Tíminn - 07.12.1972, Blaðsíða 19

Tíminn - 07.12.1972, Blaðsíða 19
Kmimtiidagui' 7. desember 1!(72 TÍMINN 19 Verksmiðjan Höttur, Borgarnesi framleiðir margar gerðir og liti af Icttum,hlyjum loðliúfum úr íslenzk um skinnum. Mcrkiðl tryggir gæðin. Gleymið ekki HOFUÐATRIÐIiYU í kuldanum! Útsölustadir:kaupfélögin og sérverzlanirum land allt Víðivangur Framhald af bls. 3. heimalandaðs sjávarafla frá fvrra ári og mun meiri hækk- un annarra kaupgreiðslna til þeirra. Alagning beinna skatta og fasteignaskatta liækkaði verulega á þessu ári miðað við siðasta ár og meira en brúttótekjur einstaklinga, þannig að ráðstöfunartekjur heimiianna aukast litið eitt minna á árinu en brúttó- tekjurnar eða um 28%. Verð- lag veröur að meðaltali 9.6% bærra á árinu 1972 en árið 1971 m. v. visitölu framfærslu- kostnaðar og um 13.0% hærra m.v. visitölu á vöru og þjón- ustu." —TK VIPPU - BllSKÚRSHURÐIN Kírkjuþing afgreiddi 27 mál Breytingar á lögum um prestskosningar eru meðal frumvarpa, sem samþykkt voru Lagerstaerðlr miðað við múrop: Hæð: 210 sm x breidd: 240 sm 210 - x - 270sm Aðrar stærðir smifJoðar eftir beiðni. GLUCGASMIDJAN Siðumúla 12 - Sími 38220 Á kirkjuþingi, sem sett var 22. okt. s.l. og stóð yfir í hálfgn mánuð. voru afgreidd 27 mál. Kirkjuþing er haldið annað hvert ár og sitja á þvi 17 fulltrúar. Biskup íslands og kirkjumálaráð- herra eru sjálfkjörnir á kirkju- þing. Prestar kjósa 7 fulltrúa úr sinum' hópi og 7 leikmenn sitja þingið, eru þeir kosnir af sóknar- nefndum. Prófessorar guðfræði- deildar kjósa 1 fulltrúa á þingið. Hér á eftir verður getið helztu mála, sem afgreidd voru á nýaf- stöðnu kirkjuþingi: í annarri grein frumvarps um veitingu prestakalla segir m.a. Að loknum umsóknarfresti sendir biskup prófasti hlutaðeigandi pró fastdæmis, og sóknarnefndum prestakallsins, skrá yfir þá, er sótt hafa. Jafnframt sendir hann prófasti nægilega marga at- kvæðaseðla með nöfnum umsækjenda, og felur honum, að boða kjörmenn prestakallsins á sameiginlegan fund. Kjörmenn eru: Sóknarnefndar- menn og safnaðarfulltrúar prestakallsins. Síðar í sama frumvarpi segir: Á kjörmanna- fundi skulu umsóknir ásamt um- sögnum biskups liggja frammi til athugunar. Fundurinn er lokaður og stýrir prófastur honum. Ef meirihluti kjörmanna sam- þykkir, að kjör skuli fara fram< sem segir i 4. grein, að öðrum höfuðatriði kosti ráðstafar kirkjumálaráðh. embættinu að fenginni tillögu biskups. í 4. grein segir m.a. Ef samþykkt er, að kjör fari fram, ákveður prófastur fund kjör- manna. Er kjörfundur lokaður og stýrir prófastur honum. Fer fram leynileg skrifleg atkvæðagreiðsla um umsækjendur. Að lokinni at- kvæðagreiðslu eru atkvæði innsigluð og send biskupi. í 5. grein segir: Þegar kjör- stjórn hefur kynnt sér níðurstöðu kjörfundar, sendir biskup afrit af bókun hennar til kirkjumálaráð- herra, ásamt rökstuddri tillögu sinni um veitingu. Biskup styður með tillögu sinni þann um- sækjanda. sem hlotið hefur 2/3 atkvæða kjörmanna. Skal veita honum embættið. enda telst hann hafa hlotið lögmæta kosningu. Nái umsækjandi ekki 2/3 atkvæða kjörmanna telst kosningin ólögmæt, og mælir biskup þá með þeim tveimur um- sækjendum, ef um fleiri en einn er að ræða, er hann telur næst þvi að hljóta embættið, og i þeirri röð er næst liggur að hans dómi. Veitir ráðherra þvi næst em- bættið öðrum hvorum þessara tveggja. 6. grein hljóðar þannig: Heimilt er kjörmönnum að kalla prest. Ef 3/4 kjörmanna prestakallsins eru einhuga um að kalla tiltekinn prest eða guð- fræðikandidat án umsóknar, gera þeir prófasti viðvart um það i tæka tið, en hann tilkynnir biskupi, sem felur þá prófasti aö boða kjörmenn prestakallsins á sameiginlegan fund innan viku og er þá embættið eigi auglýst. Samþykki 3/4 kjörmanna að kalla tiltekinn mann til embættis- ins, sem lögum samkvæmt á rétt til prestsembættis i islenzku þjóð- kirkjunni, skal biskup birta köllunina þeim presti eða kandidat, sem i hlut á. Taki hann köllum, skal veita honum em- bættið. Eins og fram kemur felst i þessu frumvarpi, að ef yfirgnæf- andi meirihluti kjörmanna telur að tiltekinn umsækjandi hafi skýlausan rétt fyrir veitingu prestakalls þurfi ekki að efna til kosningar innan sóknarinnar. Ef frumvarpið verður staðfest mun heldur ekki þurfa að efna til prestkosningar, ef aðeins einn umsækjandi sækir um prestakall og er talinn til þess hæfur, Ílögfrædi- "1 jSKRIFSTOFA { | Vilhjálmur Amason, hrl. | Lækjargötu 12. j ■ (Iönaöarbankahúsinu, 3. h.) Simar 24635 7 16307. V___________________________) í tillögu um guðfræðinám segir, að vegna vaxandi þarfar á sér- liæfðri þjónustu meðal safnaða landsins, sé brýnt að unnið sé að frekari fjölbreytni i námi guð- fræðinga og stefnt að þvi, að þeir geti fengið aukna fræðslu i ýmsum greinum, sem lúta að sál- gæzlu i nútimaþjóðfélagi. í þvi sambandi eru nefnd félagsráð- gjöf, uppeldisfræði, sálarfræði og félagsfræði. Telur þingið æski- legt, að guðíræðingar fái slika sérmenntun viðurkennda Þá bendir Kirkjuþingið á nauðsyn þess að opna nýjar leiðir til leiðbeiningar og kennslu leik- mönnum, sem vilja starfa i þjónustu kirkjunnar. t frumvarpi um breytingu á lögum um skipun sóknarnefnda og héraðsnefnda kveður 4. grein svo á um, að sóknarnefndarmenn eru 3 i sóknum, sem hafa færri sóknarmenn en 500 ella 5, unz tala sóknarmanna er 1000. Kjósa skal tvo menn til viðbótar i sóknarnefnd fyrir hver full tvö þúsund sóknarmanna, sem við bætast. Þó skulu aldrei vera fleiri i sóknarnefnd en 11 alls. Þá eru i þessu frumvarpi ákvæði um, hvernig haga skal kjöri i sóknarnefndir. t frumvarpi um fermingar- undirbúning segir, að vor- fermingar skuli ekki fara fram fyrr en i aprilmánuði og að haust- fermingar skuli fara fram i októbermánuði. A kirkjuþinginu voru sam- þykktar allmargar tillögur. Meðal þeirra er tillaga um kirkjulega ráðstefnu, sem haldin verði á næsta ári. Verði þar fjallað um gildi kristinna sið- gæðishugmynda varðandi uppeldi og menningu og kristna afstöðu til fóstureyðinga og fiknilyfjaneyzlu. Tillaga kom fram um að beina þeim tilmælum til kirkjumála- ráðherra, að hann skipi þriggja manna neínd, i samráði við biskup, til að endurskoða gildandi lög og tilskipanir um málefni kirkjunnar. Samþykkt var tillaga til þings- ályktunar um milliþinganefnd til athugunar á sambandi rikis og kirkju, Var samþykkt að fela kirkjuráði að kynna sér með gagnasöfnun umræður og gerðir annarra Norðurlandaþjóða varð- andi breytingar á sambandi rikis og kirkju og sjá um, að þau gögn verði tiltæk,ef á þvi þarf að halda. Kirkjuþing ályktar að hvetja stjórnarvöld og landsmenn alla til ákveðinnar samstöðu og virkra aðgerða til að byggingu ilall- grimskirkju i Reykjavik verði sem fyrst lokið. Vill Kirkjuþing i þvi sambandi minna á, að þjóðhá- tiðarárið 1974 eru réttar þrjár aldir liðnar frá dauða sr. Hallgrims, og er hvort tveggja tilefnið til þess fallið, að þjóðin minnist á verðugan hátt þakkar- skuldar sinnar við þann mann, sem öðrum framar hefur styrkt trú hennar og viðnámsþrótt. Kirkjuþingið lætur i ljós þá eindregnu ósk sina, að biskups- stóll fyrir Norðurland verði stofn- settur þjóðhátiðarárið 1974. Tillaga Kirkjuþings um djáknaþjónustu er svohljóðandi: Þar sem svo hagar til, að skortur er á prestum til starfa i presta- köllum dreifbýlis i landinu vill Kirkjuþing hvetja til þess, að reynt verði að fá til safnaðar- starfa djákna og safnaðarsystur, sem hlotið hafa nauðsynlegan undirbúning. Með skirskotun til þess, að djáknaembættið gæti verið veigamikill þáttur safnaðarstarfsins, vill þingið beina þeim eindregnu tilmælum til biskups og kirkjuráðs, að í'ramhald verði á mótun þess em- bættis i kirkju vorri. Enn skal getið nokkurra til- lagna til þingsályktunar, sem samþykktar voru á Kirkjuþingi: Þar sem upplýst er, að prófessor Ármann Snævarr er að vinna að rannsóknum á kirkju- rétti, þá ályktar Kirkjuþing 1972 að fela kirkjuráði útgáfu á kirk ju- legu lagasafni og hafa samráð við prófessor Ármann Snævarr um viðeigandi lagaskýringar með þvi saíni. Kirkjuþing 1972 kýs þriggja manna nefnd til þess að athuga lagaákvæði viðkomandi kirkju-, og prestssetursjörðum og skipan þeirra mála og framkvæmd, m.a. með tilliti til Kristnisjóðs. Skili nefndin athugunum sinum og til- lögum til næsta Kirkjuþings um liendur kirkjuráðs. Kirkjuþing visar til þess, að bent hefur verið á það með biskupsbréfi, hvernig likkistur skulu snúa að útfararathafnir i kirkjum. Var mælzt til þess i bréfinu, að sú regla um þetta, sem verið hefur i gildi um aldirnar og er enn óroíin i flestum byggðum landsins, sé alls staðar virt og henni fylgt. Kirkjuþing mælir með, að allir, sem sjá um útfarir, hliti þessum tilmælum, svo að tekið sé l'yrir það misræmi, sem komist helur á i þessum elnum. Kirkjuþing 1972 hvetur yfirvöld og almenning i landinu til fyllstu aðgæzlu i áfengis- og fiknilyfja- málum. Bendir þingið á það geig- vænlega böl, sem margir eiga við að striða, sakir þeirra drykkju- siða, sem nú eru ráðandi, og aukinnar dreilingar fiknilyfja. Telur Kirkjuþing brýna nauðsyn á raunhæfum aðgerðum stjórn- valda til að stemma stigu við þessum vanda. Jalní'ramt fagnar Kirkjuþing áætlun heilbrigðismálaráðu- neytisins um byggingu endur- hæfingarstöðvar fyrir áfengis- sjúka.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.