Tíminn - 12.12.1972, Síða 1

Tíminn - 12.12.1972, Síða 1
IGMIS KÆLISKAPAR RAFTORG SÍMI: 26660 RAFIÐJAN SÍMI: 19294 285. tölublað — Þriðjudagur 12. desember — 56. árgangur 2>Aö6éM/it«6(A. á/ RAFTÆKJADÉILD Hafnarslræti 23 Simar 18395 & 86500 Sleðahundur á Nesvegi Þessi mynd er satt aö segja hvorki tekin við Júkonfljótiö né á Norður-Grænlandi, enda eru þar hundabændur svo miklir, að þeir láta sé ekki nægja minna en heilt eyki, ætli þeir að bregða sér til næsta granna, hvað þá ef lengra á að fara. Hún var bara tekin núna á sunnudaginn á Nesveginum okkar, á þeirri totu landsins, sem er milli Sunda og Skerjafjarðar. Samt má guð vita nema þarna sé eiginlega heimskautafari að leggja af stað I landkönnunarleið- angur og hafi svo frábært drátt- ardýr, að hann ætli sér þetta ein- hunda. Það er að minnsta kosti ekki að sjá, að þeir félagar kvfði neinu. ökumaðurinn situr áhyggjulaus á sleða sinum og hvutti hringar skottið eins og hundar gera, þegar þeir finna dá- litið til sin, og gapir litið eitt, lik- lega frekar af ánægju en hann sé orðinn móður. Timamynd: Róbert Aldrei hærra meðalverð ÞÓ—Reykjavik. Það má segja með sanni, að sildarvérðið hafi verið hátt i Dan- mörku i haust, og hefur hið háa verð bætt upp trega veiði a.m.k. hjá einstaka skipi. Veiðin i sið- ustu viku var mjög treg á Norður- sjávarmiðum og eru nú mörg is- lenzku sildveiðiskipanna komin heim, en þeir bátar, sem seldu sild i Danmörku fengu mjög gott verð og hefur það aldrei verið betra á þessu ári. Niu bátar seldu sildarafla i s.l. viku samtals 372 lestir. Þessi afli seldist á danska markaðnum fyrir 9.7 milljónir króna og meðalverðið var 25.93 krónur. Langhæstu heildarsöluna i sið- ustu viku var Asberg RE með. Ásberg seldi 74.2 lestir 9. desember fyrir 2.5 milljónir og meðalverðið, sem Asberg fékk var einnig það hæsta i vikunni eða 33.91 kr. Grindvikingur GK, seldi einnig fyrir meira en tvær milljónir, og tveir Akureyrarbát- ar Súlan og Þórður Jónasson seldu fyrir á aöra milljón. Þeir bátar, sem selja i þessari viku verða sennilega siðustu bát- arnir, sem selja afla i Danmörku á þessu ári, en búast má við,að einhverjir bátar haldi á sildar- miðin við Hjaltland og i Norður- sjó eftir áramót, Mesta innbrota- og skemmdahelgi í sögu lögreglunnar í Reykjavík Óhemjuspjöll voru unnin i fjölda fyrirtækja í Reykjavik um helgina. Innbrotsþjófar voru viða aö verki og stálu sums staðar miklum verðmætum, en annars- staðar brutu þcir og skemmdu og áttu sér stað stórátök við hurðir, skúffur og skápa. Engin leið er að reikna saman i krónutölu, hve miklum verðmætum hefur verið spiilt, en sú upphæð er margföld miðaö við það, sem stolið var. Lögreglumenn segja, að þeir muni ekki aöra eins helgi áður. Voru kallaðar út aukavaktir rannsóknarlögreglumanna, og hafði hópurinn varla tima til að lcita þjófanna, þvi sifellt bárust tilkynningar frá fleiri og fleiri stöðu, þar sem brotizt hafði verið inn. Faraldurinn hófst þegar á föstudagskvöld. Þá var tilkynnt um innbrot i fjóra bila. Tveir þeirra voru við Háskólabió, einn við Lindargötu og einn í Þingholt- unum. útvarpstækjum var stolið úr tveim bilanna, þrem flöskum Samkvæmt þeim upplýsingum, sem við fengum hjá Þórði Her- mannssyni hjá ögurvik h.f., er skuttogarinn ögri væntanlegur til heimahafnar sinnar Reykjavfkur i fyrsta skipti i fyrramálið. Þórð- ur sagði, að ögri hefði lagt af staö frá Póllandi á föstudaginn kl. 14.30, og ætti hann þvi að koma i fyrramálið, ef veður héldist gott. af vodka úr einum og skemmdir unnar á þeim þriðja. A laugardagsmorgni kærði verzlunareigandi innbrot i fyrir- tæki sitt. Saknaði hann allt að 100 lengja af sigarettum, nokkru magni af vindlum og rótað var i skúffum. Brotin var hurð fyrir heildsölu John Lindsay i Skipholti og stolið snyrtivörum fyrir 40 til 50 þús. kr. að verðmæti. Tilkynnt var, að bil hafi verið stolið frá Túngötu. Fannst hann neðar i götunni. Var þá búið að aka bilnum á og hann skemmdur. Farið var inn i vinnuskúr við Árbæjarskólann og eins i skóla- húsið sjálft, en ekki er að sjá,að neinu hafi verið stolið. A laugardagskvöld bar óboðinn gest að dyrum i mannlausri íbúð við Framnesveg. Þar sem dyrnar voru lokaðar mölbraut aðkomu- maður hurðina rótaði i ibúðinni i leit að verðmætum, en húsráð- endur segjast einskis sakna af eigum sinum. Kl. 6 á sunnudagsmorgni var Þá spurðum við Martein Jóns- son, framkvæmdastjóra Bæjarút- gerðarinnar, um komu skuttogar-' ans Bjarna Benediktssonar, sem verið er að smiða á Spáni. Mar- teinn sagðist ekki geta sagt. ná- kvæmlega um komu togarans, en taldi, að ekki liði langur timi þangað til skipið gæti lagt af stað i heimsiglinguna. j>ó tilkynnt um innbrot i Alþýðu- brauðgerðina. Var gluggi brotinn og skriðið þar inn. Hurðir fyrir skrifstofuherbergjum voru fyrir þjófunum og voru þeir vega- tálmar fjarlægðir á hefðbundinn hátt. Mikið var rótað á skrifstof- unni og talsverðu stolið af gömlum koparpeningum. Auk þess roguðust innbrotsþjófarnir út með 7 eggjabakka. Rúða i útstillingarglugga Úra- og skartgripaverz1unar Magnúsar E. Baldvinssonar, Laugavegi 12, var brotin. Sá, sem það gerði,teygði hendina inn um gatið og náði 22 úrum. Verðmæti þeirra er samanlagt um 70 þús. kr. Verst var aðkoman i skrifstofum i húsi Nýja Biós við Lækjargötu. Þar var rótazt um i skrifstofum margra fyrirtækja allt neðan úr kjallara upp á fimmtu hæð. Brotnar voru upp hurðir að skrifstofugöngunum á öllum hæðum. Einnig voru brotnar nokkrar hurðir milli herbergja, en alls voru mölbrotnar 12 hurðir i húsinu, auk skápahurða. 1 öllum skrifstofunum voru unnin gifur- leg skemmdarverk. Skápahurðir og skrifborðsskúffur voru sprengdar upp Skjöl og skrif- stofugögn voru á rúi og stúi um öll herbergi. Þrátt fyrir allan þennan óhemjudugnað var litlu eða engu stolið, enda voru innbrotsmenn auðsjáanlega i peningaleit, en fundu enga. Snemma um morguninn hand- tóku lögreglumenn grunsam- legan pilt, sem var á ferði i mið- borginni. Var hann með koddaver i hendi og i þvi voru nær 7 þús. kr. i skiptimynt. Um siðir játaði hann að hafa stolið peningunum i Slippnum, en þar var enn eitt inn- brotið. Einnig játaði hann á sig innbrotið i heildsölu John Lindsay, og lét þar ekki staðar Mikil sprenging varð i bil á móts við Gljúfrastcin i Mosfells- sveit á laugardagskvöld. öku- maður var einn i bilnum. Hann komst út, en föt hans loguðu. Daginn eftir lézt maðurinn af vöidum brunasára á Landspital- anum. Hann hét Björgvin Gunnarsson, 32 ára gamall bila- viðgerðarmaöur. Björgvin var fráskilinn og lætur eftir sig fjögur börn. Hann bjó hjá móður sinni að Skúlagötu 74. Rannsóknarlögreglan i Hafnar- firði hefur málið til rannsóknar. Ekki er hægt að segja með vissu, hvernig á sprengingunni stó®,!en liklegast er talið, að bensingufa hafi myndazt i bilnum og neisti kveikt i henni. Var spengingin svo öflug, að allar rúður bilsins sprungu. Björgvin hentist út úr bilnúm og logaði þá i fötum hans. Sjónarvottur var að slysinu. Jón Gunnar Oddsson, sem er 22 ára gamall háskólanemi, var staddur að Gljúfrasteini. Klukkan 23.45 gekk hann út á hlað með hund til að viðra dýrið. Veitti numið, heldur sagðist hann lika hafa verið á ferð i öllum - hæðunum i Nýja Biói. Þótti með ólikindum, að piltur hafi verið Frh. á bls. 15 hann þá athygli bfl, sem kom ofan af heiðinni. Við Grænhól, rétt ofan við Gljúfrastein, hægði billinn á sér eða stanzaði. Allt i einu varð sprenging, og maðurinn hentist út og billinn stóð i ljósum logum. Jón hljóp til, og var þá Björgvin staö- inn upp, en eldur logaði i föt- unum. Jón lagði hann niður og slökkti eldinn i klæðum mannsins i snjónum, hljóp siðan inn og hringdi á hjálp. Fór strax út aftur og lá þá maðurinn á jörðinni, og var aftur farið að loga litillega i fötum hans. Björgvin var mállaus og gat ekkert sagt um slysiö, en hélt meðvitund að þvi er bezt varð séö. Var hlynnt að slasaða mann- inum eftir getu meðan beðið var eftir sjúkrabil. Var Björgvin siðan fluttur á Landspitalann, en lézt þar. Billinn, sem sprengingin varð i, er af Cortina—gerð, árgerð 1966. Stúturinn á bensingeymi bilsins er inni i honum, og aö öllum lik- indum hefur bensinguf.u lagt út um hann og inn i bilinn, þar sem neisti hefur kveikt i og valdið sprengingunni .-O Ó ÖGRIKEMUR Bíll sprakk og öku maðurinn lézt Sennilegt, að bensíngufa hafi fyllt bílinn

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.