahúsinu við Strandgötu. i pilta og telpnaflokkum 11 til 13 ára keppa tveir piltar og tvær telpur i hverjum aldursflokki — fyrir hvern skóla. Greinar þær, sem piltarnir keppa i, eru þessar: hástökk með atrennu, langstökk og þristökk án atrennu, 100 m. hlaup og 600 m. hlaup. Telpurnar keppa i eftirtöldum greinum: hástökki með at- rennu, langstökki án atrennu, 100 m. hlaupi og 600 m. hlaupi. Stigin i keppninni reiknast frá 1 upp i 6, og sá skóli, sem fær hæstu stigatölu úr pilta og telpna greinum, hlýtur farandbikar, sem Bilasala Hafnarfjarðar hefur gefið og um leið sæmdarheitið bezti frjálsiþróltaskóli Hafnar- fjarðar. Foreldrar og aðrir áhugamenn um iþróttir eru velkomnir til að lylgjast með spennandi keppni. ÍR fær liðstyrk 1. dejldarlið 1R i hand- knattleik, helur lengið góðan liðstyrk. Hilmar Sigurðsson, handknattleiksmaður úr Val, hefur gengið i raðir ÍR-inga, og er hann byrjaður að æfa með liðinu. Hilmar helur leikið með meistaraflokks- liði Vals og cr sterkur linu- spilari, hann æfir með stú- denlaliðinu, sem tekur bátt i Heimsmeistarakeppni stú- denta i Sviþjóð um áramótin. Það erekki að ela, að Hilmar kemur til með að styrkja IR- liðið, þegar hann byrjar að leika með þvi eftir áramótin. En það tekur einn mánuð að skipta um félag, eftir nýju reglunum, sem samþykktar voru á siðasta KSÍ-þingi. WmWWíWWTOWWTOWWWWWWWWW ☆slsídavörnrTÍf SEIBl út oiiiu) SKOR(itmnt) öryggisbindingaraitEMiH)^ 8PORW4L cHEEMMTORGf ■{r •irbúúú-b •CrCrb'b úúú-£r£rhtr{( ■£r£fic£r&-Crtrb •&•£/•&'Crb-£i'itú'Ci&-Ci'Crh)!rCrCrtrCrCrCrCrCr£r{i&iCrCt<l,CrCr{i,(túii,irCrtrh'Cr{

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.