Tíminn - 07.12.1972, Blaðsíða 20

Tíminn - 07.12.1972, Blaðsíða 20
...verða þetta verölaunin, sem Timinn veitir. líf allt gengur l'ljótt og vel og enginn kvartar... BLAÐBURÐARFÓLK TÍMANS VERÐLAUN- AÐ í MÁNADARLOK Timans i Reykjavik, Kópa- vogi, og Hafnarfirði, sem kemur blaðinu bæði fljótt og vel til áskrifenda, og fær engar aðfinnslur, veitt sérstök verðlaun fyrir árveknina og dugnaðinn. Blaðið á mikið undir samvizkusemi og elju blaðburðarbarnanna og annarra, sem dreifa blaðinu á fjölbyggðum svæðum, og vill sýna það i verki. hvers þau störf eru metin. Alls geta átta fengið verð- laun — þrir myndavélar og fimm peningaverðlaun, þús- und krónur hver. Ef fleiri standa jafnt að vigi en þeir átta, sem verðlaunin geta fengið. verður dregið þar á milli. Það verður gert 30. desember. Verðlaun af þessu tagi verða siðan veitt i lok hvers mánaðar, fyrst um sinn að minnsta kosti. Ilvers vcgna er Eygló að hampa peningum og mynda- vél, svona lika glöð i bragði? Kannski Inin liafi unnið i happ- drætti? kynni einhver að spyrja. l>vi verðum við þó að svara neitandi. Aftur á móti geta aðrir innunnið sér þetta sem hún er með. Þessu er þannig varið. að i lok þessa mánaðar verður þvi blaðburðarfólki Fimmtudagur 7. desember 1972 Sunnukórinn í söngferð með Gullfossi ÞÓ-Reykjavik Sunnukórinn á isafirði verður 40 ára á næsta ári og i tilefni af- mælisins fer kórinn i söngferð til Noregs, sem mun taka hálfan mánuð. Ólafur Þórðarson, einn af stjórnarmeðlimum Sunnukórsins sagði i samtali við blaðið, að þessi ferð hefði verið i bigerð s.l. tvö ár, en ekki orðið úr framkvæmdum fyrr en i sumar. Þá hafði stjórn Sunnukórsins samband við Eim- skipafélag tslands og spurðist fyrir um, hvort ekki væri mögu- leiki á að fá Gullfoss til fararinn- ar. Forráðamenn Eí tóku mjög vel i beiðni kórsins og var ferða- áætlunin sett upp. Farið verður frá Isafirði 30. mai og haldið til Þrándheims, en þar verður dvalið i sólarhring, þaðan verður siglt nálægt landi suður til Bergen, og dvölin þar verður einnig i sólar- hring. Frá Bergen verður farið til Stavangurs og viðdvölin þar verður sömuleiðis sólarhringur. Frá Stafangri verður farið til Tönsberg, en Tönsberg er vina- bær tsafjarðar i Noregi. t Töns- berg verður dvalið i fjóra daga. Á heimleiðinni verður komið við i Þórshöfn i Færeyjum og heim verður komið 15. júni. „Aðstókn i ferðina hefur farið fram úr öllum vonum, og er Gull- foss þegar orðinn of íitill, þvi að vitað er að á milli 60 og 70 manns eru á biðlista i Reykjavik og sömuleiðis margir á tsafirði”, sagði Ólafur. — Þegar er ákveðið að 140 manns fari frá tsafirði og 30 manns frá Reykjavik, en fleiri tekur skipið ekki. Ólafur sagði, að Sunnukórinn myndi halda söngskemmtanir i Tönsberg og að öllum likindum i einum bæ til, sem komið yrði til. Fimmtiu manns eru nú i Sunnu- kórnum, og er kórinn elzti bland- aði kórinn á landinu og eini eftir- lifandi kórinn af mörgum, sem stofnaði Landssamband blandaðra kóra. Stjórandi kórsins er Ragnar H. Ragnar. Að lokum sagði Ólafur, að þeir kórfélagar væru bjartsýnir á ferðina, og i vetur ætlar kórinn að safna fé til fararinnar með ýmsu móti Þá sagði hann, að for- ráðamenn Eimskipafélags ts- lands ættu þakkir skildar fyrir góða samvinnu og aðstoð. Truman alvar- lega veikur NTB-Kansas City Ilarry S. Truman, fyrrum for- seti Bandarikjanna, sem nú er 88 ára að aldri, var á þriðjudaginn lagður inn á sjúkrahús i Kansas City, veikur af lungnabólgu. i fyrstu sögðu læknar, að liðan lians væri eftir atvikum, en i gær var tilkynnt að ástandið væri al- varlegt. Lízt vel á vetur- setuna í Nýjabæ ÞÓ-Reykjavik Hjónin Guðrún Sigurðardóttir og Þorsteinn Ingvarsson eru nú komin i sin nýju heimkynni i Nýjabæ upp af Eyjafirði, en þar verða þau i vetur við veður- athuganir á vegum Orkustofn- unarinnar. Þessar veðurathugan- ir i Nýjabæ verða hafðar til hlið- sjónar, þegar raflinan mikla verður lögð norður yfir hálendið. Það var Guömundur Jónasson, sem kom hjónunum inn að Nýjabæ. Var larið á tveim snjó- bilum og voru tveir menn frá Orkustofnun með i förinni, ásamt öðrum bilstjóra frá Guðmundi. Við náðum tali af Gunnari Jónssyni frá Orkustofnun i Nýja- bæ i gær, en þvi miður heyröum við ekki reglulega vel til hans, nema annað veifið. Gunnar sagði, að þeir félagar, sem fylgdu hjón- unum inn á öræfin til veturset- unnar byggjust við að geta haldið til byggða i dag. En siðustu tvo daga hefur veður veriö það slæmt, að við höfum ekki getað lagt af stað, sagði Gunnar. Gunnar sagði, að þeir reiknuðu með,að lerðin niður af hálendinu tæki að minnsta kosti tvo til þrjá daga, en alltaf gæti komið fyrir tafir vegna veðurs. Leiðin, sem þeir koma lil baka er sú sama og þeir fóru norður, eða suður yfir hálendið um Nýjadal og Sprengi- sand. Á þessari leið var mikill snjór^þegar fólkið fór norður, og hefur hann vafalaust ekki minnk- að. Þeim Guðrúnu og Þorsteini lizt mjög vel á vetursetuna hér, sagði Gunnar, enda er þetta indæll staður að vera á og svo góður út- búnaður hér að öllu leyti, að ekki verður á betra kosið. Þrír slösuðust í Kópavogi Laust fyrir hádegi i gær slösuð- ust þrir ungir menn, i Taunusbil, sem lenti i hörðum árekstri við vörubil á Fifuhvammsvegi i Kópavogi. Slysið varð rétt vestan við malarnámurnar innst i Kópa- vogi. Vörubillinn var á leið inn F'ifuhvammsveg, en litli billinn ók i vesturátt. A beygju, sem þarna er á veginum lenti Taunus- billinn á vinstri vegarkanti og ók beint framan á vörubilinn, og lagðist nær saman að framan- veröu. Mennirnir þrir, sem i biln- um voru slösuðust, og tveir þeirra alvarlega. Þeir eru þó ekki taldir i lifshættu. Vörubilstjórinn slasaðist ekki. t fyrrakvöld varð 10 ára gömul telpa fyrir bil á Bústaðavegi. Lærbrotnaði hún og hlaut höfuð- meiðsl. Okukonaog farþegi, sem hjá henni sat, meiddust i fyrrinótt, er bill ók á ljósastaur. Stúlkan, sem ók, blindaðist af ljósum bils, sem kom úr gagnstæðri átt á Grensásvegi, með þeim afleiðing- um, að hún ók út fyrir akbrautina og á staurinn. OÓ Tjón á Erl-Ileykjavik Bóst- og simamálastjórnin hefur nú sent frá sér skýrslu um bilanir og tjón á simalinum i isingarveðrunum i október og nóvember. t óveðrinu 27. og 28. okt. brotnuðu alls 507 staurar og 360 lögðust á hliðina. Linur slitnuðu niður á ca. 87 km. Bilanirnar urðu einkum i þrem sýzlum. símalínum hótt í 20 millj. t Strandasýslu urðu bilanirnar mestar i Steingrimsfirði, á Sel- strönd, og i Bjarnarfirði. Alls brotnuðu þar 156 staurar og 82 lögðust flatir. t Húnavatnssýslu brotnuðu 139 staurar. en 29 lögðust flatir. Stærstu skemmdirnar urðu i Lina kradal og i nágrenni Skaga- strandar. 89 staurar brotnuðu og 78 lögð- ust á hliðina i Dalasýslu, flestir i Saurbænum. Þar var gripið til þess ráðs að leggja 4,5 km langa jarðsimalinu. sem var plægð niður frá sæsimalandtaki við Gilsfjörð að Máskeldu. Áætlaður kostnaður við bráðabirgðaviðgerð og endur- byggingu á þessum linum nemur tæpum 10 milljónum króna. Eftir þvi sem kostur er á. verður reynt að leggja jarðsima á þessum bilanasvæðum, t.d. Skagastrandarlinu. Mikið isingarveður gekk yfir S- Þingeyjarsýslu og Eyjafjörð 25. nóv. sl.. og urðu þá miklar bilanir á simalinum. 60staurar brotnuðu 9 lögðust flatir og linur slitnuðu niður á um 17 km. Aðalbilanirnar urðu i Ljósavatnsskarði. Bárðar- dal og á Fljótsheiði. Þar sem viðgerð er ekki enn lokið. er ekki ljóst. hvað tjónið er mikið. Aðalkostnaðurinn verður i bráðabirgðarviðgerð. þvi að loft- linur verða ekki endurbyggðar en á þessu svæði hefur verið lagður jarðsimi. sem verður tengdur i vetur. Þar sem isingabilanir voru tiðasta fyrr á árum, t.d. á aðallandsimalinunum milli Brúar og Blönduóss og i A-Barða- strandarsýslu. urðu nú litlar bilanir. enda hefur verið lagður jarðsimi að mestu af þessum svæðum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.