Tíminn - 12.12.1972, Qupperneq 10

Tíminn - 12.12.1972, Qupperneq 10
10 TÍMINN Þriftjudagur 12, desember 1972 ALÞINGI U msjon : Elía s Snæland Jonsson Frumvarp um Verð- jöfnunarsjóð að lög- um Fundir voru í báðum deild- um alþingis I gær, en þeir voru stuttir og fá mál tekin fyrir. I efri deild var stjórnar frumvarpið um breytingar á lögum Veröjöfnunarsjóðsins til annarrar umræðu. Sjávar- útvegsnefnd klofnaði í málinu. Fulltrúar stjórnarflokkanna lögðu til, að frumvarpið yrði samþykkt óbreytt, en fulltrúar stjórnarandstöðunnar komu með sams konar breytingatil- lögu og sjálfstæðismenn fluttu i neðri deild. Sú breytingartil- laga var felld, og frumvarpinu siöan visað til 3. umræðu. Sú umræða fór fram strax að lok- inni 2. umræöu og var frum- varpiö þar samþykkt sem lög frá alþingi. Önnur mál i efri deild Þá mælti Lúðvik Jósefsson, sjávarútvegsráðherra, fyrir frumvarpi stjórnarinnar um skipulag á loðnulöndun, sem þegar hefur verið afgreitt frá neðri deild. Mál i neðri deild t neðri deild mælti ólafur Jóhannesson, dómsmálaráð- herra, fyrir stjórnarfrum- varpi um framkvæmd eignar náms, sem efri deild hefur þegar afgreitt. Var málinu siðan visað til nefndar. Þá var tekið fyrir stjórnar frumvarp um leigunám hval- veiðiskipa til annarrar um- ræöu. Stefán Valgeirsson (F) mælti fyrir áliti meirihluta allsherjarnefndar, sem lagði til að frumvarpið yrði sam- þykkt óbreytt. Haildór Blöndal (S) mælti fyrir áliti minnihlutans, sjálfstæðis- manna, sem lagði til að frum- varpinu yrði visað frá með rökstuddri dagskrá. Ivalskipið hefur reynzt vel. Óiafur Jóhannesson, dóms- málaráðherra, sagði m.a., að leigunám hefði verið nauðsyn- legi til þess að fá umrætt hval- skip til gæzlustarfa. Skipstjóri og áhöfn skipsins væri mjög ánægð með það, og hefði skipið reynst i alla staði vel. Ráðherra gagnrýndi rök minnihlutans, og kvað tillögu þeirra vera órökstudda dagskrá fremur en rökstudda. Framlenging umboðs verðlagsnefndar Þá mælti Lúðvik Jósefsson, viðskiptaráðherra, fyrir stjórnarfrumvarpinu um fram lengingu á umboði verðlags- nefndar, en umboð hennar rennur út um áramótin sé það ekki framlengt með lögum. Var málinu siðan visað til nefndar. — E.J. Framsóknarfélögin í Arnessýslu: Þriggja kvölda spilakeppninni lýkur á föstudaginn Senn liöur að lokum þriggja kvöldaspilakeppninnar, sem Framsóknarfélögin i Arnessýslu Auglýsitf i Tímanum standa fyrir. Tveim umferðum er lokiðog hin siðasta veður i Arnesi i Gnúpverjahreppi n.k. föstudag 15. des. Aöalverðlaun i keppninni er ferö fyrir tvö til Mallorca á vegum Ferðaskrifstofunnar Sunnu, oghálfsmánaðardvöl þar. A föstudagskvöldið fæst skorið úr um, hver verður stigahæstur i keppninni og hlýtur verðlaunin. Keppnin hófst i Aratungu 1. des. s.l. Þar flutti Halldór E. Sjálflokandi viðgerðahlekkir f/snjókeðjubönd (,,Patent“-hlekkir), fyrirliggjandi í tveimur stærðum. L ÁRMÚLA 7 - SÍMI 84450 . Sigurðsson, fjármálaráðherra, ræðu. Föstudaginn 8. des. var spilað i Þjórsárveri og þar flutti Guðmundur G. Þórarinsson, verkfræðingur, ræðu. A fyrr- nefnda staðnum var spilað á 39 borðum, en á hinum siðarnefnda á 37 borðum. Sem fyrr segir verður úrslita- keppnin háð i Árnesi. Þar mun dr. Ólafur Ragnar Grimsson, lektor, flytja ræöu. Áð keppninni lokinni leikur hljómsveit Gissurar Geirssonar fyrir dansi. Til að betri timi gefist til að dansa hefur verið ákveðið, að spilakeppnin hefjist fyrr siðasta keppnis- kvöldið en hin fyrri. Verður þvi byrjað að spila i Árnesi kl. 21, eða hálftima fyrr en áður. Auk aðalverðlaunanna verður þeim karli og konu, er flest stig fá fyrir hvert kvöld, veitt sérstök verðlaun. Það var þéttsetinn salurinn, er spilakeppnin fór fram i Arnesi. ENDURMIMING4R FRIÐRIKS GUÐMUNDSSONAR ral yi LMHIt- YIINMM.AIt FRIÐRIKS GUOMUNDSSONAR Endurminningar Frið- riks Guðmundssonar fró Hólsijöllum Jöktu óskipta athygli lands- manna, þegar Gils Guðmundsson las upp úr þeim í útvarpinu fyr- ir nokkrum árum. Þessi merka minningabók verður áreiðanlega mörgum kærkominn lestur um jólin. Verð í góðu bandi kr. 800,00 auk söluskatts. VALDIÐ DULDA ÞÓRARINN JÓNSSON FRÁ KJARANSSTÖDUM Valdið dulda eftir Þór- arin Jónsson frá Kjar- ansstöðum. Þórarinn- hefur á langri ævi fundið návist hins ó- sýnilega heims alls staðar í kringum sig. í bók þessari eru . frá- sagnir af dulrænni reynslu, frásagnir, sem mörgum mun leika for- vitni á að kynnast. Verð í góðu bandi kr. 625,00 auk söluskatts. ÞÓHAMNN JÓNSSON ritÁ KJAKANSSTÍlDUM VALDIÐ DULDA HUGSVNIR CROISETS Jack Harrison Pollack HUGSÝNIR CROISETS Ævar Kvaran islenzkaöi VIKURUTGAFAN Hugsýnir Gerards Croi- sets er forvitnileg bók um skyggpigáfu þessa stórmerka Hollendings. Croiset telst til hinna merkustu manna, sem' dularsálfræðingar hafa rannsakað og greinir hér frá afrekum hans við að koma upp um þjófa og morðingja, finna börn, fullorðna menn, dýr. og hluti. Þýðinguna gerði Ævar R. Kvaran. Verð í vönd- uðu bandi kr. 700,00 auk söluskatts. Dagperlur, ný aimælis- dagabók með vísum eftir 31 þjóðkunn skáld. Bókin er prentuð í tveim litum á vandað- an skrifpappír, prýdd teikningum af skáldun- um og gömlum stjörnu- merkjum-.' — 3undin í brúnt og rautt alskinn. Tilvalin gjafabók. Verð kr. 900,00 auk sölu- skatts. GDAGPERÚJRj Afniælis dagabók indversk heimspekí Gunnan dqi Gunnan dqi indversk neimspeki Indversk heimspeki eft- ir Gunnar Dal. Greint er frá kjarna indverskr- ar heimspeki á einfald- an og alþýðlegan hátt. Forvitnileg og mjög aðgengileg bók handa öllum þeim, sem vilja fræðast um þessi efni. Verð í góðu bandi kr. 700,00 auk söluskatts. Mundu ekki einhverjar þessara bóka henta yður til jólagjafa? Góð bók er bezta vinargjöfin. VÍKURÚTGÁFAN

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.