Tíminn - 12.12.1972, Blaðsíða 3

Tíminn - 12.12.1972, Blaðsíða 3
Þriðjudagur tg. deséBijhiyfW^ ¦-:-. >¦¦-faU^... j '^' ¦!.:..¦ t..'.X I Danmörku SB—Reykjavik Sautján ára skipverji af vél- bátnum Þorsteini RE 303, drukknaði 2. desember sl. er hann féll i höfnina i Hirtshals i Dan- mörku. Hann hét Haraldur Pétursson, til heimilis að Sól- heimum 34 i Reykjavik. Þor- steinn RE er við sildveiðar i Norðursjó, en þegar skipið kemur heim, verða haldin sjópróf vegna slyssins. Breiðdals- víkurbátar í söluferð GB—Breiðdalsvik Hér má heita fólksbilafæri suð- ur um, þó að leiðindatið hafi gengið að undanförnu, lengst af norðanátt með einhverri úrkomu. Gæftir hafa þvi verið slæmar hjá bátum, og hefur einn þeirra, sem rerí með linu litt getað stundað veiðar. Tveir bátar, Sigurður Jónsson og Arni Magnússon, hafa af tur á móti róðið með net og hafa þeir getað athafnað sig meira, og aflað sæmilega. Þeir eru sem stendur báðir i söluferð i Þýzka- landi með 60-70 tonn hvor bátur, og eiga að selja i dag e.ða morgun. Afli þeirra var mestmegnis ufsi. Atvinnuástand á staðnum er annars sæmilegt og ekki hægt að tala uni atvinnuleysi, þó að ekki sé uppgripaatvinna. Töluverð vinna er við byggingar, en hér eru 5 ibúðarhús i smiðum. Keflvíkingar andvígir veggjalds- innheimtu ÞÓ—Reykjavik. Bæjarráð Keflavikur samþykkti með niu samhljóða at- kvæðum, á fundi bæjarstjórnar Keflavikur 5. desember s.l., að mótmæla framkominni tillögu um innheimtu veggjalds af Reykjanesbraut og öðrum hrað- brautum. Tillagan, sem bæjarráðið samþykkti er svohljóðandi: „Bæjarráð Keflavikur mótmælir framkominni þingsályktunartil- lögu á þingskjali nr. 97 um inn- heimtu veggjalds af Reykjanes- braut og öðrum hraðbrautum. Bæjarráð Keflavikur telur, að þar sem sú almenna regla hefur ekki verið tekin upp að f jármagna vegaframkvæmdir i landinu með slikum tekjustofnum, séu Reykjanesbraut og Suðurlands- vegur á engan hátt svo sérstæðir, að slikt gjald réttlætist á þeim, öðrum fremur. Þá telur bæjarráð það óvenjuleg vinnubrögð að taka upp á Alþingi mál, sem afgreitt hefur verið fyrir stuttu án þess að forsendur hafi breytzt." Jónas Kristjánsson ver ritgerð sina. GÓÐU HEILLI 0G VITAÐ" - Jónas Kristjánsson varði á laugardag doktorsritgerð sína - Um Fóstbræðrasögu Erl—Reykjavik A laugardaginn varði prófessor Jónas Kristjánsson, forstöðu- maður Stofnunar Árna Magnús- sonar, á tslandi, doktorsritgerð sina, Um Fóstbræðrasögu, við heimspeki deild Háskóla íslands. Prófessor Sveinn Skorri Höskuldsson, forseti heimspeki- deildar, stýrði athöfninni, en and- mælendur af hálfu deildarinnar voru prófessor dr. phil. Bjarni Guðnason og dr. phil Jakob Bene- diktsson, ritstjóri Orðabókar Há- skólans. t upphafi gerði doktorsefni grein fyrir starfi sinu við samn- ihgu ritgerðarinnar, tildrögum þess,að hann tók sér þetta fyrir hendur, og rannsóknum sínum siðan, en bókin var tilbúin til út- gáfu 1970, þótt hún hafi ekki kom- ið út fyrr en á þessu ári. Andmælendur tóku siðan til máls, og gagnrýndu ýmis atriði bókarinnar, sem engin virtust þó svo stórvægileg að miklu máli skipti. Doktorsefni svaraði þeim spurningum, sem til hans var beint, og gerði frekari grein fyrir þeim atriðum, sem óljós þóttu. Að siðustu sæmdi deildarforseti Jónas Kristjánsson doktorsnafn- bót i islenzkum fræðum. Meö rannsóknum sinum á Fóst- bræðrasögu, málfari hennar og stil, ásamt tengslum hennar við aðrar sögur, hefur dr. Jónas kom- izt að þeirri niðurstöðu, að sagan sé allt að 100 árum yngri en áður hefur verið talið. Sagan hefur til þessa verið talin elzt tslendingasagna, ásamt Ekki þau fyrstu á Eyjafjarðarhálendi Nú, þegar búseta hefur verið tekin upp i brúnum Eyjaf jarðar- dals, rifjast það upp að á há- lendinu inn af Eyjafirði, nánar tiltekið rétt hjá sæluhúsi Ferða- félags Akureyrar við Laugafell má greina ævagömul ummerki mannabústaðar. Þessar rústir hafa aldrei verið kannaðar,en sú þjóðsaga er kunn i Eyjafirði, aö þar hafi búið kona nokkur Þórunn á Grund með skylduliði sinu og hafi hún leitað þangað meðan Svarti dauði gekk yfir. Onnur munnmæli herma þó, að Þórunn þessi hafi verið frá Möðruvöllum. Enn önnur útgáfa hefur verið ti'l af þessari sögu, þvi gamlir Eyfirðingar kenna tóttirn- ar ekki við Þórunni, h»ldurÞóru og kalla þær Þórutóttarbrot. Hvað sem er um sannleiksgildi Blaðburðarfólk Blaðaburðarbörn óskast í eftirtalin hverfi: Laufásvegur, Sdl- eyjargata, Laugavegur, Hverfisgata, Stórholt, Meðalholt. þessara sagna þá er það vist, að þarna eru leifar mannabústaðar. Staðurinn er raunar vel valinn, þvi þarna streymir vatn úr jörðu. En það er liklega einu þægindin sem heimamenn þar, hafi þeir einhverjir verið, hafa fram yfir Nýjabæjarheimilið. JGK. 30 tíma á keyrslu milli Akureyrar og Húsavíkur Erl—Reykjavik Kl. 5 í gærmorgun komu til Húsavikur 5 flutningabilar, sem þá höfðu verið 30 klukkustundir á keyrslu frá Akureyri, og nokkru lengur i allri ferðinni. Stóran hluta af leiðinni höfðu þeir verið með tvær ýtur á undan, og segir það sina söguafsnjóþyngslunum, sem nú eru i Þingeyjarsýslu, einkum i Kinn og Ljósavat,ns- skarði. Ekkert er vitað, hvenær unnt reynist að opna aðalvegi, en eins og er er mjólk flutt af þessum svæðum með trukkum, eða bilar dregnir af ýtum. Austar er ástandið mun skárra, og mun mjólkurbill úr Mývatnssveit hafa komizt vandræðalitið til Húsavik- ur I gær. Hið sama má segja um bila úr Aðaldal og Reykjadal. t gær var sæmilegt veður nyrðra, frost, en hriðarlaust. Heiðarvigasögu, og þá rituð um aldamótin 1200. Dr. Jónas vill hins vegar timasetja söguna skömmu fyrir aldamótin 1300, en yngri er hún ekki þar eð elztu gerð hennar er að finna i Hauks- bók, sem gerð er rétt eftir 1300. Leiðir Jónas mörg rök fram þess- ari skoðun sinni til vitnis, m.a. bendir hann á,að Snorri Sturluson muni ekki hafa þekkt söguna er hann reit Heimskringlu. Hún hljóti þvi að vera yngri. Margt annað mætti nefna, t.d. hinar viðfrægu „klausur" Fóst- bræðasögu, þar sem inn er skotið alls konar skáldlegum likingum, með stil, sem annars fellur ekki við hinn algenga sagnastil, heldur minnir fremur á skáldamálið forna, t.d.: „Reyndu Ránar dætur drengina og buðu beim sín faðm- lög", þar sem l.yst er sjóferð. Hinn nýi doktor telur þessar „klausur" upprunalegar, en ekki siðari tima innskot, eins og sumir hafa áður viljað álita. Visur eru margar i Fóst- bræðrasögu og flestar eignaðar Þormóði. Ekki telur Jónas, að neinn þurfi að draga i efa.að þær séu rétt feðraðar a.m.k. á meðan ekki sé hægt að kenna þær öðrum, a.m.k. séu þær verulega miklu eldri en sagan, og ein af heimildum hennar. Þá er og i ritgerðinni f jallað um handrit þau, sem geyma Fóst- bræðrasögu og tengsl hennar við aðrar sögur, eins og áður er getið. Mörgum hlýtur að verða á að spyrja eftir þessa yngingu sög- unnar, hvort að hún raski þá grundvellinum fyrir timasetn- ingu allra tslendingasagna, og þær séu þá allar yngri, en talið hefur verið til þess. Að sjálfsógðu verður að endurskoða timasetn- ingu þeirra sagna, sem til þessa hafa á einhvern hátt verið settar eftir Fóstbræðrasögu, en ekki er sennilegt, að margar sögur aðrar yngist við þær rannsóknir. Það verður þó timinn að leiða i ljós, þvi að enn er ekki ljóst hver áhrif þessi nýja doktorsritgerð á eftir að hafa i heimi islenzkra fræða. Hinn nýi doktor er fæddur árið 1934 að Fremstafelli i Kaldakinn. Hann lauk cand. mag.prófi i is- lenzkum fræðum frá Háskóla ts- lands árið 1948. Stundaði hand- ritarannsóknir og útgáfustörf i Kaupmannahöfn i fjögur ár að loknu prófi, en kom siðan heim og stundaði þá fyrst útgáfustörf og kennslu, en var siðan ráðinn skjalavörður við Þjóðskjalasafn Islands, en 1962 var hann ráðinn starfsmaður við Handritastofnun lslands, sem nú heitir Stofnun Árna Magnúsonar á tslandi, og er hann nú forstóðumaður hennar. Kvæntur er dr. Jónas Sigriði Kristjánsdóttur. Merk tímamót: Gefjun á Akureyri 75 ára i síðasta tölubl. Dags á Akureyri er fjallað I ritstjórn- argrein um iðnaðarreJtstur Sambands isl. samvinnu- fclaga og Kaupfélags Eyfirð- inga i tilefni merkra timamóta i sögu iðnaðar á Akureyri. Liðnir eru þrir aldarfjórðung- ar siðan fyrstu vélar Ullar- verksmiðjunnar Gefjunar tóku að snúast. Dagur segir; „Nií eru liðnir Jirir aldar- fjbrðungar siðan Ullarverk- smiðjan Gefjun á Akureyri hól starfsemi slna. En 27. nóvem- ber 18!)7 fóru fyrstu og elztu vélar verksmiðjunnar að snú- ast. Umsvifin voru ekki mikil fyrstu árin eða framleiðslan fjölbreytt. en hugsjóna- og framkvæmdamenn i röðum eyfirzkra bænda sáu þó draum siiin rætast. Segja má, að iðnaðurinn hafi flutzt með fólkinu úr baðstofum sveit- anna tii hinnar vaxandi byggðar við innanverðan Eyjafjörð, Akureyrar, en framleiðsla hinnar nýju verk- smiðju miðaðistþó einkum við það mörg fyrstu árin, að auð- velda ullariðnað heimilanna með þvi að kemba ullina og spiiina hana. En siðan varð þróunin sú, að verksmiðjur uiUii þennan forna iðnað að mestu i sinar hendur. Og siðan hefur ullariðnaður verið að þróazt i landinu, jafnt og þétt. Nýjar verksmiðjur hafa risið upp, bæði til að vinna ull og i'innig til að vinna gærur og skiim. Gefjunar-, Iðunnar- og Ilckluvörur hafa náð almenn- um vinsældum og cru viður- kcnndar af öllum, er til þckkja, bæði innanlands og viða crlendis, enda hvarvetna eftirsóttar. Þessar vörur frá vcrksmiðjum samvinnu- manna á Akureyri hafa á iindaiiföriium árum og i mjög vaxandi mæli verið fluttar til hinna ýmsu landa allra heims- álfa, og bcndir margt til þess, að sölumöguleikar séu fyrir hcndi i miklu stærri stil, þótt framlciðslan yrði margfölduð frá þvi, sem nú er, ef unnt reynist að stilla framleiðslu- kostnaði i hóf. Burðarás Akureyrar Verksmiðjur Sambandsins og vcrksmiðjur Sambandsins og KEA á Akurcyri, eru burð- arás atvinhulifsins i höfuðstað Norðurlands, ásamt öðrum at- vinnurekstri kaupfélagsins. i verksmiðjunum vinna nú um 700 manns. Þessi iðnaður er fyrst og frcmst byggður á hrá- cfni frá landbúnaðinum og má þvi scgja.að þróun landbúnað- ar og þróun þessa iðnaðar hljóti að fara, saman og sé eitt stærsta byggðamálið. Og ekki má það gleymast þeim, sem i þéttbýlinu búa, að ullar- og skinnaiðnaðurinn eru aöeins greinar á stofni landbúnað- arins. Dreifing iðnaðar norðanlands Hugað hefur verið að þeim möguleika að færa eitthvaö af starfsemi verksmiðjanna út tii þeirra staða norðanlands, sem mesta þörf hafa á nýjum iðn- greinum til atvinnuöryggis. Sennilega eru vandfundnar iðngrcinar, sem betur henta á þessum stöðum, ef heppilegt skipulag finnst til slikrar drcifingar. A þessum timamótum þurfa samvinnumenn enn að efla samtök sin og stefna að nýjum og stórum áföngum, sejn. verða mættu til heilIa."_TK

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.