Tíminn - 12.12.1972, Síða 9

Tíminn - 12.12.1972, Síða 9
Þriðjudagur 12. desember 1972 TÍMINN 9 Leigubílstjórar og verðlagsnefnd Vegna greinar i Morgunblaðinu sl. sunnudag, sem fjallarumdeilu leigubilstjóra við verðlagsráð, þá vil ég gefa þessar skýringar, þar sem vikið er að minni afstöðu til málsins sérstaklega. Það er rétt, að ég greiddi at- kvæði gegn tillögu Úlfs Markús- sonar og Ölafs Oddgeirssonar á Glæsibæjarfundinum 29. nóv. sl., þar sem voru um 150 manns, eins og staðfest er af yfirþjóni staðarins — en ekki 400 manns eins og Úlfur hefur látið hafa eftir sér i fjölmiðlum og hjá verðlags- yfirvöldum. Ég greiddi atkvæði gegn til- lögunni vegna þess, að hún fól i sér ákvörðun um að breyta gild- andi gjaldskrá fyrir leigubila, án leyfis verðlagsyfirvalda, og i öðru lagi vegna þess, að hún kvað á um það, að einungis skyldi hækka næturtaxtann, án breytinga á dagtaxtanum. Tillagan gerði ráð fyrir, að sú breyting yrði fram- kvæmd 8. des.,. hvort sem til kæmi leyfi verðlagsnefndar eða ekki. Það var óhjákvæmilegt að láta gera nýja gjaldskrá, ef þessi næturtaxtahækkun færi fram, en að breyta gildandi gjald- skrá, sem staðfest er af verðlags- yfirvöldum, er ekki heimilt án leyfis og mundi verða talið gróft lagabrot. Ég Ieit svo á, að ekki væri nein ástæða til þess að hlaupa frá kröfu okkar um að hækka öku- taxtann um 24.1% og að sú hækkun kæmi á dagtaxtann og svo á aðra liði hans til samræmis við það, eins og alltaf hefur verið gert. Það, að hækka einungis næturtaxta, er litil kjarabót fyrir þá, sem vinna svo til alla virka daga, en stunda ekki nætur- akstur, og þar er um að ræða mjög stóran hluta bilstjóranna, — ekki einungis hér i Reykjavik, heldur einnig á hinum ýmsu stöðum út um landsbyggðina, þar sem leigu- og sendibilar eru notaðir. Það er orðið ljóst, að sú ákvörðun Bandal. isl. leigubif- reiðastjóra að breyta dagvinnu- tima leigubila til samræmis við það, sem almennt gerist á vinnu- markaðnum, þannig að hann sé frá kl. 8 til kl. 17.00 virka daga, mælist vel fyrir og er talin eðli- lega ráðstöfun, þar sem lögleidd hefur verið 40 st. vinnuvika. Einn fulltrúi i verðlagsnefnd hefur orðið fyrir ómaklegum árásum nokkurra bilstjóra, sem láta sér sæma að rangtúlka hans afstöðu i málinu, en hún er alveg i samræmi við þá ályktun, sem samþykkt var i Laugarásbiói sl. laugardag, en þar voru 220 bil- stjórar og samþykktu i einu hljóði kröfu Bandal. isl. leigubifreiða- stjóra um alhliða hækkun á taxt- anum, en engum var það lengur i hug, að nægjanlegt væri að hækka næturtaxtann. Fulltrúi viðskiptaráðherra tók einnig afstöðu með tillögu verð- lagsstjóra, sem var sú, að af- greiða nú þegar vinnutima-breyt- ingu og þau atriði, sem henni eru tengd i kröfum okkar, með fyrir- heiti um breytingar á ökutaxt- anum eftir áramótin. En sú til- laga, sem Björn Jónsson, forseti A.S.I., ber fram i nefndinni, fól i sér að samþykkja vinnutima- styttinguna með þeirri breyt- ingu, að hún næði ekki til laugar- dagsins, eins og gert er ráð fyrir i tillögu verðlagsstjóra. Tillaga Björns Jónssonar gerir einnig ráð fyrir hækkun á nætur- gjaldi frá og með 1. jan. 1973, sem nemur 12%, en engri hækkun á dagtaxta, og viðskiptaráðherra sagði mér, að hann múndi lita á það sem endanlega afgreiðslu á málinu, ef tillaga Björns yrði samþykkt. Það er alveg vist, að bilstjórar munu ekki sætta sig við slika afgreiðslu á þessu máli, og nú þegar hefur verið tekin ákvörðun af B.l.L.S.um róttækar aðgerðir, hafi viðunandi af- greiðsla ekki fengizt fyrir 15. jan. n.k. Frá þvi að B.l.L.S. lagði fram kröfuna um 24.1% hækkun i mai sl. hafa orðið ótrúlega miklar hækkanir á ýmsum rekstrar- liðum, sem varða leigubila, þrátt fyrir gildandi verðstöðvunarlög, og við lauslega athugun hefur komið i ljós, að krafan um 24.1% er ekki lengur raunhæf. Sá grundvöllur, sem hún er bundin við, er nú kominn langt yfir 30%. Krafan hlýtur þvi að verða tekin til endurskoðunar nú fyrir ára- mótin. Lárus Sigfússon. 1 dag þriðjudaginn 12. desember kl. 20.30 talar Jan Gumpert frá Bibliotekstjá'nst i Lundi um þjónustumiðstöðvar fyrir bókasöfn á Norðurlöndum og um norræna samvinnu á þessu sviði. Bókavarðafélag tslands og Norrama húsið standa fyrir þessari dagskrá, sem fer fram i fyrirlestrasal Norræna hússins. Allt áhugafólk um bækur og bókasöfn eru auð- fúsugestir. Umræður. Hókavarðaielag íslands NORRÆNA HÚSIÐ Viðski ptaf ræði ngu r Hagfræðingur Stofnun óskar að ráða viðskiptafræðing eða hagfræðing til starfa i byrjun árs 1973. Sjálfstæð vinna — Góð laun. Umsóknir ásamt upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf sendist afgreiðslu blaðsins fyrir 20. des. merkt „2345” Róbert. — býSur ávallt beztu kaupin Nú nýjar gerðir Meiri afköst og styrkleiki Meiri tæknibúnaður og fylgihlutir Sífellt aukin þjónusta Lægstu verðin ZETOR 4712—47 HÖ. Nýjasta vélin frá Zetor. Millistærð, sem sameinar kosti minni og stærri véla. Frábærlega vel hönnuð og tæknilega búin. Lipur og afkastamikil alhliða dráttarvél. Meiri vél á minna verði. Með öryggisgrind um kr. 245 þús. Með húsi og miðstöð um kr. 265 þús. ZETOR 2511—30 Hö. Létt og lipur heimilisvél. Sterkbyggð og með mikið dráttarafl miðað við stærð. Ómissandi á hverju búi. Ódýrasta fáanlega dráttarvélin á markaðinum. Verð um kr. 185 þús. ZETOR 571 &—60 Hö. OG 6718—70 Hö. Kraftmiklar og sterkar vélar gerðar til mikilla átaka. Með meiri tæknibúnað og fylgihluti en venja er til, s. s. húsi, miðstöð, vökvastýri, lyftudráttarkrók o. fl. Dráttarvélar í sérflokki á hagstæðum verðum: 5718 um kr. 350 þús. 6718 um kr. 385 þús. „ZETORMATIC" fjölvirka vökvakerfið er i öllum vélunum. Fullnýtir dráttaraflið og knýr öll vökvaknúin tæki. Zetor eru nú mest seldu dráttarvélarnar á Islandi. Það eru ánægðir Zetor eigendur, sem mæla með þeim. Zetor kostar allt frá kr. 100 þús. minna en margar aðrar sambærilegar tegundir dráttarvéla — það munar um minna. Hafið samband við okkur og fáið nánari upplýsingar um Zetor. Lágmúla 5 Sími 84525 Áríðandi orðsending til bænda Umsóknarfrestur Stofnlánadeildarinnar fyrir lánum vegna kaupa á dráttarvélum fyrir 1973, rennur út 31. desember 1972. Leggið því inn lánsumsóknir strax, eða hafið samband við okkur. ÍSTÉKK H/F.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.